Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáaugiýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Umbun neytenda í viðtali við forsvarsmenn Olíufélagsins síðastliðið sum- ar kom fram að breyting á heimsmarkaðsverði hefði ekki áhrif á þann hluta bensínverðs sem stæði undir innlend- um kostnaði. Þá bentu þeir á að útsöluverð á bensíni hér hækkaði og lækkaði hlutfallslega minna en heimsmark- aðsverð vegna þess að stór hluti af bensínverði væri opin- ber gjöld, föst krónutala á hvern lítra. Þeir tóku sem dæmi að olíufélögin reiknuðu bensínverð út frá meðalverði þeirra birgða sem til væru i landinu hverju sinni. Verð sem reiknað væri út í dag grundvallaðist á birgðum sem keyptar voru inn tvo næstu mánuði á undan. Þessi rök þekkja menn enda hafa þau verið flutt árum og áratugum saman. Þau hafa verið notuð þegar neytend- ur hafa sakað olíufélögin um að hækka bensínið fljótt þeg- ar verð fer upp á heimsmarkaði en draga lappirnar og halda verði uppi þegar það lækkar á sama markaði. Mið- að við þennan málflutning Olíufélagsins kom bensin- hækkun þess sem þruma úr heiðskíru lofti í síðustu viku, aðeins þremur dögum eftir mikla hækkun. Rök félagins þá voru brostnar gengisforsendur á þessu þriggja daga tíma- bili. Þau rök voru ekki trúverðug miðað við fyrri mál- flutning og varla hafði birgðastaða félagins breyst mikið á þessum þremur dögum. Davíð Oddsson forsætisráðherra vakti athygli á þessu í þingræðu í fyrradag og talaði fyrir hönd almennings þegar hann nefndi vandræðagang eins olíufélagsins sem hækkaði olíu sína með þriggja daga millibili. Menn vissu á hinn bóginn, sagði forsætisráð- herra, að ef olía lækkaði þá skilaði sú þróun sér ekki til neytenda fyrr en eftir einn og hálfan mánuð. Með hækkun sinni gengu forrráðamenn Olíufélagsins fram af neytendum sem þó hafa látið bjóða sér ýmislegt um dagana. Það sem meira var, hækkunin gekk líka fram af stjórnendum olíufélagsins Skeljungs. Olis fylgdi Olíufé- laginu með hefðbundnum hætti en Skeljungur rauf ára- tugalanga samstöðu olíufélaganna um verðbreytingar. Stjórnendur félagsins tóku rétta ákvörðun þegar þeir ákváðu að halda ró sinni þrátt fyrir gengissveiflur. Þeir vonuðust til þess að stöðugleiki kæmist á og svo varð. Krónan hefur styrkst á ný. Gengisfelling síðustu viku gekk til baka. Stjórnendur hinna félaganna tveggja tóku ranga ákvörðun og supu þegar seyðið af henni. í leiðara DV fyrir viku, þegar fyrir lá að Skeljungur fylgdi ekki hækkun Olíufélagsins, voru neytendur hvattir til þess að beina viðskiptum sínum til þeirra sem betur bjóða. Um leið var bíleigendum bent á að spara með því að dæla bensíni sjálfir á bíla sína og nýta þjónustu sjálfs- afgreiðslustöðva. Þetta gerðist. Neytendur beindu við- skiptum sínum í auknum mæli til Skeljungs. Þeir nýttu sér sparnaðinn og umbunuðu um leið félaginu sem braut hið meinta samráð um verðbreytingar á bak aftur. Sam- takamáttur neytenda er mikill kjósi þeir að beita honum. Þetta varð til þess að Olíufélagið og OIis drógu verð- hækkun sína til baka. Markaðurinn