Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001
Fréttir I>V
Framkvæmdastjóri LÍÚ sakar sjómenn um þrjósku
Óskiljanlegt
verkfall
Nafn: Friörik Jón Arngrimsson Staöa: Framkvæmdastjóri Landssambands
íslenskra útvegsmanna Efni: Verkfall sjómanna
Hvað er verkfall sjómanna
búið að kosta ykkur útgerðar-
menn mikið?
„Það er útilokað að nefna eina
tölu. Þarna kemur inn í tap sem
verður ef við töpum mörkuðum,
eins og gerðist í síðasta verkfalli.
Hjá ákveðnum fyrirtækjum eru
nefndar tölur upp í tugi milljóna
á viku. Hætta er á því að ekkert
verði eins eftir verkfallið og
áður. Þetta er búið að hafa slík
áhrif aö ég held að menn muni
viða verða að endurmeta stöðuna
eftir verkfallið."
Útgerðarmenn hafa sagt að
samningurinn við Vélstjórafé-
lag íslands kosti á annan millj-
arð króna. Þessu er formaður
Sjómannasambandsins ósam-
mála. Eruð þið raimverulega
að tapa á samningnum þegar
litið er til þess aö þarna var að
miklu leyti verið að semja um
fiskverð?
„Það er alveg ljóst að þessi
samningur kostar okkur útgjöld.
Ef við tökum fiskverðiö og marg-
földum á þá hækkun það magn
sem var á síðasta ári þá erum við
þar að tala um langt yfir millj-
arð. Hins vegar er líklegt að þess-
ir samningar hafi áhrif sem við
sjáum ekki núna. Þess vegna er
ekki hægt að nefha eina tölu í
þessu samhengi."
Ráðandi öfl innan LÍÚ eru
jafnframt fiskverkendur. Gerir
það samningaviðræður við sjó-
menn erfiðari?
„Aðilar innan LÍÚ hafa mis-
munandi útgerðarform en við
erum með skýra afstöðu í því.
Við viljum ekki að útgerðin afsali
sér möguleikunum á því aö
„Því midur hef ég
þá tilfinningu að
þarna vanti nýjan
forystumann. Það
eru margir ábyrgir
aðilar innan FFSÍ
og þeir verða að
taka málin í sínar
hendur. “
stunda fiskvinnslu ef menn telja
það vera hagstæðara. Menn vilja
ekki vera þvingaðir í það að selja
þriðja aðila i gegnum fiskmarkað.
Við viljum geta ákveðið með
hvaða hætti fiskinum er ráðstaf-
að, eftir því hvað er hagstæðara
hverju sinni. Dæmi um það er
ufsinn sem í fyrra fór langt niöur
á mörkuðum. Þó er ekkert sem
útilokar þá þróun að í framtiö-
inni verði fiskur í meira mæli
seldur á fiskmarkaði, eins og við
höfum séð gerast með ýsuna. Við
viljum ekki að þessu sé handstýrt
af löggjafanum."
Erfiðleikar við samninga sjó-
manna og útgerðarmanna hafa
oft verið tengdir við fyrirrenn-
ara þinn, Kristján Ragnarsson,
Nú ert þú kominn nýr inn en
ekkert breytist. Hvað veldur?
„Þetta snýst um málefni. Auð-
vitað eru hvorki ég né Kristján
fullkomnir en viö erum heldur
ekki einir. Við erum með samn-
inganefndir þar sem afstaðan er
mótuð og ákvarðanir teknar."
Útgerðarmenn hafa opinber-
lega haldið því fram að Grétar
Mar Jónsson, forseti Far-
manna- og fiskimannasam-
bandsins, sé óhæfur til að gera
samninga og að það vanti ann-
an forsvarsmann. Þetta er ekki
málefnalegt. Hvað hafið þið á
móti honum?
„Því miður hef ég þá tilfinn-
ingu að þarna vanti nýjan for-
ystumann. Það eru margir ábyrg-
ir aðilar innan FFSÍ og þeir
verða að taka málin í sínar hend-
ur.“
Getur þá Sævar Gunnarsson,
forseti Sjómannasambandsins,
átt von á vantraustsyfirlýsingu
úr röðum ykkar samninga-
nefndar?
„Við segjum aldrei að við vUj-
um ekki þennan eða hinn. Okkar
samstarf við Sævar í þessum
samningaviðræðum hefur verið
mjög náið. Þær hafa verið mjög
efnislegar og málefnalegar en við
höfum ekki náð saman efnis-
lega.“
Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja, hefur lýst
því yfir að hann gæti þurft að
selja skip vegna verkfallsins.
