Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 DV Fréttir Jóhann Óli Guðmundsson, umdeildur hluthafi í Lyfjaverslun íslands: Náttúrlega skap- mikill huldumaður Fullt nafn: Jóhann Óli Guðmundsson • Fæðingarár: 1954 Hjúskaparstaða: Kvæntur Guðnýju Ólafsdóttur, fjögur börn Menntun: Gagnfræðapróf • Starf: Athafnamaður • Búseta: Gíbraltar Athafnamaðurinn Jóhann Óli Guðmundsson hefur verið í fréttum undanfarið vegna umsvifa sinna, ekki síst þeim sem tengjast átökun- um í stjóm Lyfjaverslunar íslands, þar sem hann situr. Hann er um margt sérstakur frumkvöðull. Byrj- aði með tvær endur tómar á menntaskólaárunum í eins manns skrifstofu í húsi Egils Vilhjálmsson- ar í Reykjavík. Skömmu síðar var Jóhann búinn að gera öryggisþjón- ustuna Securitas að stórveldi og síð- ar hefur hann látið mikið að sér kveða í viðskiptalifinu. M.a. hefur hann tengst íslenska útvarpsfélag- inu, Delta og Lyfjaverslun íslands. Þá er hann fyrrverandi formaður Víkings og vann þar brautryðjenda- starf. Björn Þorláksson blaðamaður Vinir og samstarfsmenn Jóhanns segja hann beinlínis fjölmiðlafælinn og því hefur fátt verið vitað eða rit- að um hans innri mann. í ljósi þess hve Jóhann hefur kosið að láta fara lítið fyrir sér, kusu þeir nafnleynd á „Hann labbaði út af Stöð 2 með mikinn hagnað og stóð algjörlega uppréttur. Auðvitað urðu þar átök eins og oft verða þegar Jón Ólafsson er annars vegar en það er engin spuming að ákvörðun Jóhanns var hárrétt á sínum tíma.“ bak við upplýsingarnar með þó einni undantekningu. Hér á eftir fer lausleg mynd af samtölum DV við félaga Jóhanns. Fyrst og fremst frumkvöðull „Hann er frumkvöðull öðru frem- ur - svokallaður self-made maður upp á enska tungu - hefur skapað sín örlög sjálfur. Hann er harður í horn að taka þegar því er að skipta og kappsfullur," segir Hallur Halls- son, sem þekkt hefur Jóhann frá þvi að þeir voru unglingar í Smáíbúða- hverfinu. Hallur segir Jóhann afskaplega kappsaman og einbeittan í öllu því sem hann taki sér fyrir hendur og „náttúrlega skapmikinn" eins og fylgi oft öflugum einstaklingum. Þeir þurfi slík karaktereinkenni til að geta látið mikið að sér kveða. Hallur og Jóhann tengdust náið í gegnum starf Víkings, enda báðir fyrrverandi formenn. Jóhann lyfti grettistaki þegar flutningurinn fór fram úr Hæðargarði í Fossvogi í Víkina og gerði að sögn Halls mjög farsæla samninga við borgina sam- hliða mikilli uppbyggingu félagsins. Hætti í skóla Upphaf velgengninnar má sem fyrr segir rekja til hugmyndar Jó- hanns um að sinna öflugri öryggis- þjónustu. „Hann hefur ætið verið maður stórra hugmynda og verið ákaflega farsæll í allri ákvarðana- töku. Það er athyglivert hve ein- beittur hann er í því að ná mark- miðum sínum fram. Hann er afar næmur á viðskipti og tækifæri," segir Hallur. Undir þetta taka fleiri og benda á að Jóhann hafi verið á undan sínum tíma. Fyrirtæki hans hafi farið inn á nýjar brautir og hann hafi haft sýn til