Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 íslendingaþættir I>V Umsjón: KJartan Gunnar Kjartansson Sextugur Sjötug 85 ár^ Ingibjörg V. Guömundsdóttir, Spóastöðum I, Selfoss. 80 ára Fjóla Sigurjónsdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. Ottó Ákason, Bankastræti 3, Skagaströnd. Siguröur Þorberg Auöunsson, Egilsbraut 19, Þorlákshöfn. 75 ára Ari Jónsson, Sólbergi, Akureyri. , Hafsteinn Jónsson, Kirkjuvegi 11, Keflavík. 70 ára Helgi Hallvarösson, Lautasmára 1, Kópavogi. Svava Sigríöur Vilbergsdóttir, Bólstaðarhlíð 68, Reykjavlk. Hún verður aö heiman. 60 ára Helga Alfreösdóttir, Undirhlíö 14, Sólheimum. Hún ólst upp hjá móður- foreldrum sínum í Hrisey en flutti I Sólheima I Grímsnesi 1950 og hefur átt þar heima síðan. Árni Ólafsson, Nönnufelli 3, Reykjavík. Frímann E. Ingimundarson, Snorrabraut 52, Reykjavík. Guöný Fríöa Einarsdóttir, Höfðavegi 9, Vestmannaeyjum. Hrafnhildur Konráösdóttir, Langagerði 8, Reykjavlk. Jón Edward Wellings, Tunguseli 10, Reykjavlk. 50 ára_________________________________ Finnbogi Sigurösson, Karfavogi 44, Reykjavík. Guðbjörg Bjarnar Guðmundsdóttir, Múlaslöu 3a, Akureyri. Helgi Magnús Arngrímsson, Réttarholti, Borgarfiröi. Hrefna K. Siguröardóttir, Vættaborgum 76, Reykjavík. Jón Karl Sigfússon, Ránargötu 6, Reykjávík. Jóna Ágústa Lárusdóttir, Foldahrauni 25, Vestmannaeyjum. Sigurður Ólafsson, Bollagörðum 39, Seltjarnarnesi. Sigurjón Heiöarsson, Melalind 6, Kópavogi. Pétur Bjarnason framkvæmdastjóri SÍBS Pétur Bjarnason framkvæmda- stjóri, Suðurgötu 8a, Reykjavík, er sextugur í dag. 1 Starfsferill Pétur fæddist á Bíldudal og ólst þar upp og á Tálknafirði frá fimm ára aldri. Hann lauk landsprófi frá Héraðsskólanum að Reykholti 1958 og kennaraprófi 1964. Pétur kenndi i Reykjavík í tvö ár, var síðan skólastjóri Barna- og ung- lingaskólans á Bíldudal 1966-76, að einu ári undanskildu er hann stund- aði sjómennsku, var skólastjóri Varmárskóla í Mosfellssveit 1977-83, var fræðslustjóri Vest- fjarðaumdæmis frá 1983, forstöðu- maður Skólaskrifstofu Vestfjarða frá 1996 og er nú framkvæmdastjóri SÍBS frá 2000. Pétur stundaði sjómennsku á unglingsárunum og á sumrin með skólanámi og kennslu. Þá stundaði hann leiguakstur tvö sumur og fjallaferðir sem bilstjóri og leiðsögu- maður. Pétur var oddviti og varaoddviti Suðurfjarðahrepps 1970-76, sat í hreppsnefnd Mosfellssveitar 1982-83, var varaþm. fyrir Fram- sóknarflokkinn á Vestfjörðum 1987-95 og varaþm. Frjálslynda flokksins á Vestfjörðum frá 1999, var stjómarmaður og starfaði með Leikfélaginu Baldri á Bíldudal, Leikfélagi Mosfellssveitar og Litla leikklúbbnum á ísafirði. Þá hefur hann starfaö með ýmsum öðrum fé- lögum, s.s. Lúðrasveitinni Svani, Lúðrasveit isafjarðar og Harm- óníkufélagi Vestfjaröa. Hann var formaður og síðar stjórnarmaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða og átti sæti í Ferðamálaráði 1991-94, var formaður skólanefndar Fram- haldsskóla Vestfjaröa, nú MÍ, 1992-95. Fjölskylda Pétur kvæntist 10.11. 1962 Grétu Jónsdóttur, f. 3.1. 1942, skrifstofu- manni. Hún er dóttir Jóns Jónsson- ar, leigubílstjóra í Reykjavík, og k.h., Ásbjargar Gestsdóttur húsmóð- ur sem bæði eru látin. Börn Péturs og Grétu eru Lára Pétursdóttir, f. 31.1.1968, húsmóðir í Reykjavík, en eiginmaður hennar er Valdimar Þorkelsson viðskipta- fræðingur og deildarstjóri hjá ís- landsbanka og eiga þau tvo syni; Bjarni Pétursson, f. 26.11. 