Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Qupperneq 28
NISSAN ALMERA www.ih.is FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 Norðurland: Lömb drápust í kuldakasti Eitthvað var um að lömb dræpust í Mývatnssveit í kuldakastinu sem nú er gengið yfir. Linnulausa stór- hríð gerði i sveitinni sem stóð yfir í á annan sólarhring og segir Gylfi Yngvason, bóndi á Skútustöðum, að menn muni varla annað eins á þess- um árstíma. „Þetta var einn versti hvellur sem við höfum séð hér í júní,“ sagði Gylfi í samtali við DV í morgun. Tvö lömb drápust á Skútustöðum en Gylfi vill ekki fullyrða um orsak- ir þess . Hann segir að á Skútustöð- um hátti þannig til að vatnið hafi gleypt mestan hluta skafrennings- ins en víða annars staðar séu tölu- verðar líkur á að fé hafi fennt. Óvíst er þvi um afdrif hluta búQárstofns Mývetninga. Andavarp er ekki talið hafa skað- ast að ráði, enda lítt farið af stað, en öðru máli gegnir um aðra fugla. „Það er búið að sjá fyrir mófuglun- um en þeir verða bara að byrja upp á nýtt,“ segir Gylfi. Þá hefur DV spurnir af því að í það minnsta fimm lömb og tvær ær hafi drepist i Kelduhverfi. -BÞ Landakort drykkjumannsins í Fókusi morgundagsins finnur þú ítarlega úttekt á börum og skemmtistöðum Reykjavíkur. Skoð- að er verð á börunum og þeim gefn- ar stjörnur eftir ágæti sínu. Hljóm- sveitin Jagúar segir frá nýrri plötu sinni, stuttmynd sem hún hefur gert og væntanlegri hringferð um landið og rætt er við Davíð Þór Jónsson sem er að hætta sem ritstjóri tíma- ritsins Bleikt og blátt. Ný teikni- myndasaga litur dagsins ljós, sagt er frá nýjustu viðbótinni í skyndi- bitaflóru borgarinnar og í Lífinu eft- ir vinnu færðu að vita allt um við- burði helgarinnar. DV-MYND GVA Kjarabaráttusúpa Þroskaþjálfar buöu upp á heita súpu viö Ráöhús Reykjavíkur í gær til aö vekja athygli á kjarabaráttu sinni. Vaxandi kergja milli aðila vegna stækkunar Norðuráls: Engin flýtimeð- ferð er tiltæk - útilokað að jarðhitinn geti knúið stækkun álversins Alver Noröurals Enginn flýtimeöferö til stækkunar er til. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Lands- virkjunar, segist ekki sjá að hægt sé að flýta fyrir stækkun Norðuráls miðað við fyrri hugmyndir. Búist er við að stækkun geti orð- ið að veruleika árið 2004 en forráðamenn Norðuráls hafa sett vaxandi þrýsting á stjórnvöld vegna málsins. Heimildir DV herma að vaxandi kergja sé milli að- ila í málinu vegna þess að stjórnvöld hafi „dregið lappimar" eins og það var orðað af kunnugum aðila. i gærkvöld fór fram fundur milli Landsvirkjunar og forráðamanna Norðuráls um' málið og kom þar fram ósk Norðurálsmanna um að mál færu að skýrast. Hins vegar stendur á að hægt sé að uppfylla orkuþörfina. Þorsteinn segir að eina raunhæfa leiðin til að geta haldið tímamörk sé að byggja upp Búðar- hálsvirkjun og Norðlingaölduveitu. „Það hafa ekki komið fram neinar aðrar raunhæfar leiðir. Jarðhiti hef- ur verið neftidur en þetta er það stórt í sniðum og þarf að gerast á svo skömmum tima að slíkar hugmyndir eru ekki raun- hæfar,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á að Lands- virkjun eigi ekki mann í viðræðunefnd ríkisins gagnvart eigendum Norð- uráls og segir það ráðu- neytisins að svara fyrir samskiptin almennt. Ekki náðist í iðnaðarráðherra vegna málsins i morgun en í DV í dag kemur fram í viðtali við utanríkisráðherra að hann telur þörf Islendinga fyrir stóriðju