Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Page 8
8 Útlönd FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 DV Boris Trajkovski Byssumenn reyndu að skjóta Traj- kovski, forseta Makedóníu, í gær. Spenna magnast í Makedóníu Til óeirða kom i borginni Bitola í suðurhluta Makedóníu í gær eftir að albanskir skæruliðar drápu 5 makedónska hermenn á þriðjudag. Múgur slava fór með ófriði um borgina og brenndi 25 verslanir í eigu albanska minnihlutans í land- inu. Þá var lagður eldur að heimili heilbrigðisráðherra landsins, sem er albanskur. Forsætisráðherra Makedóniu, Ljubco Georgievski, hefur hótað því að lýsa yfír stríði gegn albönsku skæruliðunum. Spenna magnast nú á milli slavneskra og albanskra íbúa Makedóníu og kvarta þeir síð- arnefndu yfir misrétti. Óþekktir byssumenn reyndu að skjóta forset- ann Trajkovski á skrifstofu hans í Skopje í gær en skothelt gler í rúð- um bjargaði lífi hans. Tenet kominn til Mið-Austurlanda George Tenet, yfirmaður banda- rísku njósnastofnunarinnar CIA, kom til Mið-Austurlanda í gær. Hann hitti Hosni Mubarak, forseta Egypatalands, í gærdag en gaf ekki út yfírlýsingu að fundinum loknum. Hann mun hitta Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna í dag. Palest- ínumenn vilja að Tenet fái ísraela til að hlíta alþjóðalögum og hætta öllum nýbyggingum á landnema- svæðunum. Israelar krefjast þess að fá afhenta alla þá sem áttu aðild að sjálfsmorðsárás Palestinumanna á næturklúbb í Tel Aviv á fóstudag- inn. Tæplega 600 manns hafa verið drepin síðan átök hófust fyrir 9 mánuðum. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- ________farandi eignum:__________ Aflagrandi 22, Reykjavík, þingl. eig. Margrét Sigmarsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00.______ Árskógar 8,0204, íbúð á 2. hæð t.h. í suð- austurhomi, Reykjavík, þingl. eig. Gunn- ar Gíslason, gerðarbeiðendur Lífeyris- sjóðurinn Framsýn og Sparisjóður Kópa- vogs, mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00.__________________________ Bjarmaland 7, Reykjavík, þingl. eig. Rannveig Tryggvadóttir, gerðarbeiðendur íslandsbanki hf., höfuðstöðvar 500, og Tollstjóraembættið, mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00._________v_______ C-Tröð 6, 37,9 fm hesthús, merkt 0103, Reykjavík, þingl. eig. Gestur Guðjón Haraldsson, gerðarbeiðandi Trygginga- miðstöðin hf., mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00._______________________ Dalbraut 1, 0301, 117,3 fm 5 herb. tbúð á 3. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Elías Halldór Elíasson og Elísa Hjördís Ás- geirsdóttir, gerðarbeiðendur Bjami Stein- grímsson og íbúðalánasjóður, mánudag- inn 11. júní 2001 kl. 10.00. Drápuhlíð 28, 0201, 5 herb. íbúð á efri hæð, Reykjavík, þingl. eig. Erla Lóa Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðar- banki íslands hf, íbúðalánasjóður, Líf- eyrissjóður starfsmanna Reykjavíkur- borgar og Lífeyrissjóður starfsmanna rikisins, B-deild, mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00. Gullengi 3, 0301, 5 herb. íbúð á 3. hæð t.v. (138,6 fm) m.m. og bílskúr (010101), Reykjavík, þingl. eig. Þórunn G. Þórar- insdóttir og Björgvin Sveinsson, gerðar- beiðandi fbúðalánasjóður, mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00. Hellusund 6, 0101, 100,1 fm íbúð á 1. hæð og 30,1 fm í kjallara, Reykjavík, þingl. eig. Lynn Christine Knudsen, gerð- arbeiðendur Byko hf„ Frjálsi fjárfesting- arbankinn hf., Greiðslumiðlun hf. - Visa ísland, fbúðalánasjóður, Landsbanki ís- lands hf., höfuðst., Ríkisútvarpið