Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 13 Meniung Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Myndlist Þóra Einarsdóttir hlakkar til að spreyta sig á átta óperuhlutverkum í Þýskalandi: Muna að varðveita „Ég cetla aö syngja sönglög eftir Mozart við þýsk og ítölsk Ijóð, algera gullmola sem þó heyrast ekki oft,“ segir Þóra Einarsdóttir sópransöng- kona sem heldur einsöngstónleika í Salnum kl. 17 á morgun ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara og Ármanni Helgasyni klarínettu- leikara. „Síðan œtlum vió að taka „Der Hirt auf dem Felsen", verk í þremur þáttum fyrir sópran, klarí- nett og píanó eftir Schubert. Bœöi Schubert og Mozart eru algerir snill- ingar frá náttúrunnar hendi, tónlist- in þeirra er svo einlœg og í rauninni auðveld, laus vió alla tilgerð. Svo verðum við með óperuaríur og þaó eru allt aríur sem ég er aó fara aö syngja í Wiesbaden nœsta vetur. “ Eins og áhugamenn um tónlist vita er Þóra Einarsdóttir með bestu sópransöngkonum sem ísland hefur eignast og þar að auki góð leikkona sem þykir mikill kostur í óperuhús- um nú á tímum. Þeir sem sáu hana í Cosi fan tutte í íslensku óperunnf fyrir fáeinum árum geta vottað það. Hún lauk námi í London fyrir sex árum og hefur gengið vel að fá verk- efni, hún hefur sungið mest í Englandi en líka til dæmis í Svíþjóð og Sviss. En nú hefur hún fastráðið sig við óperuhúsið í Wiesbaden í Þýskalandi frá og með næsta hausti og er býsna ánægð með þá ákvörð- un. Þetta er óperuhúsið sem Krist- inn Sigmundsson hóf sinn frægðar- feril við og auk hans hafa Gunnar Guðbjörnsson og Viðar Gunnarsson verið fastráðnir við húsið og Bjarni Thor sungið þar sem gestur. Hundrað á móti fimm - En af hverju fastráðningu? Mörgum finnst betra að vera laus- ráðnir, meiri tekjur, minni vinna... „Eflaust getur það verið betra að ýmsu leyti,“ segir Þóra, „en ég hef ekkert sungið í Þýskalandi og markaðurinn þar er geysilega stór. Þar eru um hundraö óperuhús á móti fimm starfandi óperuhúsum í Englandi, svo dæmi sé tekið! Það verður þægilegt að vera á sama staðnum um tíma, fá sín mánaðarlaun og syngja miklu meira en ég hef gert fram að þessu. Ég lít eiginlega á þetta eins og ég sé að fara i hálf- sem fær nóg að gera en kostnaðurinn er líka mun meiri og óhagræðið. „Stærsti kosturinn er hvað ég fæ góð hlutverk," segir hún. „Ég á að syngja átta hlutverk næsta vetur og þau eru öll á óskalistanum! Þeirra á meðal er Óskar, hirðsveinninn í Grímudansleiknum - Verdi lét þetta eftirlæti konungsins fá talsvert mik- ið hlutverk þó að ekki hafi mátt gefa neitt í skyn um samband þeirra. Hlutverkið er skrifað fyrir bjartan sópran en auðvitað er ekki sama hvernig söngvarinn er í laginu - Óskar er nú einu sinni strákur!" Sérstakur heimur Þóra fær líka að syngja Ánchen í Töfraskyttunni eftir Weber og Zerl- inu, ungu sveitastúlkuna í Don Giovanni. Blaðamaður raular aðal- aríuna hennar fyrir munni sér til að fullvissa sig um að rétt sé munað en hættir snarlega þegar Þóra tekur undir! „Ég þarf að vera með fjögur hlut- verk tilbúin þegar ég mæti á staðinn og auk þess hlutverk i Carmina Burana þar sem ég syng sem gestur strax í vor,“ segir Þóra. „En ég er bara fegin því. Þó að ég hafi haft mikið að gera finnst mér að ég geti gert meira. Margir tala um álagið á fastráðna söngvara en mér finnst ég alveg tilbúin í slaginn núna.“ Þóra söng siðast hér heima í La Bohéme í íslensku óperunni við mik- inn fögnuð og á sama tíma var hún að syngja í Brúðkaupi Fígarós í Englandi. Þetta eru að hennar mati tvö af fullkomnustu verkum óperu- bókmenntanna og henni fannst hún lukkunnar barn að fá að syngja þau til skiptis. „Maður verður að muna eftir að hafa gaman af þessu,“ segir hún, „passa að varðveita gleðina. Þetta er sérstakur heimur og harður heimur en maður má ekki týna sér í því heldur minna sig á af hverju maður er að þessu og hvað þetta er skemmtilegt starf.