Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Side 5
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 25 Teitur orðinn sá stigahæsti Teitur Örlygs- son, annar spil- andi þjálfara Njarövíkur, átti frábæran leik í Njarðvík í gær. Teitur geröi meöal annars þrjár þriggja stiga körfur og 11 stig f fjóröa leikhluta en þann leikhluta hóf hann á því að veröa stiga- hæsti leikmaö- ur úrslitanna frá upphafi, með því að skora 556. stig sitt. Teitur lék fyrst meö Njarðvík í úrslitunum 1984 og er nú aö leika til úr- slita meö Njarð- víkurliöinu í ell- efta sinn. Hér á myndinni til hliöar sést Teitur fljúga fram hjá þeim Adonis Pomo- nes og Kristni Friðrikssyni leikmönnum, Tindastóls. Liö- in mætast aftur á morgun og þá á Sauðárkróki. DV-mynd E.ÓI. - Njarðvík vann fyrsta úrslitaleikinn gegn Tindastóli í gær, 89-65 Njarðvíkingar tóku forystu i ein- víginu um Islandsmeistaratitilinn í Epson-deildinni er þeir lögðu Tinda- stólsmenn í Ljónagryfjunni i gær- kvöldi. Lokatölur urðu 89-65. „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna fyrsta leikinn og menn voru tUbúnir eftir langt hlé. Við erum að spila á fleiri mönnum en í KR-ein- víginu og það eru allir ferskir. Nú liggur leiðin á sterkan heimavöll en það er svo sem ekki pressa á okkur því það búast ekki margir við því að vinnum þar,“ sagði Teitur Örlygs- son sem lék frábærlega í seinni hálf- leik. Birmingham og Hansen allsráðandi Fyrri hálfleikurinn gaf ekki tU kynna að leikurinn yrði spennandi þar sem heimamenn fóru á kostum og þeir Brenton Birmingham og Jes Hansen virtust allsráðandi á veUin- um. Heimamenn höfðu 26-15 for- ystu eftir fyrsta leikhluta og Njarð- víkingar héldu áfram að bæta í og náðu mest 25 stiga forskoti og von Skagfirðinga var veik. Birmingham var óstöðvandi á þessum kafla og á meðan sást ekkert tU Shawn Myers og hann kornst ekki á blað í leik- hlutanum. Er flautað var til leikhlés höfðu heimamenn 48-29 forystu og Birmingham og Hansen voru búnir að gera 37 stig saman. Engin trú hjá Stólunum Gestirnir virtust ekki hafa trú á verkefninu og Valur Ingimundar- son, þjálfari Tindastóls, þurfti held- ur betur að lesa yfir mönnum sínum í leikhléinu og það skUaði sér í allt öðru liði Tindastóls í seinni hálfleik. Myers var mjög sterkur og gerði 14 stig í þriðja leik- hluta og skyndilega voru gestirnir búnir að minnka muninn í 6 stig með mikUli baráttu. En þá fóru þeir að gera mistök og það voru heimamenn sem áttu lokaorðið í leikhlutanum og staðan var 64-53 er kom að lokaleikhlutanum. Njarðvíkingar byrjuðu af krafti og gerðu fyrstu 6 stigin og héldu áfram aö bæta í og náðu 18 stiga for- skoti en þá tók Valur Ingimundar- son þá ákvörðun að hvíla lykilmenn og í kjölfarið fóru lykilmenn beggja liða á bekkinn og Njarðvíkingar innbyrtu 89-65 sigur. Brenton Birmingham fór hamför- um hjá heimamönnum í fyrri hálf- leik en var ekki eins áberandi sókn- armegin i þeim seinni. Hansen lék mjög vel að vanda og stráksi heldur uppteknum hætti í úrslitakeppn- inni. Þá átti Teitur frábæran seinni hálfleik og gerði margar góðar körf- ur á þeim tima sem gestimir voru að koma til baka. Kappinn gerði 19 stig í seinni hálfleik. Hjá gestunum var Myers at- kvæðamestur að vanda en annars eiga gestirnir helling inni hjá bak- vörðunum sínum. Nú er stóra spurningin hvort Njarövíkingar verða fyrstir til að vinna sigur á Króknum í vetur eða hvort Tindastóll heldur uppteknum hætti norðan heiða. Allir á tánum Friðrik Ragnarsson, annar þjálf- arj Njarðvíkinga, var ánægður í leikslok. „Byrjunin var eins og hún átti að vera og allir á tánum þrátt fyrir 10 daga frí. Menn eru hungr- aðir sem aldrei fyrr og það er áskor- un fyrir okkur að fara norður þar sem Tindastóll hefur ekki tapað í vetur.