neyddi þau til þess. í kjölfar verðlækkunar þeirra fylgdi verðstrið sjálfsaf- greiðslustöðva félaganna. Þar kepptust menn við að lækka. Verðsamkeppni oliufélaganna kom neytendum til góða. Þeir stóðu skyndilega frammi fyrir vali. Bensinlítri sem fór hæst yfir 106 krónur á þjónustustöð í síðustu viku fékkst því í gær á rúmlega 91 krónu á sjálfsafgreiðslu- stöðvunum. Sparnaður neytenda er því umtalsverður, þökk sé réttri ákvörðun forráðamanna Skeljungs. Það er neytenda að sjá til þess að ekki verði til fyrra samráðs snúið. Jónas Haraldsson I>V Skoðun Líftími ríkisstjórnar liðinn? Það má hverju manns- barni vera ljóst að það get- ur komið til alvarlegrar uppsuðu milli núverandi ríkisstjórnarflokka fyrr en varir ef svo fer sem horfir. Ágreiningsmálin eru fleiri en virðist við fyrsta augnakast. Þó áferðin virð- ist góð á hjónasænginni þá er farið að braka í og lík- lega eru rúmfæturnir orðn- ir feysknir ef að er gáð. Gísli S. Einarsson þingmaöur Samfylkingarinnar Agreiningur fiskveiðistjórnunarmálin Endurskoðunarnefndin nær engri niðurstöðu svo gjörólík viðhorf ríkja milli fulltrúa stjórnarflokkanna í þeirri nefnd. Ágreiningur og tafir eru í Norðurálsmáli. Fyrirtækið hef- ur beðið í marga mánuði eftir svör- um. Sjálfstæðisflokkurinn vill af- greiðslu strax, Framsókn dregur lappirnar bæði hvað varðar nauð- synlegar ákvarðanir um virkjanir og um aukningu í 240.000 tonn úr 180.000 tonnum. Ágreiningur er um ákvörðun for- sætisráðherra að leggja niður Þjóð- hagsstofnun. - Ágreiningur um hvað varðar Evrópumálin. Og svo mikill, að forsætisráð- herra sætir lagi af erlendri grundu til að vega að sam- starfsflokknum, sérstaklega formanni hans. - Ágrein- ingur er þar sem helminga- skiptakerfi millli flokkanna hefur ekki gengið upp. Og það er nóg að líta til bank- anna, Hæstaréttar, sýslu- mannsembætta og fleiri valdasæta í embættis- mannakerfinu til að sjá að það hallar greinilega á Framsókn í þeim málum. Valdastaðan Það er líklegt að Sjálfstæðisflokk- urinn klippi á stjórnarsamstarfið þeg- ar honum hentar. Það gæti orðið þeg- ar ljóst verður hvernig valdastaðan verður varðandi yfirráð yfir Reykja- víkurborg. Ef flokkurinn telur sig fara hallloka þá eru vaxandi líkur fyr- ir alþingiskosningum á svipuðum tíma og sveitarstjórnarkosningar. Aðgerðaleysi í efnahagsstjórn hef- ur leitt til meiri gengisfellingar en nokkur hafði spáð. Verðbólga er vax- andi af þeim sökum og þetta reynir á stjómarsamstarfið. Að- gerðir i þessum málum tilheyra Sjálfstæðis- flokknum. Það hefur reynt töluvert á Fram- sóknarflokkinn, með þvi að leynt og ljóst hefur samstarfsflokkurinn ýtt undir vinstri-græningja sem hafa sótt óvægilega að stefnu Framsóknar. Samleið græningja og íhalds kemur berlega fram í Evrópumálum, fiskveiðistjórnarmálum og á fleiri sviðum ef að er gáð. Þótt stundum sé sagt orð lesa að leggjast á um eitt, að gefa sitjandi ríkis- stjórn frí. Að mínu mati er það nauðsynlegt. Ef sami stjórnmálaflokkur- inn hefur verið of lengi við völd í stjórnkerfi eins og rikir á íslandi verður alltaf til óheppileg valda- einokun sem að mínu mati virkar sem mein- semd fyrir þjóðfélagið. Mismunur Það má segja að hér á suðvesturhorni Islands hafi rikt góðæri. Velsæld hér, á móti vesöld þar, „Ágreiningsmálin eru fleiri en virðist við fyrsta að græningjar séu að augnakast. Þótt áferðin virðist góð á hjónasæng- miðað við marga staði á „gjamma" (og það hafa . , .. r .. . , 7 , ~ 7 . landsbyggðinni. Þessu sjálfstæðismenn tekið mni þa er farið að braka l Og llklega eru rum- verður að breyta. Það sér í munn í ræðustóli), fœturnir orðnir feysknir ef að er gáð.“ verður að stokka upp, ......................... ........- - —— gefa upp á nýtt. ísland þá hefur það ekki verið til að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn. Menn mega lesa það sem þeir vilja út úr því háttalagi, sem líkist því þegar hvuttar gjamma hver á annan þvert yflr dalinn. Spilling íslensk þjóð verður að gera sér ljóst að þegar sami stjórnmálaflokk- ur hefur setið of lengi að völdum þá gerast hlutirnir þannig að óafvit- andi, og í skjóli yfirráða, verður til valdakerfi sem ekki er hollt þjóðfé- laginu. I sumum löndum er slík valdauppbygging köfluð spilling. Þess vegna hvet ég alla sem þessi þarf allt að vera i byggð. Verði ekki gripið í taumana nú þegar mun enn harðna á dalnum í þeim byggðum sem mest tengjast landbúnaði og sjávarútvegi, þeim at- vinnugreinum sem hafa verið grunnatvinnuvegir þjóðarinnar. Gísli S. Einarsson Dapurlegur endurhljómur I vetur fór ekki fram hjá neinum hin gífurlega umræða um þátttöku íslendinga í næstu Júróvisjón- keppni sem fram fer í Kaupmanna- höfn núna í maí. Þessi umræða er ein kraftmesta og árangursríkasta sem hér hefur fram farið í langan tíma og niðurstaðan eftir því - alger umsnúningur. Það er virðingarvert þegar menn skipta um skoðanir og fara að vilja meirihlutans því fólk á að geta notið fyrirbæris eins og Júró- visjón án þess að vera háð einhverju fólki í bjánalegu ráði. Vonandi var þetta mál það síöasta sinnar tegund- ar hér á landi. Varöhundar íslenskrar tónlistar í tengslum við þetta verður mér hugsað til útvarpsheimsins sem að undanfomu hefur farið minnkandi og stöðvar hafa verið að koma og fara og aðrar að renna saman. Og þar sem allt þetta Júróvisjónmál snerist um tjáningarfrelsi lista- mannsins þá hef ég hlustað töluvert á stöð sem hreykir sér af því að vera kyndilberi íslensks máls þegar að Svanur Már Snorrason blaöamaöur „Svo virðist sem ákveðinn lagalisti sé í gangi og marg- ar hljómsveitir eða tónlistarmenn séu nánast útilokað- ir því að undirritaður hefur t.d. ekki heyrt í hljóm- sveitum á borð við Botnleðju, Mínus, Ham né tónlistar- mönnum eins og dr. Gunna, Curver og mörgum fleiri. “ - Hljómsveitin Mínus á fullu. dægurlagatextum kemur og virðist skilgreina sig sem varðhund íslenskrar tónlistar sem samkvæmt þvi er á faflanda fæti gagnvart útlenskri tónlist. Útyarpsstöðin kallast Út- varp Saga og hefur það að markmiði að spila ein- göngu islenska tónlist og sendir út á tíðninni 94,3. Framtak þetta er þarft, enda