að fylgja því eftir. „Það má segja að hann sé holdgervingur am- eríska draumsins. Þessi strákur gekk með vasaljós um götur Reykja- víkur og setti námið á hilluna á meðan viö lukum menntaskólanum og fórum hina hefðbundu leið,“ seg- ir einn félaga hans. Ekki drenaöur úr skóla Jóhann lauk ekki menntaskóla og „Það má segja að hann sé holdgervingur amer- íska draumsins. Þessi strákur gekk með vasa- Ijós um götur Reykjavík- ur og setti námið á hill- una á meðan við lukum skólanum og fórum hina hefðbundu leið.“ hefur ekki frekari skólagöngu á bak við sig. Sagt hefur verið að munur sé á sjálfmenntuðum viðskipta- mönnum og hinum háskólagengnu og í tilviki Jóhanns telja kunnugir að þessi staðreynd sé honum í vil „Það er afar sjaldgæft að þú finnir viðskiptafræðing sem er jafnframt frumkvöðull. Skólinn sér um að drena frumkvöðulsgenin úr mönn- um en hann slapp við það. Hann er mjög fljótur að greina aðalatriði frá aukaatriðum, sjá skóginn fyrir trjánum. Þegar aðrir sjá ekkert nema flækjur, sér hann einfaldar línur,“ segir maður sem starfað hef- ur lengi með Jóhanni. Sami maður segir að enginn taki alltaf hárréttar ákvarðanir en stórfjárfestingar Jó- hanns hafi allar reynst góðar, þ.e.a.s. Securitas, Stöð 2, Lyfjaversl- unin og Delta. Þekkir sín takmörk „Ég er viss um að honum er ekki stórkostlegur greiði gerður með svona nærmynd af honum. Hann er beinlínis fjölmiðlafælinn og það kann að vera hluti af hans vel- gengni,“ segir annar. „Hann nær því sem svo margir aðrir klikka á að hann nær að koma viðskiptahug- myndinni til raunveruleika, ekki síst með því að fá með sér rétta menn. Margir frumkvöðlar halda að þeir sé bestir í öllu en svo hefur aldrei verið með Jóhann. Það er hluti velgengni hans að átta sig á mörkum eigin styrkleika. Svo hefur honum tekist að fá mjög gott fólk með sér,“ segir samstarfsfélagi og segir mjög gott að starfa með hon- um. Sigur á Stöð 2 Sennilega hefur stærsta uppþotið á ferli Jóhanns orðið þegar hann gekk út með skömmum fyrirvara á Stöð 2. Hallur Hallsson segir fráleitt að líta svo á að þar hafi Jóhann orð- ið undir. „Hann labbaði út af Stöð 2 með mikinn hagnað og stóð algjör- lega uppréttur. Auðvitað urðu þar átök eins og oft verða þegar Jón Ólafsson er annars vegar en það er engin spurning að ákvörðun Jó- hanns var hárrétt á sínum tíma. Jó- hann var keyptur út úr þessu fyrir- tæki og hann hefur sjálfur sagt við mig að það hafi verið ein besta ákvörðun sem hann hefur tekið,“ segir Hallur. Fjögurra barna faðir Jóhann er fæddur árið 1954 og verður þvi 47 ára í september nk. Eiginkona hans er Guðný Ólafsdótt- ir og eiga þau 4 börn saman. Sam- kvæmt þjóðskránni eru þau búsett á Gíbraltar en a.m.k. eitt af fjórum börnum þeirra er búsett á íslandi. Yngsta barn þeirra hjóna er 5 ára gamalt og segja kunnugir að fjöl- skylduliflð hafi verið sérlega farsælt ekki síður en starfsferillinn. Jóhann er ennfremur auðugur maður af veraldlegum gæðum á íslenskan mælikyaröa. í nánasta vinahópi Jóhanns má finna menn eins og Þorstein Pálsson sendiherra og Ólaf G. Einarsson, fyrrverandi ráðherra. Vinir hans vilja ekki svara þeirri spurningu hvort Jóhann hafi mikil pólitísk völd en viðurkenna að undir niðri blási stundum. „Auðvitað á hann andstæðinga og öfundarmenn. Allir sem eiga velgengni að fagna lenda í því.