Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2001, Blaðsíða 13
13
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2001
x>v
Var James Bond ættaður af Skógarströndinni?
Dularfullur Vestur-íslendingur
Á sunnudagsmorguninn kl. 10.15 hefst fyrri
þáttur Vigfúsar Geirdal á Rás 1 um œvintýra-
manninn William S. Stephenson sem varð goðsögn
í lifanda lífifyrir hetjuskap og njósnir. Um hann
hefur sennilega verió meira fjallað en nokkurn
mann af íslenskum uppruna, skrifaöar heilu bœk-
urnar og geróar kvikmyndir, meðal annars með
David Niven í hlutverki Willi-
ams. Ian Fleming, höfundur
sagnanna af meistaranjósnar-
anum og ofurhetjunni James
Bond, starfaói um skeið undir
handarjaöri Williams og
seinna voru þeir nágrannar á
Jamaica. Einn œvisagnahöf-
unda Flemings hefur haldið
því fram að William Stephen-
son sé ein helsta fyrirmyndin
aö James Bond. Vist er aó
William lagði Fleming til fjöl-
margar hugmyndir í njósna-
œvintýri Bonds því að ímynd-
unarafl hans var svo fjörugt að
erfitt er að greina hvað er satt
og logið um œvi hans sjálfs.
William Stephenson var
fæddur 1896 í Kanada og hélt
því sjáifur fram að hann væri
sonur skoskra innflytjenda.
Ýmsar traustar samtímaheim-
ildir halda þó fram að hann
hafi verið sonur íslenskra inn-
flytjenda og sennilegast er að
foreldrar hans hafi verið Vig-
fus Stefánsson og Kristín Guð-
laugsdóttir frá Klungurbrekku á
Skógarströnd. Þessa Klungur-
brekku var Wiiliam ekki vel við
og bærinn er nefndur „Kónga-
brekka" í einni heimild, enda
segir Vigfús að William hafi
hagrætt sann-
leikanum al-
veg frá upp-
hafi. Annað
mál er hvers
vegna honum
fannst hann
þurfa þess -
nógu ævin-
týrarík var
ævi hans þó að
aðeins sann-
leikurinn væri
sagður.
„Fyrsta bók-
in sem skrifuð
var um hann
heitir The
Quiet Canadi-
an eftir Hanford Montgomery
Hyde og kom út í íslenskri þýð-
ingu 1963 undir heitinu Dular-
fúlli Kanadamaðurinn," segir
Vigfús Geirdal. „Þar er sagt frá
því að hann hafi tekið að sér að
stjóma njósnum Breta í Vestur-
álfú, þ.e.a.s. bæði Norður- og
Suður-Ameríku, í seinni
heimsstyrjöldinni. í þeirri
fyrri hafði William verið
stríðshetja, flugás, eins og
þeir vom kailaðir árásarflug-
mennimir, en tvennum og
jafnvel þrennum sögum fer af
því hvort hann skaut niður
26, 18 eða 12 óvinaflugvélar!
Heimildum ber líka iila sam-
an um hvað hann hafi verið
lengi flugmaður í fyrra stríði,
ein segir að hann hafi gengið
í herinn strax 1914, önmu að
hann hafi aðeins verið flug-
maður fáeina mánuði fyrir
stríðslok 1918.“
Vigfús ætlar sér í þáttun-
um tveimur að finna mann-
inn í þjóðsagnavefnum sem
spunnist hefur um hann. í
fýrri þættinum verður sagt
frá foreldrunum, Vigfúsi og
Kristínu, og fjallað um afrek
Williams sem flugkappa. í
seinni þættinum er fjallað um
hvernig hann efnaðist á miilistríðsárunum, með-
al annars vegna einkaleyfis á uppflnningu að lita-
sjónvarpi, en fyrst og fremst um rekstur hans á
umfangsmiklu njósnaneti Breta. William Steph-
enson átti stóran þátt í að setja á laggimar leyni-
þjónustu Bandaríkjanna á stríðsárunum sem síð-
an varð upphaflð að CIA.
Voru þau ekki foreldrar hans?
Vigfús Stefánsson og Kristín Guö-
laugsdóttir frá Klungurbrekku.
Þessi mynd af William S. Stephen-
son birtist í Voröld, 14. maí 1918.
Nafn blaösins er sótt í íslendinga-
dagskvæði Stephans G. Stephans-
sonar og Stephan geröi sitt til aö
halda blaðinu úti. Ritstjóri var Sig-
uröur Júl. Jóhannesson, læknir og
bindindisfrömuöur. Blaðiö var and-
stríössinnaö og róttækt.
