Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Side 4
Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001
r»v
Héraðsdómur dæmir tvo unga menn fyrir íkveikjur í stigagöngum:
Ógnuðu lífi fjölda fólks
- einbeittur brotavilji, segir í dómnum
Héraðsdómur i Reykjavík dæmdi í
gær tvo unga menn í fangelsi fyrir að
kveikja í stigagöngum og geymslum í
íjölbýlishúsum í Breiðholti. Annars
vegar var Eiríkur Hrafnkell Hjartar-
son dæmdur til fangelsisvistar í 2 og
1/2 ár og hins vegar Ragnar Þór
Björnsson í 2 ára og 9 mánaða fang-
elsisvist. Auk þess voru mennirnir
dæmdir til að greiða Sjóvá-Almenn-
um tæpar 3 milljónir í skaðabætur og
Landssíma íslands rúma 1,2 milljónir.
Mennirnir voru ákærðir fyrir að
hella bensíni í teppi stigagangs í fjöl-
býlishúsi við Flúðasel og stofna með
háttsemi sinni lífí 22 manna, sem
voru flestir sofandi þegar atvikið átti
sér stað, í bersýnilegan háska.
Atburðurinn átti sér stað í nóvem-
ber á síðasta ári en fyrr þá sömu nótt
helltu mennimir tvígengisolíu í sorp-
tunnugeymslu Qölbýlishússins við
Völvufell ög kveiktu í. Þar var lífi 24
manna stofnað í háska, auk hættunn-
ar á miklu eignatjóni hefði eldurinn
breiðst út. í fyrra tilvikinu slokknaði
eldurinn vegna súrefnisskorts en í
því seinna var hann slökktur af
slökkviliði.
í dómum kemur fram að annar
hinna ákærðu hafi hugsað með sér að
margir myndu láta lífið í Flúðaselinu
og báðum hafi verið fulljóst hver
hætta var á ferðum fyrir íbúa stiga-
gangsins.
Þremur vikum síðar létu mennirn-
ir aftur til skarar skríða og kveiktu í
sorptunnu fjölbýlishúss við Unufell. í
húsinu voru 33 íbúar, flestir sofandi,
og þótti sýnt að lífi allra hefði verið
stefnt í mikla hættu. Að síðustu voru
mennirnir ákærðir fyrir að skemma í
tvígang símatengiskáp við Vestur-
berg.
Mennirnir játuðu öll afbrotin og í
dómnum kemur fram að brotavilji
þeirra hafi verið einbeittur. Brot
þeirra þykja stórfelld og alvarleg
Héraðsdómur kvað ígær upp dóm yfir Eiríki Hrafnkatli Hjartarsyni og Ragnari Björns- enda hafi þeir stofnað lífi fjölda fólks
syni fyrir íkveikjur í fjölbýlishúsum sem að mati dómsins eru stórfelld og alvarleg brot. j mikla hættu. -aþ
Dæmdir i rúmlega tveggja ára fangelsi
Stækkun Norðuráls
vegur upp aflasamdrátt
- „Viljum að Norðurál fái að stækka í 180.000,“ segir iðnaðarráöherra
DV, GRUNDARTANGAÍ
Framleiðsla í öðrum áfanga Norður-
áls á Grundartanga hófst í gær þegar
Valgerður Sverrisdótir iðnaðarráðherra
gangsetti fyrstu áltöku nýs áfanga. Þeg-
ar öll ker Norðuráls verða komin í notk-
un I sumar þá hefúr ársframleiðslan
aukist úr 60.000 tonnum í 90.000 tonn.
Kostnaður við stækkunina er 8,5 millj-
arðar.
Með þessari stækkun aukast útflutn-
ingstekjur um tæplega 5 milljarða króna
á ári, einmitt á sama tíma og dregur
verulega úr innflutningi vegna fram-
kvæmda Norðuráls en flutt voru inn
tæki og búnaður fyrir um 5 milljarða
króna á síðustu 12 mánuðum. Þegar
stækkunin er að fullu komin til fram-
kvæmda er áætlað að 200 manns vinni
hjá Norðuráli.
„Með þessari stækkun er bætt við 60
kerum við þau 120 sem fyrir eru sem
þýðir að framleiðslan mun aukast um
50%. Af þessum nýju kerum verða 6 til-
raunaker sem rekin verða á hærri
straum en þau sem fyrir eru sem þýðir
að þau munu framleiða meira ál,“ segir
Tómas Sigurðsson, framkvæmdastjóri
tækni- og umhverflssviðs Norðuráls.