“ Veðrið í kvöld Skýjað meö köflum NA 5-8 m/s norðvestan til en annars hæg breytileg átt eða hafgola. Dálítil rigning eöa skúrir á Suðausturlandi og á Austfjörðum en annars skýjaö með köflum og víða síödegisskúrum. Hiti 2 til 7 stig í nótt. REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 24.01 24.04 Sólarupprás á morgun 02.56 02.532 Síödegisflóö 17.53 22.26 Árdeglsflóö á morgun 06.05 10.38 Skýringar á veðurtáknum ' r^VWDÁTT '^SVÍNDSTYRKUR í metrum á sekundu 10V-H|TI ■10° S.FR0ST HBÐSKÍRT "fe ^3 <£> SO lETTSKYJAÐ HALF- SKÝJAO SKYJAÐ ALSKÝJAÐ ‘Q & | © RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA 4* ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR POKA Færð Góð færð Eins og búast má viö á þessum árstíma er góð færð á flestum vegum landsins. Vegurinn yfir Kjöl er opinn en lokaö er um vegi á miðhálendinu austan Hofsjökuls. Þá eru Fjallabaksleiðirnar syðri og nyrðri enn lokaðar. Allur akstur utan vega er aö sjálfsögðu bannaður, enda gróður á hálendinu mjög viðkvæmur á þessum árstíma. Breytileg átt NA 5-8 m/s norövestan til en annars veröur hæg breytileg átt eða hafgola. Dálítil rigning eöa skúrir á Suðausturlandi og á Austfjörðum en annars skýjað með köflum og víða er spáð síödegisskúrum. Hiti 7 til 14 stig aö deginum, hlýjast suðvestan til. Sunnuda Pí Vindur: 5—8 m/* Hiti 7° til 12° Manudagur Vindur: 5-8 m/* Hiti 5° til 15° Fremur hæg NA 5-8 m/s eða breytlleg átt, víöa skúrlr og hltl 7 tll 12 stlg yfir daglnn. Fremur hæg NA 5-8 m/s eöa breytlleg átt. Viöa hafgola, og skúrlr á stöku staö. Hltl 5 tll 15 stig. Þriðjudaj A- og NA-átt, rlgning eöa skúrir um sunnan- og austanvert landlö, en annars skýjaö meö köflum. Hlti 5 tll 14 stlg. ! Veðrið kl. 6 AKUREYRI skýjaö 4 BERGSSTAÐIR léttskýjað 5 BOLUNGARVÍK hálfskýjað 5 EGILSSTAÐIR 3 KIRKJUBÆJARKL. skúrir 5 KEFLAVÍK úrkoma 6 RAUFARHÖFN skúrir 3 REYKJAVÍK léttskýjaö 5 STÓRHÖFDI skýjaö 7 BERGEN léttskýjaö 8 HELSINKI léttskýjaö 13 KAUPMANNAHOFN skýjað 13 0SLÖ léttskýjaö 12 STOKKHÓLMUR 14 ÞÓRSHÖFN skýjaö 7 ÞRÁNDHEIMUR rigning 8 ALGARVE heiöskírt 22 AMSTERDAM skúrir 15 BARCELONA þokumóöa 19 BERLÍN alskýjaö 12 CHICAGO skýjaö 21 DUBLIN rigning 12 HALIFAX skýjað 14 FRANKFURT léttskýjaö 16 HAMBORG skýjaö 12 JAN MAYEN úrkoma 0 LONDON skýjaö 14 LÚXEMB0RG skýjað 15 MALLORCA heiöskýrt 20 MONTREAL heiðskýrt 23 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 11 NEWYORK þokumóöa 21 ORLANDO þokumóöa 23 PARÍS skýjaö 15 VÍN léttskýjaö 17 WASHINGTON skýjaö 23 WINNIPEG 13 liiFMj.iiiiht.fmiHMii.ia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.