Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001
Préttir
DV
Borgarstjóri bjartsýnn á áframhaldandi R-lista:
Markmiðið að allir
flokkar starfi saman
- sem eru vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn
„Ég lít svo á að hér eftir sem
hingað til sé markmiðið það að allir
þeir flokkar sem eru vinstra megin
við Sjálfstæðisfokkinn starfl saman
í Reykjavíkurlistanum. Ég sé engar
vísbendingar um annað en að það
geti gengið,“ sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri, aðspurð
um álit á áframhaldandi samstarfi
R-lista í komandi borgarstjórnar-
kosningum.
í nýlegri könnun, sem stjóm
Framsóknarfélags Reykjavíkur lét
fara fram meðal félagsmanna, kom í
ljós að mikill meirihluti þátttak-
enda, eða tæp 84 prósent, voru fylgj-
andi áframhaldandi samstarfi R-
lista. Jafnframt
kom fram í máli
formanns félags-
ins að það væri í
raun Vinstri
grænna að segja
til um hvort af
áframhaldandi
samstarfi yrði.
í framhaldi af
þessu sagði Ög-
mundur Jónas-
son, þingmaður
VG, hlutaðeigendum og áhuga-
mönnum um stjórnmál í Reykjavík
„að draga andann djúpt“. Reykja-
vikurfélag VG væri að vinna að
málefnavinnu sem lyki ekki fyrr en
með vorinu. Hugsanlegt samstarf
myndi ráðast af málefnum og hvað
það yrði sem menn myndu samein-
ast um.
Ingibjörg Sólrún sagði að menn
væru farnir að ræða möguleika á
áframhaldandi R-listasamstarfí en
engin formleg vinna væri komin í
gang. Málið þyrfti að vera orðið
skýrt fyrir haustið.
Aðspurð um hvort einhver vís-
bending hefði borist frá Vinstri
grænum um að þeir myndu fara
fram undir eigin merkjum, kvað
borgarstjóri svo ekki vera. Fleiri
framboð þýddu minnkandi líkur á
að halda borginni, en ekkert væri
sjálfgefið í þeim efnum.
Sigríður Stefánsdóttir, formaöur
Reykjavíkurfélags VG, sagði að þrír
hópar ynnu nú að gerð málefna-
skrár í borgarmálefnum. Það væri
hópur um lýðræði, annar um vel-
ferðarmál og þriðji um umhverfís-
mál. Þriggja manna borgarnefnd
héldi utan um starf hópanna ásamt
stjóm Reykjavíkurfélagsins. I henni
væru Sigríður sjálf, Tryggvi Frið-
jónsson og Kolbeinn Proppé.
Ekki náðist í Áma Þór Sigurðs-
son, borgarfulltrúa VG í R-lista, í
gær vegna veikinda.
-JSS
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttlr.
Linda Pé kemur í
veg fyrir stórbruna
DV. ÓLAFSVÍK:
Það var síamskötturinn Linda Pé
sem kom í veg fyrir að stórtjón yrði í
brana í Ólafsvík í siðustu viku. Eins
Flugmálastjórn
óskar eftir iög-
reglurannsókn
Flugmálastjóm hefur óskað eftir
lögreglurannsókn á flugi sem vél
Leiguflugs ísleifs Ottesens ehf. er
sögð hafa fariö í ágúst siðastliön-
um, sama dag og önnur vél flugfé-
lagsins hrapaði í Skerjafjörð. Flug-
vélin er sögð hafa farið frá Vest-
mannaeyjum með tvo farþega sem
ekki voru sæti fyrir og er annar
þeirra sagður hafa setið óspenntur
á gólflnu en hinn í fangi annars
farþega. Jafnframt er óskað eftir
þvi að rannsókn verði hraðað eftir
föngum.
Flugmálastjórn hefur frestað
útgáfu umsagnar sinnar um LÍO,
en samgönguráðuneytið og
heilbrigöisráðuneytið hafa óskað
eftir henni. -SMK
og fram kom í DV á föstudag kom
upp eldur í Hjólbarðaverkstæði Sig-
urjóns í Ólafsvík kvöldið áður.
