Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 16
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001
t36 _
Söört
dvsport@ff.is
Islandsmeistaramót í listhlaupi á skautum:
Sigurlaug sterk
íslandsmeistaramót í listhlaupi á
skautum fór fram í Skautahöllinni í
Reykjavík um helgina. Keppendur á
mótinu voru 31, allt stúlkur, og komu
frá þremur félögum, Birninum,
Skautafélagi Akureyrar og Skautafé-
lagi Reykjavíkur. Keppt var í þremur
flokkum á mótinu, novice, junior og
senior. Á laugardag var keppt í
styttri æfingum þar sem þarf að upp-
fylla nokkrar skylduæfingar og í gær
var keppt í lengri æfingum sem eru
frjálsar æfmgar. Styttri æfingamar
gildu 1/3 af lokaeinkunn og lengri
æfingarnar 2/3. Mótið var glæsilegt
og af fjölda keppenda að
dæma er ljóst að mikill
uppgangur er í íþrótt-
inni um þessar mundir.
Novice-flokkurinn,
sem er nokkurs konar
keppni lengra kominna
byrjenda, var stærsti
flokkurinn á mótinu en
þar tóku 20 stúlkur þátt
og voru margar ungar
og efnilegar stúlkur á
meðal þátttakenda,
sannkallaðar skauta-
drottningar framtíðar-
innar. í þessum flokki
mega keppendur vera 14
ára og yngri. Audrey
Freyja Clark frá SA var
efst eftir styttri æfing-
arnar og þeirri forystu
hélt hún seinni daginn líka og vann
þvi Novice-flokkinn en þetta er í
fyrsta skipti sem keppt er í honum á
íslandsmeistaramóti. Hildur Ómars-
dóttir úr SR var örugg með annað
sætið á mótinu en öllum á óvart varð
svo Kristín Helga Hafþórsdóttir SA í
þriðja sæti en hún var í fimmta sæti
eftir fyrri keppnisdag og vann sig
upp um tvö sæti í lengri æfingunum
og náði 3. sætinu.
1 junioraflokki mega þátttakendur
vera á aldrinum 13-19 ára en þar þarf
að gera erfiðari æftngar en í novice-
flokknum. í þessum flokki var það
systir hennar Audrey, Helga Margrét
Clarke, sem vann, en hún var í fyrsta
Sigurlaug Arnadóttir
varö íslandsmeistari í
listhiaupi á skautum
um helgina.
sæti eins og systir hennar eftir fyrri
keppnisdag og var ákveðin í því að
halda því sæti seinni daginn. „Ég
kom alls ekki hingað með það i huga
að sigra, ég vildi bara vera með og
hafa gaman af þessu. En auðvitað
breyttist allt eftir fyrri daginn og þá
var ég staðráðin í að halda fyrsta
sætinu. Ég þorði varla að horfa á hin-
ar,“ sagði Helga. í öðru sæti varð
Halla Karí Hjaltested úr SR en hún
hafði sætaskipti við stöllu sina, Söru
Helgadóttur, sem var önnur eftir
fyrri keppnisdag en varð að sætta sig
við 3. sætið í heildarkeppninni.
Alltaf að veröa
skemmtilegra
í flokki seniora voru
aðeins tveir keppendur,
Sigurlaug Árnadóttir og
Linda Viðarsdóttir, báðar
úr SR. Þessar tvær stúlk-
ur báru höfuð og herðar
yfir aðra keppendur á
mótinu, enda voru þær
einu keppendurnir í seni-
oraflokki en það er erfið-
asti keppnisflokkurinn á
mótinu. Þessar stúlkur
hafa mikla keppnis-
reynslu hér heima og er-
lendis og voru æfingar
þeirra allt í senn
skemmtilegar, erfiðar og
með mikið flæði. Nú,
eins og undanfarin ár, var það Sigur-
laug sem fór með sigur af hólmi.
„Þetta er alltaf að verða skemmti-
legra og skemmtilegra. Það eru alltaf
að bætast fleiri iðkendur í hópinn og
aðstaðan er allt önnur í dag en þegar
ég var að byrja. Nú eru komin tvö yf-
irbyggð hús á landinu og stefnir í það
þriðja þannig að ég er bjartsýn á
framtíðina,“ sagði Sigurlaug glöð og
sæl með árangur sinn á mótinu. „Æf-
ingatiminn er að visu oft erfiður,"
sagði hún einnig. Stúlkurnar mæta á
æfingar klukkan 6 á morgnana, „en
það venst eins og hvað annað," sagði
Sigurlaug að lokum.
