Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Side 14
14
35
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aó&toðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýslngastjórí: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðiunar: http://www.visir.is
Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Gaukar hér og þar
Yfirdýralæknisembættið hefur réttilega beint þeirri
áskorun til bænda að þeir hleypi engum í fjós sín, fjárhús
eða svínahús á næstunni nema þeim sem eiga lögmætt og
brýnt erindi. Jafnframt brýnir embættið fyrir mönnum að
sýnd sé smitgát þegar farið er á milli bæja. Áskorunin var
send vegna gin- og klaufaveikifaraldursins sem geisar á
Bretlandseyjum og hefur borist til fleiri Evrópulanda.
Hætta sem klaufdýrum er búin hér, likt og í öðrum
löndum, er að smitefni berist frá þeim löndum þar sem
gin- og klaufaveiki hefur greinst. Veiran getur borist milli
landa með dýrum og dýraafurðum, matvælum og fólki,
einkum með skóm og hlífðarfötum.
Vegna þessa hættuástands hefur verið gripið til ráðstaf-
ana til þess að koma i veg fyrir að veikin berist hingað til
lands. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá Evr-
ópu ganga nú gegnum sótthreinsibúnað sem komið hefur
verið upp við landganga i Leifsstöð. Þá hafa verið útbún-
ar leiðbeiningar fyrir ferðamenn þar sem hvatt er til var-
úðarráðstafana. Jafnframt er vakin athygli á því að algert
bann er við því að flytja til landsins hrá matvæli. Toll-
vörðum hefur og verið fjölgað og fleiri bætast við ef þörf
krefur. Með því móti er hægt að gegnumlýsa sem flestar
ferðatöskur án þess að tefja svo fyrir að öngþveiti mynd-
ist í flugstöðinni.
Bændur sem reka svokölluð ferðamannafjós hafa brugð-
ist við áskorun yfirdýralæknis og ýmist lokað þeim fyrir
erlendum ferðamönnum eða vísað tilteknum hópum frá til
að varna því að gin- og klaufaveikin berist í skepnur hér.
Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, segir það
eðlilega og skynsamlega ákvörðun að loka ferðamanna-
fjósunum. Undir það skal tekið enda fráleitt að taka neina
áhættu.
Ferðaþjónustan og bændur átta sig á alvöru málsins og
fara að fyrirmælum yfirdýralæknis. Embætti yfirdýra-
læknis gumar af því að búið sé að koma upp heildstæðu
viðbragðakerfi vegna gin- og klaufaveiki. Því vakti það
furðu þegar það spurðist í gær að yfirdýralæknir hefði lát-
ið undan þrýstingi og heimilað undanþágu á banni á inn-
flutningi gæludýra frá fjórum Evrópulöndum, Svíþjóð,
Noregi, Finnlandi og Sviss. Haft er eftir Halldóri Runólfs-
syni yfirdýralækni að samkvæmt áhættumati sé mjög
ólíklegt að gin- og klaufaveiki sé í þessum löndum. Það
eru ekki nægileg rök til þess að láta undan þrýstingi rækt-
enda, fólks sem er að flytja búferlum eða þeirra sem geng-
ið hafa frá kaupum á dýrum ytra. Við þær aðstæður sem
nú eru þurfa línur að vera skýrar. Enga áhættu skal taka.
Innflutningsbannið frá Evrópulöndunum á að vera undan-
tekningalaust.
Enn furðulegra er að yfirdýralæknir heimili innflutn-
ing á páfagaukum frá Bretlandi hingað til lands. Vart þarf
að minna þann embættis- og vísindamann á að gin- og
klaufaveikifaraldurinn geisar í því landi. Sami maður og
vildi skoða smitleiðir með fuglum með þvi að skjóta far-
fugla við komuna til íslands heimilar nú innflutning búr-
fugla frá Bretlandi. Þótt yfirdýralæknir haldi þvi fram að
búrfuglar beri ekki sóttina á, miðað við núverandi hættu-
ástand, að halda innflutningsbanni á dýrum, ekki síst frá
Bretlandi.
„Minir vísindamenn eru mjög vel á verði,“ sagði Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra þegar til orðaskipta kom
um gin- og klaufaveikina á Alþingi í fyrradag. Ekki verð-
ur öðru trúað en ráðherrann komi vitinu fyrir sína menn.
Jónas Haraldsson
%
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001
I>V
Skoðun
Lýðræði, tímamörk og gallar
Samrani þjóða í þjóða-
þandalög þrengir að lýð-
ræði og ákvörðunarrétti
einstakra þjóða. Til dæmis
setja lögmál markaðarins á
sameiginlegum markaðs-
svæðum lýðræðinu skorð-
ur. Þar sem frjálst fjár-
magnsflæði er á markaðs-
svæði rennur íjármagn eins
og vatn undan halla þangað
sem vextir eru hæstir.
Hækkun vaxta á íslandi
nær ekki árangri í sama
mæli og ætlast er til þegar
stærri aðilar geta tekið lán erlendis á
lágum vöxtum og flutt til íslands og
jafnvel ávaxtaö á hærri vöxtur hér.
Óbeinir skattar sem hafa áhrif á
verðlag verða erfiðara stjórntæki þar
sem lönd liggja saman, frjálst flæði
vöru ríkir og menn fara einfaldlega
yfir landamærin til kaupa.
Jafnvel beinir skattar sem fjáröfl-
un rfkissjóöa verður erfið, sérstak-
lega á fyrirtæki þegar þau geta flutt
höfuðstöðvar sínar til þess lands sem
hefur lægstu beinu skatta. Ákvörð-
unarvald þjóðþinga takmarkast.
Hugsjónin um hlaðvarpalýðræði, þ.e.
að ákvörðun sé tekin sem næst þeim
sem hún nær til, gengur ekki upp.
Guömundur G.
Þórarinsson
verkfræöingur
Ákvörðunin ræðst af
ákvörðunum annarra þjóða,
e.t.v. langt i burtu. Sagt er
að Nóbelsverðlaunin muni
falla i skaut þeim sem getur
sameinað lögmál stóru
markaðssvæðanna og hlað-
varpalýðræði.
Minnihlutahópar
Fátækt þróunarlandanna,
fólksflutningar til velferðar-
rikjanna og vemdun minni-
hlutahópa eru meðal megin-
vandamála samtímans. Eðli lýðræð-
isins er að meirihlutinn ræður.
Stundum var sagt að minnihlutinn
hafi ævinlega rétt fyrir sér. Lýðræð-
ið tekur ekki tillit til minnihluta-
hópa. Þeir hafa sérþarfir, oft sér-
staka menningu en takmarkaðan
ákvörðunarrétt í eigin málum.
Lýðræðið felur þá í sér að meiri-
hlutinn ráðskast með málefni minni-
hlutans oft án skilnings og í trássi
við vilja minnihlutahópsins. Gagn-
vart slíkum minnihlutahóp birtist
lýðræðið þvi sem einveldi eða kúg-
un. Lýðræðið hefur ekki þróast á
undanförnum áratugum eins og
mörg önnur tæki þjóðfélagsins.
„Kjarninn œtti að vera ákvörðunarréttur þjóðarinnar,
beint og milliliðalaust, raunverulegt lýðræði. Lýðrœðið
stendur eins og steintröll aftur úr fomeskju, miklað og
vegsamað á tyllidögum, en er í reynd gylltur leir. “
Þróun lýðræðis
Vfðast er lýðræðið fulltrúalýð-
ræði. Fulltrúar kjörnir á fjögurra
ára fresti fara með ákvörðunarrétt
Vort undarlega samfélag
Nú þegar atkvæðagreiðslu um flug-
völlinn er lokið langar mig að minna á
um hvað ílugvallarmálið snerist og
snýst. Um það sama og sjóflutningar og
vegaumferðin: Samfélagslega skipan
samgöngumála. Þau eru nefnilega ekki
einkamál, nema að hluta til. En nú er
tíðarandinn þannig að hið sameigin-
lega vill gleymast. Einstaklingshyggj-
an getur blindað; jafn þörf og hún er í
bland við samhyggðina. Skipulagsmál
Reykjavíkur, sem er samfelld hálfrar
aldar saga, verða ekki leyst án þess að
höfð sé hliðsjón af samverkan margra
þátta, t.d. mengunarvarna, samgangna,
afþreyingar og skólamála. Ekkert eitt
verður þar tekið úr samhengi.
