Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Page 7
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001
27
DV
Sport
Oddaleikur
aö Varmá
- eftir sigur Gróttu/KR á Aftureldingu i gær
Grótta/KR knúði fram oddaleik
gegn Aftureldingu í 8 liða úrslitum
íslandsmótsins í handknattleik en
liðið sigraði í annarri viðureign
liðanna, 21-20, á Seltjamarnesi í
gærkvöld. Það var allt annað
Gróttu/KR-lið sem mætti til leiks í
gærkvöld og greinilegt að ieikmenn
höfðu tekið sig saman i andlitinu
frá fyrsta leiknum.
Það sem ööru fremur skóp sigur
Seltirninga í þessum leik var
frábær varnarleikur og þá alveg
sérstaklega í fyrri hálfleik.
Afturelding átti í hinu mesta basli
með að finna smugu á vörn
heimamanna sem skoruðu aðeins
átta mörk í fyrri hálfleiknum.
Sú staðreynd er athyglisverð að
þrátt fyrir góða stöðu Gróttu/KR í
fyrri hálfleik varði Hlynur
Morthens markvörður fyrsta skot
sitt þegar 20 mínútur voru liðnar af
hálfleiknum. Aleksandrs Petersons
fór fyrir Gróttu/KR-liðinu í fyrri
hálfleik, skoraði þá öll sex mörkin í
leiknum en í síðari hálfleik var
hann tekinn úr umferð.
Sóknin riðlaðist
Leikmenn Aftureldingar ætluðu
að gera allt sem i þeirra valdi stóð
til að taka leikinn í sínar hendur í
upphafí síðari hálfleiks. Auk
Petersons var Hilmar Þórlindsson
einnig klipptur út og sóknarleikur
liðsins var riðlaðist um tíma en það
lagaðist aftur.
Um tíma var Grótta/KR með
fimm marka forystu en gestirnir
minnkuðu muninn í eitt mark og
lokakaflinn var spennandi.
Grótta/KR stóðst álagið en
Afturelding fékk gullið tækifæri til
að jafna metin en tókst ekki.
Ef Grótta/KR leikur með sama •
hætti í oddaleiknum á
þriðjudagskvöld má búast við
fjörugri viðureign. Hilmar
Þórlindsson var mjög beittur hjá
Gróttu/KR og Petersons var einnig
öflugur. Eins og áður sagði var það
geysilega öflugur varnarleikur sem
færði Seltirningum þennan sigur.
Það býr margt gott í liðinu og liðið
hefur alla burði til að standa uppi í
hárinu á Aftureldingu annað kvöld.
Afturelding var ekki eins beitt í
þessum leik og i þeim fyrsta og því
fór sem fór. Vörnin var að standa
fyrir sínu en sóknin varð liðinu að
falli.
Lykilmenn náðu sér ekki á strik í
sókninni og munar um minna í
þessari baráttu. Fjögur vítaköst
fóru forgörðum og þau skiptu svo
sannarlega máli þegar upp var
staðið. Magnús Már Þórðarson
línumaður lék að nýju með liðinu
en hann var fjarri góðu gamni í
fyrsta leiknum.
„Það var eins og menn væru
hræddir í fyrsta leiknum en voru
staðráðnir að bæta fyrir það í
þessum leik og það tókst bara
bærilega. Menn voru ákveðnir í því
að leggja sig fram og uppskeran var
eftir því. Það skiptir öllu máli að
menn hafi trú á því sem þeir eru
gera. Getan er til staðar til að
standa sig vel. Nú blasir við
oddaleikurinn annaö kvöld og hann
er allt eöa ekkert," sagði Ólafur
Björn Lárusson, þjálfari Gróttu/KR,
eftir leikinn á Nesinu í gærkvöld.
