Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 28
no ----------------------Ena]
Verð á 95 okt. bensínl
W5 - efmlðað er vlð sjálfdællngu
00
Rólegra í
bensíninu
Bensínverðið er lægst á Akureyri
um þessar mundir. Á OLÍS-stöðinni
við Tryggvabraut var verðið á 95 okt-
ana bensíni í morgun 91,10 kr. miðað
við að neytandi dæli sjálfur á bílinn,
Bensínmarkaðurinn er heldur að
róast á höfuðborgarsvæðinu. Bensínið
er ódýrast hjá Orkunni á Smiðjuvegi í
Kópavogi, 91,40, en hærra á nokkrum
öðrum stöðvum Orkunnar, eða 94,80.
Allar ÓB-stöðvamar eru með 91,60. Á
þjónustustöðvum OLÍS er verðið
101,90 en 99,90 ef bíleigandi dælir sjáif-
ur. Hjá ESSO er verðið 102,90 og 98,90
og hjá Skeljungi 102,90 en 100,90 dæli
bíleigandi sjálfur. -GG
Bensínið í botn
í Helgarblaði DV á morgun er rætt
við Kristin Bjömsson, forstjóra Skelj-
ungs, sem segja má að hafi rofið ára-
langt samflot olíufélaganna í verðlags-
málum og hafið með því verðstríðið
sem nú geisar milli sömu félaga.
Einnig veröur íjallað ítarlega um
Eurovision söngvakeppnina og rætt
við keppendur íslands á vettvangi í
Kaupmannahöfn. Vala Matt, sjón-
varpsstjarnan sem aldrei bliknar,
ræðir við Kolbrúnu Bergþórsdóttur
og Hildur Tryggvadóttir segir frá leið
sinni úr fjósinu upp á svið i óperu-
söng. Rætt er við fyrstu konuna sem
verður formaður Búnaðarsambands
og hiö dularfulla fyrirbæri kynþokki
karlmanna er ítarlega skilgreint.
BENSINTRUFLANIR!
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ
FOSTUDAGUR 11. MAI 2001
—
DV-MYND BRINK
Útlvistardagar
/ gær voru útivistardagar hjá Menntaskólanum á Akureyri og fóru nemendur m.a. í ýmsa leiki. Hópur stúdentsefna
skoraöi á kennara sína í ýmsa kappleiki og gekk misjafnlega. Hér má sjá þá takast á viö iærimeistarana í reiptogi.
Embættismenn kallaðir fyrir vegna skrifstofuhúss Alþingis:
Rannsókn á um-
framkeyrslunni
- ísólfur Gylfi lét bóka athugasemdir í fyrra
Rannsókn mun fara fram á ástæð-
um þess að framkvæmdir við skrif-
stofuhúsnæði Alþingis reyndust
miklu kostnaðarsamari en áætlanir
gerðu ráð fyrir. Össur Skarphéðins-
son, formaður Samfylkingarinnar, fór
fram á sérstaka athugun íjárlaga-
nefndar á þessu máli á fundi nefndar-
innar í gær. Össur sagði í samtali við
DV í morgun að nefndin hefði sam-
þykkt tillöguna og mun hún rannsaka
málið í næstu viku og kalla fyrir þá
embættismenn sem málið varðar.
„Þetta er náttúrlega grafalvarlegt
mál og ég fæ ekki skilið skýrslu Ríkis-
endurskoðunar öðruvísi en að þrenn
lög hafi verið brotin, þ.e.a.s. fjárreiöu-
lög, fjárlög og lög um opinberar fram-
kvæmdir. Þarna virðast allir hafa
brugðist sem brugðist gátu og við
-
Ossur
Skarphéöinsson.
Isólfur Gylfi
Pálmason.
þurfum að læra af þessu og skilgreina
hvar ábyrgðin liggur. Það er alveg
Ijóst að Framkvæmdasýsla ríkisins
hefur algjörlega brugðist og maður
veltir því fyrir sér í ljósi þessa máls
og Þjóðmenningarhússins hvort
stjórn þeirrar stofnunar sé boðleg
skattborgurunum," segir össur.
Nýjar niðurstöður starfshóps um mengunarvarnir:
Gjald lagt á nagladekk
Tillaga um sérstakt gjald á nagla-
dekk var lögð fyrir fund umhverfis- og
heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í gær.
Þar var fjallað um hana og samþykkt
aö vísa henni til umsagnar samgöngu-
nefndar.
Á síðasta ári lét umhverfis- og heil-
brigöisnefnd skipa starfshóp til að
vinna að úrræðum til að draga úr loft-
mengun í Reykjavík, einkum vegna
umferðar og notkunar nagladekkja.
Starfshópurinn skilaði tillögum sín-
um til nefndarinnar í gær. I þeim seg-
ir m.a. að tekið verði til ítarlegrar
skoðunar að taka upp gjald fyrir
heimild til að aka á nagladekkjum
Hrannar B.
Arnarsson.
