Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 2
22
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001
Sport
DV
Vigdís Sigurðardóttir, fyrirliði ÍBV:
Maður getur
ekki alltaf unnið
„Viö klúðruðum þessu sjálfar, vorum að missa boltann allt of oft í
hendurnar á þeim en reyndar var vörnin hjá þeim mjög góð. Þetta var í
heildina séð góður vetur en hann hefði getað oröiö enn betri og ég var
ekki sátt við spilamennsku okkar í lokaúrslitunum en maður getur víst
ekki alltaf unnið,“ sagði Vigdís Sigurðardóttir, hinn frábæri markvörður
ÍBV.
Síðustu fimmtán mínúturnar erfiðar í öllum leikjunum
„Þær eru með meiri breidd en við og í mjög góðu formi og við lentum
í erfiðri rimmu gegn Fram. Við náðum ekki að klára þessa leiki og
síðustu fimmtán mínútumar í öllum leikjunum voru okkur mjög erfiðar.
Maður er aldrei alveg sáttur með það að taka á móti silfurpening en í
heildina séð getum við vel viö unað. Haukamir eiga þennan titil svo
sannarlega skilið og ég óska þeim til hamingju,“ sagði Sigbjörn
Óskarsson, þjálfari ÍBV. -SMS
Haukastúlkur á góðri sigurstund eftir leikinn á laugardag. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni og 26 af 29
leikjum vetrarins og eru óumdeilanlega með langbesta kvennaliö landsins í handbolta. DV-mynd E.ÓI.
12, Sonja Jónsdóttir 6, Sandra Anulyte 4
og Hjördís Guömundsdóttir 1. Berglind
Hafliðadóttir varði 3 skot og Guðný Agla
Jónsdóttir 1 en Jenný var með 99.
Haukastúlkur settu met í úrslitaeinvíg-
inu með því að skora 27 mörk að meðal-
tali í venjulegum leiktíma. Stjarnan
skoraði 86 mörk í þremur leikjum 1999
en þar af voru 9 mörk skoruð í framleng-
ingu og þvi var Stjaman með 25,7 að
meðaltali það ár á hinum venjubundnum
60 minútum. -ÓÓJ
um þremur sigurliðum. Inga Fríða var
að verða íslandsmeistari i fjórða sinn á
ferlinum líkt og Heida Erlittgsdóttir
sem vann þrjá titla með Víkingi
1992-1994.
Jenný Ásmundsdóttir, markvörður
Hauka, varði 99 skot í úrslitakeppninni,
eöa 14,1 að meðaltali í leik. Jenný varði
49,5% þeirra skota sem á hana komu sem
er frábær markvarsla hjá þessari ungu
stelpu sem var að leika sitt fyrsta tíma-
bil í meistaraflokki í vetur. í úrslitaleikj-
unum þremur gegn ÍBV varði Jenný 48
skot, eða 16 að meðaltali í leik, og 47%
þeirra skota sem á hana komu.
Haukar skoruðu 21 hraðaupphlaups-
mörk í leikjunum þremur gegn ÍBV á
meðan Eyjastúlkur gerðu 7. í úrslita-
keppninni gerðu Haukastúlkur 49 mörk
úr hraðaupphlaupum eða 7 að meðaltali
í leik. Hanna G. Stefánsdóttir skoraði
flest þessara marka, alls 15, en Thelma
B. Árnadóttir kom næst með 9.
Mótherjar Haukanna náðu aftur móti
aðeins að skora 21 mark úr hraðaupp-
hlaupi, 28 færri en Haukaliðið.
Ellefu leikmenn skoruðu mörkin fyrir
Islandsmeistara Hauka í úrslitakeppn-
inni. Auður Hermannsdóttir gerði
flest mörk, eða 33, Hanna G. Stefáns-
dóttir gerði 24 og Brynja Steinsen 22.
Aðrar sem skoruðu voru: Harpa Mel-
sted og Tinna B. Halldórsdóttir 18,
Thelma B. Árnadóttir 17, Inga Fríða
Tryggvadóttir 16, Heiða Erlingsdóttir
------------
t jk ' J
. .
.
Stórkostlegt afrek hjá stelpunum
„Þetta er stórt og gott félag og það er frábæran stuðning við
stelpumar að finna hér og sést það best á aðsókninni í dag; þetta gerist
einfaldlega ekki betra og það er stórkostlegt afrek hjá stelpunum að
fara taplausar í gegnum heila úrslitakeppni," sagði Lúðvík Geirsson,
formaður Hauka á sigurstund að Ásvöllum á laugardag. -SMS
Maður leiksins: Auður Hermannsdóttir, Haukum
0-2,3-2,4-3,4-6, 7-6, 7-7,9-7,
9-8, 11-8, 11-9, 14-9, (14-10),
14-13, 15-13, 15-16, 19-16,
Haukar-IBV 28-22 (14-10)
Haukar:
Mörk/víti (skot/viti); Auður Hermanns-
dóttir 8/6 (13/6), Hanna Guðrún Stefáns-
dóttir 6 (9), Thelma B. Ámadóttir 4 (6),
Harpa Melsted 3 (5), Tinna B. Halldórsdótt-
ir 2 (3), Brynja Steinsen 2/1 (5/2), Sonja
Jónsdóttir 1 (1), Heiða Erlingsdóttir 1 (1),
Inga Fríða Tryggvadóttir 1 (1), Sandra
Anulyte (1).