sér- staklega mikla sem stendur, ekki sist í ljósi minnkandi aflaheimilda. -BÞ Sjá bls. 4 Heilbrigðisáætlun til ársins 2010: 20 tennur minnst - í helmingi aldraðra í heilbrigðisáætlun ríkisins sem gildir til ársins 2010 er gert ráð fyr- ir og að því stefnt að helmingur landsmanna 65 ára og eldri verði með minnst 20 tennur í biti. „Markmiðið er að fólk haldi tönn- unum lengur,“ segir Bolli Valgarðs- son, framkvæmdastjóri Tannlækna- félagsins. „Með þessu eru heil- brigðsyfirvöld að sýna aö þau ætla að einbeita sér i auknum mæli að tannheilbrigði eldra fólks.“ Barátta heilbrigðisyfirvalda fyrir Fallegar tennur Prýöi og vellíðan þeirra sem vel hiröa. bættri tannheilsu ungs fólks hefur þegar skilað góðum árangri en eldra fólk hefur setið á hakanum. Úr þvi skal bætt með Heilbrigðisáætlun 2010. Bætt tannheilsa þjóðarinnar hef- ur leitt til aukinnar samkeppni tannlækna um viðskiptavini og vinna tannsmiða hefur dregist veru- lega saman. Eða eins og einn þeirra orðaði það: „Innan tíðar verður leitun að manni með góm.“ -EIR Rey k j avíkurborg: Þroskaþjálfar bíða - eftir atkvæðagreiðslu „Það gerist ekkert fyrr en at- kvæðagreiðslu um samning þroska- þjálfa og sveitarfélaga er lokið,“ sagði Þóroddur Þórarinsson, vara- formaður Þroskaþjálfafélags ís- lands, við DV í morgun um stöðu samningaviðræðna Þroskaþjálfara- félagsins og Reykjavíkurborgar. Samningur Þroskaþjálfafélagins og launanefndar sveitarfélaga er til kynningar og atkvæðagreiðslu í dag og á morgun. Samninganefnd borg- arinnar hefur boðist til að hækka sitt tilboð að því leyti að hún býður launanefndarsamning sveitarfélag- anna óbreyttan. Sá samningur felur m.a. í sér rúmlega 36 prósent hækk- un á grunnlaunum strax, breytt vinnufyrirkomulag þroskaþjálfa sem vinna í skólum og flæðifyrir- komulag sem gerir fólki auðveldara að hækka milli flokka, auk þess sem hækkunin verður meiri milli þrepa. „Þroskaþjálfar geta náð sæmilegum launatöflum þar,“ sagði Þóroddur. Hann kvað þroskaþjálfa hjá borg- inni biða niðurstöðu talningar um sveitarfélagasamninginn. Þroskaþjálfar hjá sjálfseignarstofn- unum hafa samþykkt verkfall 15. júní nk. og um helgina munu þroskaþjálf- ar sem starfa hjá ríkinu greiða at- kvæði um verkfallsheimild. JSS Selfoss: Mikiö slasaður Dráttarvél og fólksbíll rákust saman á Skálholtsvegi um hálfsex- leytið í gærkvöld. Ökumaður bif- reiðarinnar var að fara fram úr dráttarvélinni þegar hún sveigði skyndilega í veg fyrir hann. Að sögn lögreglu á Selfossi slasaðist öku- maður bílsins nokkuð og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspít- alans í Fossvogi. Ökumaður dráttar- vélarinnar og farþegi í bílnum sluppu ómeiddir. Bíllinn er töluvert skemmdur eftir áreksturinn. -aþ Ævisaga Björgvins „Þetta er eins konar I ævisaga og unnin i fullu samráði við við- fangsefnið," segir Gisli Rúnar Jónsson leikari sem vinnur nú að því I að rita sögu Björgvins Halldórssonar, eins ástsælasta söngvara þjóðarinnar. „Upphaf- lega áttu þetta bara að vera fleygar sögur af kappanum en þróaðist í ann- að og meira." Það er bókaútgáfan Ið- unn sem gefur út ævisögu Björgvins og er ráðgert að hún verði ein af jóla- bókum þessa árs. „Vinnuheiti bókar- innar er Bo Bedre en sá titill verður að sjálfsögðu ekki notaður," segir Gísli Rúnar Jónsson. -EIR Björgvin Halldórsson Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • simi 588 1560 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.