Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Page 3
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001
23
I>V
Sport
pMjppi
öur Hermáfihsdóttir og Harpa
ed, lykilmenn hinnar geysisterk
varnar Haukanna, hlaupa
sigurhrínginn meö
ísáandsmeistarabíkarinn,
DV-mynd E.ÓI.
l,\i'L\
Haukastúlkur tryggðu sér íslands-
meistararatitilinn í handbolta
kvenna í þriðja sinn með 28-22 sigri á
ÍBV í þriðja leik úrslitaeinvígis lið-
anna á laugardag. Leikurinn fór fram
á heimavelli Hauka á Ásvöllum þar
sem stúlkurnar hafa unnið alla
fimmtán leiki sína í vetur og var það
því við hæfi að þær kæmu með fyrsta
íslandsmeistarartitil félagsins í hið
nýja og glæsilega íþróttahús Hauk-
anna á Ásvöllum.
Gengi Haukaliðsins í úrslitakeppn-
inni í ár var frábært, sjö sigrar í sjö
leikjum og stúlkumar sönnuðu á
sannfærandi hátt að besta hand-
boltalið landsins í kvennaflokki hefur
aðsetur í Hafnarfirði.
Haukar höfðu framkvæðið nánast
allan leikinn á laugardag. Eyjastúlk-
umar komust reyndar í 0-2 og 4-6 en
eftir það var forustan Haukastúlkna
það sem eftir var hálfleiks óg það
munaði fjórum mörkum í leikhléi.
Þrátt fyrir góða stöðu í hálfleik
voru Eyjastelpurnar ekkert á því að
gefast upp og þegar níu og hálf mín-
úta var liðin af seinni hálfleik höfðu
þær skorað 6 mörk gegn einu og voru
komnar yfir. Vigdís Sigurðardóttir
markvörður var frábær á þessum
kafla og varði þá öll átta skot
Haukanna utan af velli.
Vörninni læst
Haukaliðið hefur farið langt á frá-
bærri vöm í vetur og það fór svo að
lokum að það var vömin sem dró inn
titilinn siðustu metrana. í stöðunni
15-16 fyrir ÍBV læstu þær Harpa Mel-
sted, Auður Hermannsdóttir og
Brynja Steinsen miðju varnarinnar
og á næstu tólf mínútum skomðu
Haukar 9 mörk gegn einu, þar af sjö
þeirra úr hraðaupphlaupum. Eyja-
stúlkur fundu engin göt á vörninni og
liðið tapaði níu boltum á þessum
stutta tíma.
Thelma B. Árnadóttir var kannski
tákn fyrir einn af helstu styrkleikum
Haukaliðsins, það er breiddinni.
Thelma byrjaði á bekknum en kom
gríðarsterk inn í seinni hálfleik.
Thelma stal 3 boltum í upphafi hálf-
leiksins og átti heiðurinn að fjórum
mörkum Haukanna í röð sem kveiktu
neistann og komu liðinu í 18-16.
Thelma skoraði eitt mark sjálf, sendi
tvær stoðsendingar í hraðaupphlaupi
á Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur og
eina línusendingu á Hörpu Melsted
sem gaf vfti og mark.
Sirkusmark fyrirliðans, Hörpu
Melsted, innsiglaði sigurinn og fyllti
Haukana það mikilli sigurgleði að
þegar Ragnar Hermannsson tók á
sama tíma leikhlé til að skipta sínum
lykilmönnum út af fór hinn þekkti
sigursöngur Queen, „We are the
champions", í gang þótt enn væm
rúmar tvær mínútur eftir af leiknum.
Sem betur fer fyrir plötusnúðinn
breyttist ekkert á þeim tveimur mín-
útum og Haukar fögnuðu íslands-
meistaratitlinum ákaft.
Toppuöum á réttum tíma
Auður Hermannsdóttir hefur leikið
frábærlega í vetur og blómstrar nú á
ný eftir erflð meiðsl tímabilin á und-
an. f leiknum á laugardag var Auður
markahæst og lykilhafi þegar vömin
læstist í seinni hálfleiknum. Auður
leyndi líka ekki sigurgleði sinni í
leikslok.
