Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 I>V 11 Hagsýni Ráð fyrir þá sem vilja koma sér upp safnkassa * Komið kassanum fyrir á skjól- góðum stað og gætið þess að undir- lagið sé gras eða möl svo að ána- maðkar eigi greiða leið upp í kass- ann. * Aðgengi að kassanum þarf að vera gott til að auðvelt sé að setja í hann úrgang og einnig til að tæma hann þegar jarðgerðinni er lokið. * Setjið gróft efni eins og greinar í botninn á kassanum til að auö- velda loftun. ■k Best er að setja úrganginn í lögum í kassann og gæta þess að hafa sorpið eins fint og hægt er. Til þess að ná lagskiptingu má setja mold eða annan garðaúrgang á milli laga. •k Rotnunarhvatar geta hjálpað til en þá má búast við að ánamöðk- um fækki. •k Loftun með reglulegu millibili er forsenda þess að niðurbrotið gangi vel fyrir sig. Loftunarstafir sem reknir eru ofan í kassann eru mjög gagnlegir til að auðvelda loft- unina. k Þegar matarleifar eru settar í kassann er nauðsynlegt að hylja þær svo að flugur komist ekki í þær. * Gott er að nota þurrt efni, eins og kurl og þurr laufblöð, til að hylja matarleifarnar og þurrka blautasta úrganginn. •k Jarðgerð tekur um 8-10 mán- uði en það fer þó eftir aðstæðum. -Kip Trúlofunar- hringir Gott verð, mikið úrval im Sipunllssðii Skartgripaverslun, Laugavegi 5,sfmi 551 3383. Spönginni.Grafarvogi, sími 577 1660. einungis 40 aðilar hafa fengið vott- un frá vottunarstofunni Túni. Um er að ræða 30 bændur og 10 vinnslu- fyrirtæki sem vinna úr hráefnum og markaðssetja vöruna sem líf- ræna. íslendingar eru langt á eftir nánast öllum Evrópuþjóðum í þess- um efnum, einungis eru 0,2% land- búnaðarlands vottuð lífrænt en það er oft notað sem mælikvarði á hversu langt þjóðir eru komnar í slikri framleiðslu. Ef tekið er meðal- tal Evrópu sem heildar er hlutfallið setja núverandi framleiðslu sem vistvæna. Það hefur dregið úr sókn- armöguleikum lifrænnar fram- leiðslu, ruglað neytendur í ríminu og gefið framleiðendum óraunhæfar væntingar um virðisauka á vöruna. í öðru lagi skortir mikla þekk- ingu á hvað lífrænar vörur eru og kostum lífrænnar framleiðslu fyrir umhverfið, byggð í landinu, heilsu- far og ekki síst fjárhag fyrirtækja og framleiðenda. Þessi þekkingaskort- ur nær líka til neytenda. íslenskir Gunnar A. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Túns: „Flestar þjóöir hafa markaö sér stefnu um aö styrkja og efla tífræna fram- leiöslu á sínu svæöi en ekkert slíkt hefur veriö gert hér. “ Æ fleiri neytendur velja lifrænar vörur þegar þess er kostur og er framboð slíkra vara sifellt að aukast. íslendingar eru þó mjög aft- arlega á merinni í þessum efnum sé miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Líf- rænar aðferðir eiga rætur sínar að rekja til landbúnaðar þar sem þessi þróun hófst en í dag ná aðferðirnar yflr mun breiðara svið framleiðslu. Þróaðar hafa verið aðferðir fyrir mörg svið náttúrunytja og fram- leiðslu náttúruafurða. Vegna mik- illa breytinga hefur vottunarstofan Tún gefið út nýjar reglur um líf- ræna framleiðslu þar sem íslenskar reglur hafa verið færðar til sam- ræmis við alþjóðlega staðla og birt eru ákvæði um lífrænar aðferðir í ýmsum nýjum greinum. Vottunar- stofan Tún er eina faggilta vottunar- stofan fyrir þetta svið hér á landi og fékk neytendasíðan Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóra til að segja okkur frá því helsta sem er að gerast í þessum málum hér. íslendingar langt á eftir „Lífræn framleiðsla er komin mjög skammt á veg hér á landi en 11 sinnum hærra eða 2,2%. Ná- grannaþjóðir okkar eru síðan miklu hærri, t.d. er hlutfallið í Danmörku 6-7% og í Svíþjóð 11-12%. Flestar þjóðir hafa markað sér stefnu um að styrkja og efla lífræna framleiðslu á sínu svæði en ekkert slíkt hefur verið gert hér. Miklar breytingar eru að eiga sér stað í Evrópusam- bandinu, þar er verið að leggja drög að stefnumörkun fyrir sambandið í heild og hafa ráðherrar landbúnað- armála í Bretlandi og Þýskalandi tekið mjög djúpt í árinni um nauð- syn þess að efla lífræna framleiðslu. Hér á landi er ekkert sem heitið get- ur fyrir slíka stefnumörkun enn sem komið er.