-AIÞ
Galdramaðurinn Galin
gaf tóninn. Það má segja
að Galin Raditchkov, besti
leikmaður ÍS í úrslita-
leiknum, hafi geftð tóninn
um það sem koma skyldi
þegar flautað var til leiks í
Hagaskólanum á laugar-
daginn, en ÍS tryggði sér
íslandsmeistaratitilinn
eftir 3-0 sigur á Þrótti.
Hrinurnar enduðu
25-20, 25-21 og 25-23 en
með sigrinum tryggði ÍS
sér þrennuna annað árið í
röð. Það var sama hvar
gripið var niður I leikinn;
yflrleitt var Galin sá leik-
maður sem leikmenn
Þróttar áttu ekkert svar
við. Þeir réðu ekkert við
skelli hans, hvorki úr
fram- né afturlínu, og
aðeins einu sinni tókst
þeim að stöðva hann í há-
vörninni.
Sigur ÍS var sanngjarn
þar sem flestir leikmenn
Íiðsins lögðu lóð á vogar-
skálamar. Davíð Búi Hall-
dórsson var sterkur í
sókninni og skilaði ágæt-
lega og Óskar Hauksson,
einn af minni spámönnun-
um, kom verulega á óvart
með góðum leik.
Þess utan stjórnaði upp-
spilarinn Martin
Raditchkov leik ÍS mjög
vel en enginn var þó betri
en bróðir hans, Gaíin, sem
sýndi og sannaði af hverju
hann var valinn besti leik-
maður vetrarins.
Of mlklar væntingar
„Við vorum kannski
búnir að gera okkur of
miklar væntingar fyrir
leikinn. Við lögðum upp
með það að pressa upp-
gjaflmar stíft og gera ÍS
erfttt fyrir í sókninni en
það gekk ekki eftir þar
sem móttakan hjá ÍS hélt
allan leikinn. Þetta snerist
hins vegar á móti okkur
þar sem við klikkuðum á
of mörgum uppgjöfum
sjálfir.
Sóknin hjá ÍS var sterk
og liðið náði að vinna
marga tvísýna bolta upp
úr gólfinu og skora stig á
okkur en þess utan áttu
leikmenn ÍS mjög góðan
dag og því fór sem fór,“
sagði Jón Árnason, þjálf-
ari Þróttar, eftir leikinn,
en hann lék með liðinu í
fjölda ára.
Lékum allir vel
,Ég átti von á því að fá
meiri mótspyrnu frá
Þrótti en við lékum allir
mjög vel og þetta var langt
frá því að vera eins og bik-
arúrslitaleikurinn þar
sem við náðum aldrei að
sýna okkar rétta andlit.
Við stjómuðum leiknum
frá upphafi til enda og
þeir bræður, Galin og
Martin, vora náttúrlega í
sérflokki hjá okkur og Is-
mar var duglegur á miðj-
unni og létti á kantsmöss-
urum. Ég er samt ánægð-
ur í dag þar sem við höf-
um uppskorið ríkulega
eftir mikla vinnu undan-
farinna ára og þar sem
allir leikmenn liðsins hafa
lagt sig fram og fórnað
einhverju til þess að ná
árangri en það er einmitt
lykilatriðið ef árangur á
að nást,“ sagði Zdravko
Demirey, þjálfari og leik-
maður ÍS, en hann hefur
leikið með liðinu síðan
1993 og fékk íslenskt rikis-
fang í lok síðasta árs.
A
'V> Aðalfundur
Aðalfundur íslenskra aðalverktaka hf. verður haldinn
þríðjudaginn 10. apríl n.k. á Grand Hótel Reykjavik, Sigtúni 38
og hefst fundurínn kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins
2. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga
3. Önnur mál, löglega upp borin
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofum félagsins
á Keflavíkurflugvelli og að Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir
aðalfund.
Aógöngumiðar og fundargögn veróa afhent á fundarstað í fundarbyrjun.
Stjórn íslenskra aðalverktaka hf.
Mexíkómaðurinn Marco Antonio Barrera gerði sér lítiö fyrir og sigraði
„Prinsinn" Naseem Hamed í fjaðurvigtarbardaga kappanna í Las Vegas á
laugardag. Þessi fyrsti ósigur Bretans kom eftir 12 lotu bardaga og þurfti
stigaskor dómara aö ráöa um úrslitin en engum duldist að Barrera stóö bet-
ur að vígi, ekki einu sinni Hamed: „Hann boxaði betur en ég í kvöid og
þannig var þaö.“ Barrera sótti nær allan bardagann og strax í fyrstu lotu rið-
aði „Prinsinn" þrisvar en kom síöan örlítið til baka síðar í bardaganum en
það var ekki nóg til að hrífa Mexíkóbúann. „Hann lemur ekki eins fast og
hann heldur að hann geri,“ sagði Barrera í viötali eftir bardagann. Reuters