Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2001, Blaðsíða 14
~3
j—i b
YiKan 19» maí til.......................................2...i,.*,
jf
nýtt í bíó
Múmíur, hálfberar konur og allsherjaraksjón snýr aftur á hvítt
tjald á íslandi þegar Sam-bíóin, Laugarásbíó, Háskólabíó og
Nýjubíó Akureyrar og Keflavíkur sýna The Mummy Returns,
framhald myndarinnar The Mummy.
Umbúðabundnir
árar rísa
upp á ný
Nú eru liðin nokkurn veg-
inn tvö ár frá því að hasar-
myndin The Mummy var
frumsýnd og því ekki úr vegi
að fagna þeim tímamótum með
frumsýningu framhaldsins,
The Mummy Returns, sem
skartar víst magnaðri og mik-
ilfenglegri tölvubrellubardaga-
atriðum og spennu en orð fá
lýst.
Lognmollufríir fræð-
ingar
Þetta virðist vera ein af
þessum myndum sem er í
beinu framhaldi af forvera sín-
um því nú eru aðalsöguhetjur
fyrri myndarinnar, þau Rick
O’Connell og Evelyn, orðin
átta árum eldri, árið er 1933,
búin að giftast hvort öðru,
eiga soninn Alex og lifa heil-
brigðu fjölskyldulífi í London.
En eins og vera ber með
fornleifafræðinga á borð við
O’Connell, og frægan forvera
hans, Indiana nokkurn Jones,
þá er lognmolla aldrei til lang-
frama í lífi þeirra. Öllum að
óvörum rís erkifjandi þeirra
O’Connell og Evelyn úr fyrri
myndinni, Imhotep, upp í
miðju Breska safninu í
London og allt verður vitlaust
á ný. En eins og með allar
framhaldsmyndir með snefil af
sjálfsvirðingu og vilja til að
standa forvera sínum framar
þá bætist við annar óvinur tli
þess að ekki sé um beina end-
urtekningu að ræða. Forn-Eg-
ypski hershöfðinginn Sporð-
drekakóngurinn (e. The
Scorpion King) er risinn eftir
5000 ára svefn, ásamt her sín-
um. Fyrir þá sem hafa áhuga
þá selur maður Satani eða öðr-
um illum öflum sál sína til að
lifa að eilifu.
Allt sama krúið + 2
Það er ekki í hvert skipti
sem framhaldsmyndir skarta
nákvæmlega sömu söguhetjun-
um, túlkuðum af sömu leikur-
unum en svo er með The
Mummy Returns. í hlutverki
hetjunnar O’Connells er hinn
kjálkabreiði og vel vaxni
Brendan Fraser sem iðulega
sést í afkáralegum bjálfahlut-
verkum, eins og í George of
the Jungle, eða rómantískum
bémyndum, eins og Blast
From the Past, með örfáum
undantekningum, til dæmis
School Ties. Rachel Weisz
snýr aftur í hlutverki Forn-Eg-
yptafræðingsins Evelyn. John
Hannah, granni homminn í
Four Weddings and Funeral,
leikur lúserinn og bróður Ev-
elyn, Jonathan. Auk þeirra
snúa aðrar persónur úr The
Mummy einnig aftur, þ. á m.
beibið og fyrrverandi súper-
módelið, hún Patricia Vel-
azquez.
Níu ára guttinn Freddie Bo-
ath leikur soninn Alex og er
þetta fyrsta leikreynsla hans
fyrir utan að mæma söng John
Travolta í barnaskólauppsetn-
ingu á söngleiknum Grease. Á
meðal nýrra andlita ber síðan
helstan að telja Dwayne „The
Rock“ Johnson sem leikur
Sporðdrekakónginn. Þess skal
sérstaklega getið að The Rock
kemur ferskur úr leikaraverk-
smiðju WWF fjölbragðaglímu-
samtakanna í Bandaríkjunum
en eins og flestir vita hafa
margir karakterleikarar á
borð við The Incredible Hulk
komið þaðan. Leikstjóri og
höfundur handrits er einnig sá
sami og síðast, Stephen
Sommers.
