Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2001, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2001 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraidsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugeró: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöi við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ólíðandi ofsóknir Langvarandi klögumál, endurteknar bréfaskriftir og at- hugasemdir Heilbrigðisnefndar Suðurlands kallar Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suður- lands, stöðugt áreiti í starfi. í DV í fyrradag kom fram að fulltrúinn hefur leitað til stéttarfélags síns og lögmanns um aðstoð vegna áreitisins. Réttara væri að segja að Heil- brigðisnefnd Suðurlands hafi lengi hundelt og ofsótt hann og framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins. Forsaga deilna Heilbrigðisnefndar Suðurlands við heil- brigðisfulltrúana er kunn og komst í hámæli í fyrra, eftir eftirlitsferð fulltrúanna að kjúklingabúinu að Ásmundar- stöðum. Þá mældist um 80 prósent campylobactermengun i kjúklingum búsins. Neytendum var seld sýkt vara sem gat leitt til alvarlegrar matareitrunar. í greinargerð heil- brigðisfulltrúanna, sem send var þeim stofnunum sem málið snerti, kom fram að umhverfi búsins var með ólík- indum með tilliti til matvælaframleiðslu þar sem skapað- ar voru kjöraðstæður og gróðrarstíur fyrir sjúkdómavald- andi bakteríur. í stað þess að snúa sér að sóðabúinu eyddi Heilbrigðis- nefnd Suðurlands tíma sínum í það finna þá sem komu upplýsingum um viðbjóðinn til fjölmiðla og þar með til hins almenna neytanda. Nefndin vildi rannsókn á starfs- háttum heilbrigðisfulltrúanna, þeirra sem bentu réttilega á þá hættu sem neytendum var búin í greinargerð sinni. Þess vegna leitaði hún bæði til lögreglu og umhverfisráðu- neytis. Sú rannsókn leiddi í ljós að heilbrigðisfulltrúarnir höfðu farið rétt að í samskiptum við fjölmiðla. Niðurstaðan hefði átt að duga Heilbrigðisnefnd Suður- lands svo heilbrigðisfulltrúarnir fengju starfsfrið. Svo varð ekki. Mánuðum saman hefur nefndin sótt að Birgi Þórðarsyni vegna viðtals við hann í DV i júní i fyrra um slæma umgengni á Suðurlandi. Með viðtalinu birtust myndir af dýrahræjum á víðavangi. í stað þess að styrkja fulltrúann í ötulu starfi til þess að bæta umgengni og koma í veg fyrir sýkingar hefur heilbrigðisnefndin bókað um málið á hverjum fundi og staðið í bréfaskriftum við fulltrúann í nærfellt ár. Þótt formaður Heilbrigðisnefndar Suðurlands viður- kenni i DV að það sem Birgir Þórðarson sér um innan heilbrigðiseftirlitsins sé í mjög góðu lagi segir hann að fulltrúinn pirri fólk. Hvaða fólk pirrar hann? Ekki eru það almennir neytendur matvæla. Framtak heilbrigðisfulltrú- anna varð til þess að matvælafyrirtæki bættu framleiðslu sína og tök náðust á campylobactermenguninni. Getur það verið að hinir pirruðu séu yfirmenn fulltrúanna sem þola ekki að sannleikurinn komi í ljós og flett sé ofan af sóðaskapnum? Getur það verið að þeir meti meira hag ein- stakra fyrirtækja í héraði en heilsufar almennings? Yfir- dýralæknir blandaði sér í málið og sagði heilbrigðisfull- trúana hafa bakað sér óvild landbúnaðarráðuneytisins, Hollustuverndar ríkisins, dýralækna og títtnefndrar heil- brigðisnefndar. Samansúrrað kerfið þoldi ekki þá sem stungu gat á kýlið svo gröfturinn vall út. Þess vegna hefur verið gefið veiðileyfi á heilbrigðisfull- trúana. Kerfiskarlar virðast með ofsóknum ætla að af- nema