Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 DV Bygging mislægra gatnamóta í Mjódd: Háhýsafólkið rænt útsýninu Gengislækkun krónu gleður ferðamenn - sumir sjá bara krossinn á Breiðholtskirkju - íbúðir seldar Gengisþróun síöustu mánaða hef- ur jákvæöar afleiðingar fyrir er- lenda ferðamenn sem koma til ís- lands. Lág króna gerir það að verk- um að þeir fá nieira fyrir gjaldmiðil sinn en áður og því ætti slíkt að koma vel við ferðalanga. David André og Marisa Amm- endola eru ferðamenn frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Þau segjast ánægð með styrkingu dollarans gagnvart krónu. „Þetta gerir fólki auðveldara að ferðast hingað og ferðamönnum mun eflaust fjölga í kjölfarið. Ég frétti að dollarinn hefði verið á 65 krónur fyrir tiltölulega skömmu en fór svo yfir 100 krónur. Ég veit þó ekki hvað veldur þessari lækkun krónunnar," segir David. Þetta er fyrsta heimsókn Davids og Marisu til landsins en hann segir gengislækkun krónunnar ekki hafa ráðið úrslitum um komu sina hingað. „Við komum hingað vegna tilboðs frá flugfélagi en okkur hafði verið sagt að verðlagið hér væri sérstaklega hátt. Verð- ið er vissulega hátt en þróunin upp á síðkastið hefur augljós- lega gert það þolanlégra," segir hann. David og Marisa komu til landsins fyrir þremur dögum en snúa heim á leið í dag. Þau segj- ast ánægð með veru sína á ís- landi og ætla að koma aftur þrátt fyrir rysjótt veðrið. Óskar Guðjónsson, fram- Hagnast af lágri krónu kvæmdastjóri ferðaskrifstof- David André og Marisa Ammendola eru kampa- unnar Ultima Thule, segir geng- kát yfir falli íslensku krónunnar. isþróunina núna munu afstýra verðhækkun á ferðalögum til ís- lands. „Þróunin var þannig að ísland var sífellt að verða dýrara. Við höfum þurft að hækka ferðir ít- rekað síðustu ár og fundum fyrir því að mörkunum var náð í sum- um ferðum og fólk alveg hætt að kaupa þær. Áframhaldandi hækkun hefði haft mjög neikvæð áhrif á ferðamenn og hefði að öli- um líkindum leitt til fækkunar ferðamanna og minnkandi eftir- spurnar. Hins vegar er það lík- lega ekki svo að gengislækkunin muni hafa örvandi áhrif á komu ferðamanna hingað til lands strax í sumar, enda eru flestir búnir að kaupa ferðirnar fljót- lega eftir jól,“ segir hann. -jtr Mikillar óánægju gætir meðal eldri borgara sem fjárfest hafa í íbúðum í háhýsunum að Árskóg- um 6-8 vegna lagningar mislægra gatnamóta rétt við stofugluggann hjá þeim. Háhýsin standa á mót- um Breiðholtsbrautar og Reykja- nesbrautar og eru tólf hæða há og í þeim eru um 100 íbúðir. Eins og gefur að skilja er óánægjan mest á neðri hæðum hússins og hefur ein íbúð þegar verið seld vegna þessa. „Þetta byrgir að sjálfsögðu á út- sýnið sem var gott fyrir. Nú sjá íbúarnir ekki nema rétt toppinn á Breiðholtskirkju og sumir sjá bara krossinn," segir Lilja Sölva- dóttir, forstöðumaður félagsmið- stöðvarinnar sem er sambyggð háhýsununum. „Okkur finnst brúin líka allt of nálægt okkur. Fólk bjóst ekki við þessum ósköp- um þegar það keypti hér íbúðir og flutti inn.“ Ibúðirnar í háhýsunum að Ár- skógum 6-8 voru sérstaklega byggðar og seldar eldri borgurum og var aldurstakmarkið 60 ár. Mikið er í íbúðimar lagt og eru þær dýrar. Vegna brúarfram- kvæmdanna og breytinga á út- sýni af neðstu hæðum hefur Reykjavíkurborg þegar keypt eina íbúð í fremra háhýsinu og svo getur farið að borgin kaupi fleiri því íbúar kvarta sáran yfír vegaframkvæmdunum. „Við höfum heyrt þessar kvartanir og þegar keypt eina íbúð en það var nú mest vegna þess að Félagsþjónustan vildi eignast svona íbúð nærri hjúkr- unarheimili," segir Ágúst Jóns- son, skrifstofustjóri Borgarverk- fræðings, og leggur áherslu á að endanlegt útlit gatnamótanna eigi eftir að verða allt annað og betra en í dag. „Umferðin verður í sömu fjarlægð frá húsunum og verið hefur en í fimm metra hæð þannig að umferðargnýrinn verður minni.