þann tíma sem
notkun þeirra er
leyfð. Leitað verði
samstarfs við þá
bæi og borgir i
Noregi þar sem
slikt gjald sé kom-
ið á. Stefnt verði
að samstarfi við
nágrannasveitarfé-
lög Reykjavíkur og
lagt til að borgar-
lögmanni verði falið að kanna hvaða
breytingar á núgildandi lögum séu
nauðsynlegar til að heimila gjaldtök-
una.
Þá gerir hópurinn tillögu um að
kannað verði hvemig afla megi heim-
ilda til tímabundinnar lækkunar há-
markshraða þegar hætta sé á að
svifryk nálgist eða fari yfir þau há-
marksgildi sem heimiluð eru hverju
sinni.
Hrannar B. Arnarsson, formaður
umhverfis- og heilbrigðisnefndar,
sagði að sér litist þannig á að gjald á
nagladekk væri skynsamlegasta leiðin
til að bregðast við mikilli notkun
þeirra. Ef uppfylla ætti kröfur um loft-
gæði hér á landi, sem yrðu harðari
með hverju árinu, þyrfti að grípa til
aðgerða af þessu tagi. -JSS
Söngvakeppnin:
Frægasti laga-
höfundur Dana
meö Birtu
DV, KAUPMANNAHQFN:
„Honum fannst lagið Angel fínt
og ég lét hann líka hafa aðra smelli
eftir mig í enskri þýðingu og hann
hafði áhuga á að skoða þá,“ sagði
Einar Bárðarson eftir um klukku-
stundarfund með Remi, einum fræg-
asta lagahöfundi Skandinaviu, í
Parken í gær.
Remi er þekktastur fyrir að vinna
náið með Max Martin en saman
hafa þeir samið smelli fyrir
Backstreet Boys, Britney Spears og
nú síðast Jon Bon Jovi. Flest lögin
sem þeir hafa samið og útsett fyrir
þessa listamenn hafa náð toppnum
á vinsældalistum viðs vegar um
hnöttinn.
En hvernig hittirðu Remi?
„Þetta er gamall vinur Yesmine
en hún tengist þessum tónlistar-
heimi mjög vel. Þegar við hittum
Remi bauð hann okkur í kaffi,“ seg-
ir Einar og bætir því við að auövit-
að sé ekkert víst í þessum bransa en
engu að síður litur Einar á sig sem
lagahöfund og hefði ekkert á móti
því að semja smelli fyrir Backstreet
Boys eða Britney Spears. „Nú er
bara og bíða og sjá til hvort númer-
ið mitt kemur upp í lottóinu eftir að
keppnin er búin.“
Nánar á bls. 2 og 29 -MT
FSA:
Starfsmaður
grunaður um
lyfjastuld
Eins og áður hefur komið fram vís-
ar hver á annan þegar deilt er um
ábyrgð aðila í málinu. Hins vegar
virðist sem einhverjar viðvörunar-
bjöllur hafi hringt fyrir skýrslu Ríkis-
endurskoðunar. Áreiðanlegar heim-
ildir DV herma að Isólfur Gylfi Pálma-
son, þingmaður Framsóknarflokks,
hafi tvisvar látið gera bókanir í for-
sætisnefnd vegna málsins varðandi
rekstrarkostnað, 21. ferúar í fyrra og
aftur 15. maí árið 2000. ísólfur vildi lít-
ið tjá sig um málið í samtali við DV í
morgun.
Kostnaður Alþingis vegna fram-
kvæmdanna reyndist 250 milljónir en
áætlaður kostnaður var 133 milljónir
króna. Verktiminn átti að vera fjórir
mánuði en varð 10 mánuðir og lauk
verkinu í febrúar sl. -BÞ
Lögreglan á Akureyri hefur lokið
rannsókn sinni á stórfelldum lyíja-
stuldi úr læstum hirslum Fjórö-
ungssjúkrahússins á Akureyri.
Einn starfsmaður spítalans er grun-
aður um stuldinn, karlmaður. DV
náði ekki í talsmenn FSA til að fá
svör við hvort spítalinn væri búinn
að gera ráðstafanir vegna þessa.
Lyfium var stoliö í fiórgang af
tveimur deildum en það er nú ríkis-
saksóknara að meta hvort gögnin
eru nægilega sterk til að gefa út
ákæru. Samkvæmt heimildum DV
liggur játning ekki fyrir. -BÞ
Clinton lokað
Lögregla lokaði veitingahúsinu
Club Clinton við Fischersund um
tvöleytið í nótt. Club Clinton, sem
er súludansstaður, hefur vínveit-
ingaleyfi tU klukkan eitt eftir mið-
nætti virka daga. Starfsemi var í
fuUum gangi þegar lögreglu bar að
garði og um fiörutíu gestum var vís-
að út. Eigendur staðarins verða
áminntir fyrir tiltækið. -aþ
brotherp
touch 1250
Litil en STÓRmerkileq merkivél
5 leturstærðlr
9 leturstillingar
prentar i 2 linur
borði 6, 9 og 12 mm
4 gerðir af römmum
Rafport
Nýbýlavegi 14 Simi 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
/
/
/
/
/
/
/
: