Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 DV Fréttir Guðmundur Franklín Jónsson, fjármálamaður á Wall Street, um hlutabréfahrun: Tuddinn er kominn með kúariðuna - lúsahreinsun á markaðnum - heimskreppa ef Japan fer niður á hnén fa" un1 VW uje DV. WALL STREET: „Tuddinn er kominn með kúariðu. Það er ekki hægt að lýsa ástandinu á hlutabréfamarkaðnum öðruvísi," segir Guðmundur Franklín Jónsson, f]ár- málamaður á Manhattan i New York, um hið gríðarlega fall hlutabréfa sem átt hefur sér stað. Auk þess að hluta- bréf eru í mikilli lægð er hagvöxtur í Bandaríkjunum nú á núlli. Verði hag- vöxtur undir núlli samfleytt 6 mánuði telst vera fjármálakreppa. Guðmundur Franklin starfar sem framkvæmdastjóri hjá Bumham Fin- ancial Group þar sem meginverkefni hans er fyrirtækjaþjónusta þar sem hann vinnur að sameiningu fyrirtækja auk fjármögnunar þeirra. Auk þess höndlar Guðmundur með eigin hluta- bréf. Gríðarleg umfjöllun er um hluta- bréfahrunið í bandarískum fjölmiðl- um. Talað er um Bull market og Bear market sem lýsir ástandinu á verð- bréfamarkaðnum. Tuddinn er tákn þess að gengi hlutabréfa sé á góðu róli en björninn táknar mikla dýfu bréf- anna. Vísitala á Nasdaq-markaðnum hefur fallið á rúmu ári úr 5000 stigum niður í 1800 stig og markaðurinn er því á stigi að bjöminn er kominn á kreik. Slíkt er hrollvekja öllum þeim sem hlutabréf eiga þar. 20 prósenta fall frá hæstu vísitölu á hlutabréfamarkaði táknar að Bear market er ráðandi. Dow Jones vísitalan, sem mælir gengi helstu iðnfyrir- tækja í Banda- ríkjunum, er á mörkunum og snerti Bear market tvisvar í síöustu viku. Á einfóldu máli þá berjast tudd- inn og bjöminn en það hefur ekki gerst á bandarísk- um hlutabréfamark- aði í mörg ár. Þeir sem kaupa hlutabréf í dag era sagðir „gripa failandi hnífa“ sem augljóslega felur í sér að jafnmiklar likur eru á því að menn grípi um eggina og skaði sig á við- skiptunum. Milljarðar dollara hafa brunnið upp og verðbréfa- hrunið kemur við alla þá 85 milljónir Bandaríkjamanna sem eiga hlutabréf. Guðmund- ur Franklin segir í sjálfu sér ekkert óvænt við það að mark- aðurinn skuli kominn á þetta stig. Fjárfestar séu að súpa seyðið af því að hafa sett peninga i fyrir- tæki sem hafi vart verið annað en nafnið tómt. Þar beri hæst svokölluð „punktur com“ fyrirtæki sem selst hafi gríðarlega á undanfómum árum. Þá segir hann að Bush forseti hafl ekki haft góð áhrif á hlutabréfamarkaðinn svo sem Clinton fyrrverandi forseti DV-MYND REYNIR TRAUSTASON Tuddinn hopar Björninn er kominn á kreik í Wall Street en hann er tákn kreppu á hlutabréfa- markaöi. Fjárfestar eru slegnir enda hafa bréf þeirra hruniö í veröi. Tákn um gottgengi bréfanna er tuddinn en stytta af honum prýöir Wall Street. Hér er Guömundur Franklín Jónsson viö tákn góöærisins. ssSsrí pa! sem a stundum hafi talað markaðinn upp. Hægt hefði verið að iesa hækkun bréfa á meðan hann var í sjónvarps- viðtali. Hluti vandans sé þannig sá að verið sé að tala niður gengi hlutabréfa. Uppgangur áram saman „Bandaríkjamenn hafa búið við mikinn uppgang í efnahagslífmu mörg undanfarin ár. Fjölmargir hafa orðið stórauðugir af því að skipta með hlutabréf. Nánast hefúr verið regla að bréf hafi hækkað í verði og þótti lélegt ef fjárfestar náðu ekki 25 pró- senta hækkun á ári. Stundum hef- ur lítið verið á bak við fyrirtækin annað en viðskiptaáætlunin ein og fyrirtæki fóra út á markað í hendur almennings án þess að sýna neinar tekjur eða eiga von um tekjur. Virði sumra þeirra virtist ráðast af því hve mörg augu horfðu á skjáina. Inter- netbólan minnir um margt á það sem gerðist í upphafi síðustu aldar þegar út- varpsfyrirtæki sprattu upp eins og gorkúlur en síðan héldu aðeins örfá þeirra velli. Sömu sögu er reyndar að segja af fyrirtækjum í bílaiðnaði í Bandaríkjunum. Fjöldi slíkra fyrir- tækja varð til en aðeins þrjú era nú við lýði. Æði greip um sig hér vegna internetfyrirtækjanna og margir keyptu án þess að gömul gildi um veltu og arðsemi væru höfð að leiðarljósi. Nú er komið að skuldadögum og eins konar lúsahreinsun á sér stað og gríð- arlega miklir peningar brenna upp. Markaðurinn er að hegna fjárfestum og það hafa tapast trilljónir dollara," segir hann. Guðmundur Franklín segist ekki ætla að spá því að kreppuskeið sé að renna upp í bandarísku efnahagslífi. Það velti á því hvemig Japan reiði af en þar séu miklir fjárhagserfiöleikar að sliga efnhagslíflð. Nikkel-verðbréfa- vísitalan sé í mikilli lægð og þar sjái ekki fyrir endann á fallinu. Stöðnun ríki í japönsku atvinnulífi. Líkur séu á því að annað stærsta hagkerfi heims- ins hrynji. Japanar glimi við gríðarleg- an vanda sem stafi af því að jeninu sé haldið uppi með handafli. Hátt gengi valdi því að útflutningur hafi dregist saman og efnahagslifmu sé haldið gangandi á erlendum lánum sem beri háa vexti á meðan stýrivextir innan- lands séu 0,02 prósent. Sem dæmi um ástandið sé á annan tug stærstu banka Japans undir smásjá hjá Fiths Rating Service sem sé eitt hið virtasta fyrir- tæki á sviði fjármálaeftirlits. Japan sé því að nálgast leiðarenda. „Þama er um að ræða risavandamál og mikið áhyggjuefni. Springi blaðran og Japan fer niður á hnén munu fleiri hagkerfi fylgja á eftir og stutt verður í heimskreppu. Komi heimskreppa verðum við að vona að hún standi stutt," segir Guðmundur Franklín. -rt Verðið á þeim gula hrynur Pv7 GRINDAVÍK: Það hýrnaði yfir skipverjum á Aski GK 65 á dögunum, því tvo daga fyrr í vikunni komu þeir til Grinda- víkur með 15 tonn hvorn dag, síðan með 10 tonn og loks í gær með 5 tonn, eða um 50 tonn á fjórum dög- um sem er mikið fyrir lítinn bát. í allan vetur hafa þeir félagar barið sjóinn án mikils árangurs, fiskleys- ið hefur verið ótrúlegt þar til nú. En einn galli er á þessari gjöf Njarðar, að sögn Jens Óskarssonar útgerðarmanns Asks GK 65 og Manna GK 38. „Það er nú hrun frá degi til dags á fiskmarkaðnum núna, verðið á þessum fína þorski fór niður í 172 krónur kílóið í dag, en var í 220 krónum," sagði Jens. -ÞGK/JBP DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON. Mokafli