Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Page 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 I>V Grjótkast í Gaza Palestínskir piltar grýta ísraelska hersveit á Gaza-svæðinu í gær. Haldið í vopnahlé þrátt fyrir skærur Leiötogar Israela og Palestínu- manna halda fast í vopnahlé þrátt fyrir skærur frá því það hófst á mið- vikudag. Deiluaðilar fylgja nú tillög- um George Tenets, forstjóra CIA, sem byggja á Mitchell-skýrslunni. Samkvæmt henni verður fyrst að koma á vopnahléi áður en formleg- ar friðarviðræður hefjast. Hamas-samtök Palestínumanna hafa lýst því yfir að þau muni ekki standa fyrir sjálfsmorðsárásum á meðan ísraelar drepa ekki palest- ínska borgara. Áður höfðu þau sagst ætla að ráðast á ísraela alls staðar. Útlægum leiðtoga Hamas var meinað að ganga út úr farþega- flugvél í Jórdaníu gær þegar hann gerði tilraun til að snúa aftur í gær. ísraelski herinn dró mjög úr við- búnaði sínum við landamærastöðv- ar og vegatálma í gær og jók ferða- frelsi Palestínumanna. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- ______um sem hér segir:____ Vesturfold 44, Reykjavík, þingl. eig. Val- gerður Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Gúmmívinnustofan ehf., Kaldasel ehf., Ríkisútvarpið og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 19. júní 2001 kl. 13.30. Vesturhús 11, 0101, 50% ehl. í 2ja herb. íbúð á neðri hæð og 1/2 btlskúr (nær húsi), Reykjavík, þingl. eig. Axel Jóhann Hallgrímsson, gerðarbeiðandi Stéttarfé- lagið Samstaða, þriðjudaginn 19. júní 2001 kl. 14.00. SýSLUMAðURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 19. júní 2001 kl. 15.00 á eftirfarandi eignum: Geitasandur 4, Hellu, þingl. eig. Kristjón L. Kristjánsson, gerðarbeiðandi er Ibúða- lánasjóður og Sýslumaður Rangárvalla- sýslu. Gularás, A-Landeyjahreppi,þingl. eig. Ólafur Ámi Óskarsson,gerðarbeiðandi er Glitnir hf. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLASÝSLU Pakistani hellti sýru yfir unga eiginkonu sína Þekktur pakistanskur rithöfund- ur, Themina Durrani, sem jafn- framt er kvenréttindabaráttukona, Lausafjáruppboð Lausafjáruppboð fer fram föstudaginn 22. júní 2001 kl. 13.30 að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli. Boðin verða upp eftlrtalln ökutækl: KZ-869, BI-249, RA-128, MO-433, ZC-454, KR-669, Zl-309 Þá verður einnig boðið upp: STOLL heyþyrla, Hestamir Blesi frá Brimnesi, frostm. 90.1.58-410, og Númi frá Merkigili. Greiðsla áskilin við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. HVOLSVELLl 14. JÚNÍ 2001, SÝSLUMAÐURINN í RANGÁRVALLASÝSLU hvatti í gær herstjórnina í Pakistan til veita þegar í stað 21 árs konu vegabréf svo að hún komist í lýta- aðgerð á Ítalíu. Eiginmaður kon- unnar hellti yfir hana sýru í apríl i fyrra. Durrani sagði lækna á Ítalíu hafa tjáð sér að unga konan, Fakhra, þyrfti að komast strax und- ir læknishendur því möguleikarnir á að meðferð tækist minnkuðu dag frá degi. Durrani sagði á fundi með frétta- mönnum að yfirvöld hikuðu við að veita konunni vegabréf þar sem innanríkisráðherra landsins, Moinduddin Hiader, væri hræddur um að málið myndi sverta ímynd Pakistans. Kvaðst Durrani hafa fengið þetta svar þegar hún fór á fund ráðherrans til að tala máli ungu konunnar. Þegar fréttamenn Reuters-frétta- stofunnar báru málið undir ráð- herrann sagði hann ekkert standa í vegi fyrir aö Fakhra kæmist úr landi til að leita sér lækninga. Hún hefði aftur á móti ekki fyllt út þau skjöl sem þyrfti vegna umsóknar- innar um vegabréfið. Að sögn Durrani hafa læknar í Pakistan lýst því yfir að þeir geti ekki hjálpað Fakhra. Durrani, sem kveðst einnig hafa leitað til forseta herstjórnar Pakistans, Pervez Mus- harraf, hefur safnaö fé til að kosta aðgerðina á Fakhra á Ítalíu. Pakistan hefur oft verið í sviðs- ljósinu vegna grimmilegra árása eiginmanna á konur sínar. Oft telja eiginmennimir sig eiga heiður að verja og hella þá ýmist sýru yfir konur sinar eða kveikja í þeim í eldavélum. Makedónía: Afmyndun eftir árás eiginmannsins Fakhra, sem er 21 árs, hefur ekki fengiö vegabréf frá yfírvöldum í Pakistan til að komast í iýtaaögerð á Ítaiíu. Læknar í Pakistan segjast ekki geta hjátpað henni. yfir vopnahléi Uppreisnarmenn Albana, sem berjast við stjómarherinn í norður- hluta Makedóníu, lýstu i gærkvöld yfir vopnahléi á meðan reynt yrði að ná pólitiskri lausn á átökunum sem staðið hafa yfir i fjóra mánuði. Lýsti frelsisher Albana yfir vopna- hléi til 27. júní. Á mánudaginn hættu stjómarhermenn árásum á uppreisnarmenn til að hlífa óbreytt- um borgurum. Stjórnvöld kváðust i gær ætla að halda vopnahléið til þess að viðræður gætu farið fram. