Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 45 I>V Tilvera ♦ Glæsileg sundlaug dIfunarsundlaug á Kristnesi, sem opnuö var sl. haust, opnar marga nýja möguleika til þjátfunar sjúklinga á spítalanum. Þ j álf unarsundlaug opnar nýja möguleika - endurhæfing á Kristnesi eftirsótt Æskan æflr sig Ung Akureyrarstúlka á hlaupabretti í æfingasal Kristnesspítala. „Þjálfunarsundlaugin, sem hér var opnuð í haust, hefur opnað okkur marga nýja möguleika við endurhæfingu sjúklinga enda á fólk oft miklu hægara með aö gera æfingar í vatni en á þurru landi,“ segir Ingvar Þóroddsson, forstöðu- læknir á Kristnesspítala, endur- hæfingardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Þar var opið hús fyrir gesti og gangandi sl. föstudag og þáði fjöldi fólks boðið. Biðlistar lengjast Kristnesspítali var byggður laust fyrir 1930 sem berklahæli og var spítalinn starfræktur sem slíkur langt fram eftir öldinni. Á áttunda áratugnum var Kristnes hinsvegar gert að endurhæfingar- deOd með tuttugu rúmum. Jafn- mörg rúm eru á öldrunarlækn- ingadeild. Fjölmargir hafa fengið bót meina sinna sem endurhæf- ingu á Kristnesi og eftirsótt er að komast í endurhæfingu þangað. Um þessar mundir er biðin að jafnaði einn til þrír mánuðir og á biðlista í dag eru rétt tæplega átta- tíu manns. Forgangs frekar en hitt njóta sjúklingar sem hafa ver- ið í aðgerðum á FSA eða eru að ná sér eftir gerviliðaaðgerðir, heila- blæðingar eða eru í verkjameð- ferð. Ingvar Þóroddsson er nýlega tekinn við starfi forstöðulæknis á Kristnesi. Yfirlæknir endurhæf- ingardeildar er Haukur Þórðarson sem um áratugaskeið var yfir- læknir á Reykjalundi. Halldór Halldórsson er yfirlæknir öldrun- arlækningadeildar. - Um biðlista eftir plássi á Kristnesi segja þeir Ingvar og Haukur aö þeir séu mun styttri en á öðrum endurhæfingar- stofnunum. Þeir séu þó aö lengjast frekar en hitt, fyrir ári hafi 61 sjúklingur beðið eftir plássi á Kristnesi en nú séu þeir nær tveimur tugum fleiri. Hafa menn þetta til marks um vinsældir stofnunarinnar og vitnisburð um þá góðu þjónustu sem þar er veitt. Alltaf góöur andi hér „Það er alltaf góður andi hér,“ segir Þorsteinn Vilhjálmsson sem oftsinnis hefur dvalið á Kristnesi og leit þar við í heimsókn á fostu- daginn. Fyrst kom hann í endur- hæfingu að Kristnesi árið 1955, þá var hann að ná sér eftir berkla sem svo marga af hans kynslóð léku grátt. í seinni tíð hefur Þor- steinn svo oftsinnis komið að Kristnesi til að styrkja sig á sál og líkama eftir eifiðar aðgerðir. Þjálfunarsundlaugin á Kristnesi var tekin í notkun i desember sl. og sem áður segir breytir hún miklu fyrir starfsemina á Krist- nesi. Heildarkostnaður við upp- byggingu hennar nam alls 42 milljónum króna og var sú upp- hæð að verulegu leyti fengin með frjálsum framlögum fólks á Norð- urlandi. Sýnir það hver hugur fólks til starfseminnar á Kristnesi er - og einnig var Qölmennið, sem sótti staðinn heim sl. fostudag, glöggt merki um hið sama. -sbs Góðir gestlr Fjötmargir gestir komu í heimsókn í Kristnesspítala og kynntu sér starfsemina þar. 31 útskrifast úr grunnnámi - fyrir stuðnings- og meðferðarfulltrúa Fanglö fullt af börnum. Karlmenn eru líka farnir aö taka til hend- inni og hér er einn þeirra, Erlingur Birgir Magnússon, meö fangiö fullt af börnum. DVTaKRANESI: A þriðjudag lauk á Vesturlandi grunnnámi fyrir stuðnings- og meðferðarfulltrúa sem vinna með fótluðum. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi hafði umsjón með náminu í samstarfi við Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra á Vest- urlandi, Starfsmannafélag ríkis- stofnana og Starfsmannafélag Snæ- fells- og Dalasýslu. Námið hófst í september sl. og var samtals 160 stundir. Þátttak- endur voru 31, frá Akranesi, Borg- arnesi, Hellissandi, Grundarfirði og Patreksfirði. Kennt var ýmist á Akranesi eða í Borgarnesi og voru fyrirlestrarnir sendir út um fjar- menntabúnað til Grundarfjarðar og Patreksíjarðar. Alls kenndu 15 kennarar ýmsar námsgreinar og má þar nefna: sjálfstyrkingu, stjórnsýslufræði, siðfræði, heilbrigðisfræði, erfða- fræði og sálfræði. Dóra Aðalsteins- dóttir á Leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði var ein af þátttakendum á námskeiðinu . Hún sagðist hafa far- ið á námskeiðið þar sem einn Grund- firðingur hafi greinst með Down syndrome og hún hafi þurft að annast barnið á leikskólanum. Hún var ánægö með námið og taldi það myndi nýtast sér vel í framtíðinni, eini hnökrinn sem var á náminu var að tenging fjarfundabúnaðarins var ekki alltaf sem skyldi og væri það sök Landssímans. Fram kom við útskrift nemendanna DV-MYNDIR DANfEL V. ÓUFSSON Nám sem nýtist vel Dóra Aöalsteinsdóttir úr Grundarfiröi meö barn í fanginu. Hún segir aö námiö muni nýtast vel í framtíöinni. að upplýsingafulltrúi Starfsmannafé- lags Ríkisstofnana ætlaði að senda Landssímanum bréf og kvarta yfir tengingum símans á íjarfundabúnaði sem er á mörgum stöðum óviðunandi. -DVÓ Sportvörugerðin flytur 31. mars 2001 að Skipholti 5. Óbreytt símanúmer, 562 8383 og 899 0000. SENDIFERÐABILL MMC L300, 4x4, árg. 1991, ekinn 140.000 km, 5 gíra. Tilboð 190.000 Eigum til sölu mikið úrval sendiferðabíla á skrá og á svæðinu. Til sölu og sýnis á JR Bílasölu, Bíldshöfða 3, J. R. BILASALAN www.jrbilar.is 567-0333, 897-2444. Visa/Euro raðgreiðslur. 41

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.