Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 I>V íslendingaþættir 27 Lfmælísbarniö Natasha Richardson 38 ára Leikkonan Natasha Richardson á afmæli í dag. Natasha er kom- in af frægustu leik- arafjölskyldu Breta, móðir hennar er Vanessa Redgrave og afi hennar var Michael Redgrave, þá eru móður- systkini hennar Lynn og Corin Red- grave og systir hennar er Joely Ric- hardson. Faðir hennar var Tony Ric- hardson, sem er einn af merkari kvik- myndaleikstjórum Breta, og eigin- maður hennar er Liam Neeson (sem þessa dagana leikur á móti Ingvari Sigurðssyni) og eiga þau tvö börn. Gildir fyrlr laugardaginn 12. maí Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.t: k Þú ert utan við þig á ákveðnum vettvangi í dag og þaö kann að koma verulega niður á afköstum þínum. Fiskarnlr (19. febr.-20. marsl: , Þú ferð á gamlar slóðir log það rifjast upp fyrir þér atvik sem átti sér stað fyrir langalöngu. Ekki sökkva þér í dagdrauma um það sem liðið er. Hrúturinn 121. mars-19. anrih: . Mikilvægt er að ljúka (þeim verkefhum sem á þér hvila strax. Ann- ars er hætta á að þau vindi stöðugt upp á sig. Nautið (20. april-20. maíi: Þú þarft að sýna ákveðnum aðila að þú treystir honum því að annars er hætt við að hann missi traust sitt á þér. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúní): Verðu deginum með ,,fjölskyldunni eins mik- iö og þú getur. Það má bæta samskipti þín og nokkúrra annarra í fjölskyldunni. Jfj Krabbinn (22. iúní-22. íúi»: Endurskoðaðu skoðun þfna í sambandi við vin þinn. Þú gætir haft rangt fyrir þér um Attræöur Sæmundur Á. Hermannsson fyrrv. framkvæmdastjóri Sjókrahúss Skagfirðinga Sæmundur Árni Hermannsson, fyrrv. framkvæmdastjóri, Jöklatúni 3, Sauðárkróki, er áttræöur i dag. Starfsferill Sæmundur fæddist á Ysta-Mói í Fljótum í Skagafirði og ólst þar upp. Hann gekk í barnaskóla þrjá vetrar- parta í gamla þinghúsinu í Haganes- vík, var fermdur í Barðskirkju af sr. Guðmundi Benediktssyni sem jafn- framt sagði honum til í íslensku, reikningi og dönsku. Þá stundaði Sæmundur nám við Héraðsskólann í Reykholti 1940-42. Sæmundur stundaði bústörf á unglingsárunum, var í vegavinnu, við uppskipun í Haganesvík, í síld- arvinnu á sumrin og á vertíð í Keflavík í nokkra vetur. Hann var síðar með bílaútgerð í Fljótum og starfaði í lögreglunni á Siglufirði tvo sumarparta. Sæmundur flutti til Vestmanna- eyja 1950, var þar hótelstjóri hjá Helga Benediktssyni og síðan toll- vörður í Eyjum, tollvörður á Þórs- höfn á Langanesi sumarlangt og loks á Keflavíkurflugvelli með bú- setu í Kópavogi. Sæmundur flutti á Sauðárkrók 1957 og var þar tollvörður til 1961 er hann tók við starfi framkvæmda- stjóra Sjúkrahúss Skagfirðinga sem hann gegndi til 1991. Þá lét hann af störfum fyrir aldurs sakir. Hann hefur auk þess rekið hrossaræktar- bú að Ytra-Skörðugili. Sæmundur sat í stjórn ung- mennafélagsins í Haganeshreppi og var formaður þess um skeið, var einn af stofnendum verkamannafé- lags í Fljótum og fyrsti formaður þess, einn af stofnendum Félags ungra framsóknarmanna í Vest- mannaeyjum og í stjórn þess, einn af stofnendum Vírnets hf. í Borgar- nesi og sat í stjóm þess um skeið, í stjórn Framsóknarfélags Sauðár- króks alllengi, sat í bæjarstjóm Sauðárkróks nokkur kjörtímabil, í stjóm Hestamannafélagsins Léttfeta um skeið, formaður byggingar- nefndar öldrunarmannvirkja á Sauðárkróki frá 1980 og fyrsti for- maður Félags eldri borgara í Skaga- firði. Fjölskylda Sæmundur kvæntist 26.1. 