“ Með tónleikunum á morgun er Þóra að halda upp á þessi kaflaskipti í lífi sínu og leyfa lönd- um sínum að fagna með sér. Tónleikarnir hefj- ast i Salnum kl. 17. DV-MYND E.OL. Þóra Elnarsdóttlr á förum til Wiesbaden Það er svo margt sem hana langar til að syngja og nú saxast á óskalistann. gerðar „vinnubúðir“,“ segir hún og skellir upp úr, „ég hleð beinlínis upp hlutverkum!" Wiesbaden var fyrsti staðurinn þar sem Þóra söng fyrir í Þýskalandi og henni var boðinn tveggja ára samningur undireins. Hún þáði bara eitt ár því hún vill athuga hvernig henni líkar. Launin eru vissulega hærri hjá lausráðnu fólki í hlutarins eðli Vor með Jónasi Á sunnudaginn kl. 15 verða tónleik- ar að Skriðu- klaustri í Fljótsdal sem kallast „Vor með Jónasi". Þar syngur Ingveldur G. Ólafsdóttir mezzó- sópran lög Atla Heimis Sveinssonar við kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Atli Heimir leikur sjálfur undir á píanó og segir frá lögunum. Miðapantanir eru i síma 471 2990 og Klausturkaffi verður að tónleikum loknum. Vortónleikar Kammerkórinn Vox academica heldur árlega vortónleika sína í Sel- tjarnarneskirkju á sunnudaginn kl. 17. Af fjölbreyttri efnisskrá má nefna madrigala frá Englandi og Ítalíu, þjóðlög í útsetningum Gustav Holst og Vaughan Williams og trúarleg kórverk eftir 20. aldar tónskáldin Randall Thompson, Javier Busto og Samuel Barber. Einnig verður frum- flutt nýtt verk sem Atli Heimir Sveinsson hefur samið fyrir kórinn við ljóð Bjarna Thorarensen um Rannveigu Filppusdóttur. Þá mun kórinn flytja nokkra þætti úr spænska kórverkinu „Misa fla- menca“ eftir Paco Pena þar sem mæt- ast tveir meginþættir spænskrar menningar, hugmyndakerfi kaþólsku kirkjunnar og hugarheimur fla- mencodansins, á dulúðugan og magn- aðan hátt. Eins og venja er í ^^l^^flamencotónlist eru ^NQH^ckki til að verkinu M ^^■khefðbundnar nótur, K ^flB^i-n Símon ívarsson B9** gfd^Hgitarleikari ■ fr^^Hútsett hluta þess ^^ÁjBjj^^wfyrir blandaðan kór, ^^^^^Hgítar og klarínettu og ^^l^^rnun sjálfur leika á gít- ar á tónleikunum en Guðni Franzson á klarínettu. Stjórnandi er Hákon Leifsson. Vorvindar Árlegar viðurkenningar Barna og bóka - íslandsdeildar IBBY, fyrir menningarstarf í þágu bama og ung- linga verða veittar í Norræna húsinu á morgun kl. 14. Þá mun Þöll, sam- starfshópur um barna- og unglinga- menningu á bókasöfnum, veita verð- laun í samkeppninni „Ljóð unga fólksins" og afhenda ungu skáldun- um eintak af bókinni Vetur, sumar, vor og haust. Lesið verður upp úr verkum sem hljóta viðurkenningar. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Listsýning frá Norðurbotni Siguröur Árnl: Án tltils í vitsmunalegri afstöðu til listsköpunar er Sigurður afskaplega mikill Fransmaður í sér, elegant, rökfastur og kaldhamraður. Ketilhúsið þeirra Akureyringa er hin vegleg- asta bygging og verðug örugglega lyftistöng fyr- ir listalifið í bænum, þ.e.a.s. þegar mönnum er ljóst hvernig þeir ætla að nýta það. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja en ýmislegt í innrétt- ingunni getur hæglega truflað myndlistina á veggjunum. Lofthæöin er líka mikill hljóð- gleypir sem á eflaust eftir að trufla tónlistar- fólk. Og um leið og aðstandendur gera upp við sig hvar þeir ætla að staðsetja áhorfendur gegnt leikurum, og öfugt, geta þeir farið að huga að leiksýningum. Það læðist sem sagt að mér sá grunur að eitthvað hafi vantað upp á þarfagreininguna þegar farið var að gera upp bygginguna. En það breytir ekki því að sýning eins af bestu sonum Akureyrar, Sigurðar Árna Sig- urðssonar, tekur sig býsna vel út í þessu rými, kannski vegna þess að