Hvað er aö samgöngunum?
Vegakerfi er hér dýrt vegna strjál-
býlis, strandbýlis og erfiöra umhverfis-
þátta. Umhugsunarlítið höfum við vald-
ið því að stefna og þróun beinir sam-
göngunum æ meira út á vegi sem ekki
bera umferðina. Gildir einu hvort það
eru langskornar, holóttar og rykugar
Reykjavíkurgötur, sem minna á malar-
götur æskuáranna, eða blæðandi, bylgj-
óttir og of mjóir þjóðvegir eða aur-
bleytuslóðar.
Mestallir þunga- og gámaflutningar
eru komnir á vegina. Er það vegna þess
að það er hagkvæmast fyrir þjóðfélagið
eða liður i að minnka gróðurhúsaloft-
mengunina? Mest allir fólksflutningar
Jslendingar verða ekki yfir 400 þús. talsins ef mann-
fjöldaspár eru réttar. Sjórinn sem samgönguœð verður
aftur í brennidepli. Af öllum þessum sökum er ekki
hœgt að einblína á einn flugvöll, tiltekinn vegarspotta
eða dyntótt bensínlítraverð. “ - Farþegaskip við hafnar-
bakkann í miðbœnum.
með rútum (utan ferðaþjón-
ustu) heyra sögunni til. Far-
þegaflug leggst af til æ fleiri
staða. Er þetta heildinni hag-
stæðast? í þéttbýlinu á SV-
hominu eru flöldasamgöngur
víkjandi og víðast ríkir við-
horfið „einn-maöur-á-bíT.
í þéttbýli sóa menn orku og
tima eins og nóg sé af hvoru
tveggja og umhverfið ónæmt
á afleiðingarnar.
Utan Reykjavíkur og innan
er fjöldinn tekinn að lita á
það sem tímalaust smáviðvik
að „skreppa" 100-1.000 km á bilnum,
fram og til baka. Menn horfa jafnvel
bara á bensinmæli sem viðmið, þegar
ekinn kilómetri kostar í reynd líklega
20-60 kr. eftir bílstærð, dekkjum og
þyngd. Pælingar um mengunarþáttinn
og samábyrgð fólks á umhverfinu eru
yfirleitt víðs fjarri. Menn gleyma jafn-
vel hárri slysatíðni í akstri miðað við
aðra fólksflutninga. Við blasir að sam-
göngur komast í ógöngur næstu 5-10
árin. Hvað þá ef ferðamönnum fjölgar
sem áður.
Óskhyggjan
Engar skyndilausnir eru til á vand-
kvæðum í samgöngumálum. Vetnisraf-
bílar og vetnisknúin skip koma smám
saman til sögunnar á næstu 20-30
árum. Flugvélar verða áfram knúnar
kolefniseldsneyti. Hálendið, sem auð-
lind í ferðaþjónustu, og veðurlag ofan
við 400-700 m hæð koma í veg fyrir
óskynsamlega hálendisvegi. Hækkun
sjávarborðs, hertar alþjóðareglugerðir,
hækkun á verði eldsneytis o.fl. þvingar
fram sparnað orku og mengandi elds-
neytis á komandi árum.
Krafan um greiðar samgöngur og
minni einkaakstur harðnar. Raflestir
Ari Trausti
Guðmundsson
jaröeölisfræöingur
verða áfram lausnir í millj-
ónaþjóðfélögum en ekki smá-
ríkjum. íslendingar verða
ekki yfir 400 þús. talsins ef
mannfjöldaspár eru réttar.
Sjórinn sem samgönguæð
verður aftur í brennidepli. Af
öllum þessum sökum er ekki
hægt að einblína á einn flug-
völl, tiltekinn vegarspotta
eða dyntótt bensinlitraverð.
Eða vona að náttúruleg kóln-
un bjargi okkur frá vandræð-
um vegna of hlýs loftslags.
Gegn óskhyggju þarf samfé-
lagslegar lausnir í samgöngumálum.