málfrelsi þeirra. Sífelldar athugasemdir þreyta og fæla jafnvel hæfustu starfsmenn frá. Leitað er með log- andi ljósi eftir brotum í starfi svo áminna megi sem und- anfara uppsagnar. Þá hentar það og varðhundum kerfis- ins að koma á þrælsótta svo aðrir hafi hægt um sig. Hin augljósu bolabrögð gegn heilbrigðisfulltrúunum má ekki líða. Jónas Haraldsson DV Árangurslaus byggðastefna Iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi skýrslu sína um framkvæmd þings- ályktunar um stefnu í byggðamálum 1999-2001. Skrifað markmið þeirrar byggðaáætlunar er að treysta búsetu á lands- byggðinni. Það hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti er það skoðun flestra að byggðin sé víða enn að veikjast og kemur margt til. Þó svo að í áætluninni séu listuð upp 21 atriði, almenn- um orðum, þá hafa þau ekki öll gengið eftir og sum eru þess eðlis að ekki er sýnt að þau hafi neitt með styrkingu byggðar um landið að gera. Á sama tíma er svo ríkisvaldið jafnvel að vinna í þveröfuga átt með ákvörðunum sínum, eða ákvarðana- leysi, og stundum virðist sem byggðaáætlanir og Byggðastofnun séu fyrst og fremst afsökun fyrir stjórnvöld, fjarvistarsönnun frá þvi að taka pólitískar ákvarðanir um það hvert skuli stefnt, eða frá því að grípa til alvöru aðgerða sem byggðar væru á þeim veruleika að lands- byggðin er afar ólík inn- byrðis. Þess vegna þarf skýr markmið og ólíka aðkomu eftir svæðum. Arfur frá liðinni öld Tími stofnana eins og Byggðastofnunar, sem tók við af Framkvæmdastofnun ríkisins og byggir á hug- myndafræði miðstýrðra áætlana, er liðinn. Hvað þá byggðaáætlana sem inni- halda eitthvað sem hljómar vel en passar e.t.v. hvergi. Almennt orðaðar miðstýrð- ar áætlanir sem þýða allt og ekkert en gefa svigrúm fyrir æflngar og geð- þóttaákvarðanir stjórnmálamanna sem vakið hafa upp spurningar um faglega vinnu og spillingu. Nýjasta dæmið um ísrúss hlýtur að skerpa spurninguna um gildi Byggðastofn- unar. Slíkar æfmgar eiga að vera hluti af sögu 20. aldar. Þetta fyrir- komulag hefur líka sett blett á flest sem byrjar á orðinu byggða. Það sem metið er að vel hafi tekist í gildandi byggðaáætlun hefur líka minnst með Byggðastofnun að gera. Miðstýringarstofnanir, í byggðamál- Svanfríður Jónasdöttir, þingmaöur Samfylkingar „Stundum virðist sem byggðaáœtlanir og Byggðastofnun séu fyrst ogfremst afsökun fyrir stjórnvöld, fjarvistarsönnun frá því að taka pólitískar ákvarðanir um það hvert skuli stefnt.“ - Stjórnarfundur íByggðastofnun. um sem og annars staðar, eru arfur liðinnar aldar Úreltur farvegur byggðamála Það kerfi sem við búum við í dag veitir fólkinu, sem er að takast á við stórfelldar atvinnuháttabreytingar og horfir á ævisparnað sinn hverfa með lækkandi fasteignaverði, hvorki öryggiskennd né kjark. Hefur ekki reynsla og árangur annarra þjóða kennt að ef raunverulegur vilji er til að jafna aðstöðu fólks, nýta landsins gæði og viðhalda menningarlegum Qölbreytileik þá duga önnur meðul betur? Stjórnskipulag byggðamála er í röngum og úreltum farvegi, hefur enda litlu skilað. Stjómvöld eiga ekki að hafa svigrúm til að fela sig á bak við almennt orðaðar byggðaáætlanir. Ákvarðanir eiga að taka mið af að- stæðum og fjölbreytileik byggðarinn- ar. Þannig næst árangur og þannig varðveitum við líka hina menningar- legu fjölbreytni sem gerir ísland að því landi sem við viljum byggja. Svanfríður Jónasdóttir Matið á Kárahnjúkavirkjun I matsskýrslu Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar segir: „Landsvirkjun lítur svo á að þær niðurstöður sem fengist hafa við undirbúning virkjunarinnar, eins og þær eru settar fram í þessari mats- skýrslu, haldi gildi sínu ÓHÁÐ MARKAÐSSETNINGU ORKUNN- AR og því hvort áform þessa tiltekna orkukaupanda um byggingu álvers á Reyðarfirði ganga eftir“ (bls. 18, let- urbr. HG). Víðar er hnykkt á þessu í skýrslunni og má öllum vera ljóst að Landsvirkjun ætlar með yfirstand- andi mati að fá grænt Ijós fyrir Kára- hnjúkavirkjun óháð því hvað verður um NORAL-verkefnið í heild. Umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkj- unar yrðu gífurleg og snerta mikla verndarhagsmuni á landsmælikvarða og á alþjóðavísu. Það er sama hvar gripið er niður í framkvæmdaáform- in, alls staðar blasa við stórfelld nei- kvæð umhverfisáhrif á gróður, dýra- líf, ótal jarðmyndanir, yfir 100 fossa og þau víðerni í heild sem virkjunin mun raska. Samveita tveggja stór- fljóta er fordæmalaus og hefði áhrif á nær allt Fljótsdalshérað. Aðferöafræðin gengur ekki upp Þá stórfelldu neikvæðu röskun sem felast myndi í byggingu Kára- hnjúkavirkjunar reynir Landsvirkj- un að réttlæta með meintum félags- legum og efnahagslegum ávinningi „Þvert á móti kvað umhverfisráðherra 20. júní 1996 upp sérstak- an úrskurð af tilefni kœru út af álverksmiðju Norðuráls í Hvalfirði, þar sem því var hafnað að álver og orkufram- kvœmdir væru tengdar saman í mati. “ af orkusölu frá virkjuninni til stórnotenda. Á bls. 141 í matsskýrslunni segir: „Það er því eðlilegt að þjóðhags- leg áhrif framkvæmda og reksturs virkjunarinnar og væntanlegs orkukaupanda séu metin saman. Áætlanir um orkunotanda miðast NÚ við Noral-verkefnið og því eru þjóðhagsleg saman- lögð áhrif miðuð við að orkan sé notuð til álfram- leiðslu." Þessi aðferðafræði geng- ur augljóslega ekki upp, hvað sem mönnum kann að fmnast um hugs- anlega álverksmiðju. Kárahnjúka- virkjun er lögð fyrir til mats sem óháð afmörkuð fram- kvæmd og hana ber þar af leiðandi að meta lögum sam- kvæmt sér á parti, óháð hugsanlegum orkukaup- anda, eins og Landsvirkjun biður um. Það er því út í hött að flétta inn í mats- skýrslu um Kárahnjúka- virkjun ritgerð frá Þjóðhags- stofnun til ráðherra um „áhrif Noralverkefnisins á íslenskt efnahagslíf‘. Úrskurður umhverfis- ráðherra Noral-þátttakendur áttu þess kost að leggja allar sín- ar hugmyndir um álverk- smiðju, virkjun og raflínur fram í einu samþættu er- indi til mats á umhverfis- áhrifum og standa eða falla með niðurstöðunni. Það gerðu þeir hins vegar EKKI Hjörieifur Guttormsson fyrrv. alþingismaöur og birtist aðferðafræði þeirra m.a. í fyrra þegar raf- linur milli Fljótsdals og Reyðarfjarðar voru settar í mat einar og sér sem og virkjunarvegur og brúar- gerð í Fljótsdal. Þessi vinnu- brögð hafa margir gagnrýnt en ekkert verið á hlustað af stjómvöldum. Þvert á móti kvað um- hverfisráðherra 20. júní 1996 upp sérstakan úrskurð af til- efni kæru út af álverksmiðju Norðuráls í Hvalfirði, þar sem því var hafnað að álver og orku- framkvæmdir væru tengdar saman í mati. Hefur oft verið til þess úr- skurðar vitnað síðan, bæði af ráðu- neytum og Skipulagsstofnun. Áhrif Kárahnjúkavirkjunar Landsvirkjun bendir réttilega á að áhrif af rekstri hugsanlegrar Kára- hnjúkavirkjunar á vinnumarkað á Austurlandi yrðu ekki meiri en af lít- Uli prjónastofu, „innan við 20 fost störf við viðhald og rekstur ...