Tónlist
Missið ekki aftur af Trio Nordica
Fátt eitt verður sagt um tónleika Triós Nordica
í Salnum á þriðjudagskvöldið annað en það að
þeir voru stórglæsilegir, glæsilegri en tónleikar
gerast yfirleitt hérlendis, að öðrum góðum lista-
mönnum vorum ólöstuðum. Það er harla sjald-
gæft að hlýða á heila tónleika sem ailan tímann
hljóma eins og um væri að ræða upptöku á diski,
og vonandi hafa tónleikarnir verið teknir upp því
þeir gætu sjálfsagt farið beint í fast form eins og
þeir hljómuðu þetta kvöld.
Ekki virtist það hafa áhrif á tónlistarkonumar
þrjár þegar þær stigu fram á sviðið að mæta ein-
ungis um þrjátiu andlitum í salnum - sem reynd-
ar hljóta öll að hafa hugsað það sama þegar liða
tók á konsertinn: Vesalings hinir sem sátu heima.
En hverju sætir það annars að ekki vom fleiri í
Salnum að hlusta þetta kvöld? Vom þessir tón-
leikar ekkert auglýstir eða fer fólk ekki á tónleika
frekar en í leikhús í miðri viku á íslandi? Missið
að minnsta kosti ekki af næstu tónleikum Tríós
Nordica hvar og hvenær sem þeir verða.
Konumar þijár, Auður Hafsteinsdóttir, fiðla,
Bryndís Halla Gylfadóttir, seOó, og Mona Sand-
Leiklist
ström, píanó, léku verk eftir þrjár konur, Kar-
ólínu Eiriksdóttur, Elfridu Andrée og Klöru Wi-
eck Schumann. Það var skemmtilegt að heyra
flutt verk eingöngu eftir konur því ekki era þær
margar sem markað hafa tónlistarsöguna í gegn-
um tíðina þó þeim sé nú að fjölga til muna. Yngst
tónskáldanna og sú fyrsta á efniskránni var Kar-
ólina Eiríksdóttir. Píanótríó hennar er spennu-
þrungið og ólíkindalegt, með sifellt glettnisfúilu
ívafi og svo myndrænt er það að kvikmyndagerð-
armenn em hér með hvattir til að kynna sér það
náið. Ekki var ráðist á garðinn þar sem hann er
lægstur fyrir Tríó Nordica að byija á þessu erflða
verki en þær skiluðu því frábærlega vel frá fyrstu
nótu og léku sér að öllum andstæðunum sem í því
búa.
Næst var sænska tónskáldið og organistinn El-
frida Andrée (f. 1841) sem samdi yfir hundrað
verk, m.a. kammerverk, píanóverk, kórverk og
sönglög. Píanótríó hennar í g-moll er rómantískt
í anda með gullfallegum melódiskum laglínum og
ekki ósvipað síðasta verki tónleikanna, Píanó-
tríói í g-moll op. 17 eftir Klöm Wieck Schumann.
Klara Schumann samdi píanótríó sitt þegar hún
var ófrísk að fjórða bami sínu en alls eignaðist
hún átta böm með tónskáldinu Robert Schumann
og er það líkast til ein ástæðan fyrir því að ekki
liggur eftir hana lengri verkefnalisti en raun ber
vitni. Píanótríóið er failegt verk og stenst að
fróðra sögn vel samanburð við önnur verk í sama
stíl frá sviþuðum tíma. Leikur kvennanna þriggja
í þessum tveimur verkum kynsystra sinna var
glæsilegur og fór þar allt saman, tæknilegur brill-
íans og einstök túlkun. Þær em hver annarri
betri hljóðfæraleikarar, þær Auður og Bryndís
óskeikulir, tandurhreinir og hámákvæmir
strengjaleikarar og Mona Sandström leikur sér
að öllum blæbrigðum píanósins af fuiikomnu ör-
yggi-
í raun er ekkert meira að segja um þessa frá-
bæra tónleika en þeir sem misstu af þeim era
minntir á að Tríó Nordica gaf út disk árið 1995
þar sem þær leika eitt af umræddum verkum,
píanótríóið fagra eftir Klöra Schumann.