1952 Ásu Sigríði Helgadóttur, f. 18.3. 1930, hús- móður. Hún er dóttir Helga Jón- atanssonar, út- gerðarmanns í Vestmannaeyj- um, og Ellen Marie Jónatans- son húsmóður. Börn Sæmund- ur og Ásu eru El- ín Helga Sæ- mundsdóttir, f. 1.3. 1952, hjúkr- unarfræðingur í Ytra-Skörðugili II í Skagafirði, gift Jóni Emi Berndsen verk- fræðingi og eiga þau tvö börn; Her- dís Sæmundsdóttir, f. 30.7. 1954, framhaldsskólakennari við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki og for- maður Byggðarráðs Skagafjarðar, gift Guðmundi Ragnarssyni tækni- fræðingi og eiga þau tvö börn; Haf- steinn Sæmundsson, f. 18.2. 1956, endurskoðandi í Reykjavík, í sam- búð með Sigríði Ólöfu Sigurðardótt- ur lyfiatækni en fyrri kona hans er Anna María Sverrisdóttir og eiga þau þrjú böm auk þess sem Haf- steinn á dóttur frá því áður; Gunn- hildur María Sæmundsdóttir, f. 22.5. 1957, leikskólafulltrúi í Mosfellsbæ, gift Ragnari Sveinssyni húsasmíða-, meistara og eiga þau þrjú börn; Margrét Sæmundsdóttir, f. 27.12. 1960, hjúkrunarfræðingur á Sauðár- króki en sambýlismaður hennar er Árni Kristinsson verslunarstjóri og eiga þau eitt barn en áður var Mar- grét í sambúð með Kristjáni Ragn- arssyni tæknifræðingi og eiga þau einn son; Hermann Sæmundsson, f. 19.6.1965, deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu en kona hans er Guð- rún S. Grímsdóttir, ráðgjafi og hjá LÍN og eiga þau tvö börn; Anna El- ísabet Sæmundsdóttir, f. 14.11. 1966, nemi í Danmörku en maður hennar er Arnar Sigurðsson vélstjóri og eiga þau tvö börn. Systkini Sæmundar: Halldóra Margrét, f. 1912, húsmóðir á Siglu- firði, var gift Friðriki Márussyni verksfióra sem lést 1997; Lárus, f. 1914, fyrrv. verslunarmaður í Reykjavík; Níels Jón Valgarð, f. 1915, d. 1997, eftirlitsmaður í Reykja- vík, var kvæntur Steinunni Jóhann- esdóttur; Rannveig Elísabet, f. 1916, nú látin, var gift Jóni Jónssyni frá Hvanná sem einnig er látinn; Hrefna, f. 1918, húsmóöir á Siglu- firði, var gift Jónasi Björnssyni vigtarmanni sem lést 1993; Harald- ur, f. 1923, verslunarmaður á Sauð- árkróki, kvæntur Guðmundu Her- mannsdóttur; Georg, f. 1925, bif- reiðastjóri á Ysta-Mói; Björn Valtýr, f. 1928, fyrrv. tollsfióri í Reykjavík, kvæntur Rögnu Þorleifsdóttur. Foreldrar Sæmundar voru Her- mann Jónsson, f. 1892, d. 1974, hreppstjóri á Ysta-Mói í Fljótum og k.h., Elín Lárusdóttir, f. 1890, d. 1980, húsfreyja. Tilvera Liðnið (23. iúlí- 22. áffi'isU: í dag gæti orðið á vegi þínum óheiðarleg manneskja sem þú skalt um fram allt forðast að ganga í lið með. Mevlan (23. ágúfit-22. sent.l: a* Skipuleggðu næstu daga, sérstaklega það ^^V^pLsem við kemur frítíma * r þínum. Þú afkastar miklu í vinnunni í dag. Vogín (23. sept-23. okt.i: J Þú gætir kynnst nýju fólki í dag og hitt Váhugaverðar persónur. r f Happatölur þínar eru 3, 15 og 35. Sporðdreki (24. oKt.