Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 11 DV Útlönd Grunur um gin- og klaufaveikitilfelli í Danmörku: Norðmenn trúa á lausn á fiskinnflutningsbanni Sjávarútvegsráðherra Noregs sagði í gær að deilan um innflutn- ingsbann Rússa á fiski yrði best leyst á vettvangi dýralækna. „Það eru engin fagleg rök fyrir innflutningsbanni Rússa á norskum fiski,“ sagði Otto Gregussen sjávar- útvegsráðherra við norska blaða- menn í Tokyo þar sem hann er í op- inberri heimsókn ásamt fleiri norskum fyrirmennum. Rússar hafa bannað innflutning á matvælum frá Evrópu, þar á meðal flski og sjávarafurðum, af ótta við gin- og klaufaveikifaraldurinn. Gregussen sagði að Norðmenn ætluðu að rannsaka í þaula rökin fyrir innflutningsbanninu. Hann útilokaði jafnframt að Rússar hefðu sett bannið á af tillitssemi við rúss- neskan fiskiðnað. „Þeir þurfa sjálfir á fiskinum að halda,“ sagði ráðherrann. Grunur leikur nú á að gin- og klaufaveikin hafi skotið sér niður í Sótthreinsandi sprautað á hræin Maöur úöar sótthreinsandi efni á kindahræ nærri Great Salkeld í Cumbriu á Englandi þar sem herinn aöstoöar við aö farga þúsundum dýra. Nick Brown landbúnaðarráðherra sagöi á breska þinginu í gær aö faraldurinn í Bretlandi ætti sér ekki fordæmi og hann ætti enn eftir aö ná hámarki. Danmörku. Að sögn danskra yfir- valda hafa þrjár kýr nærri Vejle sýnt einkenni sem gætu stafað af þessum sjúkdómi. Sýni hafa verið tekin úr kúnum og send til rann- sóknar. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að leggja á það þunga áherslu í dag að óhætt sé fyr- ir ferðamenn að leggja leið sína til Bretlands, þrátt fyrir gin- og klaufa- veikifaraldurinn. Sjúkdómurinn breiðist nú hraðar út í Bretlandi en nokkru sinni fyrr. Ný tilfelli í gær voru 59 og hafa aldrei verið fleiri á einum degi frá því sjúkdómurinn kom upp fyrir fimm vikum. Veikin hefur einnig borist til Frakklands, Hollands og írlands. Breski herinn hefur veriö kallað- ur til aðstoðar við slátrun sýktra dýra og dýra sem grunur leikur á að séu sýkt. Rúmlega 270 þúsund dýr bfða slátrunar en þegar er búið að farga 423 þúsund dýrum. Christine Todd Whitman Varaöi Bush viö aö brjóta kosninga- loforö. Bush hafði að engu ráð um- hverfisstjóra George W. Bush Bandaríkjafor- seti hunsaði viðvörun yfirmanns umhverfismálastofnunar ríkisins þegar hann braut kosningaloforð sitt um að krefjast takmörkunar á losun koldíoxíðs. Bandaríska dag- blaðið Washington Post greindi frá því í gær að Christine Todd Whit- man, sem Bush skipaði sjálfur í embætti, hefði varað forsetann við og sagt að trúverðugleiki Bandaríkj- anna myndi bíða hnekki efndi hann ekki loforðið. Þrátt fyrir viðvaranir yfirmanns umhverfismálastofnun- arinnar ákvað Bush 14. mars síðast- liðinn að ekki eigi að skylda fyrir- tæki til að takmarka losun koldí- oxíðs. Þar með braut hann loforð frá því í baráttunni fyrir forsetakosn- ingarnar i nóvember síðastliðnum. Fylgst með klifri upp á Kínamúrinn Kínverskir hermenn fyigjast meö klifri upp á Kínamúrinn mikia nærri Peking til aö sýna stuðning sinn viö tilraunir yfir- valda til aö fá aö halda Óiympiuieikana áriö 2008. Tíu þúsund námsmenn og alþýðuhermenn klifruðu upp á Kínamúr- inn í morgun og átti klifrið aö sýna alþjóölegu Ólympíunefndinni hvers Kínverjar væru megnugir. Wahid í þinginu Indónesíuforseti flutti ræöu í þinginu í morgun þar sem hann svaraöi þingheimi sem vildi ávíta hann. Indónesíuforseti biðst afsökunar Abdurrahman Wahid Indónesíu- forseti, sem berst fyrir pólitísku lífi sínu, hafnaði í morgun ákúrum þings landsins