Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Side 6
6
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001
Fréttir I»V
Hekla kallar inn hundruð Pajerobíla til sérstakrar skoðunar á stýrisarmi:
Stýrið allt í einu
úr sambandi
- ekki galli heldur einhvers konar tæring, segir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Heklu hf.
„Maöurgæti sætt sig viö aö nánast allt annaö en að stýriö bili í bíl, því líf getur legið viö ef þaö gefur sig, “
sagði Kristján L. Möller alþingismaöur.
„Það er gott að heyra, þá er til-
ganginum náð,“ sagði Kristján L.
Möller, þingmaður á Siglufirði, og
fagnaði því að Hekla hf. hefði ákveð-
ið að kalla inn nokkur hundruð bíla
til sérstakrar skoðunar. Þegar
Pajero-jeppi Kristjáns varð allt í
einu stjórnlaus núna í vor vegna
þess að stýrið fór úr sambandi var
það lán í óláni að þetta gerðist á
besta stað sem hugsast gat; á sléttu
bílastæði. „Já, manni hrýs hugur
við ef þetta hefði gerst einhvers
staðar í keyrslu. En daginn eftir
haföi fjölskyldan öll ætlað að aka
suður í þessum bíl, sem síðustu tvö
árin hefur verið langmest notaður
til að þeysa hér á milli Siglufjarðar
og Reykjavíkur," sagði Kristján L.
Möller, alþingismaður á Siglufirði.
Áður hafði hann ekki fundið neitt
að stýri bílsins.
Ekki aðvaraður
í ljós kom að pittmanarmur í stýri
hafði farið í sundur og stýrið þar með
úr sambandi. Kristján fékk nýjan arm
og fór með þann brotna til Heklu hf.
sem að hans ósk var síðan farið með
í Iðntæknistofnun til skoðunar. Krist-
jáni var þó ekki alveg rótt, ekki síst
eftir að hann í síðustu viku hitti tvo
aðra Pajero-eigendur á Norður- og
Austurlandi sem höfðu af svipaðri
reynslu að segja. Slíkt gæti tæpast
verið hrein tilviljun heldur hlyti að
vera um galla að ræða í þessari bíl-
tegund - og hann mjög alvarlegan.
Kristján, sem fór með bílinn í sér-
staka skoðun hjá Heklu í síðustu
viku, tjáði mönnum þar óánægju sína
yfir að umboðið hefði mánuðum sam-
an setið á vitneskju um samsvarandi
atvik án þess að hann og aðrir væru
varaðir við.
Hent í 5 bílum hér
í ljósi skýrslu Iðntæknistofnunar
hefur Hekla hf. í samráði við Mitsu-
bishi í Japan ákveðið að kalla inn til
skoðunar ákveðna Mitsubishi Pajero
bOa framleidda á árunum 1994-1997
ásamt einhverjum gerðum af Mitsubis-
hi L-200. „Þetta hefur bara hent í fáum
bílum. Við vitum um 5 bíla hér á landi
og hlutfallið á heimsvísu er mjög lágt,“
svaraði Jón Trausti Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri þjónustusviðs Heklu hf.,
sem bendir á að allir hlutir geti bilað.
Enginn galli en...
„í raun og veru hefur enginn galli
komið fram, hvorki í skýrslu Iðn-
tæknistofnunar né í rannsóknum
framleiðenda. Hins vegar kemur
fram einhvers konar tæring í arm-
inum sem í rauninni er ómögulegt
að segja af hverju er. Við erum að fá
þá hluti sem um er að ræða og mun-
um skipta um þá í þeim bílum sem
þörf reynist á. Þetta ætti að geta
gengið hratt fyrir sig.“ Jón Trausti
segir arminn bara brotna við veru-
legt átak og í bílum sem hafa verið
keyrðir eina 100-150 þús. km og
framleiddir á ákveðnum tímabilum.
Þannig sé hægt að einskorða þetta
við ákveðinn fjölda bíla, kannski í
kringum 300 hér á landi. Kristján
telur ákaflega mikilvægt að þessir
bilar verði skoðaðir sem allra fyrst.