Raunveruleikinn
Nokkrum spurningum þarf að
svara. Hvemig aflast fé til vegabóta í
hringvegakerfinu? Hvernig löðum við
fólk til fjöldasamgangna? Hvernig met-
um við best hvaða verkaskipting á að
vera á milli sjóflutningafyrirtækja og
landflutningafyrirtækja? Hvemig auk-
um við öryggi á vegum? Hvemig skip-
um við flugi betur en stefnan „einn-
maður-á-bil“ heimilar. Hvemig metum
við loftmengun og losun gróðurhúsa-
lofttegunda til fjár við alla stefnumörk-
un í samgöngumálum? Er útkoman í
ársreikningum hverrar rekstrarein-
ingar í samgöngum eina vísbendingin
um það sem samfélagið þarfnast?
Hvemig minnkum við slysatíðni með
öðru en fræðslu?
Tilgangurinn með því að mynda
samfélag er sá að skoða málaflokka
heildrænt og jafnt utan stjórnkerfis
sem innan. Úrvinnsla úr niðurstöðum
kosningarinnar um flugvöllinn er
ágætis prófsteinn á hve einarðlega
menn horfa á raunveruleikann.
Ari Trausti Guðmundsson
Spurt og svaraö
Össur Skarphéðinsson
formaður Samfylkingar
„Frumorsök
óróleikans á
gjaldeyris-
markaði er
að mínu viti
ekki skýrsla
Þjóðhags-
stofnunar,
heldur fyrst
og fremst mikill og þrálátur
viðskiptahalli sem hefur sett
þrýsting á gengi íslensku
krónunnar. Það eina sem
Þjóðhagsstofnun gerði með
skýrslu sinni var að segja
sannleikann. Menn halda
ekki til langframa gengi mynt
heillar þjóðar með því að fela
Er óróleiki íslensku krónunnar m.a. nýrri skýrslu Þjóðhagssto
það sem rétt er og satt. Inn-
lendar og erlendar efnahags-
stofnanir hafa varaö sterklega
við þróun viðskiptahallans og
í síðasta hefti Peningamála
Seðlabankans er hann talinn
ógna verð- og fjármálastöðug-
leika. Niðurstaða sendinefnd-
ar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
var ákaflega svipuð. Ný
skýrsla Þjóðhagsstofnunar er,
ef eitthvað er, ívið jákvæðari.
Því er ekki hægt að kenna
stofnunni um gengisþróun
siðustu daga. Mikilu frekar er
ástæðanna að leita í aðgerða-
leysi stjórnvalda sem - einsog
Þjóðhagsstofnun bendir rétti-
lega á - gripu ekki til aðgerða
í tæka tíð.“
Ingólfur Bender
hagfr. Íslandsbanka-FBA
„Ekki nema
að mjög litlu
leyti. Margt í
skýrslunni er
jákvæður
vitnisburður
um þróunina
, frá því að
----ál stofnunin gaf
út spá sína í desember sl. Til að
mynda lækkar stofnunin verð-
bólguspá sína fyrir þetta ár úr
5,8% niður í 4,3%. Á móti er spá-
ir stofnunin nú um 4 milljarða
kr. meiri viðskiptahalla í ár en
hún spáði í desember. Þetta er á
þann mælikvarða dekkri spá, en
breytingin er of lítil til að skýra
borgaranna oft í mikilli fjarlægð frá
þeim. Fulltrúar taka reyndar oft
ákvörðun þvert á vilja þeirra sem
kusu þá til verksins. Enginn kjós-
andi getur fengið fulltrúa sem fylg-
ir vilja kjósandans í öllum málum.
Valinn er þingmaður sem í ein-
hverjum málum er nálægt skoðun
kjósandans en bregst viö á allt ann-
an hátt i mörgum málum. Þetta
hlýtur að teljast takmarkað lýð-
ræði.
Hin gríðarlega tækni fjarskipt-
anna hefur ekki megnað að hafa
áhrif á þróun lýðræðisins. Enginn
vandi er að leita beint tfi kjósand-
ans og fá fram raunverulegt, beint,
milliliðalaust lýðræði. Allt annað er
í raun úrelt mynd lýðræðis, leifar
frá bernsku lýðræðisins, takmarkað
og gallað.
