Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2001, Blaðsíða 7
fókus
Vi ka n 19 JoJU0Lj£LaJLBaHHlLJLjaBBMj2Lj|i&BJbMHjQ£]Lj3LJLl
1 1 f 1 ð
■E—E—I—I—B lL L-.fcL.tLJi.
Fljótlega eftir að ég byrjaði i
menntaskóla áttaði ég mig á
því að kvikmyndin gæti sam-
einað mörg áhugamál sem ég hafði
og átti erfitt með að gera upp á milli.
Ég byrjaði á að einbeita mér að
handritagerð og vildi ná tökum á
því formi áður en ég færi út í kvik-
myndatækni. Fyrsta stuttmyndin
sem ég gerði var aldrei kláruð en
hún hét Truvox. Það var svona
mynd þar sem ég gerði allt sjálfur.
Ég var tökumaður og leikstjóri,
hljóðmaður og klippari, en mér
tókst aldrei að klára,“ segir Dagur
Kári um fyrstu skref sín um vand-
rataða stigu stuttmyndagerðarinnar.
Borgun gíróseðla
Kappinn er staddur í Danaveldi i
vikuafslöppun áður en hann hefst
handa við að klippa nýja kvikmynd
sína, þá fyrstu í fullri lengd. Sú er
búin að byltast um í maga Dags um
tveggja ára skeið og heitir Nói
albínói. „Munurinn á þvi að gera
stuttmynd og mynd í fullri lengd er
sú að maður hefur fulla yfirsýn á
stuttmynd. Mér virðist sem hitt sé
meira eins og að kasta sér út í
hvirfilbyl og það þarf að redda
hverjum degi fyrir sig,“ segir hann
um þessa nýju reynslu.
En hvaö ertu að taka þér fyrir
hendur í Danmörku?
„Ég er bara aðeins að slappa af.
Svo er ég líka með lögheimili í
Danmörku en hef ekkert verið
hérna í hálft ár þannig að ég verð
aðeins að tékka á póstinum og
borga giróseðla,“ segir hann.
Þú hefur ekkert frekar œtlaö aö
skella þér á kvikmyndahátíöina í
Cannes?
„Nei, ég fer ekki þangað nema í
ýtrustu neyð. Ég myndi ekki nenna
að fara nema að ég ætti erindi."
Ekki einu sinni á klámmynda-
festivalið?
„Jú, það segir sig náttúrlega
sjálft," svarar hann um hæl og líst
ekki illa á. Dagur kann best við
Danmörku og íbúa hennar að vor-
og sumarlagi og hefur því þótt til-
valið að leika á síðustu hretin hér
heima og drulla sér út.
Auglýsingar henta ekki
Þú ert ekkert þarna til að gera
framhald af Thule-auglýsingunum?
„Nei, það hefur legið niðri. Það
eru kannski takmörk fyrir þvi
hvað hægt er að kreista þá sítrónu.
Það má ekki auglýsa bjór og ekki
er endalaust hægt að halda áfram
með tvo fávita sem eru ekki að
auglýsa neitt,“ segir hann.
En hefuröu veriö mikið í auglýs-
ingagerö?
„Ég fór inn í þennan bransa með
annan fótinn og var fljótur að
stökkva til baka. Ég ber mikla
virðingu fyrir auglýsingabransan-
um. En hann hentar ekki öllum, og
hann hentar mér ekki,“ segir hann
og virðist nokkuð ákveðinn.
DJ, stjóri og ræstitæknir
Myndin sem Dagur hyggst sýna
á Stuttmyndadögunum heitir Lost
Weekend og er útskriftarverkefni
hans úr Den Danske Filmskole,
hvaðan hann þótti fullnuma sum-
arið ‘99. Myndin sú er því ekki al-
veg ný af linsunni og hefur fengið
ein fimmtán verðlaun á næstum
því jafn mörgum hátíðum út um
hvippinn og hvappinn. „Myndin
fjallar um plötusnúð sem vaknar
upp á hótelherbergi. Hann veit
ekki hvernig hann komst þangað
og þegar hann reynir að yfirgefa
hótelið getur hann það ekki.
Myndin gerist eiginlega öll inni á
þessu hóteli þar sem hann kynnist
hótelstjóranum og ræstinga-
stúlkunni," reifar Dagur. „Þetta er
gömul mynd og það verður svolít-
ið gaman að sýna hana á Islandi."
Hann hefur áður sýnt skólamynd
á Stuttmyndadögum. „Þá var búin
til sérstök kategoría fyrir hana og
hún var valin besta erlenda mynd-
in,“ rifjar hann upp.
Hugmyndir í sarpinn
Dagur hefur einnig fengist við
hugmynda er Dagur Kári Pétursson. Þrátt fyrir önnur afrek er hann sennilega best
þekktur fyrir að sjónvarpa til okkar bjórauglýsingunum góðu með feita og mjóa
baunverjanum, auglýsingunum sem sögðu allt án þess að segja nokkurn skapaðan
hlut og voru svo góðar að nafnið Thule fær hér að fljóta með. Dagur er nú upptekinn
við að vinna í fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd en sendir nýgamla mynd, Lost
Weekend, á Stuttmyndadaga.
Redda
degi
tónsmíðar ásamt félaga sínum í
hljómsveitinni Slow Blow og hef-
ur stundum notað afraksturinn í
eigin myndum. Meiningin er að
Slow Blow sjái um tónlistina í
Nóa albínóa.
Eru líkindi á milli kvikmynda-
geröar og tónlistarsköpunar, skipt-
ir tónlist miklu máli fyrir kvik-
mynd?
„Já. Mér finnst það vera tak-
markið með kvikmyndagerð að
láta hana líkjast tónlist sem mest
og skapa eitthvert ákveðið and-
rúmsloft. Ástæðan fyrir því að ég
fór út í kvikmyndagerð er sú að ég
vildi geta sameinað tónlist öðrum
listformum sem ég hafði áhuga á.
En það allra erfiðasta við að búa
til kvikmynd er að finna réttu tón-
listina," segir hann.
En hvaö finnst þér skemmtileg-
ast í öllu þessu stuttmyndaferli?
„Þetta eru svo gjörólíkir fasar
sem farið er í gegnum og erfitt að
bera þá saman. Þegar þú skrifar
handrit ertu bara í einrúmi og all-
ir möguleikar opnir. Það er ekkert
mál að skrifa á tölvuna: „Blokk
springur í loft upp.“ En svo þegar
farið er í tökur verður það meira
mál. Allt í kringum tökurnar er
meira praktískt og svo koma tveir
aðrir fasar sem eru klipping og
hljóðvinnsla. í grófum dráttum
eru það þessir fjórir þættir og ég
hef jafn gaman af þeim öllum.“
En hvernig fœróu hugmyndirn-
ar aö myndum þínum?
„Það er nú ekkert system á því.
Það er því miður ekki hægt að
gerast áskrifandi að góðum hug-
myndum. Mér finnst mjög þægi-
legt að vinna út frá hugmyndum,
fyrst og fremst, frekar en að vinna
út frá sögu. Að safna í sarpinn
fullt af hugmyndum og reyna svo
að finna einhvern rauðan þráð.“
Ertu alltaf búinn aö skjóta
myndina í huganum og ákveöa út-
litiö?
„Fyrst, þegar ég byrjaði, var ég
mjög nákvæmur og vildi gera
myndir þar sem ég vissi hvernig
allt ætti að líta út og klippast sam-
an. En eftir því sem frá líður
finnst mér skemmtilegra að láta
það sem gerist á tökustað koma
sér á óvart."