“ Þekkingarskortur ríkjandi „Þrjár samhangandi ástæður eru fyrir því að stefnumörkunin er svona stutt á veg komin. í fyrsta lagi er það hreinleikaímyndin sem við höfum verið að þróa með okkur, íslendingar virðast halda að hrein- leiki landsins og núverandi fram- leiðsluaðferðir nægi. Hluti af þeirri hreinleikaímynd eru tilraunir ís- lensks landbúnaðar til að markaðs- Framboö lífrænna vara eykst Þó flestir tengi lífræna framleiöslu viö hvers konar landbúnaöarvörur, eins og t.d. grænmeti, ná lífrænu aöferöirnar yfir sífellt breiöara sviö framleiöslu. Framboö þessara vara eykst því stööugt. neytendur hafa enn sem komið ér afskaplega takmarkaða þekkingu á kostum lífrænnar framleiðslu. Þessi þekkingarskortur nær líka til stjórnsýslu og stjórnmálamanna. í þriðja og síðasta lagi skortir hér stuðning hins opinbera við lífræna ræktun en nær allar Vestur-Evrópu- þjóðir hafa komið sér upp ákveðinni stefnumörkun um umhverfisgreiðsl- ur til þeirra sem taka upp lífrænar aðferðir fyrstu árin vegna þess hve kostnaðarsamt það er að breyta úr hefðbundnum aðferðum yfir í líf- rænar.“ Breyttur hugsunarháttur „Mjög mismunandi er eftir grein- um hvort flókið sé að taka upp líf- ræna framleiöslu en hún útheimtir mikið önnur vinnubrögð og annan hugsunarhátt en tíðkast í hefðbund- inni framleiðslu. Miða þarf allt starfið við þá kröfu að farið sé sem best með umhverfið á öllum svið- um, halda þarf vörunni aðgreindri frá öðrum efnum og afurðum allt þar til henni hefur verið pakkað i neytendapakkningar. Á frumstigi útheimtir þetta einnig breytta hugs- un, fara þarf öðruvísi með landið og búféð, svo dæmi séu nefnd. Fyrir nýja aðila er þetta töluverður lær- dómur en þó fer það eftir aðstæðum á hverjum stað hversu langt menn eiga í land með að uppfylla þessar kröfur. Sums staðar hagar þannig til í íslenskri framleiðslu að menn þurfa ekki að stíga mjög mörg skref til að uppfylla þær. Að því leyti eig- um við íslendingar mjög mikla möguleika á að ná langt á þessu sviði miðað við aðrar þjóðir, en erum samt langt á eftir.“ -ÓSB Óboðinn gestur í eldhúsrúllu Starfsmönnum margmiðlunarfyr- irtækis hér í bæ brá í brún í fyrra- dag þegar þeir voru að nota bréf af eldhúsrúllu og í ljós kom að ekki var einungis pappír í henni. í ljós kom ókennilegt skorkvikindi sem greini- lega hafði lent í pappírnum þegar honum var rúllað upp í verksmiðj- unni. Skordýrið hafði reynt að grafa sig út úr rúllunni en gefist upp og dáið eftir um það bil 2-3 cm leið. Um er að ræða einhvers konar vespu sem er um 2 cm á lengd og í aftur- enda hennar má greinilega sjá sting eða brodd. Éftir ítarlega leit blaða- manna á skordýrasíðum Netsins fannst þessi tegund, eða a.m.k. ein sem er náskyld, og er um að ræða svokallaða trjávespu sem lifir í skóg- um og gerir sér holur í trjám. Reyndi að grafa sig út Eins og sjá má á myndinni hefur vespan reynt aö grafa sig út en „göngin“ eftir hana eru um 5 cm löng. Dýriö sjálft er tæpir 2 cm á lengd. ^0, Lífræn framleiðsla: Islendingar aftar- lega á merinni - miðað við aðrar Evrópuþjóðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.