“ (bls. 140). Fómarkostnaður af virkjuninni yrði hins vegar slíkur að orð fá vart lýst og þær fórnir myndu blasa við og reynast óafturkræfar um framtíð sem mæla verður í öldum og árþúsund- um. Fljótsdalshérað yrði aldrei samt eftir slika framkvæmd þar sem ráð- gert er að beina til virkjunarinnar og ofan í Fljótsdal öllu vatni sem til næst frá Hraunum í austri og vestur að vatnaskilum við Jökulsá á Fjöllum. Þessi áform snerta alla fslendinga og þau verður að meta eins og um er beðið á forsendum virkjunarinnar sjálfrar. Hjörleifur Guttormsson Ummæli erum ferðataska „Eitt af því sem ein- kennir samfélagið okkar í dag er hvað margt er orðið ópersðnulegt. Við erum ein- hver kennitala, aldurshóp- ur, kyn og svo framvegis, númer í hinum íslenska genabanka. Oft vill það gleymast að við erum hvert og eitt svo miklu meira en það sem talan, númerið og stimpillinn gefur til kynna. Við erum nefnilega á vissan hátt eins og ferðataska á leið frá einum áfangastað yfir á þann næsta.“ Sr. Þórhallur Heimisson í pistli á Netdoktor.is. Menning er atvinnugrein „Tal um menningu hefur oft verið sparidagsumræða og einkennst af prjáli, vanmáttarkennd og þekkingarleysi. Snú- um af þeirri braut. Menningin er alvöru atvinnugrein og það er engin ástæða til minnimáttarkenndar. Það er mjög brýnt í ljósi alþjóöavæðingarinnar að sækja fram af sjálfstrausti á menningarsvið- inu. Menningin bindur okkur saman í einni þjóð og hún stendur undir drjúgum hluta af lífskjörum okkar.“ Ágúst Einarsson á vefsíðu sinni. Bandamannaréttindi „Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um Samkeppnisstofnun. Þau gefa stofnuninni víðtækari heimildir en áður til að grípa til allskonar aðgerða gegn fyrirtækjum, telur hún að athafnir þeirra brjóti gegn einhverjum óljósum hugmyndum um samkeppni. Einnig fékk stofnunin víðtækari heimildir til að refsa mönnum ... Er eðlilegt að sami aðilinn sem ekki lýtur stjórn neins ann- ars geti ruðst inn í húsakynni fólks án dómsúrskurðar, rannsakað, kært, dæmt, refsað og framfylgt refsingunni. Hvers- konar bandamannaréttindi eru þetta?“ Pistill á Frelsi.is Við Spurt og svarað_____Er nógu langt gengið í baráttunni gegn reykingum? Dagbjört Bjamadóttir, hjúkrunarfr. hjá Ráðgjöf: Reyklausir munu vísast fagna „Margt jákvætt er í þessum nýju lögum og þar nefni ég fyrst þann skilyrðislausa rétt barna sem áréttaður er í lögunum, að þau eigi skýran rétt á reyklausu umhverfi. Einnig er stórgott atriði í lögum að tóbak verði ekki sýni- legt í verslunum. Ég fagna því að meirihluti rýmis á veitingahúsum eigi að verða reyklaus en öll eig- um við rétt á hreinu og reyklausu lofti hvar sem við erum. í mínum huga er ekki spurning um að þjóðin þarf nokkurn tíma til þess að aölagast þess- um nýju reglum en vísast munu þeir sem reykja, sem eru um 20% þjóðarinnar, jafnvel fagna þessum lögum enda geta þau ábyggilega hjálpað mörgum að losna við tókbaksfiknina." Haukur Tryggvason, veitingamaður á Við Pollinn: Lögin eru algjör markleysa „Það er staðreynd sem aldrei mun ganga upp að meirihluti rýmis á vínveitingahúsum eigi að vera reyklaus. Þegar fólk er að skemmta sér með víni fylgja reykingar mjög oft - og þótt reykingafólkið sé í minnihluta þá ræður það ferðinni. Hér á Akureyri hefur verið gerð tilraun með rekstur reyklauss pöbbs en hún gekk ekki upp enda þótt margir fógnuðu frum- kvæðinu. Þessi lög eru dæmd til að verða algjör markleysa, eins og til dæmis það fróma markmið um eiturlyQalaust ísland árið 2000. Aldrei hefur verið meira af flkniefnum og eiturlyfjum á ís- landi en einmitt nú þannig að við sjáum að mark- mið og árangur fara ekki alltaf saman.