Sunnudagur
20/5
• Krár
m KOS í FJÖRUKRÁNNI Hljómsveitin Kos
sér um sveitta stemningu á Fjörukránni.
Böll
■ DANLEIKUR í ÁSGARÐI Caprí-tríó leikur
fyrir dansi á dansleik í Ásgarði, Glæsibæ,
frá kl. 20-23.30.
D jass
■ SUNNUDAGSJASS Á CAFÉ OZIO Það er
ekkert slakaö á jassinum á neöri hæö Café
Ozio frekar en venja er. í þetta sinn mun
Ozio bjóöa upp á frábæran jass í anda gömlu
meistaranna. Þaö eru nokkrir félagar úr So
What jassbandinu sáluga sem munu stíga á
stokk og brenna á hljóöfærunum. Miðaverð
er aöeins 600 kr. og er drykkur innifalinn í
miöaveröi. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30.
•Klassík
■ SENJÓRÍTUR TAKA LAGIÐ Senjórítur
Kvennakórs Reykjavíkur halda vortónleika I
dag klukkan 16 í Langholtskirkju. Senjórít-
urnar eru hópur eldri kvenna sem hafa starf-
aö síöan 1995. Flutt veröa lög viö Ijóö
Tómasar Guðmundssonar I bland viö annaö.
Kvennakór Reykjavíkur kemur fram sem
gestur. Svana Víkingsdóttir leikur á píanó
og Sigrún Þorgeirsdóttir er stjónandi kórs-
ins.
■ VORTÓNLEIKAR í LANGHOLTSKIRKJU
Kvennakór Reykjavíkur heldur sína árlegu
vortónleika í Langholtskirkju kl. 20 undir
heitinu Smávinir fagrir i tilefni þess aö kór-
inn flytur smálög eftir Atla Heimi Sveinsson
viö Ijóö Jónasar Hallgrimssonar. Efnisskráin
er annars fjölbreytt aö vanda og veröur lögö
áhersla á lög frá löndunum í Austur-Evrópu
og Bretlandi. Aö venju stjórnar Sigrún Þor-
geirsdóttir kórnum og Svana Víkingsdóttir
leikur á píanóið. Gestahljóöfæraleikari er
flautuleikarinn Kolbeinn Bjarnason.
•Sveitin
■ BILL BOURNE Á EGILSSTÓÐUM
Kandísk/íslenski þjóölaga- og blússöngvar-
inn spilar í Valaskjálf, Egilsstöðum, og byrjar
spiliríiö kl. 21.
•Leikhús
■ FEÐGAR Á FERÐ Feögarnir Árni Tryggva-
son og Örn Árnason eru höfundar og leikar-
ar í leikritinu Feögar á ferö sem er sýnt kl.
20 í kvöld í lönó. Nokkur sæti eru laus.
■ PÍKUSÖGUR Píkusögur eftir Eve Ensler
veröur sýnt í kvöld klukkan 19 í Borgarleik-
húsinu. Leikstjóri er Sigrún Edda Björnsdótt-
ir en leikkonur eru þær Halldóra Geirharös-
dóttir, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís
Arnardóttir. Örfá sæti eru laus.
■ BLÁI HNÖTTURINN Leikritiö Blái hnöttur-
inn eftir Andra Snæ Magnason veröur sýnt
klukkan 14 í dag í Þjóðleikhúsinu. Nokkur
sæti laus.
■ PANSVERK í TJARNARBÍÓI Úr viðjum,
nýtt íslenskt dansverk eftir Jóhann Frey
Björgvinsson, verdur frumsýnt í Tjarnarbíói
kl. 20. Þetta er fyrsta sjálfstæöa danssýning
Jóhanns. Dansararnir Julia Gold og Sveln-
björg Þórhallsdóttir dansa ásamt Jóhanni í
verkinu. Kári Gíslason sér um Ijósahönnun
og verslunin GK Reykjavík um búninga.
