Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 Skoðun I>V Spurning dagsins Hver er uppáhalds sjón- varpsþátturínn þinn? Stefanía Ösp Guömundsdóttir nemi: Buffy the Vampire Slave. Þórhildur Orradóttir nemi: Friends og Ally McBeal. Var lengst af einkennandi fyrir erlendar stórborgir. Nú til sýnis á Islandi. Vesalingarnir í borginni Lára Aradóttir nemi: Friends. Edda Rut Þorvaldsdóttir nemi: Survivor. Geir R, Andersen skrifar: Klukkan var rúmlega hálfsex sl. miövikudag, ég var að koma úr vinnu og hugðist taka SVR heim frá Hlemmi. Á bekk úti, til hlið- ar við inngang- inn, lá maður af- velta, augsýnilega drukkinn. Einn af fastagestunum sem oft eru á ferli við þennan þekkta umferðarstað. Maður hefur séð þessa menn og ekki geflð þeim mikinn gaum. Ég gekk inn í salinn til að kaupa miða, vagninn var rétt ókominn. Er ég gekk út aftur lá maðurinn þarna enn, og svaf fast að því er virtist. Vagninn kom, ég fór í hann og settist. Er ég leit manninn út um gluggann sá ég að hann var að rumska og reyndi að reisa sig upp úr láréttri stöðu á bakinu. Hann reyndi nokkrum sinnum, en tókst ekki, og hann lagöist aftur út af, ósjálfbjarga. Fólk gekk fram hjá. Enginn brást við á nokkum hátt. Líkaminn, Vllhjálmur Alfreðsson skrifar: í marsmánuði síðastliðnum birt- ist falleg mynd af ungri konu næst- um því nakinni á nýafstaðinni kjöt- kveðjuhátiö í Ríó í Brasilíu. Mig langar af því tilefni að leggja nokk- ur orð í belg. Gamall frændi minn í Glasgow, William að nafni, sagði einu sinni að setti maður sokk á fót nakins kvenmanns þá væri það klám. Al- veg rétt. Eftir að Adam og Eva lentu í vandræðum í Eden forðum fóru þau Michelle Marie Morris nemi: Friends. Daníet Örn Sigurósson nemi: Friends. „Hvað á að gera? Taka vesalingana úr umferð með skipulegum hcetti - af hjúkrunarfólki, ekki lög- reglu, og freista þess að hreinsa út óvœruna og koma þeim í gang með ráði og rænu.“ Ekki frekar en ég. Auðvitað gat hann á þessu augnabliki verið dauð- ur í alvöru. Lögreglan er sögð koma á Hlemm og víöar þegar hringt er í hana til að taka einn epa fleiri þessara vesal- inga. Ekki sjúkrabíll (hvað þá tveir eins og tíðkast við „vinnuslys" á súlustöðunum) eða læknavaktin. Þessir menn eiga afdrep í vörslu lög- reglu. Þeir eru þó komnir undir manna hendur. En hver segir að þeir eigi ekki einmitt að vera í vörslu heilbrigðiskerfísins umfram allt? Þetta er ekki neitt nýtt hér í Reykjavík. Borgin úir og grúir nán- ast af vesalingum sem eiga ógæfuna eina að. Hún er ekki besti aðstand- andinn. Á sumrin versnar þetta. Þá er hlýrra úti og vesalingarnir flykkjast út í góða veðrið. Við Aust- urvöll, f Austurstræti og á Hlemm. Þetta er vandamál, umhverfis- vandamál ekki síður en félagslegt. Það er ekki verjandi að höfuðborgin stilli út þessum vesalingum til sýn- is ferðamönnum sem öðrum vegfar- endum ár eftir ár. Öll getum við orðið vesalingar að þessu leyti, en gæfan fer í mann- greinarálit, og genin gegna sínu hlutverki. Einstaklingurinn deyr en genin lifa. Einhverjir vesalinganna eiga afkvæmi, og þá er ekki að sök- um að spyrja. Það koma alltaf nýir vesalingar. Hvað á að gera? Taka vesalingana úr umferð með skipulögðum hætti - af hjúkrunarfólki, ekki lögreglu, og freista þess að hreinsa út óværuna og koma þeim í gang með ráði og rænu. Þjóðfélagið getur ekki haldið áfram á þessum nótum sem nú virðist stefna í. Beint í fenið, í kjölfar íjárdráttar, falsana, voðaverka og