Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001
Skoðun
Hugsarðu mikið um útlitið?
Auöur S. Jónasdóttir söiumaöur:
Já, ég reyni aö hugsa sem
best um útlitiö.
Guðrún Jörgensdóttir barþjónn:
Svona passlega mikiö, ég er líka í
þannig starfi.
Sólveig Ásgeirsdóttir
hárgreiöslunemi:
Já, þaö fylgir í rauninni starfinu.
Heimir Guðjónsson hárgreiöslunemi:
Svona mátulega mikiö.
Gummi klippari á mojo:
Þaö fylgir starfinu.
Bretar falla í Blair-gildruna
Einar Arnason
skrifar:
Nú er ljóst að Verkamannaflokk-
urinn breski hefur unnið sig upp i
að vera við völd þrjú kjörtímabil i
einu, nokkuð sem þeim flokki hefur
ekki tekist frá upphafi. Þetta er því
að vonum mikill sigur fyrir for-
mann Verkamannaflokksins, Tony
Blair. Áreiðanlega má kenna for-
manni íhaldsflokksins um ósigur
þess flokks. William Hague er lit-
laus stjórnmálaforingi og erfitt fyrir
hann að vera sífellt í skugga Mar-
grétar Thatcher sem var einhver lit-
rikasti stjórnmálaforingi Breta á
síðustu öld, að flestra mati.
Ég tel að þrátt fyrir sigur Verka-
mannaflokksins nú verði Bretar
fljótt varir við að flokkurinn stend-
ur á braufótum, og auðvitað mest
vegna ýmissa mála sem tengjast
Evrópusambandinu. Ég myndi orða
það svo að Bretar hafi nú fallið í
Blair-“gildruna“, sem þýðir að fólk
hafl látið glepjast af atorku og krafti
Blairs, foringja Verkamannaflokks-
ins. Blair er óumdeilanlega afar
snarpur í framgöngu og getur verið
leiftrandi snjall í ræðum sínum,
þegar hann hefur byrinn í bakið. En
hann hefur líka sýnst missa móðinn
þegar á móti blæs, og má minna á
hneykslismál flokksbræðra hans
gegnum tíðina, og þá er Tony Blair
ekki hnarreistur, jafnvel brjóstum-
kennanlegur.
Stefna Verkamannaflokksins
breska er ekki bein og óskeikul í
þeim málum sem nú verða efst á
baugi á næstu vikum. Breska pundið
er átrúnaðargoð bresku þjóðarinnar
og það verður varla látið af hendi
gegn evrunni, svona einn, tveir og
þrir. Og ESB-umræðan í Bretlandi á
eftir að steyta á enn fleiri þáttum en
gjaldmiðlinum. Tony Blair á þó fárra
annarra kosta völ en að stefna beint
á evrópska myntbandalagið úr því
sem komið er. En þegar þar að kem-
ur verður að bera málið undir þjóð-
„Ég tel að þrátt fyrir sigur
Verkamannaflokksins nú
verði Bretar fljótt varir við
að flokkurinn stendur á
brauðfótum, og auðvitað
mest vegna ýmissa mála
sem tengjast Evrópusam-
bandinu.“
aratkvæði, þó ekki fyrr en á næsta
ári. Þá spái ég að komi að leiðarlok-
um Verkamannaflokksins i stjórnar-
setu fyrir Breta, því verði það fellt af
þjóðinni, hlýtur að verða að boða til
kosninga.
Hvað þá verður veit enginn nú,
og vont að spá svo langt fram í tím-
ann. Fyrirsjáanlegt er þó að Verka-
mannaflokkurinn og stjórn hans tal-
ar ekki mál alls þorra Breta þegar
kemur að því að láta gjaldmiðilinn
góða fyrir baunadiskana í Brussel
og stjóm þar. Jafnvel ekki fyrir þús-
und slíka. Þá mun íhaldsflokkurinn
hafa fengið nýjan formann og nýtt
foruneyti.
Óeðlileg hækkun tryggingagjalda
Hrafnkell Daníelsson
skrifar.
Móttekinn greiðsluseðill minn frá
vissu tryggingafélagi hér á landi
sýnir hvemig iðgjöld hafa hækkað á
undanfömum árum. Þetta er meiri
hækkun en nokkurs staðar á mark-
aðinum, ef bensín er undanskilið.