myndverk hans, jafnt málverkin sem skúlptúramir á gólfinu, eru stór, sterk í formi og vinna þannig með innrétt- ingunum. Myndir Sigurðar eru að mestu þær sömu og hann sýndi í skála íslands á Tvíær- ingnum í Feneyjum fyrir tæpum tveimur árum, en rannsóknarvinnan á bak við þær er margra ára gömul. Aö flokka hiö séða í vitsmunalegri og allt að því vísindalegri af- stöðu til listsköpunar er Sigurður afskaplega mikill Fransmaður í sér, elegant, rökfastur og kald- hamraður. Málverk hans fjalla framar öðru um mál- verk, þann greinarmun sem við gerum á tvívídd og þrívidd í málverki, meintan vemleika þess sem við sjáum á tvívíðum fleti og togstreitu hugans og aug- ans þegar kemur að því að skilgreina og flokka hið séða. Um leið fjallar Sigurður um það sem er oft beint fyrir framan nefið á okkur en við nemum ekki vegna þess að það er ekki í samræmi við það sem við teljum okkur vita. Myndmál hans eða rannsóknartæki í málverkun- um em eínfaldir strúktúrar sem minna á mólekúl, málaðir af nógu mikilli nákvæmni til að blekkja okkur. Og úti á gólfi standa skúlp- túrar sömu gerðar einnig ætlaðir til marg- víslegra sjónblekkinga auk þess sem þeir kallast á við verkin á veggjunum. Sjálfsagt má flokka viðhorf Sigurðar und- ir nokkurs konar afstæðishyggju. Sem geng- ur út á það að skilningur okkar á því sem við sjáum ráðist alfarið af sjónarhorni okkar hverju sinni. Og ekkert sem við sjáum á myndfleti eigi nokkuð skylt við veruleikann. Hringform sem úr fjarlægð virðast teygja sig „inn“ í myndrýmið eru, þegar betur er að gáð, marflöt á mjög svo áþreifanlegum striga. Önnur hringform með sterka „þrí- víða“ nánd eru við nánari skoðun skugga- myndir einhvers sem er „utan við“ mynd- flötinn. Enn önnur nálæg hringform eru í raun fjarlæg form - göt - og þykjast opna okkur sýn til einhvers handan flatarins. Eða þá að þau virðast hvelfast „inn“ í myndirn- ar. Og svo framvegis. í skúlptúrunum snýst dæmið við, ef svo má segja, því þrátt fyrir „umfang" þeirra á áhorfandinn í mesta basli með að sjá þau öðru vísi en í tvívídd. Á endanum hlýtur maður að spyrja sig: Hvers konar fyrirbæri er þá þetta málverk? Sennilega málamiðlun milli veruleikans og hugans. En umfram allt hlutur. Og fáir ís- lenskir listmálarar miðla þessu „hlutarins eðli“ með fágaðri hætti en Sigurður Árni Sigurðs- son. Aðalsteinn Ingólfsson Um helgina eru síöustu forvöö aö sjá sýninguna. Ketii- húsiö er opiö frá kl. 14-18 laug. og sunn. Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna Að brjóta ísinn sem hefur staðið yfir í Norræna húsinu frá 31. mars. Á sýningunni eru meðal annars grafikverk, skúlptúrar úr hreindýraskinni og hreindýrahorn- um, innsetningar og ljósmyndir eftir fimm listamenn frá Norðurbotni, nyrsta hluta Norðurlanda. Sýning- unni lýkur á sunnudaginn. í anddyri Norræna hússins er síö- asta sýningarhelgi á ljósmyndum frá Kiruna í Svíþjóð sem líka eru hluti af dagskrá Norðurbotnsdaganna. Um er að ræða ljósmyndir eftir Borg Mesch og Torsten Dahllöf af mannlifinu í Kiruna upp úr aldamótunum 1900. Dagur slagverksins Á sunnudaginn k1. 14 hefst Dagur slagverksins í Gerðubergi - í stíl við frábæra fyrri „daga“ gítarsins, flaut- unnar og hinna djúpu strengja á sama stað undanfarin ár. Nú gefst fólki tækifæri til að kynnast heimi slagverksins og fáum við að heyra allt frá lágstemmtum tónum til ær- andi fallbyssuskothríðar. Þá munu hljóma ævafomir dúettar fyrir pákur og trommur, nútímaverk fyrir segul- band og slagverk, handtrommur í anda regnskóganna, seiðandi tónar írsku bohdran trommunnar, ærandi keðjusláttur, steinaspil og margt fleira. Auk þess verða slagverkshljóðfæri, nótur og fleira tengt slagverkinu til sýnis og jafnvel til að prófa...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.