Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 26. MARS 2001
9
Fréttir
Fyrsti rafræni
Læknaskrift
útrýmt rafrænt
iseðillinn á ís-
iandi var sendur frá lækni til lyf-
sala sl. fimmtudag á Húsavík og
komu þar ýmis stórmenni viö
sögu. Eftir fjölsóttan fund um heil-
brigöismál þar sem málið var m.a.
kynnt brunaði Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigðisráðherra upp á
Heilusgæslustöð og hitti þar fyrir
Sigurð Guðmundsson landlækni.
Landlæknir greindi í sjónhending
að ráðherra skorti mjög járn og
rakti það til þess að Ingibjörg
hefði gleymt að taka slátur sl.
haust. Hann hafði því engar vöflur
heldur ávísaði strax vænum járn-
skammti til handa ráðherra og
sendi lyfseðilinn síðan rafrænt í
Húsavíkurapótek.
Þegar ráðherra birtist þar 3
mínútum síðar var lyfsalinn
Guðni Kristinsson tilbúinn með
járnskammtinn og afhenti Ingi-
björgu og sagði um leiö að í tOefni
dagsins fengi hún 100% afslátt.
Það er hugbúnaðarfyrirtækið
Doc ehf. sem hefur hannað og
smíðaö þennan rafræna lyfseðil.
Lyfseðillinn er i senn tól fyrir
lækna til að ávísa lyfjum, nálgast
faglegar upplýsingar um lyf og
draga úr líkum á lyfjatengdum
mistökum. Innbyggð öryggisforrit
gera lækni viðvart ef ávísað er lyfi
sem ekki þykir henta tilteknum
sjúklingi í ljósi líkamsástands,
fyrri lyfjasögu eða sjúkdóma sem
hrjá hann. Kerfið hefur verið próf-
að og þróað á Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga á Húsavík og gott sam-
starf tekist með læknum og starfs-
DV-MYND J. SIG.
Ingibjörg Pálmadóttir tekur við járntöflunum í apótekinu eftir aö hafa feng-
íö rafræna uppáskrift um það frá landlækni.
fólki þar og starfsmönnum Doc
ehf.
Ingibjörg Pálmadóttir lýsti yfir
mikilli ánægju með þróun þessa
máls og taldi rafræna kerfiö aug-
ljóslega auka öryggi sjúklinga og
auðvelda eftirlit heilbrigðisyfir-
valda með lyfjanotkun í landinu,
auk þess að spara ýmsan kostnaö.
Hún og fleiri sem tjáðu sig um
málið minntust á „læknaskriftina"
á lyfseðlum sem væntanlega
heyrði sögunni til innan tíðar og
um leið heilabrot lyfjafræöinga
við að rýna í þær oft torráðnu rún-
ir. -JS
Sportvörugeröin
flytur 31. mars 2001
að Skipholti 5.
Óbreytt símanúmer, 562 8383 og 899 0000.
Þú sæklr mlðstærð af pizzu
með 2 áleggsteeundum á
Þú sækir stóra (16") pizzu
með 2 áleeesteeundum á <
Jjiilíifam * ÁuvmfsirMú
Sprengitilboð
Komdu 'il
hXiJBoðfn
iT þér I j uffic n$$3ún