Það er engu líkara en það sé verið
að refsa fólki fyrir að eiga ökutæki
og nota það. Alla vega er það þannig
að ég get ekki séð hvaða tilgangi
það þjónar, öðrum en þeim að
greiða niður rándýrar auglýsingar á
borð við þær sem sýna bíla og hús
stórskemmd (ein auglýsingin sýnir
bíl sem er ekið í gegnum lokaðar
dyr á bílskúr). - Það eina sem sú
auglýsing skilaði til min var að
„I gegnum tíðina hafa auglýs-
ingar frá tryggingafélögunum
gefið það í skyn að það sé í
lagi að skemma og eyðileggja
hluti því að fólk fái þá nánast
endurgreidda að fullu. “
tryggja ekki hjá viðkomandi trygg-
ingafélagi ótilneyddur.
Þama eru skemmdir hlutir fyrir
einhver hundruð þúsunda ef ekki
nokkrar milljónir, að viðbættum
þeim kostnaði sem fór í að gera
myndbandið og greiða þátttakend-
um. Og síðan sá kostnaður sem fylg-
ir því að sýna auglýsinguna á öllum
sjónvarpsstöðvum. Á besta tíma hjá
aðalstöðvunum tveimur, Stöð tvö og
RÚV, kosta 10 sekúndurnar á birt-
ingu leikinnar auglýsingar rúmar
34 þúsund krónur.
í gegnum tíðina hafa auglýsingar
frá tryggingafélögunum gefið það i
skyn að það sé í lagi að skemma og
eyðileggja hluti því að fólk fái þá
nánast endurgreidda að fuflu. Það
hefur líka sýnt sig að þær auglýs-
ingar hafa skilað þeim árangri að
tjónum í umferðinni hefur fjölgað
gífurlega á undanförnum árum.
Nær væri fyrir tryggingafélögin að
gera uppbyggilegar auglýsingar í
framtíðinni sem væru fræðandi en
ekki auglýsingar á borð við þá sem
hér er minnst á, þar sem verðmæti
fyrir milljónir eru eyðilögð og neyt-
endur látnir borga brúsann.
Herra M. er farinn líka
Garri
Árni M. Mathiesen var maður beygður þegar
komst á hreint að hann fengi ekki að vera
memm á sjómannadaginn. „Ég fæ ekki einu
sinni aö fara í siglingu," sagði hann á ríkis-
stjórnarfundi og lagði ennið að öxl Bjöms
Bjarnasonar. „Æi, Ámi, gimmí a breik,“ sagði
Björn. „Þú ert búinn að vera vælandi í margar
vikur út af þessu.
Þetta er ekkert svo mikið sport. Þú getur
haldið ræðu annars staðar, seinna.“ „En ég var
búinn að semja ræðuna,“ sagöi Árni snöktandi.
„Sjitt happens," sagði Bjöm, klappaði á öxlina á
Árna og gekk út.
Bannað að tala
„Ég fæ ekki að tala,“ sagði Ámi M. Mathiesen
við Freystein Einarsson strætisvagnastjóra nú
fyrir helgi. „Ekki neitt, þeir vilja ekki heyra
múkk.“ Freysteinn sagði ekkert, benti Áma bara
á skiltið: Bannað aö tala við vagnstjóra í akstri.
Svo tók Freysi upp gsm-símann sinn og hringdi í
móður sína.
Og svona liðu dagamir í endalausu miskunn-
arleysi. Enginn vildi tala við Áma og því síður
hlusta á hann. „Ég heyri ekki einu sinni raddir,“
sagði Árni á leiöinni heim til sín. „Ég á enga
vini lengur. ímyndaði vinurinn minn, herra M.,
er meira að segja búinn að yfirgefa mig.“
Kvæðln fögru
Garri veit þetta allt saman vegna þess að Árni
sagði honum frá því. Hann hringdi nefnilega í
hann á sunnudagskvöldið. „Þú ert mín eina
von,“ hvíslaði Ámi. „Hlustaðu að minnsta kosti
á mig.“ Garri var frekar þreyttur eftir daginn,
með sjóriðu og votur í fætur eftir fullmikla
skemmtun niðri við höfn. En hvað gat hann
sagt. Ekkert. Svo hann hlustaði.
„Ræðan mín átti að byrja á lítilli visu sem ég
orti þegar ég var lítill drengur að skottast við
höfnina.
Þorskurinn á þrettán líf
þrettán líf en ekkert víf.
Honumfinnst sœtt aó synda um
synda um í sjóunum.
Þorskurinn er þreyttur mjög á kvöldin
þykist hafa yfir lífi völdin.