Hrafnhildur Hagalín
Allt í steik
Hjálpsemi er ekki alltaf metin að verðleik-
um eins og Jón Jónsson leigubílstjóri kemst
að raun um þegar hann kemur gamalli konu
sem verið er að ræna til aðstoðar. Viðskiptin
við þá gömlu leiða til heimsóknar á slysavarð-
stofuna og þar er það Jón sjálfur sem í ógáti
gefur upplýsingar sem eiga eftir að valda
verulegum vandræðum. Á slysavarðstofunni
gefur hann nefnilega upp heimilisfang í Hafn-
arflrði en Þrándur lögga, sem ekur honum
heim, fer með hann í hús í Breiðholtinu.
Þetta á sér reyndar eðlflega skýringu því
Jón hefur komist upp með það i nokkur ár að
vera kvæntur tveimur konum; Mariu sem
hann býr með í Breiðholtinu og Barböru sem
hann býr með í Hafnarfirði. Hann lifir sam-
kvæmt stundaskrá og deilir tíma sínum bróð-
urlega milli eiginkvennanna en þetta litla
næturævintýri setur allt úr skorðum. Það er
ekki aðeins að stundataflan riðlist heldur fer
lögreglan að hnýsast i einkamál Jóns sem
næstu klukkustundirnar reynir allt hvað
hann getur til að bjarga sinu vel skipulagða
en tvöfalda lífi. Þeir sem blandast inn í atburða-
rásina auk eiginkvennanna eru Steini Garðars,
sem býr á hæðinni fyrir ofan Maríu og Jón, lög-
regluþjónarnir Þrándur og Þórður, Bobbi og
Steinþór sem búa fyrir ofan Barböru og Jón og
blaðasnápur frá DV. Jón berst hetjulega og not-
ar öll möguleg og ómöguleg vopn í baráttunni
en væntanlegum áhorfendum er látið eftir að
komast að því hvemig leikurinn fer.
Það var greinilegt að frum-
sýningargestir í Borgarleik-
húsinu í gærkvöld skemmtu
sér konunglega á uppsetningu
Þórs Tulinius á Með vífið í lúk-
unum. Þar ræður mestu sér-
lega vel heppnuð þýðing og
staðfærsla Árna Ibsen og ein-
vala lið gamanleikara í hlut-
verkum. Þar er Eggert Þorleifs-
son fremstur í flokki en hann
fer með hlutverk Steina Garð-
ars og uppskar ófáar hláturs- . Vandræöamyndin sem birtist í DV
rokurnar fvrir stórskemmti- Steinn Ármann og Olafía Hrönn í hlutverkum Jóns og Maríu.
lega takta. Steinn Ármann
Magnússon leikur Jón og tekst
sérlega vel að gæða þennan örvæntingarfulla
„meðaljón“ lífi. Og Jón fellur greinilega fyrir
svipuðum týpum því þær Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir og Helga Braga Jónsdóttir eru um
margt áþekkar. Farsinn býður upp á ýkta
túlkun og það notfæra.þær sér báðar, Ólafía
Hrönn í trylltum reiðiköstum og Helga Braga
í dæmalaust fyndnum tilburðum sem áttu að
vísa til kynlífslöngunar, svo dæmi séu tekin.
Júlíus Brjánsson var í hlutverki Þórðar rann-
sóknarlögreglu og skapaði úr honum bráð-
skemmtilega týpu. Gunnar Hansson, Halldór
Gylfason og Ámi Pétur Guðjónsson skiluðu
sínu líka með prýði þó sjálf sé ég orðin ansi
þreytt á þessum klisjukenndu útfærslum á
hommum.
Með vifið í lúkunum er ágætlega lukkaður
farsi en fer dálítið hægt í gang. Seinni hlutinn
var mun snarpari en stundum kom fyrir að of
lengi var hjakkað í sama brandaranum/atrið-
inu. En hlátrasköllin sem glumdu í Borgar-
leikhúsinu í gær eru besta sönnun þess að
sýningin virkar eins og hún á að gera.
Halldóra Friðjónsdóttir
Leikfélag Reykjavíkur og íslenska leikhúsgrúppan
sýna á stóra sviöi Borgarleikhússins: Með vífið í lúk-
unum eftir Ray Cooney. Þýöing og staöfærsla: Árni
Ibsen. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Lýsing: Lárus
Björnsson. Leikgervi: Sigríöur Rósa Bjarnadóttir.
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Leikmynd: Stígur
Steinþórsson. Leikstjári: Þór Tulinius.