Varin skot/víti (skot á sig): Jenný Ás-
mundsdóttir 14 (34/4,41%, eitt víti í stöng,
10 af 12 langskotum, 0 af 5 hraðaupphlaup-
um, 0 af 1 úr homi, 2 af 7 gegnumbrotum,
2 af 5 af línu, 0 af 4 vítum), Berglind Haf-
liðadóttir 1 (3,33%, 0 af 1 langskotum, 1 af
2 hraðaupphlaupum).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 9 (Thelma
4, Hanna 3, Brynja, Auður).
Skotnýting eftir leikstööum;
Langskot: 12/3, 25% Gegnumbrot: 5/4,
80% Horn: 7/4, 57% Lina: 1/1, 100%
- Skot úr stöðum: 25/12, 48% -
Hraðaupphlaup: 12/9, 75%
Vitaskot: 8/7, 88%
Önnur tölfræði:
Stoðsendingar: 18 (Brynja 5, Harpa 5,
Auður 4, Thelma 2, Sonja, Hanna).
Fiskuð víti: 8 (Brynja 2, Inga Fríða 2,
Harpa, Tinna, Sonja, Hanna).
Sendingar sem gáfu viti: 4 (Auður 2,
Brynja, Thelma).
Stolnir boltar: 11 (Thelma 3, Harpa 2,
Hanna 2, Brynja, Sonja, Sandra, Auður).
Fiskaðir brottekstrar: 5 (Brynja 2, Auður,
Hanna, einn á leiktöf).
Fráköst af skotum: 7 (1 í sókn, 6 i vörn,
Hanna 3, Brynja, Thelma, Harpa, Auður).
Varin skot í vörn: 1 (Brynja).
Samanburður
62% Skotnýting 58%
7 Fráköst frá marki 5
15 Tapaöir boltar 19
41% Markvarsla 36%
1 Varin skot í vörn 2
8/7 Vítanýting 5/4
9 Hraðaupphlaupsmörk 6
6 Refsimínútur 10
Dómarar (1-10): Gunnar Viðarsson og
Stefán Arnaldsson (7).
Gœði leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 300.
Sóknarnýting:
Fyrri hálfleikur:
Haukar . . 58% (24/14)
ÍBV . . 42% (24/10)
Seinni hálfleikur:
Haukar . . 44% (32/14)
ÍBV . . 38% (32/12)
Samtals:
Haukar . . 50% (56/28)
ÍBV . . 39% (56/22)
19-17, 24-17, 24-18,
25-18, 26-20, 27-20,
28-21, 28-22
ÍBV
Mörk/víti (skot/viti): Tamara Mandizch
6/2 (11/2), Anita Andreassen 5 (5),
Gunnley Berg 3 (4), Amela Hegic 3/2 (8/3),
Edda B. Eggertsdóttir 2 (2), Ingibjörg Ýr
Jóhannsdóttir 2 (3), Andrea Atladóttir 1
(5).
Varin skot/viti (skot á sig): Vigdís Sig-
urðardóttir 16 (44/7, 36%, eitt víti í slá, 5
af 8 langskotum, 4 af 13 hraðaupphlaup-
um, 3 af 7 úr horni, 2 af 6 gegnumbrotum,
2 af 3 af línu, 0 af 7 vitum).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 6 (Anita 3,
Edda, Gunnleyg).
Skotnýting eftir leikstööum:
Langskot: 13/3, 23% Gegnumbrot: 7/5, 71%
Horn: 2/1,50% Lina: 4/3,75%
- Skot úr stöðum: 26/12, 46% -
Hraðaupphlaup: 7/6, 86%
Vitaskot: 5/4, 80%
Önnur tölfræði:
Stoðsendingar: 15 (Tamara 6, Anita 3,
Andrea 2, Edda 2, Amela, Vigdís).
Fiskuð viti: 5 (Anita 2, Gunnleyg 2,
Tamara).
Sendingar sem gáfu viti: 4 (Tamara,
Amela, Anita, Vigdís).
Stolnir boltar: 10 (Tamara 3, Gunnleyg 2,
Andrea 2, Anita, Vigdís, Edda).
Fiskaðir brottekstrar: 3 (Anita 2,
Gunnleyg).
Fráköst af skotum: 5 (1 í sókn, 4 í vöm,
Tamara 3, Vigdís, Ingibjörg).
Varin skot í vörn: 2 (Gunnleyg, Anita).
