Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Page 15
*
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001
Sport
Á Arnarvatnsheiðinni
Það er fátt skemmtilega en skoða ný vötn og ár eins og þessir veiðimenn gerðu síðasta sumar þegar þeir fóru á Arnarvatnsheiðina.
DV-mynd Jóhann Loft.
íslensku skila veiðimönnum yfirleitt góðri veiði en eru
kannski ekki mikið stunduð af stangaveiðimönnum
Þau eru mjög mörg, veiðivötnin á
íslandi. Líklega eru um 1600 vötn
sem hafa að geyma fiska og stærðin
er auðvitað misjöfn á fiskinum eins
og gengur og gerist í veiðiskapnum.
Til eru veiðivötn sem fáir íslend-
ingar hafa komið að til að veiða fisk
enda vita menn ekki hvar öll vötnin
er að finna á landinu. Það sem er
best við þessi vötn er að ódýrt er að
veiða í þeim og jafnvel er frítt að
veiða í þeim sumum.
„Þau eru mörg, veiðivötnin og
ámar á Tvídægru, og góð veiði í
þeim flestum. Við ætlum að fara
þama aftur í sumar með veiðimenn,
en við byrjuðum með þessar ferðir í
fyrra,“ sagði Arinbjörn Jóhannsson
á Brekkulæk í Miðfirði í samtali við
DV-Sport, en hann byrjaði í fyrra-
sumar að bjóða upp á göngu- og
veiðitúra þar sem veiðimenn urðu
að hafa verulega fyrir veiðitúm-
um.
„Þau eru mörg, vötnin og lækirn-
ir, sem fáir hafa veitt í þarna, enda
er þetta skemmtilegt svæði og fjöl-
breytt mjög. Fuglalífið er líka stór-
brotið eins og landslagið,“ sagði Ar-
inbjörn í lokin.
Eitthvað hefur verið um að veiði-
menn hafa hópað sig saman og far-
iö í vötn sem lítið er veitt í, en þetta
á auðvitað mest við um Amarvatns-
heiðina og úti á Skaga.
Fræg er veiðiferðin á Skagann
þar sem veiðimennirnir fóru á
næsta bæ og spurðu hvort þeir
mættu renna í vatnið ofan við bæ-
inn. Bóndinn sagði að þeir mættu
það auðvitað en veiðivonin væri
ekki mikil. Þeir fóru í vatnið og
veiddu 250 bleikjur sem þeir hirtu
en líklega hafa þeir veitt um 400 sil-
unga og margir af þeim voru vel
vænir.
Víöa hægt aö veiöa góðan
silung
„Ég hef farið víða til veiða og þá
mikið í þau vötn sem fáir veiða í.
Þessi heimur er stórkostlegur og
veiðin getur oft verið mjög góð,“
sagði veiðimaður sem hefur mikið
stundað fjallavötnin víða um landið
og oft veitt mjög vel.
„Ég hef farið í vötn á Ströndum,
vestur á fjörðum, norður í landi og
í vötnin þar á heiðunum, út á
Skaga og austur á firði. Veiðin er
misjöfn; stundum veiðir maöur vel,
eins og þegar ég fór út á Strandir
síðasta sumar. 1 einu vatninu veiddi
ég fyrir nokkrum árum 50 silunga
og voru stærstu fiskarnir um 5
pund. Þarna haföi enginn veitt í
mörg ár. Það vissi bara enginn um
þetta vatn. Úti á Skaga hef ég veitt
mikið og þar eru víða góð vötn,“
sagði veiðimaðurinn.
-G.Bender
35 f
Fjögur met
hjá Erni
Örn Arnarson, SH, setti um
helgina fjögur íslandsmet í sundi
á opna Sjálandsmótinu í Greve í
Danmörku. Auk þessa vann
hann til þrennra gullverðlauna
og tvennra silfurverðlauna.
Fyrsta met-
ið setti Örn á
laugardag í
100 m skrið-
sundi þar sem
hann varð
fyrstur á 51,45
sekúndum.