vegna tveggja fjár- málahneykslismála en baðst jafn- framt í fyrsta sinn afsökunar hafi hann hegðað sér á óviðeigandi hátt. Þingmönnum sýndist sitt hverj- um um afsökunarbeiðni forsetans. Þeir voru þó íjölmargir sem sögðu að hann hefði ekkki gert nóg til að koma í veg fyrir að vítur á hann yrðu bornar upp aftur í apríl. Þar með yrði tekið enn eitt skrefið í átt til málaferla til embættismissis. Ekkert bar á mótmælaaðgerðum stuðningsmanna eða andstæðinga Wahids á meðan hann flutti ræðu sína í þinginu. Öryggissveitir voru hins vegar við öllu búnar. Eitraðir þörungar ógna laxeldinu Eitraðir þörungar í sjónum und- an suðurströnd Noregs ógna þús- undum tonna af laxi í eldiskvium, að því er norskir embættismenn greindu frá í gær. Þörungarnir kæfa fiskinn og gera hann óhæfan til manneldis. Olav Lekve, talsmaður norska sjávarútvegsráðuneytisins, sagði fréttastofu Reuters að þörungarnir hefðu þegar drepið sjö hundruð tonn af laxi við suðurodda Noregs siðustu daga. Norðmenn framleiða um fjögur hundruð þúsund tonn af eldislaxi á ári hverju, meira en nokkur þjóð önnur. „Þetta er hugs- anlega versta þörungainnrásin fyrir norskt fiskeldi," sagði Lekve. Svíþjóð: Kveikt í aðal- stöðvum nasista Eldur kom upp í þremur bygging- um í aðalstöðvum nýnasista sunnan við Hallsberg í Svíþjóð í nótt. Lög- regluna grunar að um íkveikju hafi verið að ræða. Eigandi húsanna er leiðtogi hreyfingar þjóðernissósí- alista í Örebro. Lögreglan hefur fylgst með starfseminni í bygging- unum og lagt hald á ýmsa muni. í september í fyrra lét lögreglan til skarar skríða við tónleikahald og lagði hald á fána með nasistatákn- um. Leiðtoginn var þá gripinn vegna gruns um kynþáttaáróður. Frakkland: Játar morð á sjö ungum konum Guy Georges, 38 ára gamall Frakki, játaði fyrir rétti í gær að hafa nauðgað sjö ungum konum í París og myrt þær á tíunda áratugn- um. Hann var handtekinn í mars 1998. í réttarsalnum sneri Georges sér að fjölskyldum fórnarlambanna og baðst fyrirgefningar. Konumar sjö fundust skomar á háls á árunum 1991 til 1997. Svo virtist sem þær hefðu hleypt Geor- ges inn í íbúðir sínar þar sem hann réðst svo á þær. DNA-rannsókn tengdi hann við fjögur morðanna. Hann játaði fljótlega eftir handtöku en sagði svo fyrir rétti að hann hefði verið neyddur til að játa. í gær játaði hann sekt sína á ný. FBI boðiö að skoða umdeilt höfuðlaust lík Yfirvöld í Úkraínu hafa boðið bandarísku alríkis- lögreglunni, FBI, að senda sérfræðinga aftur til Kiev til að skoða höfuðlaust lík sem fullyrt hefur verið að sé af blaðamanni, Georgf Gongadze, sem gagnrýnt hafði forseta landsins, Le- onid Kútsjma. Hópur sérfræðinga FBI fór til Kiev í þessum mán- uði en sneri aftur vegna deilu milli ríkissaksóknara Úkraínu og móður blaða- ” mannsins sem hvarf í september síðastliðnum. Því hefur verið haldið fram að höfuðlaust lík, sem fannst i nóvember i skógi, sé af blaðamanninum. Á segulbandsupp- töku, sem lífvörður Úkraínuforseta afhenti stjórnarandstöðunni, má heyra rödd, sem lík- ist rödd forsetans, og raddir háttsettra emb- ættismanna ræða rán á blaðamanninum. For- setinn viðurkennir að rödd sín sé á hluta seg- ulbandsupptökunnar en — heldur því fram að átt hafi verið við hana. Krafist hefur verið afsagnar forsetans vegna málsins. Forseti Ukraínu Fyrirskipaöi rán á blaðamanninum. Subaru Impreza GT TURBO, 2000 cc, 09/00, ek. 7 þús. km, grænn, beinskiptur, ABS, sídrif, leður, geislasp., litað gler, vindskeið, álfelgur, rafdr. o.fl. Verð kr. 2.490.000 - ATH. skipti Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.