Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 14
v 34 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001 Sport DV jSæ!®Sil! Vormaraþon fékk hæstu einkunnina Vormaraþon Félags mara- þonhlaupara fékk hæstu ein- kunn meöal hlaupara sam- kvæmt niðurstöðu könnunar sem birt er á Hlaupasíðunni, www.hlaup.is. Þar voru öll hlaup ársins 2000 tekin fyrir. Allir hlauparar gáfu hverju hlaupi einkunn og þeim var síðan raðað saman og niðurstaða þannig fengin. Hlaup þetta fékk 9,2 í meðaleinkunn þannig að greinilega hefur ríkt mjög almenn ánægja með það. Tvö hlaup fengu 9,0 í meðal- einkunn; 1. maí hlaup UFA og Óshlíðarhlaupið en þá verður að hafa í huga að aðeins einn gaf svar í 1. maí hlaupinu. Þar á eftir komu miðnæturhlaup á Jónsmessu og Grindavíkur- hlaup sem bæði fengu 8,7 í einkunn. Meðal annarra hlaupa má nefna að Mývatnsmaraþonið var í 9. sæti með 8,6 í ein- kunn, Gamlárshlaup ÍR í 12. sæti með 8,4 og Reykjavíkur- maraþon í 18. sæti með 8,0 í einkunn. Alls fengu 39 hlaup einkunn í þessari könnun.-HI Arngrímur Viðar Ásgeirsson, formaður íþrótta fyrir alla: „Þarf að fá kyrrsetu- fólk til að hreyfa sig“ íþróttir fyrir alla og almennings- íþróttasvið ÍSl hafa á undanfómum árum verið með samstarf i því skyni að stuðla að aukinni hreyfingu íslend- inga. Aðalforystumaðurinn í þessu verk- efni er Amgrímur Viðar Ásgeirsson formaður íþrótta fyrir alla. Undanfarið hefur megináherslan verið lögð á út- gáfu fræðsluefnis um hreyfingu en nú er komið að því að fá fólk til að gera eitthvað í málunum og fara út að hreyfa sig. Arngrímur segir skfigreind mark- mið vera að halda námskeið og gefa út eíni fyrir þá sem em að leiðbeina í al- menningsíþróttum. „Við stöndum i raun ekki fyrir nein- um viðburðum öðrum en kvenna- hlaupinu. í staðinn reynum við að fá íþróttahreyfinguna og aðra aðila til að hvetja fólk til að hreyfa sig. Kvenna- hlaupið er hins vegar að sjálfsögðu stór vettvangur í starfi okkar og hefiir í raun verið burðarásinn í starfi íþrótta fyrir alla síðustu árin.“ Hann bendir á að hreyfingin þurfi ekki endilega að vera of skipulögð. „Við höfum t.d. reynt að hvetja fólk til að mæta t.d. við sundlaugarnar eða íþróttamiðstöðvarnar og fara þaðan saman út að ganga, skokka eða synda og jafnvel fá tíma í íþróttahúsum til að fara í boltaíþrótt og annað þess háttar. Sem dæmi má nefna að áhugi á blaki hefur aukist mikið undanfarin ár og þar verður haldið mót á Akureyri nú í lok apríl fyrir almenning," segir hann. Arngrímur segir einnig að margir séu að hreyfa sig bara á eigin vegum og fræðsluefnið verði líka að ná til þeirra. „Þá berum við út leiðbeinandi efni sem liggur frammi á sundstöðum og íþróttamiðstöðvum. Og þar hvetjum við fólk til að hreyfa sig. Svipað gerum við fyrir kvennahlaupið, þá hvejtum við konur um allt land til að fara út og hreyfa sig.“ Mikið er af áhugasömu fólki sem stendur að margs konar viðburðum um land allt í almenningsíþróttum. „Við leggjum mikið upp úr því að starfið nái um land allt og miðstöðv- arnar eru náttúrlega íþróttafélögin og ...» i- - --< iiW gW»{! íþróttahúsin á þessum stöðum. Sem dæmi má nefna leikfimi fyrir eldri borgara en nú er einmitt í vinnslu stórt verkefni tengt þeim. „Við höfum m.a. látið taka 120 myndir af ýmsum æfingum sem verða settar á spjöld sem verður dreift til aldraðra og vonumst við til að þetta leiði til meiri hreyfing- ar í þeim aldurshópi." Arngrimur nefnir einnig að sérsam- bönd hverrar íþróttagreinar hafi mörg hver mikinn áhuga á að efla