Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001
DV
Fréttir
Þroskaþjálfar hjá ríkinu samþykktu verkfall 28. júní:
Neyðarástand
blasir við
- nýtt tilboö á fundi þroskaþjálfa og borgarinnar í dag
Sjómannasambandið:
Vill einnig veiða
stórhveli
Sambandsstjórn Sjómannasam-
bands íslands skorar á stjómvöld að
hefja hvalveiðar nú þegar við ísland.
Sambandsstjómin telur að vísinda-
legar úttektir á stærð hvalastofna
mæli með veiðum, auk þess sem
fjölgun hvala undanfarin ár hefur
neikvæð áhrif á stærð fiskistofna við
landið. Því sé nauðsynlegt að mati
sambandsstjórnar Sjómannasam-
bands íslands að hvalveiðar verði
hafnar nú þegar til að halda jafn-
vægi í lífrikinu.
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambands íslands, segist þess
fullviss að hvalveiðar hefjist innan
tíöar. „Stjórnvöld hljóta að hafa ver-
ið að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið
að nýju tO þess að flýta því ferli en
það kom mér á óvart að það skyldi
gerast meö þessum hætti og engin
umræða um það áður en sjávarút-
vegsráðherra tilkynnti það. Og ég er
ekki bara að tala um veiðar á hrefnu
heldur einnig á stórhveli," segir
Sævar Gunnarsson. -GG
Málræktars j óður:
Rýrnaði um
9 milljónir
Fjárhagur Málræktarsjóðs rýrn-
aði um tæpar 14 milljónir króna á
milii áranna 2000 og 2001, eða um
15%, að því er fram kom á aðalfundi
félagsins á föstudag. Málræktarsjóð-
ur er stofnaður af Baldri Jónssyni
lektor fyrir 10 árum en fjármagnað-
ur af Lýöveldissjóði. Sjóðurinn nam
107 milljónum króna í fyrra en nem-
ur nú 97,3 milljónum króna. Af þess-
ari upphæð ávaxtaði Kaupþing í
fyrra 58,8 milljónir króna en eignin
er nú réttar 50 milljónir króna.
Kaupþing skilaði um 5 milljónum
króna í ávöxtun á síðasta ári en
ávöxtun Kaupþings og Verðbréfa-
markaðs íslandsbanka sl. 3 ár er
mjög döpur, eða 0%. Harölega var
gagnrýnt á fundinum að Kaupþing
skyldi ekkert gera til þess að sporna
við rýmun þess hluta sjóðsins sem
hefur verið í þeirra höndum og
reyna að auka arðsemi hans. í fyrra
urðu mikil átök á fundinum þegar
Erlingur Sigurðarson, fulltrúi Ak-
ureyrarbæjar í fulltrúaráðinu, gagn-
rýndi harðlega stjóm sjóðsins fyrir
það að ávaxta ekki sjóðinn sem
skyldi og að úthlutanir úr honum
DV-MYND HARI
Pallurinn varð eftir
Vörubílstjóri sem átti leiö undir
brúna viö Smáralind í gær varö fyrir
því óhappi aö vörupallurinn hafnaöi
á brúnni og bókstaflega slitnaði af
bílnum. Bílstjórinn, sem haföi nýlega
sturtað jaröefni í Salahverfinu,
gleymdi að setja pallinn niður. Aö
sögn lögreglu í Kópavogi þurfti stór-
virk vinnutæki til aö losa vörubíls-
pallinn af brúnni. Bíll og pallur eru
mikiö skemmdir en bílstjórinn slapp
meö minni háttar meiösl.
Þroskaþjálfar sem starfa hjá rik-
inu hafa samþykkt að boða til verk-
falls frá og með 28. júní næstkom-
andi, samkvæmt heimildum DV.
Niðurstöður talningar atkvæða úr
kosningu um verkfallsheimild lágu
fyrir í gærkvöld. Þær átti að kynna
viðsemjendum þroskaþjálfa fyrir
hádegi. Mjög góð, kjörsókn var og
var yfirgnæfandi meiri hluti
samþykkur því að boða til verkfalls.
Lítið hefur miðað í samningavið-
ræðum Reykjavikurborgar og
þroskaþjálfa sem nú eru i verkfalli.
Maður sem tengist atvinnustarf-
semi á Oddeyrinni á Akureyri stað-
hæfir að lögreglan hafi ítrekað fengið
kvartanir vegna skemmdarverkastarf-
semi þriggja drengja. Starfsmaður
Strýtu sá þrjá drengi hlaupa frá hús-
næði Samherja skömmu fyrir brun-
ann en lögreglan hafði í gær engan
sérstakan grunaðan vegna málsins.
Sem dæmi um athæfi drengjanna
nefnir maðurinn, sem vill ekki láta
nafns síns getið, að kveikt hafi ver-
ið í dóti við fyrirtæki á Oddeyrinni
fyrir skömmu. Þá hafi þeir stolið
vinnuvél og athafnað sig á henni,
brotið rúður og fleira. Maðurinn
hefur skaðast persónulega vegna
skemmdarverkanna en hann segir
að lögreglan hafi tjáð honum að
erfitt væri við drengina að eiga,
enda þeir ekki lögráða.
Daníel Guðjónsson, yfirlögreglu-
þjónn á Akureyri, kannast við ýms-
Þá hafa þroskaþjálfar hjá sjálfseign-
arstofnunum boðað til verkfalls 15.
júní næstkomandi. Ef verkfall skell-
ur á þá og síðan 28. júní hjá þroska-
þjálfum sem starfa hjá ríkinu þá er
þorri allra þroskaþjálfa í landinu
kominn í verkfall.
