Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 31 Sport DV „Þetta er fyrsti aðalfundur Félags hrossabænda þar sem málefni eru ofar erjum,“ segir Kristinn Guónason, for- maður félagsins, um síðasta aðalfund- inn sem var haldinn í síðustu viku. „Mikið var rætt um sæðingar og sam- þykkt að hvetja opinbera aðila til að efla rannsóknir á fósturvísum og djúpfryst- ingu stóðhestasæðis. Einnig var sam- þykkt að kanna áhrif útflutnings á sæði á markaðinn," segir Kristinn. Hestamannafélögin Faxi i Borgarfirði og Grani á Hvanneyri héldu hestamót síðastliðinn laugardag í tengslum við Skeifukeppni Morgunblaðsins. Rúmlega fjörutíu knapar voru þátttakendur. 1 A- flokki sigraði Jóliann Þorsteinsson (Grani) á Gunnvöru frá Miðsitju en hann er að kenna við hrossabrautina á Hvanneyri. í B-flokki sigraði Ólafur Þórisson (Grana) á Stjörnufáki frá Miðkoti, í barnaflokki Björgvin Fjeld- sted á Stjörnufákifrá Þorkelshóli og í unglingaflokki Elisabet Fjeldsted á Mjöll frá Skáney. I Skeifukeppni Morg- unblaðsins sigraði Erlendur Ingvars- son á Kjarki frá Skarði og fyrir best hirta hrossið fékk Oddný Steina Vals- dóttir Eiðfaxaverðlaunin á Þrœtu frá Úthlíö. Ásetuverðlaun FT fékk Mar- grét Friðriksdóttir á Gul frá Hrafn- kelsstöðum. Punktamót Smára var haldið í Torfdal við Flúðir um helgina. Keppendur voru um þrjátíu. 1 töltkeppni fullorðinna sigraði Ása M. Ásgeirsdóttir á Gretti frá Hólmi. í ungknapaflokki sigraði Guðriður E. Þórarinsdóttir á Funa frá Gunnarsholti og vetrargæðingur Smára var valinn Sunna frá Vorsabte sem Unnur L. Schram sýndi. Á vetrarmóti Sleipnis á Selfossi sigraði Ástgeir Sigmarsson á Fáki frá Hárlaugs- stöðum, i unglingaflokki Kristinn Lofts- son, í áhugamannaflokki Haraldur Arngrimsson á Sindra frá Selfossi, i atvtnnumannailokki Hrafnkell Guðna- son á Fjalarifrá Glóru og í 150 metra skeiði Páll B. Hólmarsson á Frosta frá Fossum í miklu siabbi á 15,0 sek. Steinn Skúlason sigraði í unghrossa- keppninni á Lindfrá Ármóti. Eftir að stigakeppni framhaldsskól- anna lauk, þar sem Ármúlaskóli sigraði annað árið í röð, tók við keppni ein- staklinga. Karen Líndal Marteinsdótt- ir og Manni frá Leirárgörðum gerðu sér lítiö fyrir og sigruðu í tölti, fjórgangi og íslenskri tvíkeppni og voru auk þess valin glæsilegasta parið. Einnig var Karen stigahæst. Davíð Matthiasson sigraði í fimmgangi á Trallafrá Kjart- ansstöóum og Sigurður St. Pálsson í skeiði gegnum höllina með fljótandi starti. Sigurður var á Eldi frá Valla- nesi og fór sprettinn á 5,806 sek. - viö konurnar á kvennatöltmóti Kvennadeildar Gusts í Kópavogi og Eiðfaxa Kvennatöltmót KvennadeMar Gusts i Kópavogi og Eiðfaxa er kom- ið til að vera ef marka má móttök- urnar á fyrsta mótinu í reiðhöllinni í Kópavogi síðastliðið laugardags- kvöld. 