og Toll- stjóraembættið, mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00. Hraunbær 196, 0101, 2ja herb. íbúð á I. hæð t.v. 78,1 fm m.m., Reykjavík, þingl. eig. Sólveig D. Kjartansdóttir, gerðar- beiðendur íbúðalánasjóður og Tollstjóra- embættið, mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00. Hringbraut 110, Reykjavík, þingi. eig. Jón Þorvaldur Waltersson, gerðarbeið- endur Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Spari- sjóður vélstjóra, útibú, og Tollstjóraemb- ættið, mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00.___________________ Hrísrimi 21, Reykjavík, þingl. eig. Skúli Magnússon, gerðarbeiðandi Ibúðalána- sjóður, mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00._________________________________ Langholtsvegur 10, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Guðlaugur R. Magnússon, gerðarbeiðandi Íslandsbanki-FBA hf., mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00. Laufengi 23, 50% ehl., 0302, 3ja herb. íbúð. 3. h. f. m. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Ingveldur Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands hf., höfuðst., mánu- daginn 11. júnf 2001 kl. 10.00. _______ Leirutangi 37a, 50% ehl., neðri hæðar, Mosfellsbæ, þingl. eig. Walter Unnars- son, gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis, útibú, mánudaginn 11. júnf 2001 kl. 10.00._______________ Miðstræti 8a, 0101, 50% ehl. í 1. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Kristín Dýr- fjörð, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki ís- lands hf., mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00._________________________________ Rjúpufell 1, Reykjavík, þingl. eig. Gísli Guðmundsson, gerðarbeiðandi SP Fjár- mögnun hf., mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00. Seilugrandi 4, 0301, Reykjavík, þingl. eig. Ragnheiður J. SveiTÍsdóttir, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, mánudag- inn 11. júní 2001 kl. 10.00. Skólavörðustígur 42, 0401, 89,1 fm íbúð í risi m.m., Reykjavík, þingl. eig. R. Guð- mundsson ehf., gerðarbeiðandi Spari- sjóður Ólafsfjarðar, mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00 Sóltún 20, 010102, 239,6 fm, 1. hæð í forhúsi, A-hluti, Reykjavík, þingl. eig. H.J. Sveinsson ehf., gerðarbeiðandi Landsbanki íslands hf„ höfuðst., mánu- daginn 11. júm'2001 kl. 10.00 Starengi 78, raðhús, Reykjavík, þingl. eig. Margrét Rögnvaldsdóttir, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, mánudag- inn 11. júní 2001 kl. 10.00 Stigahlíð 36, 0301, 77 fm íbúð á 3. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Jóhanna Magnea Þórisdóttir, gerðarbeiðandi Bima R.B. Jóhannsdóttir, mánudaginn 11. júní 2001 kl. 10.00. SýSLUMAðURINN í REYKJAVÍK Hóta að myrða gísla Uppreisnarmenn úr röðum múslíma á Filippseyjum kröfðust þess í morgun að stjómvöld létu fulltrúa frá Malasíu semja við þá. Annars ættu menn á hættu að Bandaríkjamenn í hópi gíslanna yrðu teknir af lífi. Malasíumaður- inn, sem er fyrrverandi þingmaður, samdi við uppreisnarmenn um lausn gísla í fyrra. Þreytt eftir kosningaferöalag Cherie Blair, eiginkona Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, var þreytt í gær er þau héldu heim á leið eftir kosningaferðalag til Skotlands. Vill stjórna New York Kaupsýslumaðurinn Michael Bloomberg hefur gefið kost á sér í embætti borgarstjóra New York. Hann yfirgaf demókrata í fyrra og býður sig fram fyrir Repúblikana- flokkinn. Mannfall í Rúanda Herinn í Rúanda feUdi í gær yfir 100 uppreisnarmenn hútúa í hörð- ustu