Ragnar Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri fjármálasviös Norðuráls, segir að
framkvæmdir hafi gengið mjög vel og
hafi verið tveimur vikum á undan áætl-
un, kostnaður sé samkvæmt áætlun og
þó ívið lægri. Norðurál hefúr i dag leyfi
til að stækka verksmiðjuna úr 90.000
tonnum í 180.000 og hefur lagt rnn erindi
til iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkj-
unar. Ef samningar nást munu fram-
kvæmdir hefjast sumarið 2002 og 3.
áfangi tekinn í notkun um mitt ár 2004.
Ragnar segir að þeir hafi átt í viðræðum
undanfarið annars vegar við iðnaðar-
ráðuneytið og við sveitarfélögin um
skatta og þjónustumál fyrir stækkaða
verksmiðju og hins vegar við Lands-
virkjun um orkuöflun og orkuverð og
hann segir að þær viðræður hafi gengið
vel.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
Forstjórinn og ráðherrann
Jim Hensel, aðstoöarforstjóri Columbia
Ventures Corporation, og Valgerður
Sverrisdótitir takast í hendur eftirgang-
setninguna. Vonast er til aö stærri gang-
setning fari fram eftir þrjú ár.
herra segir að þetta sé stór stund fyrir
þjóðarbúið. „Þetta er ekki óáþekk upp-
hæð og sú sem við erum að tapa vegna
skerðingar fiskistofnanna. Ég vil að
Norðurál geti stækkað upp í 180.000
tonn eins og þeirra áform eru uppi um.
Það er engin spuming af hálfu stjóm-
valda að við viljum að þessi áform gangi
eftir,“ sagði iðnaðarráðherra við DV.
Hún sagðist ekki kannast við það að
hún hefði verið gagnrýnd fyrir það að
veita sein svör. „Ég veit að þessi
orðrómur hefúr verið uppi, við höfum
átt góð samskipti við fyrirtækið og telj-
um að það hafi staðið undir væntingum
og sé til fyrirmyndar á öllum sviöuum,"
segir Valgerður.
Hún sagði jafnframt að eins og staðan
væri í dag þá væm stjórnvöld að vonast
til þess að byijað verði að stækka á
Grundartanga áður en framkvæmdir
fyrir austan fari á fúllt. „Við vonum að
með þessu falli þetta bærilega að þjóðar-
búskapnum og efnahagslífmu og það er
mjög mikilvægt og þess vegna létum við
vinna úttekt á efhahagslegum áhrifum
þessara framkvæmda og viljum að þeim
verði raðað skynsamlega upp; þetta em
miklar framkvæmdir miðað við tiltölu-
lega lítil umsvif í litlu samfélagi," sagði
iðnaðarráðherra við DV. -DVÓ
Innbrot í miðbænum:
Skartgriparán
Brotist var inn í skartgripaversl-
un við Laugaveg skömmu fyrir
klukkan fimm í morgun. Þjófurinn
braut upp dyralæsingu og þegar inn
var komið braut hann sýningar-
kassa og tók nokkurt magn af skart-
gripum. Nokkrar skemmdir voru
unnar í versluninni.
Að sögn lögreglu er málið í rann-
sókn en talið er að verðmæti þýfis-
ins nemi tæpri milljón króna. Þá
var brotist inn i Upplýsingamiðstöð
ferðamála við Bankastræti. Teknir
voru peningar úr sjóðvél.
-aþ
Bolungarvík:
Stálu hjólbarða
Brotist var inn í bifreiðaverk-
stæði í Bolungarvík í fyrrinótt. Að
sögn lögreglu braut þjófurinn sér
leið inn á verkstæðið með því að
kasta grjóti í gegnum rúðu. Engu
var stolið á verkstæðinu utan ein-
um hjólbarða en nokkrar skemmdir
voru unnar á húsnæðinu. Innbrots-
þjófurinn hefur ekki náðst en lög-
reglan í Bolungarvík hefur rann-
sókn málsins með höndum. -aþ
Innbrot og búðahnupl:
Kona beit
Kona beit lögregluþjón við hand-
töku í Reykjavík um helgina. Sést
hafði til konunnar þar sem hún fór
inn í tvo bíla og tók smáhluti
traustataki. Konan var færð á lög-
reglustöð og vistuð í fangageymslu.
Lögregluþjónninn þurfti að leita á
slysadeild vegna bitsins.