Eins og fram hefur komið kol-
felldu þroskaþjálfar kjarasamning
við launanefnd sveitarfélaganna.
Við samningsundirritun aflýstu
þeir verkfalli og þurfa þvi að ganga
aftur til kosninga um verkfallsheim-
ild.
ar ábendingar frá almenningi en
hann segir að ekki sé sannað að um
íkveikju hafi verið að ræða, hvað þá
í dag mun samninganefnd þroska-
þjálfa setjast á fund meö ríkinu hjá
sáttasemjara kl. 13. Kl. 17 verður
fundur með samninganefnd borgar-
innar en á milli þeirra funda setjast
þroskaþjálfar hjá sjálfseignarstofn-
unum á fund hjá sáttasemjara.
Á fundi þroskaþjálfara og Reykja-
víkurborgar í dag munu hinir fyrr-
nefndu leggja fram tilboð í kjara-
deilunni. Samkvæmt heimildum DV
er ekki um miklar tilslakanir að
ræða í þvi heldur fremur um til-
færslur. -JSS
að einhverjir ákveðnir liggi undir
grun. Daníel segir að lögreglan leggi
allt kapp á rannsókn málsins. -Bþ
deCODE hækkar
Líftæknifyrirtækið deCODE
Genetics hefur stigið á Nasdaq verð-
bréfamarkaðnum að undanförnu.
Eftir að hafa farið niður fyrir sex í
apríl og aftur undir lok maí hefur
gengið stigið. Við lokun markaða í
gær var gengi hlutabréfa í deCODE
komið í 8,8 og hafði þá stigið um
9,32% frá opnun markaða.
Kattaklór ráðherrans
Stjórnir smábátafélaganna Eld-
ingar og Króks á Vestfjörðum eru
allt annað en ánægðar með þá
ákvörðun sjávarútvegsráðherra að
gefa steinbítsveiðar frjálsar á næsta
ári. í yfirlýsingu segir að ákvörðun
ráðherrans byggi á vanþekkingu og
hún sé eins og vesælt kattaklór.
Markaður fyrir hrefnukjöt
Gunnlaugur Konráðsson, sem er
sennilega eini maðurinn sem titlað-
ur er hrefnuveiðimaöur í síma-
skránni, segir fullyrðingar um að
ekki sé markaður fyrir hrefnukjöt
einfaldlega rangrar. Umræðan sé
afar undarleg og í litlu samræmi við
raunveruleikann. InterSeafood.com
greindi frá.
Hrefnan þolir veiðar
Árni Finnsson,
umhverfisverndar-
sinni og fyrrver-
andi starfsmaður
Greenpeace, segir
að hrefnustofninn
þoli veiðar í at-
vinnuskyni. Hann
segir að umhverfis-
og dýravemdunarsamtök séu sum
hver reiðubúin að falla frá kröfu um
fortakslaust bann við þeim. RÚV
greindi frá.
Færri nýnemar innrita sig
Færri nýnemar létu innrita sig í
framhaldsskóla á höfuðborgarsvæð-
inu nú en í fyrra. Þá bárust um 4800
umsóknir en þær eru um 4000 fyrir
næsta skólaár.
Steinbítsveiðunum stýrt
0„Við höfum hugsað
okkur að þessar veið-
ar verði ekki algjör-
lega stjórnlausar. Þaö
eru notuð önnur
stjómtæki viö veið-
arnar en bara kvót-
inn. Það eru t.d. svæð-
islokanir, hrygningarstopp, ákveðin
möskvastærð neta og fjöldi af tross-
um,“ segir Ámi M. Mathiesen í
samtali við Fréttablaðið.
Mettúr hjá Júlíusi
í gær var landað grálúðu úr
frystitogaranum Júlíusi Geir-
mundssyni ÍS á ísafirði og er áætlað
aflaverðmæti í veiðiferðinni, sem
stóð í um 24 daga, um 162 milljónir
króna. Er þetta sennilega mesta
aflaverömæti sem íslenskt skip hef-
ur fengið í einni og sömu veiðiferð-
inni.
Evrópska orkustofnunin
Evrópska orkustofnun - Europe-
an Energy Foundation - heldur
fund hér á landi um miðjan septem-
ber til þess að kynna sér hugmynd-
ir um íslenska vetnissamfélagið. í
síðustu viku voru fulltrúar Nývirk-
is kvaddir til að forkynna málið í
Brussel, ásamt Hjálmari Árnasyni
og Tómasi Inga Olrich.
Haldið til haga
Forráðamenn Domino’s-keðjunn-
ar á íslandi vilja taka fram vegna
fréttar DV í gær um könnun á ung-
lingavinnu á pitsustöðum, að hjá
fyrirtækinu gilda þær reglur að eng-
ir unglingar, 18 ára og yngri, mega
starfa þar eftir miðnætti. í fréttinni
í gær var birt mynd af pitsugerðar-
manni frá Domino’s og biðst blaðið
velvirðingar á þvi. -HKr.
Smávinir fagrir
Hundurinn Kátur og ónefndur þrastarungi léku sér saman í klukkustund í garöi i vesturbæ Reykjavíkur í gærdag og
var eftir því tekiö hve vel fór á meö þeim. Þaö er sitthvað, hundur og köttur.
ítrekuð skemmdarverk á Oddeyrinni á Akureyri:
Enginn grunaður
vegna eldsvoðans
- fáum ýmsar vísbendingar, segir yfirlögregluþjónn
Frá brunanum við Strýtu sl. laugardagskvöld.