Er tjónið orðið slíkt hjá ein-
stökum útgerðum að þær verði
að selja skip?
„Menn verða að bregðast við
skakkafollum. Ég ætla ekki að
segja með hvaða hætti. Svona
langt verkfall hlýtur að hafa af-
leiðingar í för meö sér. Til eru
mismunandi úrræði."
Hvar liggur tjónið vegna
verkfallsins?
„Það stefnir í óefni með út-
hafskarfaveiðina og við höfum
tapað verulegum kolmunnaafla
og þar með dýrmætri veiði-
reynslu þegar kemur aö skipt-
ingu kvótans milli þjóða. Óbeint
tjón verður svo af því að stöðva
fyrirtæki og í kjölfar þess að
missa markaði og svo framvegis.
Dýrara verður að ná þorskinum
og spuming er um rækjuna en
megnið af þessum kvóta næst
væntanlega þrátt fyrir verkfall."
Af hverju er verkfall?
„Þetta er góð spuming. Af
hverju eru menn í verkfalli sem
eru flestir með mjög góðar tekj-
ur? Það er greinilegt að þeir vilja
meira. Við höfum komið mjög
langt til móts við sjómenn. Þeir
eru með sérstakt launakerfi þar
sem þeir fá hlut úr verðmæti afl-
ans. Launahlutfallið er mjög hátt
eða nálægt 40 prósentum og ekki
era efni til að bæta þar á. Ég veit
ekki af hveiju sjómenn standa í
þessu verkfalli."
Deilan snýst ekki lengur um
mál eins og kvótabrask eða
skiptaprósentu. Hver eru stóru
málin sem hamla samningum?
„Af okkar hálfu em mönnunar-
málin gríðarlegt mál. En það eru
mjög margir sjómenn sem málið
snertir ekkert."
Mönnunarmálin eru þá ekk-
ert stórmál fyrir sjómenn.
Hvað fær þá til þess að vera í
verkfalli?
„Ef sjómenn hefðu viðurkennt
það fyrr að það sé eðlilegt að
skipta með okkur ávinningi af
því þegar fækkað er í áhöfn vær-
um við væntanlega löngu búnir
að leysa hitt allt saman og við
hefðum aldrei þurft að fara í
þetta verkfall. Sjómannasamband-
ið hefur þá grundvallarafstööu að
útgerðin skuli aldrei fá ávinning
Jón Trausti Reynisson
og Reynir Traustason
þegar hagræðing á sér stað. Þar
greinir á milli. Nánast alls staðar
í heiminum fær atvinnurekand-
inn allan hagnað af því að fækka
mönnum. Við bjóðum helming
ávinningsins en þeir fallast ekki
á það. Við teljum okkur bjóða
mjög vel í því efni. Yfirleitt þegar
möguleiki er á fækkun er um að
ræða ný skip. Þá eru menn líka
að fá öflugri tæki og þar með
miklu meiri tekjumöguleika. Aö
þurfa að vera með of marga
menn um borð til að halda niðri
launakostnaði er ömurleg staða.“
Eru þeir að nota mönnunar-
máiið sem skiptimynt?
„Hversu langt við göngum til
móts við þeirra kröfur byggist á
því að þeir mæti okkur í þessu.“
Veldur kvótakerfið illdeilum
í samningunum nú?
„Nei, hér er samið um kaup og
kjör. Auðvitað hefur það áhrif að
búið er að takmarka sókn í auð-
lindina. Við værum ekki með
spumingar um kvótaleigu ef það
væru engar takmarkanir. Það eru
sameiginlegir kostir útgerða og
sjómanna að nýta sér kosti kvóta-
kerfisins og sú hagræðing sem
hefur átt sér stað hefur skilað sér
beint til sjómanna."
Þú varst lengi á sjó sjálfur.
Hefurðu samúð með málstað
sjómanna?
„Ég hef alltaf sagt að sjómenn
eiga að hafa góð laun. En til þess
að við getum bætt og viðhaldið
launum þeirra þurfum við að
geta náð meiri framleiðni og sjó-
menn verða að koma með okkur
í það og gera okkur það mögu-
legt. Þar koma mönnunarmálin
inn.“
Það má segja að fimm fisk-
veiðikerfi séu í gangi og fjögur
af þeim eiga við smábátana.
Væri farsælast að taka upp
veiðileyfagjald fyrir alla?