Gestirnir slakir
Afturelding og Grótta/KR mætt-
ust í fyrsta leik sínum á föstu-
dagskvöl á Varmá og unnu heima-
menn nokkuð auðveldan sigur,
25-17. Yfirburðir Aftureldingar
voru umtalsverðir allan leikinn en
samt sem áður sýndi liðið ekki sinn
besta leik. Mótspyrna Gróttu/KR
var afar litil og þurftu heimamenn
ekki mikið að hafa fyrir þessum
sigri. Hilmar Þórlindsson var tek-
inn stíft í sókninni og fyrir vikið
stóð ekki steinn yfir steini í sóknar-
leik Seltiminga og það kom sannast
sagna mjög á óvart hvað Gróttu/KR-
liðið var slakt í þessum leik.
-JKS
Markús Máni Michaelsson reynir hér línusendingu á þjálfara sinn, Geir Sveinsson, í sigurleik Valsmanna á Fram á
Hlíöarenda í gær. Hjálmar Vilhjálmsson er til varnar. Valsmenn eru komnir ( undanúrslit eftir tvo sigra. DV-mynd E.ÓI.
„Þetta eru vissulega vonbrigði en við vorum einfaldlega að
spila við betra lið og í raun langbestu vörn á landinu í dag. Það
er erfitt að skora hjá þeim og ég er ekki sammála því að þetta
hafi verið neitt vandræðalegt hjá okkur. Þeir eru bara engum
líkir. Við lögðum okkur allir fram og geröum allt sem viö
gátum en það bara gekk ekki. Þeir voru einfaldlega sterkari,"
sagði Sebastian Alexandersson, markvöröur og fyrirliði Fram.
„Rauöa spjaldið á þjálfarann var kapítuli út af fyrir sig og við
munum láta heyra frá okkur á næstunni um dómgæsluna nú
þegar tímabilið er búið hjá okkur. Við höfum gengið í gegnurn
ótrúlegt mótlæti á þessu tímabili en það sem skiptir máli er að
tímabilið í heild var gott. Við vorum mjög stöðugir en tímabilið
fer einfaldlega í síðasta deildarleik þegar við heíðum getað
orðið deildarmeistarar, fengið auðveldari andstæöing í 8 liða
úrslitum og kannski verið komnir í undanúrsfit núna. Þá hefði
verið allt önnur stemning í liðinu. Við erum á uppleiö, áttum
góðan leik fyrir tveimur dögum en ég tek fulla ábyrgð á því tapi
því þar var ég að spila minn versta leik á ferlinum og ég bið
aUa afsökunar á frammistöðu minni í þeim leik, sérstaklega
liðsfélaga mína. Ég vil meina að víð séum að skríða saman
aflur núna og ef við ættum núna 2-3 leiki eftir værum aftur
komnir á svipaöar slóðir og í byrjun mótsins.“ -HI
Valsmenn eru komnir áfram í
undanúrslit íslandsmótsins með
fjögurra marka sigri á Fram, 24-20,
á Hlíðarenda. Það sem gerði
útslagið var frábær vöm með Geir
Sveinsson, Júlíus Jónasson og
Sigfús Sigurðsson í fararbroddi og
voru Framarar í bullandi
vandræðum í sóknarleiknum allan
tímann.
Það var jafnræði framan af en
Valsmenn náðu síöan smátt og
smátt frumkvæðinu. 6-0 vöm
Valsmanna var geysisterk og
Framarar voru í miklum
vandræðum. Sóknarleikur þeirra
snerist fyrst og fremst um að
Gunnar Berg Viktorsson næði sér
á loft og skoraði og þó að það gengi
nokkrum sinnum er ekki hægt að
bera uppi sóknarleik eingöngu á
því. Ekki bætti úr skák að Anatolí
Fedioukine, þjálfari Fram, fékk
rautt spjald í stöðunni 9-7 fyrir að
mótmæla brottvisun kröftuglega og
Framarar þurftu því að leika fjórir
í tvær mínútur. Valsmenn komust
í 11-7 þegar rúmar þrjár mínútur
vora eftir af fyrri hálfleik en þá
kom góður kafli hjá Fram.