Miöaverö 1000 krónur. Tekiö skal fram aö
ekki er hægt aö taka viö greiöslukortum í
Tjarnarbíói. Miöasala er í síma 6914495.
Verkefniö er styrkt af Reykjavíkurborg.
■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritiö
Meö fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones
veröur sýnt i kvöld kl. 20 á Stóra sviöi Þjóö-
leikhússins. Uppselt.
■ SÍGAUNABARÓNINN Leikfélag Akureyr-
ar sýnir í kvöld leikritiö Sígaunabaróninn eft-
ir Jóhann Strauss. Sýningin hefst klukkan
20.30.
•Kabarett
■ TÁKNMÁLSLEIÐSÓGN UM NERDRUM
Listasafn íslands býöur í dag klukkan 15
upp á táknmálsleiösögn um sýningu tippal-
ingsins Odds Nerdrums á Kjarvalsstööum.
•Opnanir
■ ÁSMUNDUR FYRIR BÖRNIN i dag kl. 14
veröur opnuö sýning I Listasafni Reykjavíkur
-Ásmundarsafni á verkum eftir Ásmund
Sveinsson. Opnunin veröur meö nýstárlegu
sniði en aö þessu sinni hyggst Listasafnið
stækka boöslistann sinn og bjóða til opnun-
arinnar hópi nemenda úr 4. bekkjum i grunn-
skólum Reykjavíkur ásamt foreldrum og
systkinum. Hópurinn sem um ræöir eru nem-
endur úr nærliggjandiskólum sem sótt hafa
nuU. IfÓkUS
safnið heim í vetur. Sökum plássleysis í
safninu reyndist ekki unnt aö bjóöa öllum
fjóröubekkingum, sem hafa heimsótt Ás-
mundarsafn á liönum vetri, til opnunarinnar
en þeir fá einnig boöskort þar sem þeim er
boöið aö koma á sýninguna með foreldrum
og systkinum á meöan á sýningunni stendur,
eöa fram í febrúar á næsta ári. Á sýningunni
eru verk sem spanna allan feril listamanns-
ins og sýna þá þróunsem varö á list hans í
gegnum tíöina. Sýningin gefur innsýn í allan
feril Ásmundar meö áherslu á verk sem end-
urspegla notkun hans á íslenskum sagna og
bókmenntaarfi og formum íslenskrar nátt-
úru, auk verka þar sem náttúran og maöur-
inn eru samsömuð hvort ööru. í tengslum
viö sýninguna hefur hinn snjalli teiknari, Hall-
dór Baldursson, veriö fenginn til aö vinna
teikningar, innblásnar af verkum Ásmundar,
T anddyri safnsins. Meö því móti er varpað
nýju Ijósi á hugarheim Ásmundar ogmörg
þeirra verka hans sem Reykvíkingar hafa svo
gott sem alist upp viö. Halldór er þekktur fyr-
ir kómískar teikningar sínar og nálgast við-
fangsefni sitt í Ásmundarsafni á þeim nót-
um. Frægastur er Halldór líklega fýrir teikni-
myndasögu sína um Ömmu Fífí sem birtist
hér í Fókus í hverri viku. Þá teiknaöi hann
meöal annars forsíðuna á síöasta áramóta-
biaöi Fókuss. Á sýningunni er hinu einstæöa
kúluhúsi Ásmundar, sem nú hýsir safn hans,
einnig gerö góö skil með greinargóöum skýr-
ingartextum eftir Pétur H. Ármannsson. Þá
er ónefndur hinn ævintýrlegi garöur Ásmund-
ar sem stendur öllum opinn og er tilvalinn
fyrir alla fjölskylduna. Safniö er opið daglega
frá 10-16 en sýningin stendur til 10. febrúar
2002.
■ NINNÝ í GALLERÍ LIST Sýning Jónínu
Magnúsdóttur, Ninnýjar, veröur opnuö í Gall-
erí List, Skipholti 50d, í dag. Sýningin ber yf-
irskriftina Lífsins braut og eru myndirnar
unnar á árunum 2000 og 2001. Verkin eru
unnin meö olíu og akríllitum á striga. i verk-
unum veltir Ninný fyrir sér lífinu og tilverunni.