1969, vél- stjóri og rafvirki og sjómaður í Bol- ungarvík, en sambýliskona hans er Sólveig Sigurðardóttir skrifstofu- maður og eiga þau tvö börn. Systir Péturs er Halldóra Bjarna- dóttir, f. 16.6. 1935, húsmóðir að Kvígindisfelli í Tálknafirði, gift Magnúsi Guðmundssyni, bónda og útgerðarmanni þar, og eiga þau fjög- ur börn. Hálfsystir Péturs, sammæðra, er Birna Jónsdóttir, f. 3.1. 1949, hús- móðir á Bíldudal, gift Hannesi Bjarnasyni framkvæmdastjóra og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Péturs: Bjarni Péturs- son, f. 26.1. 1909, fórst með mb. Þor- móði 18.2. 1943, sjómaður á Bíldu- dal, og Hólmfríður Jónsdóttir, f. 3.2. 1911, húsfreyja á Sveinseyri. Stjúp- faðir Péturs: Jón Guðmundsson, f. 14.4. 1905, d. 1994, fyrrv. hóndi á Sveinseyri i Tálknafirði. Ætt Bjarni var sonur Péturs, skip- stjóra á Bíldudal, Bjarnasonar og Valgerðar Kristjánsdóttur, skipa- smiðs á Bíldudal, Kristjánssonar, b. á Veðraá, Vigfússonar. Móðir Krist- jáns á Veðraá var Þórkatla Ásgeirs- dóttir, prests I Holti, Jónssonar, bróður Þórdísar, móður Jóns for- seta. Móðir Þórkötlu var Rannveig Matthíasdóttir, stúdents i Vigur, Þórðarsonar, stúdents í Vigur og ættfoður Vigurættarinnar, bróður Ingibjargar, fóðurömmu Jóns for- seta. Þórður var sonur Ólafs, lög- sagnara á Eyri og ættföður Eyrar- ættarinnar, Jónssonar. Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri SÍBS Pétur var fræöslustjóri Vestfjaröa og síöan forstööumaöur Skólaskrifstofu Vestfjaröa á árunum 1983-96. Auk þess hefur hann veriö mjög áhugasamur um leiklistar- og tónlistarlíf, bæöi í Mosfellsbæ og á Vestfjöröum. Loks er Pétur mjög pólitískur enda hefur hann verið varaþm. í fjórtán ár, fyrst fyrir Framsóknarflokkinn og síöan fyrir Frjálslynda flokkinn frá 1999. Hólmfríður er systir Hermanns á Ysta-Mói, föður Björns, tollstjóra i Reykjavík. Hermann var einnig langafi Friðriks Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. Hólmfríður er dóttir Níelsar Jóns, verkstjóra á Bíldudal og bróður Sigrúnar, ætt- móður Hallbjarnarættarinnar. Níels Jón var sonur Sigurðar, b. á Hofs- stöðum í Gufudalssveit, bróður Guðrúnar, langömmu Hjartar, föður Jóhanns stórmeistara og langömmu Sesselju, móður Magnúsar Hregg- viðssonar, forstjóra Frjáls framtaks. Sigurður var sonur Jóns, b. í Ás- garði í Hvammssveit, Brandssonar, bróður Guðlaugar, lángömmu Snorra skálds og Torfa, fv. toll- stjóra, Hjartarsona. Móðir Hólm- fríðar var Halldóra Magnúsdóttir, b. á Felli í Tálknafirði, Gíslasonar. Móðir Magnúsar var Sigriður Ólafs- dóttir, systir Hólmfríðar, ættmóður Kollsvíkurættarinnar. Pétur verður að heiman á afmæl- isdaginn. Margrét Ólafsdóttir 40 ára____________________________ Anna Peta Guðmundsdóttir, Fellsmúla 5, Reykjavík. Elena Camelra, Gnoðarvogi 34, Reykjavík. Ivan Jankovic, Suðurbraut 24, Hafnarfirði. ívar Trausti Jósafatsson, Kambsvegi 28, Reykjavlk. Jóhanna Kolbrún Þorbjörnsdóttir, Hásteinsvegi 37, Vestmannaeyjum. Rannveig Pálsdóttir, Aöalstræti 82, Akureyri. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, ilftarima 9, Selfossi. 