„Við greiðum þegar veiðileyfa-
gjald. Það hefði átt að taka á
smábátamálinu fyrir löngu með
sama hætti og hjá aflamarksbát-
um. Hvaða útgeröarmaður lætur
sér detta í hug að kaupa sér nýj-
an bát og segja svo við þing-
mennina að þeir verði bara að
bjarga honum? Þetta gengur ekki
og menn eiga að vita það. Eina
vitið er að taka upp aflamarks-
kerfi fyrir alla, þó smábátar geti
verið með sína sérstöku útgáfu á
því.“
Heiti potturinn
Of „Tricky"
íslenska eurovision-bandið Two
Tricky spilar nú grimmt á íbúa
annarra landa sem þátt taka í þess-
ari gríðar-
vinsælu
sönglaga-
keppni. Lík-
legt er talið
að Einar
Bárðarson
lagahöfundur
og söngvar-
amir Gunn-
ar og Kristján ásamt bakröddum
séu hreinlega „Too Tricky" til að
aðrir sjái við þeim. Hefur lag Ein-
ars, „Angel“, verið þýtt á flest
tungumál Evrópuþjóða væntanlega
til að bræða hjörtu þeirra sem þátt
taka í símakosningum í viðkom-
andi landi. Þar með nái íslendingar
að hífa sig upp vinsældalistann þeg-
ar að úrslitum kemur. Markús
Örn Antonsson útvarpsstjóri er
því þegar sagður vera farinn að
skima eftir húsnæði undir keppnina
á næsta ári...
Meistarapróf í vændi
Húsasmiðir sem sótt hafa meist-
araskóla hafa kvartað hástöfum
yfir því sem þeim finnst ómerkileg
námskeið
Samtaka
iðnaðarins
til löggild-
ingar iðn-
meistara.
Samkvæmt
nýjustu fréttum frá útlöndum eru
þessar deilur um hamar og nagla
hreinn bamaskapur. í Þýskalandi
fer nú fram mikfl umræða um
vændi og væntanlega lagasetningu
um þessa grein. Stuðningsfélög
vændiskvenna hafa farið fram á
það við þýsk stjórnvöld aö þau end-
urskilgreini vændi sem iðngrein.
Þar sem íslendingar taka skflyrðis-
laust við öllu góðmeti sem frá ESB
kemur þá sjá pottverjar fyrir sér
að tekin verði upp kennsla í vændi
í iðnskólum hér á landi. Spurning-
ar hljóta því að vakna um nauðsyn
á meistaraskóla vændiskvenna og
þá trúlega líka löggildingarnám-
skeiðum hjá Samtökum iðnaðarins
í kjölfarið...
Kárahnjúkaorrusta
Nú virðist stefna í aðra Eyja-
bakkadeilu sem virðist geta orðið
allt eins harðvítug og sú defla sem
sundraði jafhvel
Framsóknar-
flokknum f afstöð-
unni tfl virkjunar-
mála. Ómar
Ragnarsson sýndi
í Sjónvarpinu á
sunnudag væntan-
leg áhrif virkjunar
framkvæmda vic
Kárahnjúka á landslagiö. Illugi
Jökulsson greip þetta á lofti á vef-
miðli sínum og kallar Eyjabakka-
virkjun smá-slys í samanburði við
Kárahnjúkavirkjun og hreint klám
gagnvart náttúrunni. Friðrik Soph-
usson, forstjóri Landsvirkjunar, má
því búast við góðu og þá ekki síður
iðnaðarráðherrann, Valgerður
Sverrisdóttir. Greinflegt er aö and-
stæðingar virkjanaframkvæmda
dusta nú Eyjabakkarykið af kanón-
um sínum og gera klárt fyrir Kára-
hnjúkaorrustu...
í heyskap á Höllustöðum
Páll Pétursson hefur leitað með
logandi Ijósi að sveitarfélagi tfl að
taka við um 25 flóttamönnum frá
Júgóslavíuríkjum.
Lengi vel vora
vonir bundnar við
Sauðárkrók en
það reyndist allt
saman byggt á
misskilningi. Eftir
mikla leit þóttust
menn hafa vélað
Keflvíkinga tfl að
taka við flóttamönnum en nú virð-
ast einhverjar vomur á þeim líka.
Ef Keflvíkingar bregðast þykir oröið
í fá hús að venda hjá ráðherra. Því
er allt eins líklegt að Páll verði bara
að senda flóttamennina í heyskap á
Höllustöðum í sumar...