Hún lauk námi frá Myndlista- og handíöa-
skóla íslands árið 1978 og er þetta sjötta
einkasýning hennar. Sýningin er opin alla
virka daga frá 11-18 og laugardaga frá 11-
14 og stendur til 8. júní.
•Síðustu forvöö
■ BORÐLEGGJANDI í HANDVERKI OG
HÖNNUN Boröum saman viö fallega búlð
borö og verum lengi aö því er yfirskrift sýn-
ingarinnar Boröleggjandi sem lýkur í dag hjá
Handverki og hönnun í Aöalstræti 12, 2
hæö. Þar sýna þrjár leirlistakonur og þrir
textílhönnuðir verk sín og leggia sameigin-
lega á borð. Allur borðbúnaöurinn er ný
hönnun og geröur sérstaklega af þessu til-
efni. Þær sem sýna eru Guðlaug Halldórs-
dóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Krlstín
Slgfrlöur Garöarsdóttir, Margrét Jónsdóttir,
Ólöf Erla Bjarnadóttir og Ragna Fróöadóttir.
■ JÓHANNA OG JÓN í ASÍ Sýningu á verk-
um þeirra Jóns Reykdals og Jóhönnu Þóröar-
dóttur lýkur T dag í Listasafni ASÍ, Ásmund-
arsal og Gryfju viö Freyjugötu. Jón sýnir upp-
stillingar meö ýmsum tilbrigöum og myndir
þar sem konan er í öndvegi á meöan Jóhann
vinnur meö óhlutbundin form með
geometrísku ívafi. Þau Jóhanna og Jón hafa
stundað myndlist í 30 ár og er sýning þeirra
opin frá 14-18 alla daga nema mánudaga.
■ Á FÓSTUNNI í HALLGRÍMSKIRKJU í dag
lýkur sýningu á verkum Kristínar Geirsdóttur
í Hallgrímskirkju. Á sýningunni eru sjö olíu-
málverk sem eru gerö á síðustu mánuöum
sérstaklega fyrir þessa sýningu. í verkunum
er lögö áhersla á krossinn, þríhyrninginn og
litinn. KristTn er fædd í ReykjavTk 25. ágúst
1948. Hún stundaði nám viö Myndlista og
handíöaskóla íslands og útskrifaöist frá mál-
aradeild voriö 1989. Einnig stundaöi hún
nám viö Myndlistaskólann í Reykjavík 1981-
83. Kristín hefur haldiö margar einkasýning-
ar á undanförnum árum og tekiö þátt T sam-
sýningum bæði hér á landi og erlendis. Sýn-
ing Kristínar er opin alla daga frá 9-17. Aö-
gangur er ókeypis.
■ Á LEIÐINNI í ÍSLENSKRI GRAFÍK Á lelö-
Innl heitir sýning sem Iréne Jensen lokar í
dag í sal félagsins íslensk grafík, Tryggva-
götu 17, Hafnarhúsinu. Myndirnar eru Ima-
gOn ætingar sem er ný listgrafíktækni sem
byggir á Ijósmynda- og djúpþrykkstækni. Á
sýningunni vill listamaöurinn miöla tilfinning-
um af nútímafólki sem alltaf er á leiöinni.
Iréne er sænsk en hefur veriö búsett T
Reykjavík síöan 1988. Hún hefur stundað
myndlistarnám í Stokkhólmi og síöast viö
Myndlista- og handíöaskóla íslands T grafík-
deild. Þetta er sjöunda einkasýning hennar
og hún hefur einnig tekiö þátt i fjölda sam-
sýninga erlendis og hérlendis. Iréne rekur
grafíkvinnustofuna Áfram veginn, Laugavegi
1 B, ásamt fimmöörum listamönnum. Sýn-
ingin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá
14-18.
Bíó
■ BÍÓ í RAFEIND Rafeind, Egilsstöðum,
sýnir myndina The Weddlng Planner kl. 20.