'íigurður Sveinn Guömundsson, ólafsbraut 52, Snæfellsbæ. Steinþór Friöriksson, Silfurgötu 2, ísafirði. Þóra Másdóttir, Amsturdam 5, Mosfellsbæ. Smáauglýsingar DV Allt til alls ►I550 5000 leikkona Margrét Ólafsdóttir leikkona, Laufási 7, Garðabæ, er sjötug í dag. Starfsferill Margrét fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún var Barnaskóla Vestmanna- eyja og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Margrét fór til Reykjavíkur og stundaði nám við Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar frá 1948, og siðan við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins frá stofnun og lauk þaðan leiklistar- námi, ásamt Valdimar Lárussyni og Gerði Hjörleifsdóttur, eftir eins árs nám. Margrét starfaði við Pósthúsið í Vestmannaeyjum á unglingsárun- um og vísaði til sætist í Samkomu- húsinu í Eyjum. Að loknu leiklistarnámi lék Mar- grét við Þjóðleikhúsið frá stofnun þess og til 1952. Hún hóf að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1953 og hef- ur leikið þar síðan, en hún á fimm- tíu ára leikafmæli á þessu ári. Margrét vann mikið að félagsmál- um Leikfélags Reykjavíkur, einkum ýmsum þeim störfum leikara LR er miðuðu að byggingu Borgarleik- hússins. Fjölskylda Margrét giftist 17.11. 1951 Stein- dóri Hjörleifssyni, f. 22.7. 1926, leik- ara og leikstjóra og fyrrv. formanni Leikfélags Reykjavíkur. Hann er sonur Hjörleifs Steindórssonar, sjó- manns í Hnífsdal, og k.h., Elísabet- ar Þórarinsdóttur húsmóður. Dóttir Margrétar og Steindórs er Ragnheiður Kristín Steindórsdóttir, f. 22.6. 1952, leikkona við Þjóðleik- húsið, búsett í Reykjavík, en maður hennar er Jón Þórisson leikmynda- hönnuður og eiga þau tvö börn, Steindór Grétar og Margréti Dórótheu. Systur Margrétar voru Helga, f. 1925, nú látin, húsmóðir í Vest- mannaeyjum og eru synir hennar Ólafur Ragnar Eggertsson, búsettur í Reykjavík, og Kristján Gunnar Eggertsson, búsettur í Vestmanna- eyjum; Kristín, sem dó á þriðja ári. Foreldrar Margrétar voru Ólafur Ragnar Sveinsson, f. 25.8. 1903, d. 20.5. 1970, sjóveitustjóri, heilbrigðis- fulltrúi og sjúkraflutningamaður í Vestmannaeyjum, og k.h., Ragn- heiður Kristjánsdóttir, f. 12.1. 1906, nú látin, húsmóðir. Ætt Ólafur Ragnar var sonur Sveins Jónssonar og Margrétar Þorsteins- dóttur. Ragnheiður var dóttir Kristjáns Gunnarssonar og Helgu Jónsdóttur. Margrét og Steindór verða að heiman á afmælisdaginn. Smáauglýsingar DV Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 Merkir Islendingar Kristinn E. Andrésson bókaútgefandi fæddist á Helgustöðum við Reyðarfjörð 12. júní 1901. Hann var sonur Andrésar Runólfssonar, bónda þar, og f.k.h., Mar- íu Níelsdóttur Beck. Kristinn var fjór- menningur við dr. Jakob i Hallgríms- kirkju og Eystein ráðherra Jónssyni. Kristinn nam í Flensborg, lauk stúd- entsprófi frá MR 1922, mag. art.-prófi í islenskum fræðum frá HÍ og stundaði framhaldsnám í bókmenntum i Kiel, Berlín og Leipzig. Hann kenndi um skeið við Kvennaskólann, Iðnskólann og við Alþýðuskólann á Hvítárbakka en sneri sér fljótlega að bókaútgáfu og átti eft- ir að verða, ásamt Ragnari í Smára, þekkt- asti bókaútgefandi þjóðarinnar á 20. öid. Hann Kristinn E. Andrésson var ritstjóri Rauðra penna, forstjóri bókaút- gáfunnar Heimskringlu og síðan forstjóri Máls og menningar frá stofnun 1937 sem hann stýrði með miklum menningar- brag og af fádæma dugnaði og hagsýni. Auk þess að vera dugandi forstjóri var Kristinn þingmaður í Qögur ár og áhrifamikill hókmenntafræðingur. í þeim efnum var hann nestor kommún- ista og fleirri vinstri manna. Hann samdi yfirlitsritið íslenzkar nútíma- bókmenntir 1918-1948 sem var mikið lesið. Kristinn var formaður Sovétvina- félagsins og sat í stjórn Menningar- tengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna enda virðist hann ætíð hafa verið samifærð- ur kommúnisti. Hann lést 20. ágúst 1973.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.