Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 7
7
ÞRIDJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001______________________________________________________
!DV Fréttir
Vinstrihreyfingin - grænt framboð kynnir stefnu sína í sveitarstjórnarmálum:
Hellir sér í sveitar-
stjórnarmálin
DV, EGILSSTODUM:
Vinstri grænir eru farnir að huga
að kosningum til sveitarstjórna sem
fram fara næsta vor.
Samtökin héldu fréttamannafund
á Egilsstöðum til að kynna stefnu
sína í sveitarstjórnarmálum sem
flokkurinn hefur tekið saman í sér-
staka kosningahandbók sem kallast
„Sveitarfélögin og lifið í landinu".
Bók þessi er afrakstur mikillar
umræðu og skoðanaskipta um sveit-
arstjórnarmál innan flokksins. Á
síðasta landsfundi var samþykkt að
stefnt skyldi að virkri þátttöku í
næstu sveitarstjórnarkosningum og
að flokkurinn stefndi að því að
bjóða fram lista sem víðast í eigin
nafni eða i samvinnu við aðra eftir
þvi hvað flokksfélagar á hverjum
stað teldu réttast. Nú þegar hafa
verið stofnaðar félagsdeildir í flest-
um stærstu byggðarlögum landsins
og fleiri deildir bætast við á næst-
unni. Félagsdeildirnar halda utan-
Steingrímur J.
Sigfússon
Róttæk stefna.
um framboðsmál
flokksins á hverj-
um staö.
Með handbók-
inni er tekin af-
dráttarlaus af-
staða til margra
þeirra lykil-
spurninga sem
framboð til sveit-
arstjórnarkosn-
inga um land allt
munu ræða á
næstunni.
Fjallað er um fjárhag sveitarfé-
laga og verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga, velferðarkerfið og
markmið um samábyrgð og jöfnuð,
náttúruvernd og umhverfismál,
upplýsingatækni og nýsköpun í at-
vinnumálum. Á eftir hverjum kafla
eru sett fram skýr markmið í við-
komandi málaflokki.
VG telur að öflugt, samábyrgt vel-
ferðarkerfi sé lykillinn að farsælu
samfélagi sem getur þróast í sátt og
býr yfir innri styrk og samheldni.
Stöðugleiki slíks samfélags er dýr-
mæt auðlind, verðmæti í sjálfu sér.
Slíkt samfélag færir íbúum sínum
lífsgæði sem margir yrðu af ella.
Róttæk vinstristefna, kvenfrelsi og
umhverfisvemd eru lykillinn að til-
vist slíks samfélags. Með þau sjón-
armið að leiðarljósi mun hreyfingin
beita sér á vettvangi sveitarstjórna
á næstunni, segir í fréttatilkynn-
ingu VG sem afhent var blaðamönn-
um.
Sé blaðað í handbókinni kemur
fréttamanni fátt á óvart og lítið er
um nýjar hugmyndir. Þó vekur at-
hygli að lagt er til aö skattbyrði at-
vinnulífsins verði aukin með t.d.
umhverfisgjaldi og öðrum álögum
til að auka tekjur sveitarfélaganna.
Yfirleitt er um að ræða hefðbundin
sjónarmið sósíalista í öllum grein-
um, þótt orðið sósíalismi komi
raunar aldrei fyrir. -PG
Lögregla lagði að meðaltali hald á:
Sextíu e-töflur og
72 grömm af hassi
- á hverjum degi ársins 2000
Um 30 uppskriftir, rjúkandi ráð og sitthvað
fleira frá matreiðslumeisturum Argentínu
- í glæsilegri grillhandbók.
Á hverjum degi ársins 2000 lagði
lögregla að meðaltali hald á 2,5
grömm af kókaíni, 60 e-töflur, 28
grömm af amfetamíni, 72 grömm af
hassi, 14 grömm af maríhúana og
fjórðungsskammt af LSD. Þetta
kemur fram í nýrri ársskýrslu ríkis-
lögreglustjóra um fíkniefnamál árs-
ins 2000.
