Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001
Fréttir
DV
Áhyggjur hjá Meindýravörnum íslands á Húsavík:
Refurinn leitar í þjóðgarðana
leituðum án þess að finna, segir forstjóri Náttúruverndar ríkisins
Ámi Logi Sigurbjömsson, for-
stjóri Meindýravarna íslands á
Húsavík, hefur áhyggjur af fjölg-
un refs og minks í þjóðgörðum
landsins og þá helst í Jökulsár-
gljúfrum þar sem hann segir
krökkt af dýrbítum en bannað að
veiða þá:
„Refurinn er refur og það er
eins og hann sé búinn að finna
það út að hann sé óhultur í þjóð-
görðunum. Þetta á ekki aðeins við
um Jökulsárgljúfur heldur mest-
allt miðhálendið sem er að verða
einn allsherjar þjóðgarður," segir
Ámi Logi og bætir því við að á
Hornströndum, sem nú em friðað-
ar, sjáist varla fugl lengur - mink-
urinn leiki þar lausum hala og éti
allt.
Ámi Bragason, forstjóri Nátt-
úruverndar ríksins, sem hefur
með málefni þjóðgarðanna að
gera, er ekki sammála meindýra-
eyðinum á Húsavík:
„Við fengum veiðistjórann á
Arni Bragason.
Refurinn er refur
Leitar þangaö sem hann veit aö engir eru byssumennirnir.
Akureyri til að
leggja mat á
ástandið í Jök-
ulsárgljúfrum og
niðurstaða hans
var að þar væri
ekki minkur.
Hann fór við
sjötta mann
ásamt hundum
og þeir fundu
ekkert. Reyndar
leituðu þeir aðeins að mink en
ekki ref,“ segir Árni Bragason.
Um þetta segir nafni hans á
Húsavík: „Það er ekki nema von
að þeir hafi ekki fundið ref eða
mink. Þeir voru með handónýta
fjárhunda sem ég hefði ekki einu
sinni treyst til að finna rottu.“
Forstjóri Náttúruverndar ríkis-
ins segist hafa fengið það staðfest
hjá veiðistjóra að öll gömul refa-
greni, sem vitað er um í þjóðgarð-
inum í Jökulsárgljúfrum, séu tóm.
-EIR
íslensku kýrnar komnar í hörkusamkeppni í nyt við þær norsku:
Fimm þúsund færri
en mjólka eins mikið
Mikill keppnisandi virðist hafa
hlaupið í íslenskar kýr eftir að þær
fréttu af hugsanlegri samkeppni við
þær norsku hér á heimavelli. Þótt
mjólkurkúm í landinu hafi síðasta
áratuginn fækkað um 1/6 eða rösk-
lega 5 þúsund var innvegin mjók í
mjólkurbúin litlu minni síðustu tvö
árin heldur en árið 1990, samkvæmt
upplýsingum Hagstofunnar. „Fram-
leiðniaukning" kúnna síðustu fimm
árin er svo mikil að jafnvel mannlega
vinnuaílið í landinu má fara að vara
sig að láta ekki kýrnar máta sig á því
sviði, að ekki sé talað um norsku belj-
urnar.
Skila nú 500 lítrum meira
Mjólkurkúm i landinu fækkaði úr
nær 32.300 í upphafi síðasta áratugar
niður í rétt rúmlega 27.000 í fyrra og
hafði þá fækkað um þúsund tvö ár í
röð. Innvegin mjólk eftir hverja kú
jókst mjög hægt framan af áratugn-
um. En frá 1994 hefur hún aukist um
samtals 15% eða um 500 lítra að með-
Fleiri mjólkuriítrar á hverja kú
- breytingar frá 1990 til 2000
35.000
MJólkurkýr
27.070
30.000
25.000
20.000
4.000
MJólkurlítrar á kú
3.000 3.318
2.000
o<—HHHHHH^HHHHHHHHHHHHLj
rsjÞS 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000
altali á hverja kú, upp í rúmlega 3.840
lítra í fyrra, samkvæmt tölum Hag-
stofunnar. í fyrra bárust mjólkurbú-
unum rösklega 104 milljónir lítra af
mjólk.
í heild hefur nautgripum í landinu
fækkað mun hægar en mjólkurkún-
um, eða úr tæplega 75 þúsund gripum
árið 1990 niður í rúmlega 72 þúsund
gripi i fyrra. Enda jókst framleiðsla á
nautakjöti um íjórðung á tíunda ára-
tugnum.
Þar sem mjólkurframleiðslan er
svipuð og fyrir áratug þótt lands-
mönnum hafi íjölgað um 26 þúsund
(10%) er ljóst að neysla mjólkur og
mjólkurafurða á mann hefur minnkað
verulega og líka breyst. Nýmjólkur-
sala hefur til dæmis minnkað úr 29
niður í 16 milljónir lítra í fyrra (að-
eins rúman 1 lítra á mann á viku) en
léttari mjólk aukist að sama skapi.
