Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2001, Blaðsíða 20
24
Tilvera
-------
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2001
x>v
Kristin Fonda
fær skilnað
Kvikmyndastjarnan og eilífðar-
kroppurinn Jane Fonda hefur feng-
ið skilnað frá auðkýfingnum Ted
Tumer.
Ástæðan fyrir skilnaðinum er, að
sögn Tumers, að hin 63 ára gamla
Fonda frelsaðist til kristinnar trúar.
„Það var áfall," sagði Turner sem er
þekktur fyrir andúð sína á trúar-
brögðum. Þau skildu að borði og
sæng fyrir ári, eftir tæpan áratug í
hjónabandi.
Fonda hlaut viðurnefnið Hanoi-
Jane fyrir 30 árum þegar hún fór til
Vietnam til að mótmæla stríöinu.
Hún er líkamsræktarfrömuður og
mannúðarsinni, góður kvenkostur.
Hótaði mara-
þonkynlífi með
vörubílstjóra
Eiginkona Roberts Blakes, sem
hann er sakaður um að hafa myrt,
hótaði honum maraþonkynlifi með
vörubílstjóra í rifrildissímtali sem
þau áttu á meðan hún var ólétt fyr-
ir giftingu þeirra. Blake, sem var
frægur fyrir að leika rannsóknar-
lögreglumanninn Baretta í sam-
nefndum sjónvarpsþáttum frá 8.
áratugnum, hefur meðal annars
fengið ráðleggingar frá O.J. Simp-
son um hvernig eigi að haga sér í
aðstæðunum. Lögfræðingur Blakes
hefur lagt sig fram um að sverta
látnu eiginkonuna og kallar hana
svindlara sem lagðist á auðuga,
eldri menn.
Geri landaði
þýskum risa
Fyrrverandi Kryddstúlkan Geri
Halliwell hefur nælt sér í þýskan
körfuboltarisa. Sá heppni heitir
Dirk Nowitzki og er leikmaður
Dallas Mavericks. Skötuhjúin hitt-
; ust þegar Geri var í slagtogi við liðs-
félaga Dirks en þau náðu ekki sam-
| an fyrr en þau snæddu saman á
Íveitingastaðnum Frelsisnúðlum í
Dallas. Hún rembist nú við að læra
þýsku fyrir kappann sem er hálfum
metra hærri en hún.
Ragnheiður Guðnadóttir kjörin Ungfrú ísland 2001:
Fór heim með fjóra titla
Það var mikið um dýrðir á
skemmtistaðnum Broadway á mið-
vikudagskvöldið þegar val á ungfrú
ísland árið 2001 fór fram. Ragnheið-
ur Guðfinna Guðnadóttir, 21 árs
Reykjavíkurmær, hlaut hinn eftir-
sótta titil fegurðardrottning íslands
í þetta skiptið en hún var jafnframt
valin mbl.is stúlkan, Nanooq-stúlk-
an og Casall-stúlkan. 1 öðru sæti
varð íris Björk Árnadóttir en í því
þriðja íris Dögg Oddsdóttir. Þá
hlaut Hulda María Jónsdóttir titil-
inn ljósmyndafyrirsæta DV en hún
hlaut einnig nafnbótina Oroblu-
stúlkan. Að keppni lokinni var
slegið upp balli á Broadway þar
sem enginn annar en stuðboltinn
ógurlegi Páll Óskar Hjálmtýsson sá
um að engum leiddist.
Fegurstar á landi hér
Þrjár fegurstu stúlkur á íslandi, íris
Björk Árnadóttir, Ragnheiður Guð-
finna Guðnadóttir og íris Dögg Odds-
dóttir, brosa mót heiminum.
DV-MYNDIR EINAR J.
Stolt af stelpunni
Gerður Guðríður Sigurðardóttir, móð-
ir Ragnheiðar Guðfinnu, var að von-
um stolt og ánægð með árangurinn.
Framkvæmdastjórinn
Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri
ungfrú ísland, veifar til áhorfenda
heima í stofu en keppnin var send
út í beinni útsendingu á Skjá einum.
Ljósmyndafyrirsæta DV
Hulda María Jónsdóttir hlaut hinn
eftirsótta titil Ijósmyndafyrirsæta DV
auk þess að vera útnefnd Oroblu-
stúlkan.