er af nógu að taka þegar íslensk tónlist á i hlut; - möguleikar í ““ tengslum við hana, svo sem í þátta- gerð, eru til dæmis miklir. Tilhlökk- unar gætti þegar stöðin hóf útsend- ingar því auðvelt var að sjá fyrir sér skemmtilega þætti unna af sérfræð- ingum og fagmönnum sem innihéldu mikinn fróðleik um íslenska tónlist, svo og auðvitað tónlistina sjálfa, enda mikið til af góðri íslenskri tón- list sem heyrist sjaldan eða aldrei í útvarpi. Það verður hins vegar að segjast eins og er að stöð þessi hefur ekki staðið undir væntingum; hún er í raun dapur endurhljómur af öðrum síbyljustöðvum því að „dagskrár- gerðarmennirnir" á Útvarpi Sögu eru jafnyfirborðskenndir og innan- tómir og á flestum stöðvunum og tónlistarvalið er afar takmarkað Allt kapp er lagt á að spila þægilegt vin- sældapopp sem engan truflar, þar heyrist nánast engin róttæk eða öðruvísi tónlist. Svo virðist sem ákveðinn lagalisti sé í gangi og margar hljómsveitir eða tónlistarmenn séu nánast útilokaðir því að undirritaður hefur t.d. ekki heyrt í hljómsveitum á borð við Botnleðju, Mínus, Ham né tónlistar- mönnum eins og dr. Gunna, Curver og mörgum fleiri. Andrea Jónsdóttir kemst vel að orði í Fókusi 20. apríl sl. í gagnrýni sinni á nýjustu plötu hljómsveitarinnar Mín- us: „Það er nú reyndar ekki svo einfalt að hvaða stöð sem er sé svo frjálslynd að spila Mínus: Flestum þessum app- arötum er stjómað af þröng- sýnum mönnum sem engan áhuga hafa á tónlist og hlusta sjaldan á heilt lag ...“ Ofgar ekki af hinu góöa Stjórnendur Útvarps Sögu skil- greina íslenska tónlist þröngt og virð- ast túlka íslenska tónlist sem lag flutt á íslensku af íslendingum. En hvort er íslenskara, erlent lag með íslenskum texta í flutningi íslendings (hægt er að nefna ótal dæmi um slíkt, „Þó líði ár og öld“, „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“) eða íslenskt lag flutt með enskum texta eftir íslending (hér er einnig hægt að nefna mörg dæmi: lög Bjarkar, hljómsveitir eins og Rikshaw, Quarashi eða Jet black Joe)? Á að útiloka margar frábærar is- lenskar lagasmíðar af þeirri ástæðu einni að höfundar og flytjendur þeirra hafa kosið að syngja á ensku í þeirri von að ná athygli úti í heimi? Það er hið besta mál að hlúa að íslenskri tungu en öfgar eru aldrei af hinu góða og menn mega ekki gleyma því að enska er alþjóðatungumál tónlistar- innar. Útvarp Saga segist vera vett- vangur fyrir íslenska tónlist en það er sorglegt að sá vettvangur er aðeins ætlaður geðþóttavöldum hluta ís- lenskra tónlistarmanna. Svanur Már Snorrason Ummæli Molbúaháttur ráðamanna „Verði Kárahnjúkavirkjun einhvern tíma að veruleika mun það hafa svo stórkostleg umhverfisspjöll í fór með sér að það sem eftir stendur af dýr- mætum náttúruminjum verður eins og sýnishorn sem hefur verið rakað saman án samhengis við umhverfið. Fyrirbæri sem geta orðið uppspretta miklu merkari og sérstakari þekking- ar en áöur var talið verða álika mikils virði og panda-birnir í dýragarði. Þessi molbúaháttur ráðamanna hjá einni af fimm ríkustu þjóðum verald- ar