-HEI
Lausnir á f járhagsvanda íþróttafélaganna á Akureyri:
Félögin sjá um 66 mil|jóna
króna langtímaskuldir
Stóru íþróttafélögin þrjú á Akur-
eyri, KA, Þór og Golíklúbburinn, eru
skilin eftir með 66 milljóna króna lang-
timaskuldir samkvæmt tillögum frá
starfshópi um skuldir íþróttafélaganna
í bænum sem kynntar hafa verið í bæj-
arráði. Þótt því verði ekki á móti mælt
að bæjaryfirvöld komi nú hressilega til
aðstoðar félögunum hafa margir
áhyggjur af því að þau muni ekki ráða
við það sem eftir er skilið og málin
þokist smátt og smátt í sama farið aft-
ur. Langtímaskuldir Golfklúbbsins
verða samkvæmt tillögum starfshóps-
ins 17 milljónir, hjá Þór 20 milljónir og
hjá KA 29 milljónir. Akureyrarbær
Niðurgreiðslur til
Bæjarráð Akureyrar samþykkti á
fundi sínum í vikunni að auka veru-
lega niðurgreiðslur vegna dvalar
bama hjá dagmæðrum í bænum. Nið-
urgreiðslur hafa ekki verið í sama
mæli á Akureyri og í sumum sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Ásgeir Magnússon, formaður bæj-
arráðs, segir að nú verði greidd niður
dvöl barna hjá dagmæðrum frá eins
kaupir eignir af félögunum þremur
fyrir 145 milljónir króna og bætir á
annan hátt verulega rekstrarumhverfí
þeirra, t.d. með auknum rekstrarfram-
lögum.
„Við erum í sjálfu sér ekki í neinni
aðstöðu til að vera með yflrlýsingar
um óánægju og ég tel t.d. að auknir
rekstrarstyrkir, sem lagðir em til, eigi
eftir að breyta rekstrarunhverfl deilda
hjá okkur. Það er hins vegar of mikið
að mínu mati að skilja félagið eftir
með 20 milljóna króna langtímalán,"
segir Jón Heiðar Ámason, formaður
Þórs.
Hann segir að árið 1997, þegar gerð
árs aldri. „í raun og veru erum við að
gera miklu betur ef horft er á málið í
heild sinni. Dagheimilisþjónustan á
Akureyri er miklu betri en hún er í
þeim bæjarfélögum sem verið er að
miða við. Við erum t.d. ekki með
neina biðlista eftir dagheimilisrým-
um fyrir börn sem eru yngri en
tveggja ára,“ segir Ásgeir.
-gk
voru skuldaskil hjá Þór, hafi félagið
verið skilið eftir með 12 milljóna króna
langtímaskuldir en að vísu hafl bæst
við þá upphæð og skuldirnar hafl ver-
ið um 28 milljónir króna. Síðan þá, tO
ársins 2000, hafi um 75% af skulda-
aukningu félagsins verið vegna fjár-
námskostnaðar eða um 10,4 milljónir
króna. „Ég sé enga breytingu frá árinu
1997 sem segir að við séum betur í
stakk búnir núna til að takast á við
skuldir og það er mitt mat að 15 millj-
ónir í langtímaskuldum nú hafl verið
algjört hámark fyrir okkur en ekki 20
milljónir eins og nú er lagt til,“ segir
Jón Heiðar.
„Ég get ekki annað en verið ánægð
með þær tillögur sem starfshópurinn
leggur fram en ég er skiljanlega ekki
ánægð með þá stöðu sem félagið er í,“
segir Helga Steinunn Guðmundsdóttir,
formaður KA. Akureyrarbær kemur
til móts við KA með því að kaupa hlut
félagsins í íþróttahúsinu og greiðir fyr-
ir það 95 milljónir króna en KA fær
einnig aðra aðstoð eins og hin félögin.
Um það hvort ásættanlegt sé að fé-
lagið sé skilið eftir með 29 milljóna
króna langtímaskuldir segir hún að fé-
lagið verði að ráða við þá upphæð,
varðandi það sé ekkert val. „Ég er bara
þakklát fyrir þá aðstoð sem ég fæ og
við verðum bara að vinna úr því sem
eftir er og standa okkur.“
Helga Steinunn segir að undanfarin
þrjú ár hafi verið unnið að lausn á fjár-
hagsvanda félagsins og ekki hafi nein
leið verið sjáanleg önnur en að selja
hlut félagsins í íþróttahúsinu. „Við eig-
um þó eign fyrir þessari skuld og eftir
stendur félagsheimilið sem við eigum
skuldlaust. Við höfum aukið mjög að-
hald með öllum rekstri félagsins og
þannig ætlum við að standa okkur,“
segir Helga Steinunn.