Gamla metið
átti Magnús
Már Ólafsson,
51,62 sekúnd-
ur, sett á Evr-
ópumeistaramótinu i Aþenu.
í 50 m flugsundinu varð Örn í
2. sæti á nýju íslandsmeti, 25,15
sekúndum, en gamla metið átti
Friðfinnur Kristinsson, 25,38
sekúndur.
Annað gull Arnar kom í 200 m
baksundi þar sem hann synti á
2:02,28 mínútum en en til saman-
burðar synti hann á 1:58,99 mín-
útum á Ólympíuleikunum í
Sydney.
í gær hélt Örn uppteknum
hætti. Hann varð í 1. sæti í 100
m baksundi á 56,46 sekúndum og
bætti eigið met frá Moskvu 1999,
og í öðru sæti í 50 m skriðsundi,
á 23,59 sekúndum, og bætti með
þvi met Ríkarðs Ríkarðssonar
frá EM fyrra sumar um 0,20 sek-
úndur.
Orn Arnarson
Unglingarnir í góöum gír
Unglingalandslið íslands
keppti einnig á mótinu og stóð
sig vel, krækti í þrjú gull, þrjú
silfur og tvö brons. Á laugardag
varð Jón Oddur Sigurðsson í 1.
sæti í 100 m bringusundi á
1:06,72 mínútum, Hjörtur Reynis-
son í 2. sæti í 200 m flugsundi á
2:12,36 mínútum og Berglind
Bárðardóttir i 2. sæti í 200 m
bringusundi á tímanum 2:40,85
mínútur. Þess má geta að Berg-
lind Ósk Bárðardóttir náði lág-
marki á Evrópumeistaramót
unglinga með tíma sínum.
Sunnudagurinn var ungling-
unum einnig góður. Heiðar Ingi
Marinósson varð í 1. sæti í 50 m
skriðsundi á 24,59 sekúndum en
í undanrásum í gærmorgun setti
hann nýtt piltamet í greininni á
timanum 24,42 sekúndur. Hjört-
ur Már krækti í 1. sæti í 100 m
flugsundi á tímanum 57,79 sek-
úndur og var aðeins 16/100 úr
sekúndu frá piltameti sínu.
Jón Oddur náði í önnur verð-
laun sín þegar hann varð í 2.
sæti í 50 m bringusundi á tíman-
um 30,19 sekúndur og þau þriðju
þegar hann náöi 3. sæti í 200 m
bringusundi með tímann 2:27,80
mínútur. Berglind Ósk varð síð-
an í 3. sæti í 100 m bringusundi
á 1:17,02 mínútum.
Þá varð boðsundssveitin í 8x50
m blönduðu boðsundi í 3. sæti.
-ÓK
Bara fluga í sumar
í Flekkudalsánni
„Við ætlum að reyna að hjálpa ánni aðeins því
veiðin hefur minnkaö síðustu árin og við munum
því eingöngu leyfa flugu. Maðkurinn getur verið
sterkur til að byrja með og veiðir oft vel þá fiska sem
koma snemma," sagði Jón Ingi Ragnarsson, einn af
leigutökum Flekkudalsár á Fellsströnd, í samtali
við DV-Sport.
Þeim fjölgar dag frá degi, laxveiðiánum, þar sem
flugan er eingöngu leyfð og ekkert annað.
„Við gerðum þetta auðvitað í fullu samráði við
bændur. Það hefur gengið vel að selja veiðileyfl hjá
okkar og við eigum ekki eftir nema fá holl, enda mik-
ið sömu veiðimennimir sem renna hjá okkur ár eft-
ir ár, þó auðvitað komi alltaf nýir líka í hópinn,“
sagði Jón Ingi að lokum.
-G.Bender
Þaö voru margir sem kíktu í heimsókn þegar Sportvörugerðin flutti í Skipholtið,
en á myndinni ræðir Ásgeir Halldórsson framkvæmdastjóri við Þorstein Ólafs,
stjórnarmann í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, og eiginkonu hans, Láru
Kristjánsdóttur.