er sprottinn af andlegri fátækt." Steinþór Hreiöarsson á Múrinn.is. Krepptir í kynferðinu „Sumir eru svo krepptir í kynferði sín- um að þeim er ómögu- legt annað en tala um typpi og píkur á klám- fenginn hátt og fela kreppu sína á bakvið yf- irborðshneykslan á því að skrifað skuli heiit leikrit um kynfæri kvenna. Eða hversu mörg leikrit hafa ekki verið skrifuð um karla sem eru með píkur á heilanum og kynhvöt þeirra er drif- kraftur verksins. Þykir flestum sjálf- sagt enda er kynhvötin - bæði karla og kvenna - drifkraftur lifsins sjálfs." Hávar Sigurjónsson I Mbl. í gær. Hraustleikamerki „Mér flnnst hraustleikamerki á sam- félaginu að sjá öryrkja með kyndla krefl- ast réttar síns fyrir utan Alþingishúsið. Sömuleiðis er barátta eldri borgara fyrir bættum kjörum til marks um aö Eyjólf- ur sé að hressast. Ég er ekki frá þvi heldur að almenningur sé farinn að gera auknar kröfur til flölmiðia og fara fram á aðgangsharðari biaðamennsku..." Þór Jónsson fréttamaður á málþingi um lýöræði. Spurt og svarað Verður minni ágreiningur um fyrirhugaða Káráhnjúkavirkjun en Eyjab Smárí Geirsson, formaður: Verður öðruvísi ef til hans kemur „Það er að ljóst að ágreining- urinn verður öðruvísi, ef til hans kemur. Andstæðingar Fljótsdals- virkjunar ráku áróður sinn gegn virkjuninni fyrst og fremst á þeim grunni að ekki hefði far- ið fram „lögformlegt umhverfismat“ en hvað Kárahnjúkavirkjun varðar hafa umhverfisáhrif hennar verið metin með ítarlegar en nokkur önnur framkvæmd hér á landi til þessa. Ágrein- ingur nú hlyti fyrst og fremst að snúast um hvort menn væru fylgjandi framkvæmdum eða ekki, m.a. út frá umhverfisverndarsjónarmið- um. Ég hef þá trú að samdráttur í íslensku efna- hagslífi muni móta umræðuna um framkvæmd- irnar nú.“ Stefán Jón Hafstein fjölmiðlamadur: Arðsemisútreikn- ingar stórvarasamir „Eyjabakkadeilan var bara for- smekkurinn að þeirri stórstyrjöld sem nú fer í gang til að verja há- lendið norðan Vatnajökuls. Við eigum eftir að kortleggja alla náttúru íslands, forgangsraða heillavænlegum virkjunum og skilgreina heild- stæða náttúru- og auðlindanýtingarstefnu til framtiðar. Hagkerfið er eins og fikniefnasjúk- lingur sem heimtar stærri og stærri skammta. Arðsemisútreikningamir eru stórvarasamir enda gengið út frá að náttúra, vatn og loft séu verðlaus. Við erum ríkustu íslendingar sem nokkru sinni hafa lifað og eigum að skilja eftir okkur þá arfleifð að við höfum líka verið þeir vitrustu. Ekki bara þeir glaumglöðustu." Hjálmar Ámason, þingmaður Framsóknar: Málið er í lögform- legu umhverfismati „Ég hygg að ef þeir sem hæst tjáðu sig um Eyjabakka eru sjálfum sér samkvæmir ætti svo aö vera því mál- ið er núna í eðlilegum farvegi, þ.e. að framkvæmdir fara í lögformlegt mat á umhverfisáhrifum. Formaður Samfylkingarinnar benti á hið náttúrulega lónstæði við Kárahnjúka sem eðlilegri kost en nýtt lón í Eyja- bökkum. Hitt er annað að til eru þær raddir hér í landi sem vilja forðast allt rask og lita fram hjá efnahagsleg- um áhrifum, atvinnuástandi á landsbyggðinni