Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 Fréttir I>V Forsetadóttir býr leigulaust í embættisbústað forsetans við Laufásveg: Dalla er húsvörður - segir forsetaritari - ríkisendurskoðandi segir forsetans að ákveða hvernig hússins sé gætt Embættisbú- staðurinn við Laufásveg er skil- greindur með sama hætti og Bessastaðir. Þeg- ar húsið var þeg- ið að gjöf fyrir um það bil 20 árum var sú kvöð á að húsið skyldi notað sem for- setasetur í höfuð- borginni," sagöi Stefán L. Stefánsson forsetaritari um búsetu Döllu Ólafsdóttur for- setadóttur í embættisbústað forset- ans við Laufásveg 72. Það var Sigur- liði Kristjánsson (Silli & Valdi) sem afhenti forsetaembættinu húsið að gjöf á sínum tíma og hefur það ver- ið nýtt fyrir gestamóttökur á vegum forsetans. „Dalla býr ekki í gestaíbúðinni sjálfri heldur í kjallaranum. Hún hefur eftirlit með húsinu því þar eru ekki gestir að staðaldri og ein- hver þarf að vera þarna,“ sagði for- setaritari. Dalla Ólafsdóttir Býrí kjallaranum. - Er Dalla þá húsvörður í emb- ættisbústaðnum? „Já, það má segja sem svo. Það er ekki gott að húsið standi autt.“ Forsetaritari Sigurður segir hefð fyrir Þóröarson því að börn for- Forsetans aö Seta Islands búi á ákveöa. Bessastöðum með foreldum sínum og því sé ekkert við það aö athuga aö dóttir forsetans búi í emb- ættisbústaðnum við Laufásveg. Dalla Ólafsdóttir greiðir ekki húsa- leigu fyrir kjallaraíbúðina í bú- staðnum og er litið svo á að hús- varsla hennar komi þar á móti. „Ég geri ekki athugasemdir við það að hússins sé gætt og það er for- setans að ákveða hvernig þeirri gæslu er háttað," sagði Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. -EIR Bústaður forsetaembættisins við Laufásveg Þörf á húsgæslu - forsetadóttirin tók aö sér verkiö. Sáttur Halldór Friörik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi Sequrity Inc. í New York, segir að vel hafa gengiö aö höndla meö verðbréfí Mekka fjármálastarfsemi veraldar. Hann reiknar meö aö starfsmenn veröi orönir 10 innan árs. íslenskt verðbréfafyrirtæki í Mekka fjármálanna: Kaupþing heldur sjó á Manhattan - fær fullt starfsleyfi á næstu dögum Vestmannaey j ar: Sjúkrahúsið endurbætt Vestmannaeyjabær hefur skrifað undir samning viö ríkið um endur- I bætur á Sjúkrahúsinu í Vestmanna- eyjum og er samningurinn upp á 150 milljónir króna. Hlutur Vest- mannaeyjabæjar er 15%. Gagngerar breytingar verða gerðar á efstu hæðum sjúkrahússins og verða handlæknis- og lyfjadeildirnar sam- einaðar við þetta tækifæri. Áætlað- ur framkvæmdatími er tvö ár. f Samningurinn var undirritaður af ; Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráð- ; herra fyrir hönd Ingibjargar Pálma- ; dóttur heilbrigðisráðherra og Guð- jóni Hjörleifssyni bæjarstjóra. í bigerð hefur verið breytt rekstr- arform á sjúkrahúsinu og þar nefndur sérstaklega samrekstur Hraunbúða, dvalarheimilis aldr- aðra, og Sjúkrahússins sem leiða ætti til bættrar þjónustu og hag- kvæmni í rekstri. Niðurstaða þeirr- : ar umræðu varð sú að sameina 1 deildirnar tvær í eina og fá með því aukna þjónustu við sjúklinga og hagkvæmni í rekstri. -GG DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Bíða með lýsiö Á myndinni er veriö aö færa lýsi úr tönkum Síldar- og fiskimjölsverk- smiöu HB yfir í Kyndil sem siglir meö þaö i Hvalfjörö i geymslu þar til fragtin lækkar. Lýsið geymt í Hvalfirði þar til fragtin lækkar OV. HVALFIRÐI: Kyndill var í Akraneshöfn á dögun- um að taka við lýsi úr tönkum frá Síldar- og fiskimjölsverksmiðju HB hf. á Akranesi og fer hann með lýsið til geymslu í tanka upp í Hvalfjörð. Að sögn Sturlaugs Haraldssonar sölu- stjóra eru um 600 tonn af lýsi geymd í tönkunum í Hvalfirði og er það allt selt. Hann segir jafnframt að HB ætli að bíða með að setja það í annað skip þar til fragtin lækkar. -DVÓ DV. NÉW YQRK: „Við erum búnir að stofna tvö fyrirtæki Kaupþings í New York. Annars vegar er um að ræða Kaup- thing-New York, sem er eignar- haldsfélag um starfsemi Kaupþings í Bandaríkjunum. Hins vegar rek- um við Kaupthing-Sequrity sem er verðbréfafyrirtæki," segir Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri hjá Kaupþingi Sequrity Inc. í New York. Hjá dótturfyrirtækjun- um í New York starfa alls sex manns en Halldór sagðist reikna með að þeir væru orðnir 10 innan árs. Hann segir vel hafa gengið að höndla með verðbréf í Mekka fjár- málastarfseminnar í veröldinni. „Viö höfum verið að selja íslensk- um fjárfestum bandarísk hlutabréf auk þess að fjárfesta fyrir svokallað- an Vogunarsjóð Kaupþings. Þá hef- ur okkur gengiö ágætlega að selja íslensk skuldabréf hér auk þess að hafa milligöngu um sölu banda- rískra hlutabréfa," segir hann. Halldór Friörik segir