— —
NI55AN
teliM kveríM
Haukar urðu um helgina íslandsmeist-
arar í þriðja sinn en í hin tvö skiptin,
1996 og 1997, unnu stúlkumar Stjömuna
í æsispennandi úrslitleikjum, án þess að
hafa heimavallarréttinn. Ekkert lið hef-
ur síðan unnið úrslitaeinvígið án þess að
vera með heimavallarrétt. Tveir leik-
menn í tapliöi ÍBV i ár voru með Hauk-
um þessi ár, Vigdis Sigurðardóttir
markvörður bæði árin og Andrea Atla-
dóttir síðara árið.
Þriðja árið í röð vannst úrslitaeinvígiö
í kvennaflokki 3-0 og eru það vonbrigði
fyrir marga að aðeins hafa farið fram
þrír leikir því þrjú árin á undan, 1996-
1998, fóru öll einvígin alveg fram í odda-
leik. Úrslitakeppni kvenna fór nú fram i
tíunda sinn, úrsliteinvígið hefur fjórum
sinnum farið í oddleik, eða jafnoft, og
sama lið hefur unniö alla leikina.
Haukar urðu þriója liðið í sögu úrslita-
keppni kvenna til að fara taplaust í gegn-
um úrslitakeppnina, það er að vinna alla
sjö leiki sína. Stjarnan náði einnig þess-
um árangri 1995 og 1999. Inga Friða
Tryggvadóttir hefur verið í öllum þess-
Harpa Melsted, fyrirliði Hauka:
Hungrið
„Við vorum ákveðnari og hungr-
aðri en þær allt frá byrjun úrslitanna
og við ætluðum ekki aö láta þær taka
af okkur annan bikar í vetur. Mér
fannst úthaldið og krafturinn vera
meiri hjá okkur í heildina séð en þó
sérstaklega þegar virkilega reyndi á.
Þessi lið lið eru þau langbestu i dag og
í hreinskilni sagt þá bjóst ég ekki við
að vinna 3-0,“ sagði hinn eitilharði
fyrirliði Haukanna, Harpa Melsted.
Mikill munur á formi liðanna
Ragnar Hermannsson tók við liði
Hauka á miðju síðasta keppnistíma-
bili og er óhætt að segja að framfarir
hafi verið miklar hjá liðinu siðan þá
og árangurinn í vetur er frábær. Þetta
hafði hann að segja eftir leikinn: „Ég
held að flestir hafi tekið eftir hversu
gríðarlega mikill munur er á formi
þessara tveggja liða sem voru að spila
hér í dag, okkur í hag. Við erum með
breiðari leikmannahóp en, eins og
Sigbjörn benti á í frægu viðtali fyrir
bikarúrslitaleikinn, þá spila bara sjö í
einu en okkar sjö eru einfaldlega í
betra formi en þeirra sjö. Það er hægt
að tapa einum leik inni í Laugardals-
höll og það er ekki hægt að undirbúa
lið fyrir slíkan leik kerfisbundið en
þegar komið er út í svona úrslita-
keppni þá skiptir það bara öllu máli.
Þetta lið í dag hefur staðið gríðarlega
vel saman og æft samviskusamlega,
hver ein og einasta stelpa, og það er
það sem hefur gefið okkur ákveðið
forskot á hin liðin og við erum að upp-
skera í samræmi við það.“
Frábær tilfinning
Það er ailtaf jafn gaman að verða ís-
landsmeistari og frábær tilfmning og
sérstaklega í svona góðu félagi eins og
Haukar eru. Við erum í frábæru
formi og með góða breidd og náum því
að halda hraðanum vel og það hefur
mikið að segja þegar líður á leikina,"
sagði Heiða Erlingsdóttir sem var að
hampa íslandmeistaratitlinum með
öðru félagi sínu en áður lék hún með
Víkingi.
Alltaf Ijúf tilfinning
„Ég hef unnið titilinn þrisvar áður
með Stjörnunni og þetta er alltaf jafn
ljúf tilfinning. Þó að við höfum farið
taplausar í gegnum úrslitakeppnina
þá voru allir þessir leikir mjög erfiðir
og tóku virkilega á en það sem gerði
útslagið var mikil breidd hjá okkur,
sem og gott úthald, og við getum þess
vegna keyrt á fullu allan leikinn. Það
sem virkilega ýtti við okkur var tapið
í bikarúrslitunum og síðan hefur allt
verið á uppleið," sagði Inga Fríða
Tryggvadóttir, línumaður Hauka.
Hugarfarsbreyting eftir
Valsleikinn
„Við tókum okkur virkilega á eftir
annan leikinn á móti Val þar sem við
spiluðum illa. Eftir þann leik varð
hugarfarsbreyting og við náðum
vörninni i gott lag. Eftir leikina gegn
Stjörnunni var sjálfstraustið komið í
hæstu hæðir og það fleytir manni
mjög langt í keppni sem þessari. Við
áttum harma að hefna eftir sárgræti-
legt tap gegn ÍBV í bikarúrslitaleikn-
um og þetta er góð sárabót,“ sagði
Brynja Steinsen sem kom frá Val fyr-
ir keppnistímabilið og var að hampa
sínum fyrsta íslandsmeistaratitli.
-SMS