Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Page 9
9
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001
PV__________________________________________________________________________________________________Neytendur
Bensínsláttuvélar:
Spúa krabbameinsvaldandi
efnum út í umhverfið
- segir í niðurstöðum sænskrar rannsóknar
„Seljendur eiga þó rétt á því að
gera við hluti sem reynast gallaðir.
Ef þær lagfæringar eru árangurs-
lausar fer réttur kaupanda til úr-
bóta eftir eðli gallans. Úrbæturnar
geta t.d. verið í formi endurgreiðslu,
afsláttar eða nýrrar afhendingar.“
Ef fyrirtæki neitar að bæta tjón
eftir að viðgerð hefur verið full-
reynd getur kaupandi leitað til
Neytendasamtakanna eða fengið
lögfræðing sér til aðstoðar. Þeir sem
vilja kynna sér lögin nánar er bent
á heimasíðu Alþingis www.alt-
hingi.is en þar má finna þau í heild
sinni. -ÓSB
Allar gerðir festinga
fyrir palla og grindverk
á lager
C
Ármúll 17, lOB Reykjavík
5ími: 533 1334 fax-. 55B 0499
Skemmtistaður
Stórdansleikur
Danshljómsveit
Geirmundar Valtýssonar
með stórdansleik
Odd-vitinn • pub-skemmtistaður • Strandgata 53 • Akureyri • Sími 462 6020 • GSM 867* 4069
að stofnunin hafi ekki skoðað út-
blástur frá bensínvélum sérstaklega
en innan Evrópusambandsins og i
Bandaríkjunum séu í gildi sérstak-
ar reglur um litla mótora og að inn-
an þeirra séu sláttuvélar. „Hins
vegar gilda þessar reglur eingöngu
um nýrri sláttuvélar en ekki hinar
eldri.
Það er ekkert eftirlit með gömlu
vélunum, nema þær séu orðnar
vinnuvélar. Þá gilda almennar ör-
yggisreglur vinnuvéla." Þór segir
ekki margt sem hægt sé að gera til
að minnka magn skaðlegra efna í
útblæstrinum en þó geti verið að
einhverjir þjónustuaðilar slíkra
tækja geti stillt þau þannig að þau
mengi minna. En hann bendir á að
áhættan af notkun vélanna sé ekki
mjög mikil þar sem þær eru ekki
notaðar mjög oft, í mesta lagi í
klukkustund á viku á flestum heim-
ilum. „Ég ráðlegg fólki að leggja
bensínsláttuvélinni og fá sér eina
handknúna eða rafmagnsvél. Við
ættum að hvetja til notkunar á slík-
um tækjum.“
Eins og kemur fram hjá Þór
Tómassyni þykir ekki mikil hætta
stafa af notkun bensínsláttuvéla í
heimilisgörðum þar sem þær eru
einungis notaðar í fáa tíma árlega.
Það vekur þó upp spurningar um
áhrif þeirra á þá unglinga sem
starfa í svokölluðum sláttuhópum
bæja og sveitarfélaga þar sem þeir
eru að stjórna, eða í nálægð við
sláttuvélar knúnar bensíni í nokkra
tíma á dag allt sumarið.
CE-merking ákveðin trygging
„Við höfum markaðseftirlit með
sláttuvélum," segir Steinar Harðar-
son, umdæmisstjóri hjá Vinnueftir-
liti Ríkisins. „Það er fólgið í því að
við skoðum hvort þær vélar sem til
sölu eru á markaðnum séu CE-
merktar. CE-merking er ákveðin
trygging fyrir því að lágmarksör-
yggisstaðlar séu uppfylltir, þ.e. að
þær séu framleiddar eftir þeim regl-
um sem gilda á Evrópska efnahags-
svæðinu. Inni í þessum öryggis-
stöðlum eru mengunarkröfur en
þegar tæki eldast og slitna geta þau
farið að menga meira en þá er það á
ábyrgð þess sem á og rekur tækið að
fylgjast með því að tækið uppfylli
kröfur." segir Steinar. -ÓSB
BYGGINGAVINKLAR
Nú er sá tími þegar þessar sláttu-
vélar eru einna mest notaðar. Allir
þekkja leiðindin sem af þeim hljót-
ast þegar ailir í hverfinu slá garð-
inn hjá sér, annaðhvort snemma á
sunnudagsmorgni eða akkúrat þeg-
ar þú ert að halda grillveislu í garð-
inum.
En það er ekki bara hávaðinn
sem angrar því mjög margir nota
bensínsláttuvélar og þær spúa frá
sér miklu magni af efnum sem eru
skaðleg umhverfmu og þar að auki
krabbameinsvaldandi. Það er
sænskur efnafræðidósent við Stokk-
hólmsháskóla sem heldur þessu
fram en hann birti nýverið niður-
stöður rannsókna sem hann hefur
gert á útblæstri bensínsláttuvéla.
