Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 13 I>V Hrafnkels saga leggur undir sig grunnskólana: Ekki eins og tölvuleikur „Þaó merkilegasta viö þessa útgáfu er aó hún er sniöin fyrir grunnskóla," segir Ragnar Ingi Aöal- steinsson sem var að gefa út skólaútgáfu af Hrafn- kels sögu Freysgoöa hjá Iönú. Fyrri skólaútgáfa miðaðist viö menntaskóla eða jafnvel háskóla. 1 nýju útgáfunni eru mun meiri oröskýringar en í þeirri gömlu, léttari og fjölbreyttari verkefni og upprifjunarspurningar eftir hverjum kafla. Auk þess er íslandskort aftast í bókinni þar sem nem- endurgeta fundið sögustaði og merkt þá inn á kort í kennarahandbók sem fylgir meö. En hafa nem- endur í 9. bekk grunnskóla gaman af þessari eftir- lœtissögu Siguröar Nordal - er hún ekki of þung? „Ég hef kennt hana árum saman þar,“ segir Ragnar Ingi ósmeykur, enda sjálfur úr Hrafnkels- dal eins og söguhetjan. - Hvað fá krakkar á þessum aldri út úr sög- unni? „Spennuna!" fullyrðir Ragnar Ingi. „Sagan er spennandi og þar eru álitamál sem seint verða útkljáð. Hvers vegna drap Hrafnkell Ein- ar, smalamanninn sinn? Átti hann skilið að deyja þó að hann hefði riðið Freyfaxa í banni Hrafhkels? Krakkar hafa afar gaman af að velta vöngum yfir þessu. Var brot Einars dauðasök? Svo kemur uppgjörið milli Þor- bjarnar og Hrafnkels þegar Hrafnkell býður honum bæturnar, þau hafa gaman af að ræða það líka. Síðan hef ég lagt áherslu á að skoða jaðarpersónurnar í sögunni, persónur eins og syni Hrafnkels og konu hans og móður Einars og systkini hans. Krakkarnir hafa gaman af því. Þegar Hrafnkell er tekinn og hengdur upp á löppunum þá eru synir hans lokaðir inni í útihúsi með kven- fólkinu og hinum krökkunum. Hvemig leið þeim? Þetta má til dæmis tengja við atburði í Kosovo. Auðvitað hef ég ekkert farið að kynna fyrir þeim flóknar kenningar um siðfræði sög- unnar en það eru nóg önnur íhug- unarefhi." - Hvaða afstöðu taka þau til dráps- ins á Einari? „Þau eru aldrei sammála. Sumum finnst Hrafnkell hafa rétt til að drepa hann, hann var búinn að vara Einar við. öðrum finnst ansi hart að drepa drenginn fyrir að stela einum hesti. Þá þarf að útskýra fýrir þeim að þetta er trúaratriði og enn má vísa út 1 heim. Mér finnst oft gott að bera ása- trúarmenn saman við múslíma. Múslimatrúin eins og hún birtist til dæmis fyrir Miðjarðar- hafsbotni og ásatrúin eru ekki ósvipaðar. Múslímar hafa sjálfsmorðssveitir sem ganga glaðar í dauöann fyrir trú sína og fomir norrænir höfðingjar gerðu í þvi að deyja í orrustu og hirtu þá ekkert um þótt þúsundir dæju með þeim. Ég reyni alltaf að koma að sög- unni af Haraldi konungi hildi- tönn sem pantaði orrustu við frænda sinn í Svíþjóð bara til að verða vopndauður og kom- ast í eilífa gleði hjá Óðni í Val- höll. Það kostaði að fylgja trú sinni eftir í þá daga.“ - En er hægt að héimfæra söguna að einhverju leyti upp á íslenskan samtima? „Já, já,“ segir Ragnar Ingi, viss í sinni sök, „til dæmis hafa hefndaraðgerðir í eitur- lyfjaheiminum komið til um- ræðu, og stundum hef ég velt upp pólitíkinni í sögunni. Hrafnkell er flæmdur frá völd- um en hann er of sterkur póli- tikus til að hægt sé að halda honum niðri og samfélagið styður hann aftur til valda. Menn vilja hafa hann í for- svari. Þetta gæti maður séð í stjórnmálum á okkar dögum. Sámur er hins vegar maður sem er hafinn upp af öðrum og hann heldur