Sala á mjólk sem hvorki var sykruð
né sýrð var komin niður i rúma 37
milljón lítra í fyrra (132 lítra á mann
að meðaltali). Sala á jógúrt hefur auk-
ist um 60%. Skyrið komst í tísku í
fyrra og salan jókst um þriðjung. Sala
á ostum jókst nær 50% á áratugnum,
en viðbitið hefur þokast heldur niður
á við. -HEI
Barátta upp á líf og dauða í Reykjadal:
6 klukkustunda slagur
„Þeir verða að missa
sem eiga,“ sagði Ólöf
Helgadóttir, húsfreyja á
áttræðisaldri í Stafni í
Reykjadal, í samtali við
DV í gær og bar sig vel
þrátt fyrir fjárskaöa.
Snorri Kristjánsson,
sonur Ólafar og bóndi á
Stafni í Reykjadal, var þá
búinn að finna 15 full-
orðnar ær sem drápust í
óveðri síðustu viku og
tvö dauð lömb. Ólöf segir
að vel geti veriö að fleiri
kindur muni finnast
dauðar í skurðum þarna
í kring. Þeir séu enn full-
ir af snjó.
Féð var á heimatúnum
burðarins þegar brast á
Fjarskaöi á Noröurlandi
Krafla
AKUREYRI
áák
\
Stafn
Stafn er bær á vestanverðri Mývatnsheiði og er fremsti bær-
inn f Reykjadal. Þar varö mestur fjárskaöi á landinu í óveðr-
inu í síðustu viku.
íloksauð- vitlausu veðri og hófust menn
með snar- handa við að bjarga því sem bjargað
varð. „Þeir voru sex
klukkustundir að berja
þetta heim því það var
svo ofsinn á móti að féð
fór ekkert heldur sneri
alltaf við undan veðrinu,"
segir Ólöf. Hún segir eng-
an vafa leika á að veðrið
hafi verið verra en varð
nokkru sinni sl. vetur og
einsdæmi í júní.
Á Stafni er búið með
tæplega 400 íjár en ekki
liggur enn fyrir hvort eða
hvernig tjónið verður
bætt. Hugsanlegt er að
Bjargráðasjóður komið að
málum en Snorri og Ólöf
eru ekki farin að kanna
það enda er óljóst enn hve margar
kindur drápust. -BÞ
I
Gæsin leidd brott
Lögreglan vildi koma væntanlegri brúöur í öryggi, burtu frá umferöareyjunni.
Óheppilegur staður fyrir gæsapartí:
Löggan leiddi gæsina burtu
Gæsa- og steggjapartí njóta vin-
sælda og eru haldin samkvæmt
bandarískri fyrirmynd og kannski
ganga íslendingar enn lengra í þess-
um efnum eins og dæmin sanna
enda öfgamenn miklir. Nýlega var
brúðgumi hætt kominn á Akureyra-
polli i steggjarpartíi. Um helgina
þurfti lögreglan að skipta sér af
ógáfulegri „gæsun“ í Hafnarfirði.
Búið var að gæsa ungu dömuna og
var hún á miðju hringtorginu í
Hafnarfirði hjá veitingahúsinu A.
Hansen, sat við borð og var að fá sér
í glas í rólegheitunum meðan vin-
konurnar mynduðu hana i bak og
fyrir. Þá bar að tvo lipra lögreglu-
þjóna sem leystu gleðskapinn upp
og leiddu væntanlega brúði burt af
staðnum. Bannað er að drekka
áfengi á almannafæri, og eins eru
umferðareyjar nokkuð fjarri lagi
fyrir skemmtanahald. Stúlkan var
leidd burtu rólega með skilti á bak-
inu: „Síðasti sjens“. Vonandi eru
tækifæri hennar í lífinu þó ijarri
því þrotin.
» f
m
.-V'
a»**:ksíÉí«Ri..jíí
; k rat
..%r%
Mannlíf við hafnarbakka
Norðurbakkinn í Hafnarfjaröarhöfn. Þegar meöfylgfandi mynd var tekin sigldi
hvalaskoöunarskipiö Elding á vit sjávarspendýra sem nú eru svo mjög í um-
ræöunni hér á landi.
Hafnarfjörður:
Rætt um íbúðir viö Norðurbakkann
DV. HAFNARFIRDI-
Norðurbakki Hafnarfjarðarhafnar
mun í framtíðinni fá skemmtilegt
hlutverk í bæjarmyndinni. Þessa er
farið að sjá stað og bakkinn orðinn
blómlegur. Það eru menningar- og
ferðaþjónustufyrirtæki sem setja svip
sinn á Norðurbakkann þar sem nú
liggja við festar hvalaskoðunarskipið
Húni II og gamla varðskipið Þór sem
nú heitir Thor og er veitinga- og sögu-
skip.
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar sam-
þykkti á síðasta fundi sínum að fela
formanni og framkvæmdastjóra að
ræða við bæjarstjóra um framtíðar-
hlutverk Norðurbakkans. Fram hafa
komið þær hugmyndir að bakkinn
verði nýttur til íbúða, þjónustu- og
menningarstarfsemi sem tengjast
muni miðbæ Hafnarfjarðar.
Við breytta notkun bakkans er ekki
ætlunin að vega á nokkurn hátt að
þeim fyrirtækjum sem nýta bakkann
fyrir hafnsækna starfsemi nú. Leggur
hafnarstjórn áherslu á að viðlegu báta
og skipa verði ekki fórnað við breyt-
ingarnar. -DVÓ/JGR