72 kvenknapar voru skráðir til leiks í tveimur flokkum og komu víða af landinu. Konurnar nutu þess að láta karlana dúlla við sig. „Stytta í ístöðunum, góði“ og fleira í þeim dúr. Ekkert var gefið eftir í úrslit- um, keppni var geysihörð og voru bráðabanar algengir. I áhugakvennaflokki voru And- varakonurnar Oddrún Sigurðardótt- ir á Náttfara frá Egilsstöðum og Gréta Boða á Kolgrímu frá Ketils- stöðum í efstu sætunum. Örmjótt var á mununum en Oddrún hafði sigur. Gréta kom upp úr B-úrslitum og hreppti annað sætið. í þriðja sæti var Hulda G. Geirsdóttir (Gusti) á Dimmu frá Skagaströnd, í fjórða sæti Þórunn Eyvindsdóttir (Fáki) á Gæfu frá Keldnakoti, í fimmta sæti Freyja Þorvaldsdóttir (Gusti) á Kópi frá Reykjavík og í sjötta sæti Vigdís Gunnarsdóttir (Snæfellingi) á Jarl- hettu frá Neðra-Ási. Birgitta vann í atvinnukvennaflokki sigraði Birgitta Kristinsdóttir (Gusti) á Birtu frá Hvolsvelli, Fríða H. Stein- arsdóttir (Fáki) var i öðru sæti á Húna frá Torfunesi, Marjolyn Tiepen (Geysi) í þriðja sæti á Gyrði frá Skarði, Sylvía Sigurbjörnsdóttir (Fáki) í fjórða sæti á Garpi frá Krossi, Edda R. Ragnarsdóttir (Fáki) í fimmta sæti á Gyðju frá Syðra-Fjalli og Ásta D. Bjarnadóttir (Gusti) í sjötta sæti á Eldi frá Hóli. -EJ Skemmtun og tilþrif Grimutöltmót, sem haldið var i reiðhöUinni á Hólum síðastliðið föstudagskvöld, tókst vel og var töluverður fjöldi fólks mættur til að fylgjast með. Stemning var mikil og skemmtileg tilþrif i reiðhöllinni. Keppt var i einum flokki og sigraði Heimir Gunnarsson á Trausti frá Akureyri. Anton Níelsson var annar á Þotu frá Hólum og Aníta M. Aradóttir þriðja á Sunnu frá Reykjum. Eysteinn Steingrímsson hlaut hin eftirsóttu tilþrifaverðlaun og Gróa Sturludóttir var verðlaunuð fyrir besta búninginn. Hekla vann Á þriðja og síðasta vetrarmóti Geysis sigraði í barnaflokki Hekla K. Kristinsdóttir á Töru frá Lækjar- botnum en hún sigraði einnig sam- anlagt á mótunum þremur. í unglingaflokki sigraði Laufey G. Guðnadóttir á Gnótt frá Höfða- brekku en samanlagt Jóhanna Magnúsdóttir á Ófeigi frá Reykja- vík. í áhugamannaflokki sigraði Heiðar Þormarsson á Skeggja frá Búlandi en samanlagt Björg Svav- arsdóttir á Gullmola frá Bólstað. í atvinnumannaflokki sigraði Erling- ur Erlingsson á Fold frá Grindavík en samanlagt Kristjón Kristjánsson á Mirru frá Gunnarsholti. í ung- hrossaflokki sigraði Naty Zimmer á Von frá Árbæ. / apríl verða stóðhestasýningar á þremur stöðum ef veður verður gott og þátttaka nægileg. 20.-21. apríl verður sýnt á Sauðárkróki, 26.-27. apríl á Gadd- staðaflötum og 1.-2. maí í Víðidalnum í Reykjavík. Stefnt er að því að bestu stóðhestamir verði sýndir og kynntir ít- arlega og með nýstárlegum og spenn- andi hætti á árvissri sýningu í Reiðhöll- inni í Reykjavík í maíbyrjun. Skráning á þessar sýningar fer fram hjá BÍ í síma 5630307/5630346. Gerð hefur verið sú breyting á fyrirkomulagi kynbóta- dóma að framvegis er umsjónarmönn- um allra hrossa frjálst að koma með hross sín í yfirlitssýningu en áður fyrr gilti yfirleitt lágmarkseinkunn inn í yf- irlitssýningu. Gereon Wirnmer verður landsliðsein- valdur Austurríkismanna á heims- meistaramótinu í Austurríki í ágúst. Harriet Loidl verður honum til aðstoð- ar. Gereon er reyndur knapi og þjálfari. Gin- og klaufaveiki hefur valdið mikl- um