„Ég var að horfa á sjónvarpið í
íbúð minni um miðnættið og var
einn heima ásamt síamskettinum
mínum, henni Lindu Pé,“ sagði Sig-
urjón Eðvarðsson, eigandi verkstæð-
isins. „Þá tók ég eftir því að köttur-
inn var alltaf að hlaupa upp og niður
stigann í íbúðinni. Ég hélt að hann
vildi komast út og fór á eftir honum
niður og ætlaði að opna. Þá sá ég að
hjólbarðaverkstæðið var orðið fullt
af reyk,“ sagði Sigm-jón í samtali við
DV.
Hann greip duftslökkvitæki og
beindi að eldinum en fékk ekki við
neitt ráðið. Hann hafði þá samband
við Neyðarlínuna og slökkvilið Ólafs-
víkur sem kom strax á vettvang og
réð niðurlögum eldsins. Mikill elds-
matur er á verkstæðinu, bæði hjól-
barðar og olíur, en Sigurjón rekur
einnig smurstöð i sama húsnæði og
stórtjón hefði getað orðið í þessum
bruna. Ekki leikur á þvi nokkur vafi
að Linda Pé hefur fengið mjög gott að
borða hjá eiganda sínum eftir afrekið
sem hún vann. -PSJ
DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON
Unda Pé í miklum metum
Sigurjón Eðvarösson heldur hér á síamskettinum Lindu Pé, sem heitir í höf-
uðið á hinni einu og sönnu og fegurstu fegurðardrottningu okkar íslendinga,
Lindu Pé. Kisa kom í veg fyrir stórtjón.
Lægir með kvöldinu
Gert er ráð fyrir norðlægri átt, víða 15-20
m/s, og snjókoma eða él á norðanverðu
landinu, en 10-15 og léttskýjaö sunnanlands.
Lægir smám saman í kvöld og nótt og rofar til
norðanlands.
Sólargangur og sjávarföll
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 20.08 19.54
Sólarupprás á morgun 06.56 06.46
Síðdegisflóð 20.36 12.42
Árdegisflóö á morgun 08.53 01.39
Skvrituíar á veðui'tálrtnrm
VINDÁTT 10 tSl -io °< HITI o
nvindstyrkur í metnim á wköndu FROST HEJÐSKÍRT
€3 O
LETTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
'W’
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
*w &
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Færft
Snjór nyröra, greiöfært syðra
Greiöfært er í nágrenni Reykjavíkur.
Einnig er greiöfært um Árnes- og
Rangárvallasýslu sem og um
Borgarfjörö. Snjóflóö féll á Súðavíkur-
hlíð i nótt eöa morgun og lokaðist
vegurinn líkt og í gær. Fólk þarf því að
hafa allan vara á sér á Vestfjöröum og
norður um til Austfjaröa. Víöa er
talsverður snjór og því vissara aö vera
vel búinn til vetraraksturs.
BYGGT A UPPLVSiNGUM FRA VEGAGERD RIKISINS
C=)SNJÓI)
■hpungfært
n ÓFÆRT
Skýjað með köflum
Lægir smám saman í kvöld og nótt og rofar til noröanlands. Austlæg átt,
5-10 og skýjaö með köflum á morgun. Frost 1 til 6 stig síðdegis en 6 til
11 aö næturlagi.
Fóstuda
m
Vindur: //>
8-13 m/*
Hiti -0° tii -6°
Laujgard
m
Sunnutl
Vindur: ^
8-13 m/s
Hiti 0° til 5° 'T^’í
m
Vindur:
8—13 m/%
Hiti 0° til 5"
Austlæg átt, 8-13 m/s og
dálitll él með suöur- og
austurstróndlnni en annars
hægarl, skýjað
og úrkomulítlö.
Frost 0 tll 6 stlg.
Austan- og norðaustanátt,
viða 8-13 m/s og slydda
eða snjókoma með kóflum
en rlgning vlð suður- og
austurstróndlna. Hlti 0 tll
5 stig.