“ Jakob Bjömsson, bœjarfulltrúi á Akureyri: Mun síast inn í þjóðarsálina „Er nokkurn tímann nógu langt gengið í þessum efnum? Ef til vill fmnst einhverjum það vera tvískinnungsháttur af mér, reykingamanninum, að segja þetta en okkur ber af fremsta megni að reyna að sporna gegn þess- um óþverra sem svo miklu tjóni veldur á heilsu fólks. Ég hef engar neikvæðar athugasemdir við þessi nýju lög og hvergi á að draga úr áróðrinum. Honum á ekki síst að beina gegn ungu fólki vegna þess að best er að byrja aldrei. Almenn- ingsálitið hefur mjög snúist gegn reykingum á síðustu árum og þvi trúi ég því að markmið þess- ara laga náist fyrirhafnarlítið fram og boðskapur þeirra síist inn í þjóðarsálina." Hrannar B. Amarsson, borgarfulltrúi í Reykjavík: Markmiðin skýrð og skerpt „Þessi lög eru mjög til bóta og ég er sérstaklega ánægður með að réttur manna til reyklauss andrúmslofts, á til dæmis kaffihúsum, sé styrktur enda heyrir það í dag til algjörra undantekninga að menn'geti gengið að þeim sjálfsagða rétti sínum vísum. Samfara þessum lagabreytirigum eykst mjög ábyrgð og eftirlitsskylda sveitarfélaganna og í sjátfu sér er það fagnaðarefni að markmið í stjórnvalda í tóbaksvörnum séu þannig skýrð og skerpt. Ég held að ekki muni líða langur timi þar til öllum mun þykja þessi lagasetning vera sjálfsögð og kröfur um enn hertari reglur gegn tóbaksvömum verði komnar á kreik.“ Meirihluti rvmis á veitingahúsum barf aö vera revklaus. levfi barf til aö selia tóbak og bannaö verður að stilla tóbaki upd í hlllur. Þetta er meðal ákvæöa í nvium tóbaksvarnalögum. Skoðun Lagasetningar á skjön Enn á að takmarka frelsi öku- manna til að lifa og leika af hjartans lyst i bílum sínum. Alþingi er dug- legt að bæta boðum og bönnum í um- ferðarlögin en bilstjórar eru enn duglegri við að virða þau að engu og aka hver eftir sinum geðþótta. Síð- asta lagaklásúlan sem þrengir að sjálfsákvörðunarrétti ökumanna er að banna þeim að tala í farsíma við akstur. Lögin taka gildi að hausti. Fer nú hver að verða síðastur til að taka sig út í fjórhjólastöðutákni með farsíma í annarri hendi og stjórntæki bílsins i hinni. Það er að segja þeir sem hafa vanið sig á að fara að lögum í umferðinni. En þeir eru varla svo margir að það breyti miklu þegar bannið gengur í gildi. Bílstjórar aðlaga nefnilega akstur sinn að þeim reglum sem þeir setja sjálfir, hver um sig. Aksturslagið einkennist af því hvernig hverjum og einum finnst að umferðarlögin eigi að vera. Ökumenn ákveða sjálf- ir hver á að vera lágmarks- og há- markshraði og kæra sig kollótta um hvað landslög og ákvarðanir sveitar- stjórna segja um þau mál. Svipað er að segja um flest önnur ákvæði umferðarreglna. Þau eru dauður bókstafur í augum ærið margra bílstjóra og umferðarmerki hafa álíka þýðingu og stjömumerkin sem sæfarar kunna þó að stýra eftir. Með það í huga hve fjölmargir bíl- stjórar fara ekki eftir öðrum umferð- arreglum en þeim sem þeir setja sér sjálfir er borin von að þeir láti af þeim vana að rabba í farsímann sinn samtímis því að þeir hafa græjurnar á útopnu og stýra með annarri og hálfum huga. 1 viðbótinni við umferðarlögin er ekki gert ráð fyrir framlögum til aukinnar löggæslu. Miðað við hve slælegt umferðareftirlit er er engin hætta á að farsimadýrkendur þurfi að setja tól sín í vasann þegar þeir eru úti að aka. Eða hver á að hafa eftirlitið og ganga eftir að lögum um