ekki völdum af því hann er ekki nógu harður sjálfur. Maður sem þarf að ríða vestur á firði til að biðja um hjálp hefur ekkert að gera í valdastöðu! En krakkarnir eru ekki nógu vel inni í póli- tíkinni á þessum aldri til að þetta nýtist mikið. Þau eru hins vegar í tölvuleikjunum þar sem góðir og vondir eigast við og það er gaman að benda þeim á að í Hrafnkels sögu eru persónurnar ekki eins ein- litar og í tölvuleikjunum, þær hafa allar sínar málsbætur og þess vegna koma álitamálin upp. Þessi samanburður við tölvuleikina getur ver- ið mjög frjór og þau átta sig fljótlega á að Hrafnkels saga er alvörubókmenntir." Ragnar Ingi Aöalsteinsson Hrafnkels saga er spenn- andi. Tónlist ________________________________________________________ Glæsilegir tónleikar Heldur var þunnskipaður áheyr- endabekkurinn á tónleikum Sigríðar Aðalsteinsdóttur mezzósóprans og Jónasar Ingimundarsonar píanóleik- ara í Salnum á surmudagskvöldið. Hvort það var vegna þess að efnisskrá tónleikanna var ekki samansett af gömlum smellum og höfðaði þar af leiðandi ekki til fjöldans eða vegna þess að Sigríöur er ekki enn þekkt nafn í tónlistarlífinu - þó ekki hafi þetta verið fyrstu tónleikamir sem hún kemur fram á hér á landi - skal ósagt. Aftur á móti ráðlegg ég söng- unnendum að sperra eyrun ef þeir frétta af tónleikum með henni í fram- tíðinni. Af frammistöðu hennar á þessum tónleikum að dæma má vænta mikils af henni, en Sigríður hefur ný- lokið námi frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg og starfar nú við Þjóðar- óperuna þar. Efnisskráin var samansett af krefj- andi stykkjum sem ekki heyrast á hverjum degi hér og má þar fyrst telja kantötuna Aranna a Naxos eftir Haydn sem er byggð á grísku goðsög- unni um kónginn Þeseif og dóttur Mínosar konungs á Krít og þeirra ást- um. Þegar kantatan hefst hefur Þeseif- ur skilið Ariadne eftir á eynni Naxos og gerir hún sér grein fyrir því í miðju verki. Það eru því miklar til- fmningasveiflur í gangi, ást, reiði og örvænting sem Sigríður túlkaði af- burða fallega, af yfirvegun og tærleika sem verkið krefst, í góðu sambandi við Jónas, og var því haldið saman af fagmannlegu öryggi. Fallegur dökkur litur raddar Sigrið- ar var einkar vel passandi í næsta verki sem var ljóðaílokkur Benjamins DV-MYND ÞOK Jónas Inglmundarson og Sigríður Aðalsteinsdóttlr Þau voru í einstaklega góðu sambandi hvort við annað svo útkoman varð snurðulaus og fyrsta flokks. Brittens, A Charm of Lullabies, sem hann samdi árið 1946. Þetta er safn fimm vöggukvæða eftir jafnmarga höf- unda og þó að þau séu skemmtilega ólík innbyröis mynda þau sannfærandi hedd. Það fyrsta eftir William Blake, ljúft og sjarmerandi meö löngum mjúk- um línum; annað, The Highland Balou eftir Robert Bums, með skoskum keimi og hið fjórða, Særingaþula eftir Thomas Randolph, ógnvekjandi og skipandi. Valdið sem Sigríður hafði yfir verkinu var aðdáunarvert, framburðurinn skýr og hver vögguvisan á fætur annarri sungin af fullkomnu öryggi. Tæknin sem hún hefur tUeinkað sér virkar eðli- leg, röddin opin og fln og músikalitetið á sínum stað. Það sannaðist aftur í ljóðaflokki Griegs, Haugtussa ópus 67, sem í þýð- ingu Reynis Axelssonar hefur hlotið nafnið Huldan. Haugtussa er samansafn Ijóða Ame Garborgs sem em 71 að tölu og voru gefin út árið 1895. Grieg tók þau samstundis upp á sína arma og samdi tónlist við