Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 I>V Fréttir Margrét Frímannsdóttir um tjónþola eftir Suðurlandsskjálftana: Ótrúlegur seinagangur - tiltölulega lítiö eftir, segir Árni Johnsen „Þetta er alveg ótrúlegur seina- gangur þvi það er langt síðan um- fang tjónsins lá fyrir. Fólk hefur fengið bætur vegna íbúðarhúsnæðis þótt það sé eftir það ekki jafn vel sett og að var stefnt en það sem lýt- ur að útihúsum hefur alveg setið á hakanum,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar á Suðurlandi, um þann seinagang sem orðið hefur á því að tjónþolar vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi fyrir ári hafi fengið af- hroð sitt bætt - bætur sem stjórn- völd beinlínis lofuðu þeim. „Það hefur ekki náðst samkomu- lag um það með hvaða hætti skal standa að bótagreiðslum á því sem Margrét Árni Johnsen. Frímannsdóttir. er utan viðlagatrygginga en pening- arnir hljóta að eiga að koma úr sam- eiginlegum sjóðum landsmanna. Það þarf reyndar að endurskoða lög- in um viðlagatryggingu, menn hafa séð gallana á þeim lögum allt frá Vestmannaeyjagosi en það gerist ekki neitt. Ég þekki til fólks sem varð fyrir tjóni í jarðskjálftanum fyrir ári og er mun verr sett fjár- hagslega en áður. Það er hreinn og klár slóðaskapur af stjórnvöldum að hafa ekki gengið frá þessu máli og yfirvöld hafa ekki staðið við þau orð sem sögð voru strax eftir skjálftana um aðstoð við þá sem þá urðu fyrir tjóni,“ segir Margrét. Hef beðið um úttekt „Ég hef ekki nákvæmar upplýs- ingar um hversu mikið það er sem eftir er að gera upp en skilst að það sé tiltölulega lítið. Ég hef beðið um úttekt á stöðunni,“ segir Árni John- sen alþingismaður um stöðu tjón- greiðslna vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi í fyrra. „Ég held að aðalvandamálið sé að það er mismunandi brunabótamat sem liggur til grundvallar og það raskar öllu þegar ekki er samrými í því. Uppgjör miðast við það mat sem sem liggur fyrir og þegar mis- ræmi er á matsupphæðum skapar það stöðu sem er grunnvandamálið. Jú, það má segja að þetta sé orð- inn nokkuð langur tími. Þegar svona mál koma upp þarf kerfið að vera mjög skilvirkt og það virðist sem grunnkerfiö hjá okkur þyrfti að vera betra en það er varðandi þessi mál,“ segir Ámi. -gk/BÞ Fjórir menn í Vesturbyggð ákærðir fyrir líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll: Brutust inn og gengu í skrokk á húsráðendum - fóllcið féll í Þrir ungir menn í Vesturbyggð hafa verið ákærðir fyrir líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll með því að hafa brotist inn í hús á Patreksfirði að næturlagi og gengið þar i skrokk á ungum húsráðendum. Fjórði maður- inn er ákærður fyrir að hafa farið heimildarlaust inn í sömu íbúð að húsráðendum fjarstöddum og kastað þar til húsgögnum. Þeir sem fyrir árásunum urðu fara fram á að menn- irnir fjórir greiði þeim tæpar 1,2 millj- ónir króna í skaðabætur. Bolli Kristinsson: Sautján ekki til sölu „Verslanir mínar eru ekki tU sölu. Ég rek þetta eins og fjölskyldufyrir- tæki, er ekki á leið á markað og ætla að eiga þetta áfram, hvað svo sem pískrað er í viðskiptalifinu,“ segir Bolli Krist- insson í Sautján um orðróm þess efnis að verslun- arveldi hans sé til sölu. „Menn eru að dreifa þessu á Netinu og láta fylgja með að ég hafi boðið Baugi allt til kaups. Það yrði nú einhver hvell- ur ef Baugsmenn myndu kaupa. Þá ættu þeir allt.