usla í landbúnaði í Evrópu og nú þegar hefur komið upp spurningin hvort hægt verði að halda heimsmeist- aramótin. Fáksmenn héldu opið mót um helgina. í nýhrossakeppni var keppt í Qórgangi og fimmgangi, í tölti var keppt í fimm flokkum, auk þess sem keppt var í gæð- ingaskeiði. Mótið var haldið í samvinnu við framkvæmdaraðila og þátttakendur á alþjóðlegri dómararáðstefnu sem hald- in var í Víðidal og dæmdu þeir mótið að hluta. Skráningar voru 125. f fjórgangi nýhrossa sigraði Friódóra Friðriks- dóttir (Herði) á Trostanfrá Sandhóla- ferju, í fimmgangi nýhrossa sigraði Sigurður V. Matthiasson (Fáki) á Qfeigi frá Tóftum, í töltflokki I sigraði Sigvaldi Ægisson (Fáki) á Gylli frá Engihlið, í töltflokki II sigraði Guðrún E. Bragadóttir (Fáki) á Blökk frá Syðra-Skörðugili, í töltflokki III sigr- aði Sigrún Sveinbjörnsdóttir (Fáki) á Hrefnufrá Ölfusholti, í tölti 19 ára og yngri sigraði Bylgja Gauksdóttir (And- vara) á Smelli frá Hrafnskelsstöðum, í slaktaumatölti sigraði Sigurbjörn Bárðarson (Fáki) á Hirtifrá Hjarðar- haga og í gæðingaskeiði sigraði Sigur- björn Bárðarson (Fáki) á Neista frá Miðey. -EJ Stofnað fyrirtæki - um landsmót hestamanna, segir formaðurinn Sífellt berast fréttir af nýjungum innan hestageirans. Þaö nýj- asta er fyrirkomulag landsmóta næstu árin. „Við breyttum rekstar- formi landsmótanna og stofnuðum um það fyr- irtækið Landsmót hestamanna ehf.,“ segir Jón A. Sigurbjörnsson, formaður Landssam- bands hestamannafé- laganna. „Það verður alltaf sama fyrirtækið sem heldur landsmót og eru eigendur þess nú Landssamband hesta- mannafélaga og Bænda- samtök íslands. Hugs- anlega koma aðrir eig- endur að því síðar. Fyr- irtækið ber fjárhags- lega ábyrgð á landsmót- um og tryggir að allar upplýsingar færist milli staða og móta. Til þessa hefur hver rekst- araöili haldið sitt mót og önnur félög tekið við. Ráðin verður fram- kvæmdanefnd í hvert skipti og hefur nefnd sem sér um landsmótið á Vindheimamelum 2002 verið valin. Framkvæmdanefnd- ina skipa: Hjörtur Ein- arsson, Anna Sif Ingi- marsdóttir, Eyþór Ein- arsson, Guðbjörg Guð- mundsdóttir, Hinrik Már Jónsson, Rafn Am- björnsson og Stefán Reynisson. Við verðum að nýta þá velli sem fyrir hendi eru og finna rekstrargrundvöll fyrir þá milli móta. Það þýð- ir ekki að eyða tugum eða hundruðum millj- óna króna í velli ef þeir eru ekki notaðir nema örsjaldan. Aðalvellimir nú eru á Gaddstaðaflötum og í Reykjavík á Suðurlandi og á Melgerðismelum og Vindheimamelum á Noröurlandi en vissu- lega koma Austurland og Vesturland til greina einnig. Stjórn Lands- móts hestamanna ehf. hefur verið skipuð og er stjórnarformaður Sveinbjöm Sveinbjörs- son en hann er stjórn- armaður í Landssam- bandi hestamannafé- laga. Hinir stjórnar- mennirnir eru Sigur- geir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bænda- samtaka íslands, og Pétur J. Eiríksson framkvæmdastjóri Flugleiða-Fraktar ehf. Búið er að opna heima- síðuna www.landsmot.is,“ seg- ir Jón Albert. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.