“ Umferð verður hleypt á nýju brúna 1. október næstkomandi en umferðarmannvirkiö verður ekki að fuliu frágengið fyrr en 1. júlí 2002. . -EIR íbúar kvarta sáran Brúarframkvæmdirnar og háhýsin í Mjódd - bjuggust ekki vió þessum ósköpum þegar þeir keyptu vandaöar og dýrar íbúöir í húsunum. Nýstáriegur matur á Saga Class Flugleiöir bjóöa nú farþegum aö bragöa á kengúrusteik og innan tíö- ar veröur strútskjöt á matseölinum. Flugleiðir: Kengúra á Saga Class Farþegar á Saga Class hjá Flug- leiðum eiga þess kost þess nú kost í fyrsta skipti að gæða sér á kengúru- steik að hætti andfætlinga okkar i Ástralíu. Að sögn Jóns Vilhjálmsson- ar, forstjóra Flugeldhúss, mælist kengúrukjötið vel fyrir en farþegar geta valið á milli þess og tveggja annarra aðalrétta. „Þetta er tiltölu- lega nýtt hjá okkur en ætlunin er að bjóða þessum farþegum Qölbreyttari matseðil. Þá má líka segja að þetta séu við- brögð við kúariðufárinu í Evrópu enda margir orðnir fráhverfír nauta- kjöti,“ segir Jón. Fasanar voru á boðstólum hjá Flugleiðum fyrir skömmu og strútskjöt tekur væntanlega við af kengúrukjötinu þegar líður á vorið en kjötið er keypt í Evrópu. „Fólki hefur líkað þetta vel og sjálfum finnst mér kengúrukjöt prýðilegt, það minnir á milda og góða villibráð." Jón segir kengúrur og strúta frem- ur dýran mat í innkaupum og ekki séu líkur á að farþegum á almennu farrými verði boðnar svo nýstárleg- ar steikur í framtíðinni. -aþ Húsaskóli: Hætti ekki - segir skólastjórinn „Ég heyri ekki gagnrýnisraddirn- ar. Ég fæ bara stuðning frá foreldr- um,“ segir Valgerð- ur Selma Guðna- dóttir, skólastjóri i Húsaskóla, sem leg- ið hefur undir ámæli foreldra barna í hverfinu fyrir slaka skóla- stjórn. Hluti þeirra hyggst flytja úr hverfmu frekar en láta börn sín halda áfram skólagöngu í Húsaskóla. „Ég tel ófaglegt að deila við þetta fólk á opin- berum vettvangi og ætla ekki að gera það. Ég hef fengið stuðningsyfirlýs- ingu frá foreldraráði skólans, svo og kennurum. Það er sá stuðningur sem ég þarf. Ég ætla ekki að hætta.“ -EIR Valgerður Selma Guðnadóttir skólastjóri. Sumarblíöa á Austurlandi Hæg suðvestlæg átt verður á landinu, skýjað aö mestu og úrkomulítið. Viða léttskýjaö á austanverðu landinu. Hiti 7 til 20 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Sol.irfí.mj'.m ofl Hjávarfoll ---------------------RFVtaSVTR AKUREYRl Sólarlag í kvöld 22.25 22.29 Sólarupprás á morgun 04.22 03.48 Síftdegisfló& 21.07 01.40 Árdegisflóft á morgun 09.28 14.01 Skýringar á veöurtáknum ' —VINDÁTT —HITI 131 -10° 'OviNÐSTYRKUR ' V cdact í roetruin á sekúndu i HEIÐSKÍRT O e :0 LETTSKÝJAÐ HÁLF- SKYJAO SKÝJAÐ AISKÝJAÐ kv ; Wi W ' IhiCíF RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA == EUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Vegaupplýsingar Upplýsingar um færö á vegum, ásþungatakmarkanir og annað er við kemur vegum landsins má fá á heimasíðu Vegagerðarinnar www.vegag.is. Einnig er hægt að nálgast upplýsingarnar símleiöis eða með því að skoða Textavarpiö. OSNJÓR wm ÞUNGFÆRT _»ÓFÆRT mimL h ÍÉ$KR.4'.~ AKUREYRI skýjaö BERGSSTAÐIR skýjaö BOLUNGARVÍK rigning EGILSSTADIR “ % KIRKJUBÆJARKL. súld KEFLAVÍK rigning RAUFARHÖFN skýjaö J REYKJAVÍK úrkoma ^dC5° STÓRHÖFÐI þoka BERGEN léttskýjað v^C5r HELSINKI léttskýjað Léttskýjað á austanverðu landinu Hæg suðvestlæg átt veröur á landinu en 5 til 8 m/s á Vestfjörðum, skýjað að mestu og úrkomulítiö vestan til, en víða léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti 7-20 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Siinniulaiál Vindurr^^ 3—5 nv'* Hiti 7° til 15» Hæg vestlæg e&a breytlleg átt og skýjaft meft köflum. Hltl 7 tll 15 stlg, hlýjast Inn tll landslns. Vindun ( 3-8 m/»' Hiti r til 9» Norftlæg átt, 3 tll 8 m/s. Lítlls háttar skúrlr nor&austan tll, en skýjaft meft köflum sunnan- og vestan til. Hltl 1-9 stlg, hlýjast sunnanlands. •t'.lðÞHl-'g}!* Hiti 1» til 6' Nor&læg átt og dálítil slydduél norftan- og austan tll en annars skýjaft meft köflum. Svalt í ve&rl. 10 9 6 7 7 8 7 8 7 11 10 11 13 11 5 8 17 15 14 16 10 7 16 13 8 14 15 15 16 3 19 17 18 15 13 1 KAUPMANNAHOFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMB0RG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG léttskýjaö léttskýjað skýjaö skýjaö léttskýjaö léttskýjað léttskýjaö þrumuveöur þokumóöa súld skýjaö heiöskírt skýjaö mistur léttskýjaö alskýjaö heiöskírt skýjaö skýjaö heiöskírt skýiaö skýjaö léttskýjað heiöskírt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.