Önnur atriði í tillögum starfshóps-
ins en þau sem snúa beint að fjármál-
unum eru að skipaður verði samstarfs-
hópur sem ætlað er að vinna tillögur
um mun nánari samvinnu Þórs og KA
en nú er. Þá er lagt til að félögin þrjú
breyti lögum sínum þannig að ekki
verði hægt að skuldsetja þau nema
með samþykki aðalstjómar, sérstök
Qárhagsráð verði sett á fót innan félag-
anna. fþróttabandalag Akureyrar
vinni að tillögum vegna reksturs
íþróttaskóla ÍBA og verði þær tillögur
lagðar fram ekki síðar en vorið 2002.
-gk
dagmæðra auknar
Umsjón: Höröur Kristjánsson
netfang: hkrist@ff.is
Heimsmet
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, er sannar-
lega óheppnasti maður íslandssög-
unnar. í kjölfar.
kolsvartrar |
skýrslu stofnunar-
innar um slæmt |
ástand botnfisk-
stofna við landið I
hafa linnulausar I
athugasemdir og I
gagnrýni dunið á [
Jóhanni og fiski-1
fræðingum stofnunarinnar. Er ýms-
um nóg boðið og meira að segja sá
hæglætisdrengur, Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra,
telur ekki annað fært en krefla stofn-
unina skýringa á hvað hafi gerst í
allri uppbyggingunni undir 17 ára
kvótastjórn. í heita pottinum þykir
ljóst að Jóhann og hans menn séu
komnir með heimsmet sem erfitt
verði að jafna. Engum hafi áður tek-
ist að týna 600 þúsund tonna þorsk-
stofni á aðeins tveim árum...
Vellíðan
Björgvin G. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Samfylkingarinnar,
hefur á síðustu
j dögum verið i
læri hjá forvígis-
mönnum Verka-
mannaflokksins í
Bretlandi, þar sem
hann hefur fengið
að fylgjast með
kosningaundirbún-
ingi þeirra. Gár-
ungamir telja að vellíðan Björg-
vins fari ekki með veggjum í landi
Tonys Blairs og Gordons
Browns, enda hefur sigurvissa
vinstri manna sjaldan eða aldrei
verið meiri i nokkru landi. Brosið
mun vart hafa farið af Björgvini
þar sem hann þeysist um í kosn-
ingarútunum og er talið allsendis
óvíst að hugur hans snúi aftur
heim - þar sem ekkert tekur við
nema baráttan við yflrburði ís-
lenskra íhaldsmanna. Það er eng-
inn spámaður í eigin föðurlandi...
Hvað gerist í Eyjum?
KR-ingar hafa verið fremur nið-
urlútir það sem af er köldu sumri
enda gengi þeirra í kanttspyrnu
langt frá þeim væntingum og kröf-
um sem gerðar
eru í vesturbæn-
um. Á laugardag
sækja þeir Eyja-
menn heim og
þykir ljóst að þar
muni framtíð Pét-
urs Péturssonar,
sem þjálfara ráð-
ast. í heita pottin-
um hafa veriö miklar vangaveltur
um ástæður þess að hvorki gengur
né rekur hjá þessu dýrasta liði
landsins og eru skýringarnar marg-
ar. Fáar leiðir virðast hins vegar
út úr erfiðleikunum aðrar en þær
að fyrir skömmu fjárfesti KR í 30
fótboltum fyrir meistaraflokk á 15
þúsund krónur stykkið. Nú bíða og
sjá hvort fjárfestingin skili sér í
Eyjum...
Ekkert þarf að veiða
Árni M. Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra taldi i fjölmiðlum, í
kjölfar kolsvartrar skýrslu Hafró,
að málið væri
kannski ekki eins
djöfullegt og það
liti út í fyrstu.
Þótt þorskurinn
væri að mestu
týndur væri þetta
kannski ekki svo
slæmt þvi við
gengislækkun
krónunnar fengist meira fyrir
hvert kíló. Af þessu tilefni orti
Ólafur Stefánsson á Syðri-Reykjum:
Hugmynd Árni hefur fengið,
hér komst þjóðin loks ifeitt.
Ef að sígur áfram gengið,
ekki þarf að veiða neitt.