bann við farsímanotkun í akstri sé framfylgt, fremur en öðrum ákvæð- um umferðarlaga. Felum áfengiö líka Alþingi samþykki önnur friðþæg- ingarlög í ruglinu rétt fyrir frestun þingfunda. Eftirleiðis má ekki hafa tóbak sýnilegt í verslunum og öðrum sölustöðum. Veraldarfyrrt tóbaks- varnarnefnd taldi þingheimi trú um að með svona pukri væri hægt að draga úr löngun reykingarmanna í tóhak. Þetta er í algjörri andstæðu við aðrar klásúlur að söluvarningur skuli vera sýnilegur og uppfylli kröf- ur um vörulýsingu og verð. Hér verða ærin verkefni fyrir Samkeppn- isstofnun og Neytendasam- tökin um að gæta þess að upplýsingaskylda sölu- manna sé i heiðri höfð og hagsmuna neytenda gætt. Tvískinnungurinn í þess- ari lagasetningu er auð- sær. Þeir sem kaupa tóbak eiga heimtingu á að þeir hafi jafnan aðgang að þeirri vörutegund og öðr- um vörum sem eru á boðstólum. En þeir sem setja lögin um feluleikinn álíta greinilega að betra sé illt að gera en ekki neitt. Þetta er sýndarmennskan helber og helgast af því að þeir sem eru á kaupi við að berjast gegn tóbaksfikn annarra hafa ekki hugmynd um hvemig þeir eiga að fara að því. Ekki fremur en Olíu- félagið þegar það sendir riddara sinn að berjast við vindmyllur og reyna að hafa áhrif á lífsstíl unglinga. Ríkið hefur einkasölu á tóbaki og græðir á henni. Því er lítil kurteisi við viðskiptavinina að fela fyrir þeim varninginn og selja þeim undir borðið eins og ótíndir sprúttsalar. Áfengi er ekki síður fíkniefni og bölvaldur þeirra sem ánetjast þvf heldur en tóbak. En ríkisverslunin innréttar glæsilegar sölubúðir þar sem alkóhólið fær að njóta sín í girnilegum og vel merktum umbúð- um. Ef ástæða er til að fara í feluleik með tóbaksviðskipti er ekki síður réttlætanlegt að fela áfengiö fyrir augum kaupenda. Leynivínsalar geyma sitt áfengi í skottinu á bílum sínum, þar sem það er vafið í brúna poka. Þannig ætlar ríkið nú að selja tóbak. Ef Alþingi væri sjálfu sér samkvæmt ætti það líka að setja lög um að eftirleiðis verði aðeins um leynivínsölu að ræða og að enginn fái að sjá vínflösk- urnar fyrr en kaupin eru gerð og þær dregnar úr pok- unum. Óöguð löggjöf Svona lög renna gegnum þingið í írafárinu fyrir langt og gott sumarfrí. Enginn tími vinnst til að setja lög um mikilsverð mál- efni eins og að leyfa box eða fram- lengja veiðileyfi trillukarla. En með- ferð slíkra mála er þeim annmörk- um háð að þau eru vegin og metin í umræðum utan þings sem innan enda eru um þau skiptar skoðanir. Hins vegar er ekkert því til fyrir- stöðu að samþykkja lög sem samin eru af misvitrum þrýstihópum úti í bæ. Það er sama hve rugluð og gagnslaus þau eru og stinga jafnvel í stúf við önnur lagafyrirmæli. Þau eru samþykkt umræðu- og möglun- arlaust og eru jafnvel andstæð öllum hefðum í eðlilegum viðskiptum manna á meðal. Verst er samt hve gagnslaus þau eru og heimskuleg, eins og felideikurinn með tóbakið. Oft er haft á orði að íslendingar séu illa agaðir. Það má satt vera enda gengur löggjafinn þar á undan með vondu fordæmi og samþykkir lög sem eru illa grunduð og ófram- kvæmanleg. Vœri eitthvert vit í kollinum á bilstjórum þyrfti ekki að setja lög um bann við notkun farsíma undir stýri. En þeir símaóðu kalla yfir sig lagasetningu sem þó mun ekki koma að notum þar sem erfitt verður að framfylgja lögunum. - Leynisala á tóbaki mun heldur ekki draga úr reykingum og sýnir djúpa fyrirlitningu á viðskiptavinum ríkisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.