eftir rýra mánuði Skipverjar á Aski koma til Grindavíkur meö fallegan og góöan þorsk. Þeir hafa fengiö mokafla í þessari viku en verðlagiö lækkar og spillir fyrir gleöinni. Stórútkall vegna Ursúlu Sjaldan þykir hafa hlaupið eins mynd- arlega á snærið hjá Reykjavíkurlöggum og sjúkraflutningamönnum slökkviliðsins og aðfaranótt fóstu- dagsins. Úrsúla blessuð missti takið á súlunni á veitingahúsinu Club 7 og skall berstrípuð á gólfið með háum dynk. í ofboði var hringt á sjúkrabíl enda ekki á hverjum degi sem Úrsúlur lenda í vinnu- slysi. Sérfræðingar heita pottsins fullyrða að aldrei fyrr hafí við- brögð björgunarmanna verið eins snör. Tveir sjúkrabílar ruku af stað í skyndi og sagt er að flestir lögreglubilar borgarinnar hafi tek- ið stefnuna á Club 7. Meira að segja vaktmenn á tækjabíl slökkvi- liðsins töldu bráðnauðsynlegt að vera viðbúnir með fullbúinn tækja- bíl. Munu færri hafl komist að en vildu til að bera stúlkuna út í sjúkrabílinn... Gríðarlegar vinsældir Grafarvogskirkjan hans séra Vigfúsar Þórs Árnasonar ku vera ein alvinsælasta kirkja lands- mundir. Menn velta fyrir sér ástæðum en tíðar beinar sjónvarps- útsendingar á sjónvarpsstöð Árna, sonar Vig- fúsar, á Skjá ein- um eru taldar valda þar nokkru um. Ekki eru það bara almennar messur, giftingar, fermingar og skírnir sem trekkja að. Nú eru það jarðarfarirnar sem farnar eru að njóta þvílíkra vin- sælda að færri komast að en vilja. Þá er ekki bara átt við venjulega kirkjugesti því líkin streyma einnig að og allir vilja nú láta jarða sig frá Grafarvogskirkju. Seg- ir sagan að farinn sé að myndast biðlisti og eins víst að byggja verði kæligeymslu við kirkjuna eða þá að fara að jarða í ákkorði... Líkið þarf ekki gjafir Heyrst hefur í heita þottinum að vinsældir jarðarfara í Grafarvogs- kirkju séu hreint ekki bara bundn- ar við þá ágætu kirkju. Við flestar jarðarfarir sé nú fullt út úr dyrum og jafnvel enn fleiri mæti í erfl- drykkkju eftir hinar kirkjulegu athafnir. Ástæðan er sögð ágætur pistill Flosa Ólafssonar leik- ara í DV fyrir nokkru. Þar velti hann vöngum yfir fermingum og miklum kostnaði þeirra sem þyrftu jafnvel að mæta í hverja ferming- una af annarri og alltaf með gjafir. Því hafi hann sjálfur tekið upp á því að hætta að mæta í fermingar og bara farið að mæta í jarðarfarir. Enga gjöf þyrfti að kaupa fyrir lík- ið og svo væri ókeypis veisla á eft- Sannur vinur vallarins Davíö Oddsson forsætisráðherra er nýbúinn að klára nýja húsið sitt við Skerjafjörðinn. Aö undanförnu hefur mátt sjá kappann flytja fógg- ur sínar úr Lyng- haganum. Þó 1 ýmsir hafi viljað leggja flugvöllinn niður sökum há- vaða og ónæðis þá hefur Davíð aldrei heyrst kvarta und- an slíku þótt hann hafi búið í næsta nágrenni hans. Flutningurinn nú, og það enn nær vellinum, þykir benda til að hann hafi sérstaka unun af flugvélagný. Þá þykir þessi flutningur Davíðs síst benda til að völlurinn muni fara úr Vatnsmýr- inni eftir 2016...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.