Sebastian hrökk í gang og varði oft
snilldarlega og Framarar nýttu sér
þaö með þvi aö skora fjögur mörk í
röð, tvö í fyrri hálfleik og tvö i
þeim síðari.
En í stöðunni 13-13 hrökk allt í
baklás hjá Fram aftur og ekki
bætti það úr skák að þeir létu
dómarana oft á tíðum fara í
taugarnar á sér og þó að sá
pirringur hafi stundum verið
skiljanlegur eyddu þeir fullmiklu
púöri í það. Valsmenn geröu sex
mörk gegn einu á níu mínútum og
eftir þaö var í raun aldrei spuming
hvoram megin sigurinn lenti
Framarar gáfust fljótlega upp og þó
að reynt hefði verið að taka tvo úr
umferð og síðan maður á mann
vöm undir lokin var það meira
gert af vilja en mætti.
„Við höfum nú átt tvo mjög góða
leiki. Fyrri leikurinn gaf okkur
smábragð og við vorum staðráðnir
í að klára þetta í kvöld. Við
glötuöum forskoti i miðjum
leiknum, misstum einbeitingu og
gerðum nokkur klaufaleg mistök
en það var mjög sterkt að koma til
baka eftir það og þegar við vorum
komnir með fjögurra marka
forskot um miðjan hálfleikinn var
ljóst hvert stefndi, Við ætlum
okkur lengra í keppninni," sagði
Júlíus Jónasson, fyrirliði Vals,
eftir leikinn. „Við lögðum upp með
að hafa gaman af þessu og þegar
svona gengur eykst stemningin
enn meira. Hún hefur veriö frábær
frá því að það var ljóst að við
myndum lenda í úrslitakeppninni
og líka meðal áhorfenda. Mér líst
vel á að mæta Haukum en það
skiptir ekki miklu máli hverjum
við mætum því ef við ætlum okkur
alla leið verðum við að taka alla
mótherjana."
Sigfús Sigurðsson átti mjög
góðan leik bæði í vöm og sókn,
Geir og Júlíus báru frábæra vörn
uppi og Valdimar, Roland og
Daníel léku einnig vel.
Sebastian varði vel í leiknum og
Gunnar Berg átti góða spretti. Það
hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir
liðið að falla svona snemma út en
sóknarleikurinn hefur verið
vandamál þeirra í vetur og þaö
verða þeir að leysa fyrir næsta
tímabil.
Valdimar meö stórleik
Valsmenn unnu fyrsta leikinn
20-26 í Framhúsinu á fóstudag.
Fyrri hálfleikurinn i fyrstu
rimmu Fram og Vals i Framheim-
ilinu var í heildina nokkuð jafii.
Framarar byrjuðu betur en þegar
Valsmenn fundu svar við fram-
liggjandi vöm þeirra tókst þeim aö
taka frumkvæðið. Framarar náðu
hins vegar að jafna með góðum
endaspretti, sérstaklega hjá Vil-
helm sem gerði þrjú síðustu mörk
Fram í hálfleiknum, þar af það síö-
asta beint úr aukakasti.
Fyrstu tíu mínúturnar í seinni
hálfleik voru í jámum og enduðu
11 af fyrstu 12 sóknunum með
marki. Það voru þó Framarar sem
sprungu þá á limminu, Valsmenn
geröu fjögur mörk í röð og eftir það
var sigurinn aldrei í hættu og
Framarar misstu trúna á að þeir
gætu náð þeim.
Valdimar Grímsson átti stórleik
fyrir Valsmenn og nýtti færi sín úr
horninu vel. Sigfús var öflugur á
línunni og Pedkevicius átti
skemmtilega innkomu í markiö.
Hjá Fram vora það helst Vilhelm
Gauti og Hjálmar sem sýndu góö
tilþrif en í heild virkaði liðið
áhugalaust, baráttulaust og and-
laust. -HI