og nýt- ingu vistvænna orkugjafa en eiga sér þá lífssýn að hér verði rómantísk stöðnun. Raddir þeirra mun hljóma. Ég legg áherslu á að málið er í lögformlegu umhverf- ismati og þar með hefur verið svarað megininntaki gagnrýni sem fram kom vegna Eyjabakka." r>r STETNlotliv* , 'y'l1 VHE-peNMFÆ>£AR'/ M ^TÖraM r er YkVaR F=J€> KErMNlf=? t—/N/ETfPNIö' \<omíp EríT * It 7A :V 4í, — V, - I / „, I yff'r'íý'Sít'iga i 3J. vlkú uwi b®t<K- - ðndí eu* m.a.fullyVtáS 40% 7 afstnáöÖluálagni^u Baussvcrslðnð stáfiaf siVKaK'kandi jamiðKbstiiáSi Vanhæfni Alþingis til að leysa eigin mál Karl Th. Birgisson, blaðamaður á Stöðvarfirði: Virkjað verður við Kárahnjúka „Ríkisstjómin rétti andstæð- ingum framkvæmda öflugt vopn með því að neita því að setja Fljótsdalsvirkjun í umhverfismat. Því er ekki til að dreifa núna en hins vegar er hér um að ræða miklu stærri framkvæmd og ég líki ekki saman þessum stórkostlegu gljúfr- um og mýrarflákunum við Eyjabakka. Um það má margt segja, Hjörleifur á eflaust eftir að skrifa margrar greinar - en við þolum það hér eftir sem hingað til. Ég er sannfærður um að virkjað verður við Kárahnjúka og að álver rís í Reyðarfirði, Aust- firðingum og landsmönnum öllum til hags- bóta.“ Lausnir á húsnæðismálum Al- þingis eru ýmist vanhugsuö þvæla eða hneyksli nema hvort tveggja sé. Þingið og þeir embættismenn og ráð- gjafar sem að þeim málum koma eru öldungis ófærir að leysa þau á sóma- samlegan hátt, ekki einu sinni við- undandi. Þær raunasögur um skammsýni og vanhæfni sem reka hverjar aðra eru augljósar og þarf ekki frekari vitna við. Hins vegar gefa þær tilefni til að minna á gamla tillögu sem fáir hafa tekið undir. Hún er sú,að þingmenn skuli aldrei vera fleiri en komast fyr- ir með sæmilegu móti í Alþingishús- inu við Austurvöll. Fjölgun þing- manna á síðari áratugum var til þess gerð að einhverjir ómissandi póli- tíkusar féllu ekki út af þingi þegar gerðar voru meira og minna ólýð- ræðislegar breytingar á kjördæma- skipan. Hagsmunir flokkanna gengu fyrir eðlilegri jöfnun atkvæðisréttar og þingmönnum var fjölgað í sam- ræmi við það. Þeirri þróun er auðvelt að snúa við ef vilji er fyrir hendi. Verði hætt að gera húsnæðismálin að sífelldu vandamáli mætti spara mikið fé og virðing þingsins mundi síst minnka þótt eitthvað verði dregið úr flottræf- ilstilburðum. Alþingi á eða leigir fiölda húsa í miðbænum og virðist standa að verulegu leyti undir byggingarkostn- aði leiguhúsnæðis sem um þessar mundir er aö grafa undan trausti at- kvæðanna á þinginu og þeim sem um mál þess fialla. Þar til viðbótar hafa miklar framkvæmdir við annað þinghús, sem kallað er skáli, legið niðri um skeið og enginn fær að vita hvað búið er að moka í þá hít eða hvenær nýja þinghúsið rís við hlið þess gamla. Enn síður þarf að út- skýra hvað ein þingdeild þarf að gera við tvö þinghús. Jón og herra Jón Það ber upp á sama dag að kynnt eru lög um nýja fátækraframfærslu að Kjardómur eys venjulegu örlæti úr sjóðum skattborgaranna til að snarhækka laun þingmanna og æðstu embættismanna