-21. nóv.l: Óvæntur atburður á \ sér stað í vinnunni. \\ \>Einhver kemur þér ■ verulega á óvart með framkomu sinni. Bogamaður (22, nóv.-2l. des.l: ^^Fólki í kringum þig gæti leiðst í dag en það w er ekki þín sök. Ekki \ draga ályktanir fyrr en þú ert búinn að líta vel í kring- um þig. Stelngeltln (22. des.-19. ian.); Það er mikið um að vera í fiölskyldunni inn þessar mundir og þú átt stóran þátt í því. Varaðu þig á að lofa meira en þú getur staðið við. DV-MYNDIR GS Fyrr má nú skála en ... Böðvar Gíslason, Kristján J. Jóhannesson og Sigurður Þortáksson skála hressilega fyrir afmælisbarninu. Kennslustund Guöbjartur Jónsson, forstjóri Fiskmarkaðar Flateyrar, tek- urgamla kennarann sinn, ísólf Gylfa Pálmason alþingis- mann, í kennslustund um gjöreyöingarstefnu ríkisins í fiskveiöimálum. Aðalritari Hrútavinafélags- ins fimmtugur Ámi Ingvi Benediktsson, verslunarstjóri á Selfossi, varð fimmtugur á föstudaginn í síðustu viku og hélt í tilefni dagsins veislu í Oddfellowhúsinu á Selfossi þar sem fiöldi vina og ættingja kom og átti stórkostlegt kvöld. Árni var einn af upphafsmönnum bítla- æðisins á Flateyri á 7. áratugnum og komu félagar hans úr rokkinu og tóku með hon- um lagið. Þá komu félagar hans úr Hrúta- vinafélaginu á Suðurlandi og útnefndu hann sæðingamann félagsins og var hann tekinn á námskeið í fræðunum í veislunni og mun hann nú geta hlaupið í skarðið ef hrútar félagsins bregðast. Árni hefur um árabil verið aðalritari félagsins. Hljóm- sveitin Á móti sól kom óvænt og skapaði mikla stemningu meðal veislugesta. -GS Bjarkar Snorrason, yfirmaður tæknideildar Hrútavinafélagsins og bóndi á Tóftum í Flóa, kennir afmætisbarninu aö sæöa kindur og meö því aö koma í staö hrútsins. Guömundur Valur Pétursson hrútapabbi fylgist meö af áhuga. n e x x x o t i c a www.exxx.is GERUM GOTT KYNLÍF BETRA! LANDSINS MESTA ÚRVAL AF UNAÐSTÆKJUM ÁSTARLÍFSINS Barónsstíg 27 - S; 562 7400 ________________. --------------------------------------------------- Ball í Gúttó Höfundur og leikstjóri Maja Árdal Næstu sýningar föstud. 11. maí örfá sæti laus. Laugard. 12. maí, föstud. 18. maí, laugard. 19. maí, næstsíðasta sýningarhelgi. Föstud. 25. maí og laugard. 26. maí, síðustu sýningar Leikhúskórinn sýnir: Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss. Leikstjóri Skúli Gautason. Tónlistarstjórn Roar Kvam. Einsöngvarar: Alda Ingibergsdóttir, Ari J. Sigurðsson, Baldvin Kr. Baldvinsson, Haukur Steinbergsson, Hildur Tryggvadóttir, Sigríður Elliðadóttir, Steinþór Þráinsson, Sveinn Arnar Sæmundsson og Þórhildur Örvarsdóttir. sunnud. 13. maí, fimmtud. 17. maí og sunnud. 20. maí. Sýningar hefjast kl. 20.30 Sniglaveislan eftir: Ólaf Jóhann Ólafsson Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Sýningar í Loftkastalanum ÍLl iliuliilnllrliL.^iiiiirnl ; tl tjLil. rBal HflKFÍHfiAKIIIÍIYIIAPl Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.