enga ástæðu til annars en bjartsýni og bendir á að fyrirtækin hafi komist vel af þrátt fyrir að hlutabréf á Nasdaq hafi hriðlækkað frá því rekstur Kaupþings hófst fyrir ári. Nasdaq- markaðurinn hefur verið á stigi sem kennt er við „bear market" sem þýðir að hann er meira en 20 pró- sentustigum undir hæstu vístölu. „Þegar við byrjuðum starfsemina var Nasdaq-vísitalan í 5000 en er nú i 1900. Við erum enn á lífi og gott betur þannig að við þurfum ekki að kvarta," segir hann. „Við höfum verið inni á öðru fyr- irtæki frá því við hófum rekstur okkar en nú erum við að fá fullt starfsleyfi á næstu dögum og þá styttist í að við verðum með eigin aðstöðu hér á Manhattan. Áform okkar hafa gengið eftir og við telj- um okkur hafa nokkuð góðan til- verugrundvöll héma. Með því að hafa viðveru hér náum við sam- böndum sem annars myndu ekki nást. Viö sjáum fyrir okkur ýmis verkefni hér,“ segir Halldór Friðrik sem telur víst að Nasdaq eigi eftir að hjarna við eftir dýfuna. „Viö erum fyrsta íslenska fjár- málafyrirtækið sem haslar sér völl hér; komum-þúsund árum á eftir Leifl heppna og það eru engin merki um annaö en að við munum spjara okkur,“ segir Halldór Friðrik. -rt Trúboöapólitík Hinn stöðugi nún- ingur sem er uppi í samskiptum framsókn- armanna og vinstri grænna virðist engan enda ætla að taka. Ung- ir framsóknarmenn sem skrifa á vef sinn Maddömuna senda Steingrími J. og Ögmundi Jónassyni pillur sem eru mjög í þeim anda sem samræður þess- ara stjómmálafylkinga | hafa verið í. Ungu ffamsóknarmennimir gera það að umtalsefhi I að vinstri grænir virð- ast famir að titla alla sem „trúboða" - stóriðjutrúboðar, Evróputrúboðar, einkavæðingartrúboðar er meðal þess sem þeir Maddömumenn nefna. Hins vegar segjast þeir hafa tekið eftir því að Steingrímur J. hafi ekki kunnað að meta það að Halldór Ásgrimsson talaði um að í VG væm saman komnir allir „gömlu kommamir". Ungir framsókn- armenn segjast tilbúnir til að endur- skoða nafngift Halldórs - til að þóknast VG - og taka upp nafn sem sé meira í anda rauð-grænna - nefnilega nafngift- ina „fjallagrasatriiboðar“! í pottinum biða menn nú eftir andsvari VG við slíkum tillögum... Þórir í framboð? Ljóst þykir að breytingar verði á list- um flestra flokka í bæjarstjórnarkosn- rnm í Árbotg á næsta ári. Þegar hefúr hér í heita pottinum verið sagt frá þvi að sjálfstæðismaðurinn Bjöm Gislason muni að öllum lik- indum hætta - og einnig að Margrét Frímannsdóttir muni hugsanlega leiða lista félagshyggjufólks sem bæjarstjóra- efni. 1 ranni framsóknarmanna gætu líka orðið ýmsar vendingar og nú horfa menn til þess að Selfyssingurinn Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðis- ráðherra, helli sér í slaginn. í heimabæ sínum nýtur hann þeirra vinsælda sem þarf til að ná góðum árangri í kosning- um en einnig þykir hann í erfiðu ráðu- neyti hafa sýnt þá röggsemi sem þarf - til dæmis ef hann yrði bæjarstjóri... Hemtboð Samfylkingin gaf út herútboð á mánudaginn og sendi tölvupóst til þeirra sem em á skrá flokksins um að láta ekki sitt eftir liggja. Tilefnið var að minna fólk á kosningu sem nú stendur yfir á Pressu Hrafhs Jökuls- sonar þar sem „Nú stendur yfir kosning á Pressunni, Strik.is þar sem spurt er: Hvern viltu sem forsætisráð- herra eftir kosningamar 2003? Þeir sem kosið er um eru formenn flokkanna auk Guðna Ágústssonar og Geirs H. Haarde. Allir eru hvattir til að fara inn á Press- una og kjósa formann Samfylkingarinn- ar,“ segir í póstinum, sem minnir á að baráttuaðferðir stjómmálaflokkanna era í æ ríkari mæli að fara í þennan farveg. Er þar skemmst að minnast þess þegar stuðningsmenn Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar sendu tölvupóst á mikinn fjölda fólks þar sem fólk var hvatt til þess að tilefha hann sem borgarstjórakandídat Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik í sam- bærilegri kosningu og valinu á forsætis- ráðherra sem Hrafhinn efnir nú til á vef sínum... Valgerður ekki Ingibjörg Eins og fram kom í pottinum í gær hefur Flugmálastjóm verið að kanna, samkvæmt beiðni Tryggingastofhunar, hvort forsvaranlegt sé að Leiguflug ís- leifs Ottesens annist áfram sjúkraflug fyrir ríkið í kjölfar skýrslunnar um slysið í Skerjaflrði. Veltu menn því fyrir sér hvort það gæti ekki reynst óþægi- legt fyrir Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra að svipta ísleif leyfmu er til kæmi, þar sem þau eru skyld í annan lið. Þær áhyggjur era þó óþarfar þvi Ingibjörg sagði sig frá málinu strax er það kom upp að ráðuneytið myndi hugsanlega eiga viðskipti við ísleif og það er Val- gerður Sverrisdóttir sem geröi alla samninga við Isleif um sjúkraflug...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.