Finnst þér eitthvert vit í því að hafa hafnað
mér? Og svo les maður það bara í textavarpinu
að niðurlægingin sé fullkomnuö. Þeir fengu
konu í ræðuna mína. Ræðuna mína sem átti að
enda á fallegu ljóði frá því ég var í menntaskóla
og skottaðist við höfnina.
Höfnin.
Hingaö hefur sjórinn lengi vanið komur sínar.
Hér hefur sjóarinn lengi vaniö konur sínar
á vasaklúta og viskíkrús.
Þeir eru eitthvað klikk, þessir sjóarar. Ég skil
þá ekki. Ég er dýralæknir en
samt skil ég þá ekki.“ Garri
Verðin skoðuð
Kaupum ekki lengur hvaö sem er.
Verðbólguvæntingar?
Jóhann Helgason ^krjfar:
Þegar maður les um að heildsalar
og smásalar velti nú hver um annan
þveran öllum hækkunum vegna geng-
isbreytinganna beint út í verðlagið þá
spyr maður sjálfan sig hvort þessum
mönnum sé raunverulega sama þótt
þeir missi fótanna i öllu æðinu. Stað-
reynd er að þrátt fyrir gengisbreyting-
ar síðustu vikna hefur aðeins fátt eitt
breyst af öllum þeim vörutegundum
sem við neytendur þurfum á að halda.
Mjólkurvörur, ostar, kjöt og flest inn-
anlandsframleiðsla hefur ekki orðið
fyrir barðinu á gengisbreytingum og
gerir ekki fyrr en þá að alllöngum
tíma liðnum. Það er engin ástæða fyr-
ir kaupmenn eða aðra þjónustuaðila
að vænta verðbólguhugarfars hjá
fólki, það mun aðeins kaupa í takt við
budduna enda engar kauphækkanir
komið í þeirra hlut lengi. Við kaupum
sem sé ekki lengur hvað sem er.
Sjónvarp á hvítasunnu
Magnús Ólafsson skrifar:
Mynd sem sýnd var á hvítasunnu-
dag kl. 19.30, þar sem Paolo Nani (sá
er kom fram á Listahátíð hér), lék
„listir" sínar er einhver sú mesta vit-
leysa sem ég hef séð í Sjónvarpinu. Ef
annað sem flutt var á Listahátíð var
af svipuðum toga tel ég mig heppinn
að hafa ekki keypt mig inn á ein-
hverja sýninguna. Ég tel að leita þurfi
með logandi ljósi að annarri eins vit-
leysu og þarna var sýnd og keyrir nú
um þverbak hjá Sjónvarpinu. Fyrir
þetta verðum við að greiða afnota-
gjöid. Svona á Sjónvarpið ekki og má
ekki bjóða okkur, þrátt fyrir að það
hafi okkur í vasanum vegna nauðung-
aráskriftarinnar.
Latabæjargengi
Lovlsa hringdi:
Hann er ekki
af baki dottinn,
hann Magnús
Scheving sem
stendur fyrir
Latabæjar-æv-
intýrunum við
miklar vinsæld-
ir krakkanna.
Nú er hann
kominn með
sérstaka seðla til að kaupa fyrir
heilsusamleg matföng í verslunum.
Þetta er frábært framtak. Mér flnnst
ekki réttlátt að leyfa Magnúsi ekki að
eiga þetta framtak sitt í friði. Hann er
að vinna þarna mikið og sérstakt verk
í þágu okkar allra. Og hvað er að því
að vera með sérstakt „Latabæjar-
gengi" til að efla holla neysluhætti? -
Ég hvet yfirvöld til að sjá í gegnum
fingur sér með þetta uppátæki Magn-
úsar.
Magnús með
seðlana
Þarft framtak, í
þágu okkar allra.
Tveggja flokka kerfi
Örlygur hringdi:
Ég tel sterklega koma til greina að
kanna hvort hér sé ekki grundvöllur
fyrir að kjósendur styðji aðeins tvo
flokka í næstu alþingiskosningum og
komi þar með því til leiðar að hér
verði tveggja flokka kerfi, líkt og í
Bretlandi og í Bandaríkjunum. í Bret-
landi eru að vísu þrír eða fjórir flokk-
ar en aðeins tveir eru í raun virkir og
koma hinir aldrei að stjórnvelinum og
munu ekki gera. Fjórflokka kerfi eins
og hér er stendur stjórnmálum fyrir
þrifum og eykur einungis á þá ólgu
sem ávallt er í þjóðfélaginu. - Samein-
umst um tvo flokka.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.