þeirra. Nokkrir öryrkjar og aldraðir öreigar fá vilyrði um nokkurra króna hækk- un á sultarframlagi sínu en forset- inn, biskupinn og ráðherrar fá launahækkanir sem sæma hátignum af þeirra standi. Alþingismenn njóta að sjálfsögðu góðs af. Nú er í góðu lagi að greiða mönn- um vel fyrir vel unnin störf. En ávallt er umdeilanlegt hvers virði störfin eru. Ef þingmenn þurfa að fá kaup á við ráðgjafa í fiármálafyr- irtækjum þá sér enginn eft- ir því. En vel mætti hugsa sér að fækka þingmönnum verulega, eða þannig að þeir sprengi ekki Alþingis- húsið utan af sér en fái sömu heildargreiðslu og nú. Þá kæmi meira í hlut hvers og eins án þess að ríkissjóður skaðaðist. Þetta er sama hugmynd og út- --——- gerðarmenn bjóða sjómönnum; að fækka í áhöfn án þess að lækka heildarhlut áhafnarinnar. Ef Alþingi er ekki starfhæft nema með því að leggja undir sig nánast allan miðbæinn þarf aö gefa atkvæð- unum nánari skýringu á því hver þessi umfangsmiklu þingstörf eru. Ef rikisendurskoðandi væri ekki einn af gullkálfum Kjaradóms og innsti koppur í búri kjaraaðalsins væri honum kannski til þess trúandi að leiöa landslýð i sannleika um hver þessi óskaplega húsnæðisþörf er. Ranghugmyndir Blaðrið um að öll mál séu orðin óskaplega flókin og að það þurfi mikla sérfræðiþekkingu til að kom- ast að þvi hvar Davíð kaupir ölið og hvað hann gerir við það er út í hött. Á upplýsingaöld á að þurfa mikið húspláss undir sjálfa upplýsinguna Oddur Ölafsson skrifar og tæki hennar og sérfræð- inga til að upplýsa hvað í henni felst. - Þess vegna verða störf Alþingis svona umferðarmikil. Þingmenn og aðrir kjörn- ir fulltrúar eiga ekki að þurfa að skilja öll stjóm- sýslumál í botn. Þeir eiga aftur á móti að hafa heildar- sýn sem þeir öðlast aldrei ef þeir láta flækja sig í eilífum smáatriðum. Embættis- menn og sérfræðingar eiga að sjá um þá hlið mála. En þeir gera sér leik að því að flækja flest fyrir vesalings stjórnmálamönn- unum sem halda að mannfiöldi og óhóflegt húsrými greiði þeim leið til einhvers skilningsauka og geri störf- in áhrifameiri. Fjölgun þingmanna og ranghug- myndir um húsakost geta beinlinis orðið til þess að draga úr áhrifum þingsins og verið dragbítur á störf þess. Ekki bætir úr skák þegar í ljós kemur að nefndir Alþingis og emb- ættismenn hafa ekki burði til að ráða við einfóld reiknisdæmi og kostnað- aráætlanir og alls ekki að gera fram- tíðaráætlanir sem standast. Fækkum því þingmönnum og vöndum valið. Gamla Alþingishúsið við Austurvöll er mátulegur rammi utan um löggjafarsamkunduna. Allt þar fram yfir er bruðl og þjónar ekki þjóðarhagsmunum, þótt einhverjir kunni að græða á deflunni. „Fœkkum því þingmönnum og vöndum valið. Gamla Alþingishúsið við Austurvöll er mátulegur rammi utan um löggjafarsamkunduna. Allt þar fram yfir er bruðl og þjónar ekki þjóðarhagsmunu, þótt einhverjir kunni að grœða á dellunni. “ MatQQkvrcln vpr*na Kárahniíikavirkiiinar hpfnr vprih <;kilnh til Skiniila0<;c;tnfniinar nt* n.r kærnfrp.<;tiir í ^anri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.