Nú er mikið rætt um endurskoð-
un stjórnarskrárinnar. Kjarninn
ætti að vera ákvörðunarréttur þjóð-
arinnar, beint og milliliðalaust,
raunverulegt lýðræði. Lýðræðið
stendur eins og steintröll aftur úr
forneskju, miklað og vegsamað á
tyllidögum, en er í reynd gylltur
leir.
Guðmundur G. Þórarinsson
Ummæli
Skrifstofan
í Ráðhúsinu
„R-listinn
finnst ekki í
símaskránni,
enda er hann
ekki með skrif-
stofu, starfsemi
hans er rekin frá
Ráðhúsi Reykja-
víkur. R-listinn
var eitt sinn kosningabandalag
vinstri manna, en er nú leifar af
gömlum tíma. Flokkar þeir sem
stóðu að kosningabandalaginu eru
fiestir hættir störfum. Þessu
gleyma R-listamenn sífellt. Er svo
komið að Vinstri-Grænir þurftu að
ítreka þessar staðreyndir og að
þeir séu ekki aðilar að R-listanum.
„Styrkur" R-listans felst í því að
taka ekki ákvarðanir um erfið
málefni.“
Eyþór Amalds í grein á Frelsi.is
Að mega kjósa ógilt
„I öllum kosn-
ingum koma
fram ógildir seðl-
ar, - ógildir vegna
þess, að fólk vill
gera þá ógilda.
Það skrifar skila-
boð á seðilinn,
yrkir vísur eða
gerir athugasemdir við einstaka
frambjóðendur og flokka. Og þetta
er afstaða sem fólk má taka. Þetta
er hluti af lýðræðinu. Þetta fólk er
varnalaust þegar það kýs í tölvu."
Haraldur Blöndal hrl. í Mbl. 27. mars.
umrótið á gjaldeyrismarkaði síð-
ustu daga. Meginástæðan fyrir
þeim óróleika eru að mínu mati
væntanlegar um breytingar á
núverandi gengisfyrirkomulagi.
í gær, þriðjudag, var kynnt
frumvarp til nýrra laga um
Seðlabanka íslands í ríkisstjórn
og höfðu væntingar um innihald
þess og breytingar sem gerðar
yrðu samhliða kynningu þess
leitt til þess að margir lokuðu
stöðum og keyptu gjaldeyri.
Þetta hefur hvatt til lækkar
krónuna undanfarna daga ö
lækkunar sem hefði eflaust orð-
ið nokkru meiri ef Seðlabankinn
heföi ekki beitt stuðningsinn-
gripum á markaðinum og keypt
krónur fyrir dollara."
Sœvar Helgason
íslenskum verðbréfum
b-----------*| „Skýrslan
I kann að hafa
Æss 1 slík áhrif, en
þau hafa
ekki verið af-
gerandi. í
skýrslunni
er fjallað ít-
arlega um
viðskiptahallann við útlönd og
miðað við landsframleiðslu
mun hann að líkindum verða í
kringum 10% í ár. Það hlutfall
er of hátt og er áhyggjuefni. Að
mínu mati staðfestir skýrslan
þá koðun margra sem þekkja
hið íslenska efnahagsumhverfi
vel að hallinn í viðskiptum við
Verkföll sem
margborga sig
Háaloftiö
Langt og strangt verkfall
framhaldsskólakennara
skilaði þeim lífvænlegum
launum og lífeyrisfríðind-
um sem ríkissjóður telur
sig hafa bolmagn til að
standa undir um ókomna
tíð. Þá sannaðist sem oftar
að verkföll skila laun-
þegaum góðun árangri þeg-
ar þeir hafa aðstöðu til að
taka samfélagið í gíslingu
og sýna viljaþrek til að
standa fást á sínu.
Allt síðan verkalýðsbar-
átta hófst og farið var að knýja fram
kjarabætur með vinnustöðvun hefur
velmegandi yfirstétt þrástaglast á að
verkfóll borgi sig ekki. Samkvæmt
kenningunni eiga þau alltaf að koma
verst niður á láglaunastéttum. Svona
falsrök hafa lengi verið notuð til að
halda niðri lífskjörum þeirra sem
amla ofan af fyrir sér í sveita síns
andlitis.
Vel lukkað verkfall framhalds-
skólakennara, sem endaði með nær
skilyrðislausri uppgjöf fjármálaráð-
herra, hvetur nú aðra starfsmenn
ríkisstofnana til dáða enda sjá þeir
sér leik á borði að bæta kjör sín svo
um munar.