___________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Odd Nerdrum fer
Fáar sýningar Listasafns Reykjavíkur hafa
hlotið jafngóða aðsókn og sýning hins umdeilda
norska málara Odds Nerdram. Síðasti sýningar-
dagur er á sunnudaginn og þann dag býður Lista-
safnið upp á leiðsögn klukkan 15.
Á sýningunni má sjá þróun Odds sem málara
með sérstakri áherslu á verk frá síðasta skeiði -
eftir hina storkandi yfirlýsingu um að hann væri
kitschmálari. Kjarvalsstaðir era opnir daglega kl.
10-17.
Sinfóníutónleikar
Umsjónarmaður menningarsíðu hélt að sinfón-
íutónleikar vikunnar væra á fimmtudagskvöldi
að venju en þeir era í kvöld, fóstudagskvöld, kl.
19.30 og á morgun kl. 17 í Háskólabíó. En það er
sama fina veislan og við boðuðum um daginn,
Rachmaninoff, Ravel, Dvorak og hin unga og fall-
ega Elizaveta Kopelman við flygilinn.
Hringf erðin í
Hafnarborg
Eydís Franzdóttir óbóleikari
og Brynhildúr Ásgeirsdóttir pí-
anóleikari halda tónleika í
Hafnarborg á sunnudagskvöld-
ið kl. 20 og nota tækifærið til að
fara með hlustendur i ferðalag um Evrópu að
vori. Ferðin hefst á Englandi hjá vatnamyllunni í
verki eftir Ronald Binge og hlustað á tifið í engi-
sprettunum og suðið í vespunum að hætti Benja-
min Britten. Síðan er haldið til meginlandsins,
Tékklands, Frakklands, Þýskalands og svo aftur
til Englands áður en haldið er heim á leið.
Norrænir hlutir
Á morgun verður opnuð myndlistarsýningin
Norrænir hlutir í Norræna húsinu. Þar sýna frá
Danmörku Anna Zadros Hansen, Armen Matinj-
an, Khaled D. Ramadan og Miguel Vega Olivares,
Christine Candolin og Niran Baibulat frá Finn-
landi, Tomasz Ozdowski og Danuta Haremska frá
Noregi og Ósk Vilhjálmsdóttir.
Sýningin er liður í átakinu „Hin nýju Norður-
lönd“ og kl. 14 á morgun hefst opið málþing í
tengslum við opnun sýningarinnar þar sem fram-
sögumenn verða Libuse Múller, Khaled Ramadan
og Ósk Vilhjálmsdóttir.
Sýningin verður opin þrið.-sun. kl. 12-17 til 6.
ágúst.
Vor með Daða
Daði Guðbjömsson listmál-
ari sýnir verk sín á Myndlist-
arvori í Vestmannaeyjum og
verður sýningin opnuð á
morgun kl. 16 í gamla véla-
salnum á homi Græðisbraut-
ar og Vesturvegar. Þetta er
ijórða og síðasta sýningin á
þessu Myndlistarvori. Daði
hefur ekki sýnt verk sín í Eyjum áður.
Athygli er vakin á því að sýningunni lýkur 4.
júní sem er annar í hvítasunnu. Opið frá 14-19,
lokað virka daga. Aðgangur ókeypis.
Jósúa
Við minnum á framflutning á íslandi á óratór-
íunni Jósúa eftir Hándel á Kirkjulistahátíð í Hall-
grímskirkju á sunnudagskvöldið kl. 20. Þar verð-
ur ekkert til sparað svo að gestir megi eiga eftir-
minnOega stund: glæsilegur einsöngvarakvartett,
Schola cantoram og barokkhljómsveit - og öllu
stýrir Hörður Áskelsson styrkri hendi.
Das Boot
Sunnudags- og mánudagskvöld kl. 22.30 sýnir
Filmundur í Háskólabíói eina bestu kafbátamynd
allra tíma, þýsku myndina Das Boot eftir Wolf-
gang Peterson. Das Boot gerist í seinni heims-
styrjöldinni í kafbátnum U-96 sem einna helst
minnir á líkkistu og kemst þessi einangrun afar
vel til skila í myndinni. Með i ferðinni er blaða-
maður sem á að skrásetja hetjudáðir samlanda
sinna, en atvik fara á annan veg...
Das Boot vakti mikla athygli á sinum tima fyr-
ir raunsæja mynd af afleiðingum stríðs, tækni-
lega úrvinnslu, kvikmyndatöku, klippingu og
hljóðvinnslu. Filmundur sýnir uppranalegu út-
gáfúna frá 1981.