Fráfarandi fegurðardrottningar
Unnur Eir Arnardóttir, Elín Málmfríö-
ur Magnúsdóttir og Anna Lilja
Björnsdóttir, fráfarandi fegurðar-
drottningar, krýndu arftaka sína.
Stanslaust
stuð að
eilífu
Pátt Óskar
Hjálmtýssori
tryllti lýðinn
með söng
og dansi á
milli atriða
og sá síðan
um að halda
uppi fjörinu
að keppni
lokinni.
Kvennareið í Húnaþingi
Akranes:
Tónleikar
Föngulegur kvennahópur
Fjöldi kvenna tók þátt í kvennareiðinni og að henni lokinni var slegið upp grillveislu
með söng og dansi.
„Þetta er orðinn mikill
hátíðisdagur hjá konum
hér. Þátttakan er alltaf að
aukast og hefur aldrei verið
meiri en núna,“ segir Sig-
rún Þórðardóttir, húsmóðir
á Hvammstanga, en þann
12. maí var efnt til árlegrar
kvennareiðar i Húnaþingi
vestra og i henni tóku þátt
82 konur. Það var fönguleg
fylking sem hélt af stað frá
Gauksmýri upp úr hádegi í
glaðasólskini og var ferð-
inni heitið á Hvammstanga.
Að sögn Sigrúnar tóku
konur af öllu svæðinu þátt í
kvennareiöinni og einnig
amerísk kona gestkomandi
og fannst henni mikið til
þessa ferðalags koma. Áð
var við Grafarkot þar sem
karlpeningurinn var mætt-
ur með veitingar og fór síð-
an haldið áfram og út á
Hvammstanga, riðið í gegn-
um bæinn að sjúkrahúsinu
og öldrunaríbúðunum við
Nestún þar sem sungið var
fyrir sjúklinga og gamla
fólkið. Síðan var haldið suð-
ur í hvammana að félagssvæði
hestamannafélagsins Þyts, slegið
upp grillveislu og sungið og trallað
fram eftir kvöldi.
Kvennareiðin hefur verið árviss
síðan 1993 og aðeins fallið úr eitt
vor, 1995, þegar aldrei viðraði nógu
vel. Það var hópur kvenna úr Hesta-
mannafélaginu Þyt sem kom þess-
um viðburð á laggirnar og síðan
hafa konurnar skipt undirbúningn-
um og framkvæmdinni á milli
svæða frá ári til árs. Að þessu sinni
voru það konur á Hvammstanga
sem sáu um kvennareiðina en þátt-
takan má heita frábær, sérstaklega
þegar stærð svæðisins er höfð í
huga. Margar eiga konurnar sína
eigin hesta en talsvert er um að þær
fái reiðskjótana að láni og það þarf
líka talsvert hugrekki að sitja hest
sem knapinn gjörþekkir ekki, þótt
þægur sé. -ÞÁ
til styrktar
krabba-
meinssjúk-
um börnum
DV, AKRANESI:
Tónlistaráhugi meöal nemenda
Fjölbrautaskóla Vesturlands og ann-
arra skóla á Akranesi er mikill eins
og víðast hvar. Siðastliðinn fóstu-
dag stóðu sjö nemendur fyrir stór-
tónleikum sem kölluðust „akvest“ i
Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi. Þar komu fram sjö hljóm-
sveitir tvær frá Akranesi, ein frá
Grundarfirði og fjórar frá Reykja-
vík. Marinó Árnason, sem var í for-
svari fyrir tónleikahaldarana, sagði
i samtali við DV að eftir að hann og
félagar hans sáu símanúmer ýmissa
hljómsveita á Netinu hafi þeim dott-
ið í hug að haída tónleika og láta
alla innkomuma renna til krabba-
meinssjúkra barna. „Það eru sam-
tök sem okkur fmnst að þurfi að
styrkja," segir Marinó. Allar hljóm-
sveitirnar tóku vel í málaleitan
þeirra þótt þær hafi þurft að ferðast
alla leið frá Grundarfirði og Reykja-
vík. „Allar hljómsveitirnar gáfu
vinnu sína og við söfnuðum um
50.000 kr. fyrir krabbameinssjúk
böm,“ sagði Marinó að lokum. -DVÓ
■ír