Alls voru fikniefnamál ársins 619,
sem er tæplega 20 prósent fækkun
frá árinu áður, og komu flest upp í
umdæmi lögreglustjórans í Reykja-
vík. I skýrslunni kemur fram að
lagt var hald á 36% minna af hassi,
eða 26.630 g, á móti 41.622 g árið
1999. Lögreglan tók hins vegar 104%
meira af amfetamíni, eða 10.267 g á
móti 5.078, og 195% meira af e-töfl-
um, eða 22.056 stykki á móti 7.478
árið 1999.
Tæpur helmingur allra fikniefna-
málanna, eða 47%, kom upp í
Reykjavík, þá i Hafnarfirði 13,6% og
8,9% á Akureyri. Langflest fikni-
efnamál koma upp á laugardögum
22 þúsund e-töflur
Þaö magn sem lögregla lagöi hald á
árinu 2000 en þaö er auknlng um
195% frá árinu áöur.
en fóstudagar og fimmtudagar koma
þar á eftir. Ágúst og desember eru
hins vegar þeir mánuðir sem lög-
regla leggur hald á flest fikniefni.
-aþ
Bakarinn í Eyjum sker upp herör gegn bæjarstjórninni:
Eins og spilafíklar
- segir Andrés bakari - hver Eyjamaður skuldar milljón
Andrés
Sigmundsson
Bakarinn sem
gat ekki oröa
bundist lengur.
„Eg gat bara
ekki þagað leng-
ur. Stjórnendur
bæjarins eru eins
og spilafiklar
sem gambla með
fé okkar út og
suður,“ segir
Andrés Sig-
mundsson, bak-
ari í Vestmanna:
eyjum, sem hafið
hefur útgáfu á
nýju fréttablaði
sem fjallar um —---------
fjármál Vestmannaeyjakaupstaðar.
I blaðinu, sem ber heitið Nýi Eyja-
maðurinn, kemur fram að vegna
Bæjarstjórinn í Eyjum:
Frjálslega
farið með
„Andrés Sigmundsson er formað-
ur Bæjarmálafélags Vestmannaeyja
sem er minnihlutinn í bæjarstjórn-
inni. Þessi útgáfa hans er aðeins
hluti af starfl minnihlutans og verð-
ur aö skoðast sem slíkt,“ segir Guð-
jón Hjörleifsson, bæjarstjóri i Vest-
mannaeyjum, um framtak Andrésar
í útgáfumálum. „Þarna er frjálslega
farið með tölur og staðreyndir og því
öllu ætla ég ekki að svara.“ -EIR
skuida og skuld-
bindinga bæjar-
sjóðs Vestmanna-
eyja og stofnana
bæjarins skuldi
hver Vestmanna-
eyingur 969 þús-
und krónur. „Til
samanburðar má
geta þess að sjálf-
stæðismenn í
Reykjavík fara
hamförum I fjöl-
miðlum vegna
skuldastöðu
Guðjón
Hjörleifsson
Meö 780 þús-
und krónur
á mánuöi.
Reykjavíkur-
borgar en þar
skuldar hver
íbúi ekki
nema 126
þúsund
krónur,"
segir
Andrés
sem ætlar
ekki að
láta stað
ar
numið
fyrr en
menn
sjá að
sér.
Bæj-
arstjórinn sé með 780
þúsund krónur á mánuði og það sé
töluvert miðað við þann árangur
W'tetmannaeyinN/ia b,aö'ð
sem hann hafi sýnt í starfi.
Bæjarsjóður tók 12 milljóna doll-
ara lán fyrir skemmstu og notaði 7
milljónir dollara til að greiða upp
hagstæð, innlend lán. Fimm milljón-
ir dollara voru geymdir á banka-
reikningi í Lúxemborg en gengistap
af þessu láni á síðasta ári nemur 210
milljónum króna. Þetta er náttúr-
lega galið,“ segir Andrés bakari Sig-
mundsson sem hefur safnað um sig
hópi Vestmannaeyinga í baráttunni
gegn því sem hann kallar óstjórn í
fjármálum bæjarins. Sjálfur sat
Andrés í bæjarstjórn Vestmanna-
eyja fyrir nokkrum árum en þá fyr-
ir Framsóknarflokkinn: „Ég tek
það fram að þetta
fram-
tak
mitt
tengist
ekki
Fram-
sóknar-
flokknum
á nokkurn
hátt. Hér
fer ég fram
sem sléttur
og felldur
Vestmanna-
eyingur,“
segir Andrés.
-EIR
AUK 875-1 -738a sia.is