Vitjunartími launanefndar
Háskólakennarar boða nú tveggja
vikna verkfall á tímabili vorprófa
Oddur Olafsson
blaöamaöur
verði launadeild íjármála-
ráðuneytisins ekki þegar
búin að ganga að kaupkröf-
um þeirra.
Þeir sætta sig illa við að
fá lægri laun fyrir kennslu
slna en þeir sem búa nem-
endur undir háskólanám.
Og nú er lag að bæta úr. Ef
launanefnd ríkisins þekkir
ekki sinn vitjunartíma
munu sex þúsund stúdent-
um vamað að taka vorpróf.
Þeir munu teíjast í námi,
réttindi til töku námslána
komast í uppnám og þeir sem hyggja
á framhaldsnám erlendis munu
standa frammi fyrir vondum vanda-
málum.
Kennaramir eru að taka nánast
allt háskólasamfélagið norðan heiða
og sunnan i gíslingu og eru í ein-
stakri aðstöðu til að gera ríkissjóði
tilboð sem hann getur ekki hafnaö.
Enda er engin sanngirni fólgin í því
að bæta kjör framhaldsskólakennara
verulega en neita háskólakennurum
um ríflega kauphækkun og bætt fríð-
indi sem opinberir starfsmenn njóta
framar flestum þeim sem strita á
frjálsa vinnumarkaðnum.
Með tilvísun á sígildu tugguna um
gildi menntunar og vel haldna kenn-
arastétt ætti að vera auðvelt fyrir há-
skólakennarana að ná fram eins
miklum kjarabótum og þeir kæra sig
um. Þótt þeir hafi aldrei haft döngun
í sér til að fara í verkfall áður hafa
þeir nú fordæmið þar sem fram-
haldsskólakennarar hafa troðið leið-
ina beint inn í hirslur fjármálaráð-
herra.
LJúf undirgefni
Verkfall sjómanna var brotið á
bak aftur með valdboði samkvæmt
pöntun frá útgerðamönnum, sem
stjómarherrarnir þjóna af ljúfri und-
irgefni. En það er annað að spara
sjávútveginum aukin útgjöld en rík-
issjóði. Þegar kvótaeigendurnir eru
komnir í þrot er stjórnvöldum skylt
að koma þeim til hjálpar og varna
sjómönnum þeirra lögvemduðu lýð-
réttinda að fara í verkfall til að bæta
sín lífskjör. Og sjómenn hlýða.
Hins vegar er ekki stætt á því að
banna verkfall háskólakennara eftir
það sem á undan er gengið. Ekki
verður liðið aö vorprófum sex þús-
und stúdenta verði gloprað niður.
Liggur því beint við að ganga strax
að kröfum kennarna því jafnvel
verkfallshótanir þeirra margborga
sig eins og sjö vikna vinnustöðvun
framhaldsskólakennara.
En það er allt í lagi að reka sjó-
menn um borð eftir örfárra daga
verkfall. Það er vegna þess að þeirra
starf er í askana látið.
Oddur Ólafsson
útlönd sé ekki að minnka að
ráði, sem aftur skapar þrýsting
á krónuna og gengi hennar.
Skýrsluhöfundar líta til fram-
tíðar og spá því að fram til 2005
muni fjárfestingar fyrirtækja
og einkaneysla dragast saman
og þar með þjóðarútgjöld. Það
dregur úr hallanum umrædda
- hvað þá ef okkur tekst að
auka tekjur þjóðarbúsins. Gert
er ráð fyrir þriggja prósenta
hagvexti og 3,5% verðbólgu á
næstu árum - og það ásamt
flestum efnisatriðum skýrslun-
ar eru jákvæð tíðindi, sem
ekki eiga að stuðla að óróa á
gjaldeyrismarkaði. Skýring-
arnar hljóta í meginatriðum að
vera aðrar."
L-
Davíö Oddsson forsætisráöherra lét í fréttum í vikunni ummæli í þessa veru falla.
t
Starf sjómanna er í askana látið og því eru þeir skikkaðir til að vinna þrátt fyrir
vinnustöðvun.