Samkvæmt dagbók lögreglu var
nokkuð um búðahnupl um helgina
og var meðal annars tilkynnt um
stuld á áfengi og sardínum. Þá var
gerð tilraun til innbrots í skart-
gripaverslun við Laugaveg um helg-
ina en þjófurinn virðist hafa gefist
upp við að innbrotið. -aþ
Líkamsárás:
Sparkað í
höfuð konu
Lögreglunni í Reykjavík var tO-
kynnt á laugardag að sparkað hefði
verið í höfuð liggjandi konu og lægi
hún meðvitundarlaus í götunni. Þeg-
ar lögreglumenn komu á vettvang
kom í ljós að fjórir menn höfðu ráðist
á mann og konu, tekið af henni veski
og veitt báðum nokkra áverka. Parið
var flutt á slysadeild þar sem gert var
að sárum þess. -aþ
Veftriö í kvötd
Sótargangur og sjávarföll | Veörið á morgun
REYKJAVIK AKUREYRI
Frost á hálendinu
Norðlæg átt, víöast 5-8 m/s. Léttskýjaö
veröur sunnan- og vestanlands, annars skýjaö
og dálítil rigning eða súld á Noröaustur- og
Austurlandi. Hiti á bilinu 5 til 15 stig, hlýjast
sunnanlands, en 2ja til 7 stiga hiti á láglendi í
nótt og frost á hálendinu.
Sólarlag i kvöld 23.57 23.59
Sólarupprás á morgun 03.03 03.01
Siðdegisflóð 22.59 03.32
Árdeglsflóð á morgun 10.35 15.25
Skýringará veöuftáknum
J*^VINDÁTT 10< H,T1 -10°
VINDSTYRKUR i métrtun ó soktindu FROST H0OSKÍRT
a o
IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAO
SKÝJAÐ
u Í$j
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
Cí ^ ~\r
ÉUAGANGUR RRUMIF SKAF- ROKA
VEÐUR RENNINGUR
Kjölur opinn
Aðalvegir landsins eru allir vel færir og
vegurinn um Kjöl er opinn. Aðrir
hálendisvegir eru hins vegar lokaöir
margir hverjir og sjást upplýsingar um
það á síöu Vegagerðarinnar
www.vegir.is
aa»«MK;
Síðdegisskúrir á Suðausturlandi
Hæg breytileg átt, víöa verður léttskýjaö, þó má búast við síödegisskúrum
á Suður- og Suöausturlandi.
Hæg norölæg átt eða
hafgola, skýjað með
köflum og stöku skúrlr Inn
tll landslns, þó síst á
Vesturlandl. Hltl 5 tll 15
stig.
Föstudagai
Vindur: f
5-8 m/v\
Hiti 5° til 15°
Hæg norðlæg átt eða
hafgola, skýjað með
köflum og stöku skúrlr inn
til landsins, sist á
Vesturlandl. Hltl 5 tll 15
stlg.
Lau/ír>rdagti|r,
k
Hiti 5° til 15°
Vindur:
5-10 m/s
Norðvestlæg átt, 5-10
m/s og rlgning eða súld
norðan- og austanlands,
en hægarl vindur og
bjartviðri sunnanlands og
vestan-. Hiti 5 til 15 stlg,
Veðriö M. 6
AKUREYRI skýjaö 4
BERGSSTAÐIR skýjað 3
BOLUNGARVÍK léttskýjaö 3
EGILSSTAÐIR 4
KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 7
KEFLAVÍK léttskýjaö 5
RAUFARHÓFN súld 3
REYKJAVÍK léttskýjað 5
STÓRHÖFÐI léttskýjaö 5
BERGEN hálfskýjaö 8
HELSINKI rigning 8
KAUPMANNAHÖFN skúr 10
ÓSLÓ léttskýjaö 11
STOKKHÓLMUR 10
ÞÓRSHÖFN súld 8
ÞRÁNDHEIMUR rigning 7
ALGARVE skýjaö 20
AMSTERDAM skýjaö 14
BARCELONA léttskýjaö 19
BERLÍN rigning 10
CHICAGO alskýjaö 19
DUBLIN skýjaö 11
HAUFAX alskýjaö 11
FRANKFURT léttskýjaö 11
HAMBORG skúr 11
JAN MAYEN úrkoma í gr. 0
LONDON skýjaö 13
LÚXEMBORG
MALLORCA skýjað 15
MONTREAL heiöskírt 15
NARSSARSSUAQ alskýjaö 6
NEW YORK skýjaö 22
ORLANDO skýjaö 23
PARÍS skýjaö 14
VÍN léttskýjaö 14
WASHINGTON þokumóöa 21
WINNIPEG heiöskírt 11
-r