Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Blaðsíða 7
frjálslegt (sumir vilja meína smekklaust) fataval. Við kíktum með nýstúdentinum tilvonandi í
smábúðaráp tíl að láta dressa hann upp.
Tískuþáttur
gáfnaljóssins
„Ég á sjö lit-
rikar skyrtur |
og hef aldrei ,
verið í sömu ,j
skyrtunni
tvisvar þegar ég
er að keppa.
Hvítu buxurnar
nota ég mikið og ‘
á reyndar ÆSt
tvennar alveg mm
eins,“ segir
Hjalti sem er feg-
inn því að hafa farið með sigur af
hólmi í síðustu keppninni sinni en
hann útskrifast í vor og þar með
hverfa líklega hvítu buxurnar og
skræpóttu skyrturnar af skjánum.
„Það er aldrei að vita nema ég geti
sannfært einhvern nýjan liðsmann
um að halda hefðinni og i það
í minnsta klæðast hvítum buxum,“
segir Hjalti. „En það munaði
minnstu að ég mætti ekki vera í
gk skyrtunni í keppninni. Ég hafði
« geymt Ijótustu skyrtuna mína
fram á úrslitakeþpnina en svo
stóð til að rífa mig úr henni þar
sem litadýrðin gæti truflað við-
kvæmar myndavélar Ríkissjón-
varpsins. Sem betur fer varð ofan á
að ég fékk að vera i henni.“
í Gallerý Sautján á Laugaveginum var vel tekið á móti MR-ingnum og
hann fljótt dressaður upp í grá jakkaföt, bleika skyrtu, og bindi í stíl. „Ég
nota jakkaföt mjög sjaldan, bara í einhverjum flnum veislum. Þetta eru flott
föt en sjálfur er ég meira fyrir svona kiassísk svört jakkaföt, hvíta skyrtu og
svart bindi. Ég myndi ekki klæðast svona fótum nema ég fengi að vera með
byssubelti líka.“
★★★
Hjalti var dressaður upp i ofurtrendy fot úr herradeild Top Shop.
Bolur, peysa, köflóttar buxur og skór sem minntu helst á skóna sem
maður er neyddur í ef maður vill fella keilur í Keiluhöllinni. „Þetta
eru svolítið skemmtilegar buxur og skórnir eru skrýtnir en þeir
ganga upp við þessa múnderingu og þá sérstaklega buxurnar. Mér
finnst þetta svolítið breskt lúkk og einhvers konar millistig milli
þess að vera gamaldags og wild. Ég myndi kannski ganga í svona föt-
um á eldri árum.“
í Gallabuxnabúðinni fer Hjalti í svartan og
hvítan bol, ljósar flauelsbuxur með belti og í skó
sem Birgitta Haukdal myndi selja sál sína fyrir. En
Hjalti er ekki eins hrifinn af dressinu: „Ef ég myndi
sjá fólk í svona fötum úti á götu, dytti mér strax í
hug að það hefði aldrei litið í spegil.“ Hjalti efast
um að hann myndi ganga sjálfur í svona fötum. „Ef
mér byðist hlutverk í endurgerð á kvikmyndinni
Empire Strikes Back og þyrfti að klæðast svona föt-
um myndi ég kannski láta mig hafa það en ekki í
Reykjavík nútímans. Skómir eru reyndar mjúkir,
hlýir og þægilegir, þeir mega eiga það.“
★★★★
„Ég held ég hafl fundið MH-inginn í mér,“
segir Hjalti og skoðar sig gaumgæfilega í
speglinum í versluninni Spútnik þar sem
hann var klæddur í litríka skyrtu, bindi,
gallabuxur, sandala og með sólgleraugu.
„Þetta eru föt sem ég flla mjög vel og lang-
besta múnderingin sem ég hef fengið. Veit
samt ekki með sandalana." Hjalti er svo hrif-
inn að hann kaupir skyrtuna, bindið og jakk-
a að auki og prúttar meira að segja fimm
hundruö kall af verðinu.
Næst var ferðinni heitið í verslunina Brim á Lauga-
veginum þar sem algjörlega var breytt um stíl. Víðar
gallabuxur, gul hettupeysa, sólgleraugu, derhúfa og
hvítir skór með gulum reimum. „Þetta eru föt sem ég
myndi aldrei ganga í,“ segir Hjalti um leið og hann sér
sig í speglinum. „Þau eru samt þægileg og víð en Gettu
Betur-átfittið hefur meiri einstaklingssjarma. Það er
meira sígilt og gengur við svo margt á meðan þetta er
bara ákveðin tiska. Ég leyfi mér að vitna í kvikmynd-
ina Boogie Nights og segi bara wear what you dig.“
Uppinn
Haukdal lúkkið
Skeitarinn
MR-íngurinn Hjalti Snær /Egisson er ekki bara þekktur fyrir að vera einn þremenninganna
sem naumlega unnu Borghyltinga í úrslitakeppni Gettu betur síðustu helgi heldur líka fyrir
mujuj.this.is/shortcut
Kvikmyndasjóður
islands
Stuttmyndadagar í Reykjavík auglvsir eítir myndum
a hátiðina og er öllum heimil þatttaka Umsóknareyðublöð
er hægt aö nálgast á skriístofu Kvikmyndasjóðs íslands,
Túngötu 14. 101 R , einníg a slóðmni vvwyv. this.is/shortcut
eöa ó vísir.is fyrir 6. maí næstkomandi.
Frekari fyrirspurnir eru á email iff@iff.is
|M{
l ÍÁSKÓLABIÖ Rcy kja v íkutbovú
6. apríl 2001 f Ókus
7