Austan- og norðaustanátt,
víða 8-13 m/s og slydda
eða snjókoma með köflum
en rlgnlng vlð suður- og
austurströndlna. Hltl 0 til
5 stlg.
DV-MYND JÚLÍA IMSLAND
Loönan á Djúpavogi
Loðnuskipið Örn er hér að landa
loðnu á Djúpavogi og vonast er eftir
góðri viöbót.
Góð loönuvertíö
á Djúpavogi
DV, DJÚPAVOGI: ~
Loðnubræðslan Gautavík á
Djúpavogi hafði í síðustu viku tekið
á móti nítján þúsund tonnum af
loðnu og tvö þúsund tonnum af síld
það sem af er vertíðinni. Að sögn
Steins Friðrikssonar verksmiðju-
stjóra er þetta aðeins meira en á
allri vertiðinni í fyrra. Loðnuskipin
Öm og Þórshamar sjá bræðslunni
fyrir hráefni. Útgerðir Arnar og
Þórshamars voru sameinaðar um
síðustu áramót og eru þær eigendur
bræðslunnar. Steinn vonast eftir
góðri viðbót af loðnu þar sem út-
gerðin hefur yfir að ráða, eftir sam-
eininguna, 6,7% af loðnukvótanum.
-JúUa Imsland
Vændi rætt
á Alþingi
Rætt var um vændi á Alþingi i
utandagskrárumræðu í gær og
komu þar fram þau sjónarmið að
sænska leiðin svokallaða yrði farin.
Með henni er átt við að hlutverka-
skipti yrðu í löggjöf um vændi. Eins
og lögin eru nú má lögsækja aðila
sem selur blíðu sina en gerandinn
er laus allra mála. Svíar hafa hins
vegar snúið þessu við þannig að
refsivert er þar að kaupa blíðu. Sól-
veig Pétursdóttir dómsmálaráð-
herra sagði um sænsku leiðina að
lítil reynsla væri komin á hana og
hún hefði verið afar umdeild.
Guðrún Ögmundsdóttir hafði
framsögu í málinu og kom fram í
máli dómsmálaráðherra að búið
væri að skipa nefnd um framtið
þessara mála. Ýmsir kvöddu sér
hljóðs og meðal annars Soflia Gísla-
dóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins á Norðurlandi eystra. Hún sagði
nýlegar skýrslur um vændi á ís-
landi vera sláandi en einna brýnast
væri nú að koma i veg fyrir að börn
leiddust út í vændi. Kynferðislegur
lögaldur er 14 ár en Soffia telur rétt
að hækka lögaldurinn upp í 16 ár.
-BÞ
i
AKUREYRI alskýjað -4
BERGSSTAÐIR snjókoma -5
BOLUNGARVÍK snjóél -5
EGILSSTAÐIR -4
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -4
KEFLAVÍK skýjað -4
RAUFARHÖFN skafrenningur -1
REYKJAVÍK snjðél -4
STÓRHÖFÐI léttskýjaö -5
BERGEN hálfskýjaö -6
HELSINKI Jjokumóöa -6
KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 0
ÓSLÓ léttskýjaö -7
STOKKHÓLMUR -7
ÞÓRSHÖFN alskýjaö 0
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö -9
ALGARVE léttskýjaö 11
AMSTERDAM þokumóða 4
BARCELONA þokumóöa 10
BERLÍN skýjaö -3
CHICAGO heiöskírt -4
DUBLIN þokumóöa 1
HAUFAX léttskýjað -2
FRANKFURT rigning 1
HAMBORG skýjaö -2
JAN MAYEN skýjaö 0
LONDON skýjaö 7
LÚXEMBORG þokumóöa 3
MALLORCA þokumóöa 8
MONTREAL alskýjaö -1
NARSSARSSUAQ heiðskírt -5
NEW YORK heiðskirt 2
ORLANDO heiðskírt 11
PARÍS skúr á síö. kls. 8
VÍN skýjaö 0
WASHINGTON heiöskírt -4
WINNIPEG alskýjaö -1