átökunum frá því bardagar hófust á ný fyrir tveimur vikum. Hafnar náðunarbeiðni Rfkisstjórinn í Flórida, Jeb Bush, neitaði í gær að verða við beiðni um náðun fyrir 14 ára pUt sem í mars síð- astliðnum var dæmdur f lífstíðar- fangelsi fyrir að hafa, er hann var 12 ára, orðið 6 ára stúlku að bana er hann æfði fjöl- bragðaglímu. Samkvæmt lögum í Flórída verður að bíða í tvö ár frá dómi þar til hægt er að biðja um mUdari refsingu. Flóð í Bangladesh Nær 100 þúsund íbúar Bangla- desh komust ekki leiðar sinnar í gær vegna flóða í kjölfar rigninga. Ræðir við N-Kóreumenn George W. Bush, forseti Bandaríkj- anna, hefur breytt um skoðun og kveðst nú reiðubú- inn að hefja viðræð- ur við N-Kóreu. Lýsti forsetinn því yfir skriflega að Bandaríkjastjórn og utanríkisráð- herra hennar, Colin PoweU, myndu heQa að nýju viðræður við N-Kóreu. sögulegum sigri Þegar Bretar gengu að kjörborð- inu í morgun voru þeir ekki að velta fyrir sér hver sigurvegarinn yrði heldur hversu stór kosninga- sigur Verkamannaflokksins yrði. Samkvæmt síðustu könnunum í gær var útlit fyrir að þingmönnum flokksins myndu fjölga úr 179 í rúm- lega 200. Sumar kannanir bentu til að þingmenn flokksins gætu orðið allt að 260. AUs eru þingsætin 659. ígær ferðuðust leiðtogar stóru flokkanna þriggja vítt og breitt um Bretland í atkvæðaleit. William Hague, leiðtogi íhaldsflokksins, lýsti því yfir að flokkurinn væri að sækja í sig veðrið. Hann var orðinn bjartsýnn i kjölfar nýrrar könnunar sem sýndi að forskot Verkamanna- flokksins hafði minnkað. Var Verkamannaflokknum spáð 43 pró- senta fylgi, íhaldsflokknum 32 pró- senta fylgi og Frjálslyndum demókrötum 19 prósentum. Sumar kannanir höfðu áður bent til 20 pró- senta forskots Verkamannaflokks- ins. Oruggur sigur í sjónmáli Ekkert virðist koma í veg fyrir að flokkur Blairs sigri og yrði það í fyrsta sinn sem hann fer með vöid tvö kjörtímabil í röð. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti í gær kjósendur til að neyta atkvæðisréttar síns. Ekk- ert væri víst og framtíð landsins væri í húfi. Hann hefur miklar áhyggjur af lítiUi kosningaþátttöku. William Hague hefur ástæðu til að hafa áhyggjur af pólitískri fram- tíð sinni. Minnki ekki meirihluti Verkamannaflokksins á þingi er ólíklegt að Hague verði áfram leið- togi íhaldsflokksins. íhaldsmenn hafa reyndar engan arftaka enn. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að litlu hefði munað á þriðjudaginn að þyrla Hagues hefði lent í árekstri við aðra þyrlu. Ekki hefði munað nema nokkrum sek- úndum að árekstur hefði orðið. Flugmaður þyrlunnar, sem Hague ferðaðist í, hefði brugðist skjótt við. Kjósendur hafa haft lítinn áhuga á kosningabaráttunni sem staðið hefur í 30 daga. Er jafnvel talið að kosningaþátttakan verði undir 60 prósentum, 11 prósentustigum lægri en árið 1997. Stuttar fréttir á fund Svo virðist sem ágreiningurinn miUi Megawati Sukarnoputri, vara- forseta Indónesiu, og Abdurraham Wahid forseta fari vaxandi. Megawati mætti ekki í morg- un á ríkisstjórnarfund. Hún opnaði í staðinn sýningu tengda umhverfis- málum. Elsta kona heims látin 115 ára gömul frönsk kona, sem talin var elsti jarðarbúinn, lést f svefni í gærmorgun. Á síðasta af- mælisdegi sínum kvaðst hún alltaf hafa verið hamingjusöm. Hjúkrun- arfólk sagði hana hafa verið veika fyrir súkkulaði. Þingmaður handtekinn Belgískur þingmaður Evrópu- þingsins var í gær handtekinn í Ví- etnam eftir að hann mótmælti hand- töku búddista sem er andófsmaður. Mætti ekki Tony Blair spáð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.