„Við toppuðum á réttum tíma,
þjálfarinn kom okkur í frábært form
og stemningin er mikil í hópum. Það
hefur verið mikil vinna á bak við
þetta og þetta er ótrúlega sætur sigur.
Það er búin að vera asnaleg pressa á
okkur í vetur og það hefur verið erfitt
að vera á toppnum. Ef við unnum
ekki með tíu mörkum voram við
alltaf lélegar fremur en að hin liðin
væru að spila vel. Við vorum á svo
góðri siglingu að ég hafði ekki
áhyggjur af því fyrir leikinn að við
kæmum ekki tilbúnar. Þetta var að-
eins spuming um hvort þeim tækist
að koma með eitthvað nýtt. Það var
líka rosalega sterkt að vinna annan
leikinn á útivelli en það var ekki í
kollinum á neinum í liðinu að við
værum búnar að vinna þetta eftir tvo
leiki og við ætluðum að passa upp á
að þær endurtækju ekki það sem við
gerðum 1996 er við unnum eftir að
hafa lent 0-2 undir. Bikarinn er nú
kominn í Fjörðinn og hann fer svo
rosalega vel í skápunum að hann fer
ekki baráttulaust héðan aftur,“ sagði
Auður í leikslok.
Allt Haukaliðið lék vel á laug-
daginn. Jenný hélt skyttunum niðri
með góðri markvörslu, hornamenn-
imir Thelma og Hanna skoraðu mörg
mörk úr hraðaupphlaupum og Ragn-
ari Hermannssyni þjálfara tókst að
skipta leiktímanum vel á milli skyttn-
anna sem héldu fullri keyrslu allan
leikinn. Auður stjómaði liðinu mjög
vel í sókn og vörn, nýtti vítin 100% og
var besti leikmaður vallarins.
ÍBV átti mikinn endasprett í vetur
en kannski byrjaði hann aðeins of
snemma og liðið missti dampinn í
lokaleikjunum. Haukaliðið var bara
klassa ofar í þessum úrslitaleikjum
og eftir að heimaleikurinn tapaðist
hjá ÍBV á fimmtudag var vonin nán-
ast úti. -ÓÓJ
Breyttum hugarfarinu
„Ég er búin að byrja á bekknum alla úrslítakeppnina og lít á það sem
taktík hjá þjálfara og virði ákvarðanir hans og kem þá bara enn þá einbeitt-
ari inn í leikinn. Við ætluðum að reyna að keyra á þær og klára þetta í byrj-
un seinni hálfleiks því að við vitum að við erum í betra formi en þær. Þær
komu þó til baka og það fór um mann í smátíma en við ætluðum okkur ekki
aftur til Eyja og tókst að klára þetta. Þetta er búinn að vera erfiður og lang-
ur vetur. Við þurftum að sjá á eftir bikarmeistaratitlinum og við ætluðum
ekki að missa þennan titil til Eyja lika. Eftir bikarúrslitaleikinn tókum við
aðeins til í kollinum og reyndum að breyta hugarfarinu hjá okkur en ekki
leiknum. Við vitum að við getum unnið öll lið með góðri vörn og það var það
sem við gerðum," sagði Thelma B. Árnadóttir. -ÓÓJ
Beint
áSýn
3.-16. aprtl ^
mán MWdlesbrough
- Sunderland
Enski boltinn kl. 18:50
Þrí Hndastóll - Njarðvík
Epson-deildin kl. 19:50
fðs Liverpool - Leeds United
Enski boltinn kl. 10:15
Manchester United
- Coventry Clty
Enskiboltinnkl. 10:40
•au Njarðvík - Tindastóll
Epson-deildin kl. 15:40
,au italski boltinn
kl. 18:25
sun Minnesota Timberwolves
- Utah Jazz
WBA kl. 19:00
mán Everton - Liverpool
Enski boltinn kl. 16:45
www.syn.is
eðaisima 515 6100