“ Bolli rekur nú níu verslanir i Kringlunni undir ýmsum nöfnum og að auki íjórar í verslunarsamstæðu sinni við Laugaveg. Hann segir rekst- urinn ganga vel - eins og alltaf. -EIR gólfið og árásarmenn létu spörk og högg dynja á því Að morgni sunnudagsins 6. ágúst á síðasta ári ákváðu þrír af mönnunum, sem eru um og yfir tvítugt, að fara að húsi á Patreksfirði þar sem par bjó sem þeir áttu eitthvað sökótt við. Mennirnir eru ákærðir fyrir þá sök að hafa brotið útihurð upp með því að sparka i hana. Rúðugler brotnaði og hurðarspjald hrökk úr. Síðan ruddust mennirnir inn í íbúðina, sem er á 2. hæð, og spörkuðu upp svefnherbergis- hurð sem skemmdist. Fóru nú þremenningarnir inn í svefnherbergið. Við aðfarirnar féllu húsráðendur í svefnherbergisgólfið. Veittust innrásarmennirnir þrír allir að parinu. Létu þeir spörk og högg dynja á fólkinu, í höfuð, líkama og handleggi, samkvæmt ákæru lög- reglustjórans á Patreksfirði. Við árásina hlaut karlmaðurinn sem bjó í húsinu áverka á handlegg, á gagnauga aftur fyrir eyra, á enni, háls og herðar. Konan hlaut áverka á báð- um fótleggjum, olnboga, úlnlið og framhandlegg. Lögreglustjórinn ákærir einnig ijórða manninn i málinu. Honum eru gefin að sök húsbrot og eigna- spjöll með því að hafa farið heimild- arlaust inn í íbúðina, taka þar bor- stofuborð og kasta því frá sér þannig að fætur þess gáfu sig. Hús- ráðendur voru fjarstaddir. Ákæruvaldið heldur fram kröfu fyrir hönd parsins í málinu að fiór- menningarnir greiði því 1.190 þús- und krónur í skaðabætur. -Ótt DVJvlYND GVA Baöströndin gerö klár Verkamennirnir liggja ekki á liöi sínu í Nauthólsvíkinni þar sem veriö er aö leggja lokahönd á frábæra baö- og sólbaðs- aöstööu í sandi og heitu vatni. Búningsklefar rísa og heitir pottar taka á sig mynd. Loks veröur hægt aö liggja á strönd i Reykjavík. Rændu soluturna i sex skipti - hótuðu sex manns með hnífum og bareflum - yngstu fórnarlömbin 13 ára Tveir liðlega tvítugir piltar hafa viðurkennt að hafa í sex skipti ráðist grímuklæddir og vopnaðir hnífum inn í söluturna á höfuðborgarsvæðinu í vetur þar sem þeir komust yfir sam- tals tæplega 300 þúsund krónur sem þeir segjast hafa verið að greiða fikni- efnaskuldir með og til að fiármagna meiri neyslu. Atburðirnir áttu sér stað á tæplega mánaðartímabili, frá 14. janúar til 11. febrúar. Mennirnir, sem setið hafa i gæslu- varöhaldi frá 12. febrúar, vegna aug- ljósrar hættu á að þeir héldu iðju sinni áfram, komu fyrir dóm í gær. Þeir játa allt sem þeim er gefið að sök. Þannig fóru þeir fyrst inn í sölu- turn við Iðufell 14, veittust þar að 17 ára afgreiðslustúlku, hótuðu henni með hnífum og bareflum og neyddu hana til að afhenda sér 62 þúsund krónur úr peningakassa. Þetta var 1 eina skiptið af sex þar sem ungu mennirnir segja að ránsstaðurinn hafi verið fyrir fram ákveðinn. í hin skipt- in var kylfa látin ráða kasti en hlið- sjón höfð af hvort viðskiptavinir voru inni í sjoppunum eða ekki. Rúmri viku eftir Iðufellsránið fóru mennirir inn í söluturninn á Dalvegi 16c í Kópavogi, veittust þar að 24 ára afgreiðslustúlku sem var ein á staðn- um, hótuðu henni hvor með sínum hnífnum og neyddu hana til að af- henda sér 10 þúsund krónur. Tveimur dögum síðar fóru mennirnir inn í söluturninn á Grundarstíg 12, veittust þar að 28 ára karlmanni, sem var einn við afgreiðslu, hótuðu honum með hnífunum og neyddu hann til að af- henda sér 60 þúsund krónur úr pen- ingakössum verslunarinnar. Viku síðar fóru mennirnir, enn á ný grímuklæddir vopnaðir hnifum, inn í söluturninn á Háaleitisbraut 66 þar sem tvær stúlkur, 13 og 14 ára, voru við afgreiðslu. Þeir hótuðu hin- um