“ Hræöilegir í fyrri hálfleik Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls, var ekki sáttur við leik manna sinna. „Við vorum hræðileg- ir í fyrri hálfleik en áttum mögu- leika í seinni hálfleik en fórum þá að gera dýr mistök. Njarðvík er fé- lag sem þekkir þessa stöðu en Tindastóll ekki. Þetta snýst ekki um að vera hræddur og stressaður eins og við komumst að en við bítum frá okkur í næsta leik.“ -EÁJ Sport Njarðvik-Tindastóll 89-65 2-0, 11-10, 20-12 (26-15), 30-15, 35-17, 44-19 (48-29), 53-33, 53-41, 56-50 (64-53), 70-53, 75-57, 80-63, 89-65. ' Stig Njardvíkur: Brenton Birmingham 27, Teitur Örlygsson 22, Jes Hansen 21, Logi Gunnarsson 11, Halldór Karlsson 5, Friðrik Stefánsson 3. Stig Tindastóls: Shawn Myers 23, Kristinn Friðriksson 10, Svavar Birgisson 10, Adonis Pomones 10, Michail Antropov 10, Friðrik Hreinson 2. Fráköst: Njarðvík 46 (11 í sókn, 35 í vörn, Friðrik S. 10, Hansen 10, Logi 8, Halldór 6, Teitur 5, Brenton 4), Tindastóll 41 (10 í sókn, 31 í vöm, Myers 16, Antropov 9, Svavar 5, Kristinn 5, Lárus Dagur 3). Stoósendingar: Njarðvík 23 (Brenton 6, Friðrik R. 5. Logi 4, Hansen 3), Tindastóll 22 (Pomones 5, Kristinn 4, Ómar 4, Láms Dagur 3, Myers 3). Stolnir boltar: Njarðvík 16 (Brenton 3, Teitur 3, Logi 3, Halldór 3), Tindastóll 7 (Pomones 2). Tapaðir boltar: Njarðvík 16, Tindastóll 22. Varin skot: Njarðvík 6 (Brenton 3, Frirðik S. 2), Tindastóll 10 (Antropov 7, Myers 3). 3ja stiga: Njarðvík 31/12, Tindastóll 16/10. Víti: Njarðvík 13/10, Tindastóll 22/13 Dómarar (1-10): Kristinn Albertsson og Jón Bender (7). Gœdi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 700. Maður leiksins: Teitur Örlygsson,Njarðvík. Skoraöi 22 stig, hitti úr 7 af 12 skotum, tók 5 fráköst, stal 3 boltum og gaf 2 stoösendingar. Tölurnar tala Brenton Birmingham átti frábœran fyrri hálfleik er hann gerði 23 stig og hitti úr 10 af 15 skotum sínum, þar af 3 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna. Brenton var einnig áberandi á öðrum sviðum í hálfleiknum því hann gaf 4 stoðsendingar og varði 3 skot, þau fyrstu hjá honum í úrslitakeppninni í ár. Bren- ton var rólegri í seinni hálfleik, tók þá aðeins 5 skot og gerði 4 stig. 12-0 Njarðvíkingar fengu 36 stig út ú r þriggja stiga skotum í leiknum en á sama tíma klikkuðu Tindastólsmenn á öllum sextán skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Helstu skyttur liðsins, þeir Kristinn Friðriksson (4/0) og Lárus Dagur Pálsson (5/0), klikkuðu saman á 9 þriggja stiga skotum í leiknum. 9 og 16 Tindastólsmenn töpuóu 9 boltum i öðrum fjórðungi og Njarðvíkingar svöruðu því með 16 stigum til baka í næstu sóknum á eftir. Alls enduðu 22 sóknir Stólanna á því aö boltinn tapaðist. Kristinn Friðriksson tapaði þar sjö boltum en Adonis Pomones flmm. Atlir leik- menn Tindastóls, nema Axel Kárason, töpuðu boltanum í leiknum. Teitur Örlygsson varð stigahæsti leikmaður úr- slitaleikja úrslitakeppninn- ar frá upphafi þegar hann skoraði tveggja stiga körfu eftir góða samvinnu við Jes Hansen í upphafi fjórða leikhluta. Alls skoraði Teit- ur 22 stig í leiknum og hef- ur því skorað 565 stig í 37 úrslitaleikjum eða 15,3 að meðaltali. Guðjón Skúlason missti þarna metið sitt en hann hefur gert 555 stig í úrslitaleikjum um titilinn. 7Michail Antropov varói 7 skot frá Njarðvíkingum í gær og setti þar með met í úrslitaleikjum úrslita- keppninnar. Gamla metið átti Friðrik Stefánsson sem varði 6 skot í fjórða leik Njarðvíkur og Keflavíkur um titilinn 1999. Antropov varði 4 skot í fyrri hálf- leik og 3 í þeim seinni. Brenton Birmingham komst verst frá Rússanum því hann varði þrjú skot frá honum, tvö varði hann frá Friðriki Stefánssyni og eitt frá þeim Jes Hansen og Halldóri Karlssyni. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.