Hann segir að sláttuvélarnar séu
óþekkt umhverflsógn og að menn
sem eru í mesta sakleysi að slá
garðinn hjá sér án þess að hafa hug-
mynd um áhrif þess á heilsuna. Dós-
entinn fann 26 tegundir af Qöl-
hringja arómatískum vetniskolefn-
um í útblæstri vélanna. Margar
þeirra hafa reynst krabbameins-
valdandi í dýratilraunum og eru
flokkaðar sem mögulegir krabba-
meinsvaldar hjá fólki. Meðal annars
fannst efnið benzoapyren, sem
myndast við bruna og er talið vera
krabbameinsvaldandi í tóbaksreyk.
Ein sláttuvél gefur frá sér álíka
mikið af þessum efnum á einni
klukkustund og bíll gerir í 15
klukkustunda akstri. Úr sláttuvél-
unum koma einnig annars konar
óhreinindi, svo sem kolmonoxíð,
kolvetni, metan og mengandi agnir
af öðru tagi.
Nýjar og haröari reglur
Niðurstaða dósentsins er að allar
bensínsláttuvélar ættu að vera bún-
Er garðslátturinn hættulegur heilsunni?
Ein bensínsláttuvél getur gefiö frá sér álíka magn af mengandi efnum á einni
klukkustund og bíll gerir í 15 klukkustunda akstri.
ar mengunarvarnarbúnaði eins og
krafist er að sé til staðar í nýjum
bílum. Þegar hann prófaði að setja
slíkan búnað á sláttuvélarnar
minnkaði magn krabbameinsvald-
andi efna sem kom frá þeim um 80%
og annarra óhreininda um 30-50%.
Því vill hann að stjórnmálamenn
setji nýjar og harðari reglur um út-
blástur frá sláttuvélum og öðrúm
tækjum sem knúin eru bensíni,
svipað og gert hefur verið með bíla.
Notum handknúnar sláttuvélar
Þór Tómasson, efnaverkfræðing-
ur hjá Hollustuvernd ríkisins, segir
Hélt viðgerðarmann-
inum í gíslingu
- þar til hún fékk nýja uppþvottavél
Bresk húsmóðir komst í frétt-
irnar um daginn þegar hún tók
til sinna ráða og hélt viðgerðar-
manni, sem staddur var á heim-
ili hennar til að gera við upp-
þvottavél,' í gíslingu. Konan,
sem heitir Diana Plant, hafði
beðið í 15 mánuði eftir að nýja
uppþvottavélin hennar virkaði
sem skyldi og þegar enn einn
viðgerðarmaðurinn frá fyrir-
tækinu sem seldi henni vélina
sagðist ekki vita hvað væri að
henni, var henni nóg boðið og
læsti aumingja manninn inni.
Hún neitaði að hleypa honum
út þar til búið væri að gera við
uppþvottavélina, sem var af
gerðinni Zanussi. Diana sleppti
manninum þegar fyrirtækið gaf
henni loforð um að hún gæti valið
nýja vél, sér að kostnaðarlausu. „Ég
er venjulega seinþreytt til vand-
ræða,“ sagði Diana í viðtali við
breska blaðið Daily Mail. „En ég var
búin að standa í þrasi og veseni í
langan tíma og að lokum brast þol-
inmæði mín og ég sá að ég yrði að
gripa til róttækra aðgerða til að
koma málum mínum í gegn.“
Þessi saga er að mörgu leyti fróð-
leg, ekki síst vegna þess að öll
þekkjum við atvik, annaðhvort hjá
okkur sjálfum eða einhverjum sem
við þekkjum, þrr sem hlutur sem
keyptur er uppfyllir ekki þær vænt-
ingar sem til hans voru gerðar og
erflðlega gengur að fá fyrirtæki til
Flestar kvartanir vegna heimilistækja
og tölva
534 kvartanir bárust til Neytendasamtak-
anna í fyrra vegna þessara hluta. Mikilvægt
er að neytendur þekki rétt sinn þegar þeir
lenda í því ab kaupa gallaöa vöru en ný lög
um lausafjárkaup tóku gildi 1. júní sl.
að uppfylla skyldur sínar. í slíkum
tilfellum getur verið afar hjálplegt
að vita hver réttur sinn er því þá er
mun erfiðara fyrir fyrirtæki að
draga lappirnar í því að leysa mál-
in.
Þrjár tilraunir til viðgerða
Þann l. júní sl. tóku í gildi ný lög
um lausafjárkaup og segir Geir
Marelsson, lögfræðingur hjá Neyt-
endasamtökunum, að samkvæmt
þeim beri kaupanda að tilkynna
galla á vöru innan tveggja ára frá
því að hún er keypt. „Það þýðir í
raun að ábyrgðartíminn er tvö ár
við á svo til öllum kaupum," segir
Geir.
..það sem
fagmaðurinn
nntar!