barnungu stúlkum, eins og öðr- um fómarlömbum, með hnífunum tveimur og neyddu þær til að af- henda sér 75 þúsund krónur úr pen- ingakössum. Mennirnir hafa viðurkennt að hafa síðan farið á ný að söluturnin- um á Grundarstíg 12 í þeim tilgangi að ræna peningum. í það skiptið varð afgreiðslumaður þeirra var og læsti útidyrum áður en mennirnir hörfuðu af vettvangi. Að síðustu fóru mennirnir, annar úr Kópavogi en hinn úr Reykjavík, í sjötta skiptið á tæpum mánuði inn í söluturn, nú að Grandavegi 47, veitt- ust að afgreiðslukonu um fertugt sem var þar ein við afgreiðslu, hótuðu henni með hnífum sínum og neyddu hana til að afhenda sér poka með uppgjöri dagsins - 27.500 krónum í peningum og 57.108 krónum í greiðslukortakvittunum. -Ótt Kvótakerfi hvað...? Það má með sanni segja að and- skotinn hafi hitt ömmu sína þegar Þorsteinn Vilhelmsson lét ýmis spakmæli eftir sér hafa í Moggavið- tali 24. maí. Skaut hann þar föstum skotum á Vest- firðinga en þar hafa menn ákveð- ið að spila ekki með kvótakerfinu góða eins og Sam- herjafrændur. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Vest-' firðinga, er kallaður kommúnisti af Þorsteini og hann svarar fyrir sig í Mogga í gær. Kristinn fletti Mogga allt aftur til 14. desember 1983 og fletti um leið illilega ofan af Þor- steini kvótasinna. í viðtali frá 1983 bölvar Þorsteinn kvótakerfishug- myndum, sem þá var verið að hrinda í framkvæmd, í sand og ösku. Kristinn bætir um betur því að i Degi í janúar 1984 fann hann sams konar virðhorf Þorsteins Más Baldvinssonar til fiárans kvótakerfisins... Bara klár gæi...! Davíð Oddsson forsætisráðherra var hreint yfir sig hissa eftir að hafa hitt Bandarikjaforseta á Natófundi úti í Evrópu. Karlinn væri bara röskur, kæmi vel fyrir og væri bara ágætlega skýr. Pottverjar velta fyrir sér við 1 hverju Davíð hafi eiginlega búist. Reyndar minnast menn látlausra skota bandarískra grínara á forseta sína sem á annað fólk. Er þeim þar ekkert heilagt. Jay Leno, sem sýnd- ur er á' Skjá einum, sýnir Bush for- seta ekki beint sem einhverja mannvitsbrekku og í raun sem nautheimsku fyrirbrigði. Telja pott- verjar því víst að Davíð taki full- mikið mark á Jay Leno á Skjá ein- um... Mögnuð flughræðsla Fram kemur á vefsíðu íþróttafé- lagsins Leifturs á Ólafsfirði að vegna ofsa-flughræðslu muni meist- araflokkur félags- ins ekki fljúga til Hornafiarðar vegna bikarleiks- ins við Sindra á fostudaginn. Þess i stað er ætlunin I að aka til Horna-1 fiarðar og gera Leiftursmenn ráð * fyrir að ferðin taki sjö klukku- stundir, hvora leið. Ástæða þessa er sú ofsaflughræðsla greip menn þegar flogið var í leik Sindra og Leifturs 1999. Þann leik unnu Sindramenn og slógu Ólafsfirðinga út í bikarnum. Síðan segir: „Sumir urðu svo hræddir að þeir verða föl- ir ef minnst er á flug, til dæmis Santos, hann verður hvítur...!“ Keppni eða heppni íslendingum gekk ekki sérlega vel i Evróvisjón- sönglagakeppnini síðustu og voru slegnir út úr_ keppni. Þótt ís- lendingar séu frægir fyrir að vera mikil happ- drættisþjóð þá dugir heppni skammt í þessu til- viki þvi þarna sé um keppni aö ræða en ekki heppni. Nú séu líkur á að risaálver verði komið á Aust- firði þegar íslendingar taka þátt í Eurovision eftir tvö ár með tilheyr- andi ósoneyðingu. Af þessu tilefni orti Hörður Valdimarsson á Höfn: Ekki má aftur henda að menn stóli á heppnina íslendingar œttu að senda ósonlag í keppnina. Umsjðn: Hörður Kristjánsson netfang: hkristOff.ls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.