almenn- ingsíþróttir innan sinna vébanda. „Við leitum til þeirra og þau til okkar með verkefni á þessu sviði og þau hafa sum hver staðið fyrir mótum fyrir almenn- ing. Við höfum einnig verið í samstarfi við Landlæknisembættið og heilbrigð- isyfirvöld með átak í hreyfingu og við gerum ráð fyrir að slíkt samstarf muni aukast." Annað hlutverk sem almenningsí- þróttasvið ÍSÍ hefur er að koma fróð- leik í fjölmiðla og hvetja fólk til hreyf- ingar á þeim vettvangi. „Það eru marg- ir samstarfsaðilar sem vilja koma á hreyfingu í landinu og það sést best á þvi að 130 manns mættu á ráðstefnu sem íþróttakennarafélagið stóð fyrir um hreyfingu í grunnskólastarfi. Áhuginn er því mikill." Næsta skref á almenningsíþrótta- sviðinu er að mati Arngríms að fá kyrrsetufólkið sem hreyfir sig ekki reglulega á hreyfingu og hefur kannski minni áhuga á boltaíþróttum eða hlaupum. „Við stöndum frammi fyrir þeirri spurningu hvort við verðum að bjóða upp á eitthvað annað fyrir þetta fólk í íþróttastarfi. Við leggjum þó áherslu á að gangan er mjög heilbrigð íþróttagrein og í raun fjölmennasta greinin á íslandi. Það geta flestallir stundað hana og það þarf ekki annað en setja 10 mínútna göngutúr í dag- skipulagið, ganga upp stigann o.s.frv. Þetta er kannski ekki auðvelt verk en við reynum að byggja á þvi sem vel hefur tekist bæði erlendis og hér heima," segir hann að lokum. -HI Frá Kvennahlaupi ÍSI. Kvennahlaupiö er buröarásinn í starfsemi Iþrótta fyrir alla. Einn best þjálfaði hundur landsins: Tíkin hleypur 70 km á viku Það hlýtur að vera óhætt að full- yrða að tíkin Kata, sem er i eigu Áslaugar Aðalsteinsdóttur, starf- manns Kaupþings, sé einn best þjálfaði hundur landsins. Þegar vel gefur hleypur hún um 70 km a viku með eiganda sínum og hefm- hún fengið toppeinkunn hjá dýra- læknum fyrir líkamlegt ástand. Áslaug segist hafa fengið tikina fyrir fjórum árum og þá var hún tveggja ára gömul. „Ég byrjaði að skokka með hana þegar ég var sjálf nýbyrjuð að skokka. Ég hef síðan þá tvivegis hlaupið hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni en hún hef- ur reyndar ekki verið með í því. Mér finnst ég ekki geta boðið henni upp á að hlaupa á eftir mér í keppnum. En alltaf þegar ég skrepp út að skokka þá kemur hún með mér,“ segir hún. Hún segir það ljóst af því sem dýralæknar segja að þeir eru mjög hrifnir af því að hún hlaupi mikið. „Tíkin er reyndar mjög lítil og menn voru kannski hræddir um að vegna þess gætu hlaupin farið illa í hana. En það er alls ekki svo. Hún hefur meira að segja hlaupið með mér upp i Heiðmörk og aldrei orðið meint af, ekki einu sinni fengið sár á fætuma. Henni hefur aldrei nokkurn tímann orðið mis- dægurt." Áslaug segir alveg ljóst aö skokkið getur styrkt sömu líkamshluti i dýrum og í mannfólk- inu. „Dýralæknarnir segja m.a. að hjartslátturinn i henni sé svo hæg- ur að það mætti halda að hann væri í miklu stærri hundi! Þeir eru mjög ánægðir með þetta.“ Áslaug hefur þó þann fyrirvara á að Kata hefur aldrei gotið og óljóst hvort þjálfunin geti haft áhrif á slíkt. „Kannski er hún of vel þjálfuð til að eignast afkvæmi," segir hún og hlær við. Það er greinilegt að góð hreyfing getur gagnast fleirum en okkur mannfólkinu og er þá ekki ástæða til að hvetja alla hundaeigendur og jafnvel eigendur fleiri gæludýra til að fara út að skokka með dýrin sín? -HI Margur er knár.... Áslaug og tíkin Kata á skokki. Saman skokka þær um 70 km í hverri viku. DV-mynd Ingó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.