átta þeirra og eru þau sönglög með því aUra fallegasta sem frá honum kom. í stuttu máli var ljóða- flokkurinn í ástúðlegri og hlýrri með- ferð þeirra Sigríðar og Jónasar gullfal- legur og ljúf rómantíkin umvafði áheyr- endur. Sem fyrr var söngur Sigríðar skýr og komst hvert orð vel tU skUa. Leikur Jónasar var fallegur og ömggur og voru þau í einstaklega góðu sam- bandi hvort við annað svo útkoman varö snurðulaus og fyrsta flokks. Það var því leitt að ekki skyldu fleiri verða vitni að glæsUegri frammistöðu söng- konunnar á einstaklega vel heppnuðum tónleikum. Arndis Björk Ásgeirsdóttir ________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Tónleikar Gunnars Spjuth Sænski gítarleik- arinn Gunnar Spjuth heldur tón- leika í Áskirkju annað kvöld kl. 20 og námskeið bæöi laugardag og sunnudag kl. 12-16 í húsnæði Tónskól- ans Do Re Mi í KR- húsinu, Frosta- skjóli 2. Gunnar er einn kunnasti gítar- leikari á Norðurlöndum, margverð- launaður fyrir list sína. Fyrsta plat- an hans kom út árið 1986 með tón- list eftir Albeniz, Granados, svo og sænskum verkum sem voru sérstak- lega samin fyrir hann. Sú hljóðritun hlaut sænsku Grammy-verðlaunin árið 1987. Ekki alls fyrir löngu kom út nýr geisladiskur með Gunnari Spjuth, The Classical Guitar Re- born, þar sem hann leikur verk sem öll eru samin eftir 1950, m.a. eftir Leo Brouwer, Hanz Werner Henze, Julian Orbon og Frank Zappa. Á tónleikunum i Áskirkju leikur hann verk eftir John W. Duarte, Reginald Smith-Brindle, Andrés Segovia, Leo Brouwer, Isaac Alben- iz og Manuel de Falla. Tréleikur Sýningin Tré- leikur hefur verið sett upp í húsnæði Hand- verks og hönn- unar, Aðal- stræti 12, annarri hæð, Þar má líta margvísleg verk unnin í tré eftir tuttugu lista- menn: Ágúst Jó- hannsson, Birnu Bjarna- dóttur, Bjarna Vilhjálmsson , Bjarna Þór Kristjánsson, Daníel Magnús- son, Guðjón R. Sigurðsson, Guðmund Sigurðsson, Hannes Lárusson, Helga Bjömsson, Láru Gunnarsdóttur, Magnús Daní- elsson, Margréti Guönadóttur, Odd- nýju Jósepsdóttur, Óla Jóhann Ás- mundsson, Ragnhildi Magnúsdótt- ur, Sigurbjörgu Jónsdóttur, Svövu Skúladóttur, Sveinbjörn Kristjáns- son, Trausta B. Óskarsson og Val- gerði Guðlaugsdóttur Safnasafnið á Svalbarðsstönd lán- aði verk á sýninguna sem er opin alla daga frá kl. 12-17 nema mánu- daga til 13. apríl. Bjarni Sívertsen riddari Bjöm Péturs- son, sagnfræðing- ur og bæjarminja- vörður í Hafnar- flrði, heldur fyrir- lestur um Bjarna Sívertsen frá Sel- vogi og áhrif hans á Hafnar- flörð í Sjóminja- safni Islands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, i kvöld kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og all- ir velkomnir. Bjami var fæddur að Nesi í Sel- vogi 1763 og kom mjög við sögu Hafnarfjarðar uns hann lést árið 1833. Hann var á sínum tíma einn helsti frumkvööull í atvinnulífi hér á landi, og í fyrirlestrinum verður m.a. hugað að áhrifum hans á út- gerð, verslun og skipasmíðar. Mósaík í kvöld Meðal efnis í menningarþættin- um Mósaík í Sjónvarpinu í kvöld er Myndskeyti frá menningarhúsinu Skaftfelli á Seyðisfirði, lifskúnstner- inn Teddi er sóttur heim og fylgst verður með fomleifauppgrefti við Aðalstræti. Enn fremur verður birt svipmynd af Ásdísi Þórhallsdóttur, bókmenntaumræðan verður á sín- um stað og Tríó Reykjavíkur bregð- ur á leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.