vímuefna- vanda. - Vesalingarnir í höfuðborg- inni eru þeir sem eru sýnilegir og þar er a.m.k. hægt aö byrja. fegurð sköpunarinnar „Það bendir einnig ýmislegt til þess að Adam og Eva hafi ákveðið að fara norður á bóginn, þangað sem kalt loft ríkir. “ að klæða sig. Og hvers vegna? Vegna þess að mannslíkaminn hef- ur ekkert með „gott“ eða „illt“ að gera. Líkaminn er fegurð sköpunar og enginn á að skammast sín fyrir eigin líkama. Það bendir einnig ýmislegt til þess að Adam og Eva hafi ákveðið að fara norður á bóginn, þangað sem kalt loft ríkir. En hvernig stendur á því að Inúítar í Norðvest- ur-Síberíu geta sofið aUsnaktir und- ir berum himni í 30-40 gráða frosti? Á þessu stigi verð ég að segja, að það dásamlegasta sem ég hef upplif- að er að synda aUsber í sjónum. Hins vegar myndi ég ekki þora að mæta aUsber í opinberri stofnun tU þess að borga reikningana mína. Af þessu má draga ýmsar ályktanir. Og maðurinn er jú það sem hann hugs- ar. Ekki rétt? Gildishleðslumenn á glapstigum Það er alkunna að enginn er spámaður í sínu föðurlandi og þó víðar væri leitað. Á því hafa þjóðhagsspámenn á íslandi, með Þórð Friðjónsson i fararbroddi, fengið að kenna upp á síðkastið. Þórður og félagar hafa lengi dundað sér við að spá og spekúlera í efnahagsmál og eru auðvitað þrautlærðir í þeim fræðum - og hafa í sjálfu sér ekki náð verri árangri á þessu sviði en Gunnlaug- ur stjörnuspekingur (sem reyndar hefur aldrei spáð rétt um úrslit leikja fótboltafélagsins Ev- erton) og Nostradamus heitinn. Sem sé, þeir hafa spáð svo mikið og svo oft að annað veifið hafa þeir slampast á að segja fyrir um það sem síðar kom á daginn. Þjóðhagsspár Hlutverk Þjóðhagsstofnunar er reyndar alls ekki það að spá rétt í spilin heldur að spá því sem kemur stjómvöldum vel á hverjum tíma. Þetta vita auðvitað allir nema starfsmenn Þjóðhags- stofnunar sem sitja uppstyttulaust í blóðspreng við að spá rétt, með reyndar, eins og áður sagði, misjöfnum árangri. Og væri svo sem í lagi ef þjóð- hagsspámenn hefðu ekki tekið upp á þeim skolla fyrir skömmu að fara að gildishlaða spádóma sína. Gildishleðsla á þessu sviði er auðvitað forkast- anleg og hefur raunar um aldir eyðilagt eða i það minnsta gert tortryggilega marga annars prýði- lega spádóma. Dæmi um ótímabæra gildishleðslu er t.d. stjörnuspá sem hljóðar svo: Þú ætlar að fljúga til Kaupmannahafnar á morgun en kemst ekki nema hálfa leið því flugvélin hrapar nokkuð óvænt. Hættu við ferðina. Þarna er búið að eyðileggja heiðarlegan og hlut- lausan spádóm með gildishleðslunni í lokin, þ.e. áskoruninni til spádómsþega um að hætta við flugferðina. Þarna er spámaðurinn á vítaverðan hátt að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku væntanlegs farþega til Kaupmannahafnar. Sá á auðvitað sjálfur að ráða því hvort hann vill hrapa eða ekki, fyrir svo utan það að gildishleðslan get- ur hugsanlega haft áhrif á farþegafjölda og þar með afkomu flugfélaga. Á teppið Gildishlaðnir dómar og spádómar eiga því ekki undir nokkrum kringumstæðum rétt á sér. Og því var ekki kyn þó Davíð Oddsson, vor elskaði leið- togi, tæki Þórð Þjóðhags á teppið og snupraði hann opinberlega fyrir gildishleðsluupphlaupiö. I ljós kom svo að Doddi hefur ekki fattað eigin feil- spámennsku því hann hefur lýst því yfir að þeir þjóðhagsspámenn hafi í aungu stundað gildis- hleðslu heldur eingöngu „yfirvegaða umfjöllun um efnahagshorfúmar". Þessi viðbrögð sanna í hvurskyns leikfanga- landi Doddi og félagar starfa. Þeír skilja ekki að þeirra hlutverk er ekki að fjalla yfirvegað um efnahagsmál, a.m.k. ekki ef sú umfjöllun gengur í berhögg viö skoðanir Davíðs og hagsmuni ríkis- stjómarinnar. Þjóðhagsstofnun á að vera þæg og þegja ef hún hefur ekkert nema eitthvað neikvætt til málanna að leggja. Garri Lítil hreyfing á markaðnum. - Allt á niöurleiö? Frosinn markaður Ólafur Einarsson skrifar: Loks kom að þvi að fasteignaverðið næmi staðar. Það var ekki einleikið að verðið hækkaði nánast frá mánuði til mánaðar. Það hlaut að enda með ósköp- um. Og nú eru „ósköpin“ að dynja yfir. Þeir sem hafa selt íbúðir sínar og hús- eignir að undanfómu mega vera ánægð- ir, svo langt sem sú „ánægja" nær. Þeir sem keyptu fram að þessu, sérstaklega þeir sem keyptu í fyrsta sinn, eru ekki öfundsverðir. Og nú bíða seljendur eftir viðbrögðum væntanlegra kaupenda sem halda að sér höndum og „pína“ hina fyrrnefndu. En héðan af breytist hús- næðisverð ekki nema til lækkunar. - Og fer ekki upp í bráð. „Kirlcjudeildirnar steindauðu“ Þorsteinn skrifar: Forsvarsmaður sjónvarpsstöðvar- innar Omega flutti þar ræðu 21. mars sl. Orðrétt segir hann: „Flestallar kirkjudeildir hafa snúið baki við og of- sótt alla þá sem eiga lifandi trú.“ Hann talar líka um steindauðar kirkjudeildir sem hlæja aö orði Guðs. Mér er spurn: Hveijar em þessar kirkjudeildir? Hann stærir sig af að hafa hinar einu réttu opinberanir. Hverjar eru þessar opin- beranir? Nú skilst mér að fleiri trúar- hópar flytji boðskap sinn á Omega. Skyldu þeir hafa sömu opinberanir og ræðumaðurinn? Getur venjulegur ís- lendingur treyst því að það sem flutt er á stöðinni sé í samræmi við Guðs orð? Þar sem mér fannst þessi ræða vekja fleiri spumingar en svör væri fróðlegt að fá skoðanir frá fleirum, t.d. öðrum hópum sem flytja boðskap sinn á Omega. Einnig hvað menn „fordæmdu kirkjudeildanna" hafa um málið að segja. Ræður skólastjóri engu? Fa&ir hringdi: Þegar maður les og heyrir um að skólastjóri í grunnskóla I Reykjavik hafi verið kærður til fræðsluyfirvalda fyrir að víkja úr skóla hans strák sem kærður var fyrir árás á yngri dreng í sama skóla stendur maður sem eitt spurningarmerki. Ræður skóla- stjóri engu i sínum skóla. Vill fólk ekki aga og afnám óknytta og ofbeldis? Er það skoðað að skólastjóri fari út fyrir sitt verkssvið að vikja nemanda úr skóla fyrir óknytti eða ofbeldi? Hvers konar þjóðfélag er að myndast hér á landi? Það er ekki von að úr rætist fyr- ir æskunni þegar ekki má beita refsing- um fyrir ofbeldi krakka eða agabrot af grófu tagi. Góðan dag, takk fyrir... Ragnar skrifar: Mér sýnist sem algildar kurteisis- venjur, sem gilda hvarvetna í ná- grannalöndunum, séu á undanhaldi hér á landi. Þó er í flestum stærri fyr- irtækjum, þjónustu eða verslunar, haldið í horfinu og t.d. boðið góðan daginn og sagt „takk fyrir“ að loknum viðskiptum. Annað er upp á teningn- um í ýmsum minni þjónustustofnun- um þar sem gengið er að því vísu að fólk þurfi að sækja þangað og fari ekki annað. Þannig kom ég í eina slíka ný- lega þar sem hvorki var boðið góðan dag þegar yrt var á afgreiðslumanninn né þakkað fyrir að greiðslu lokinni. Þetta er ekki til að auka viðskiptin og,. á við alls staðar. - Jafnt í fatahreins- unum sem annars staðar. [PV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Á skólalóöinni. Leikur er eitt, of- beldi annaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.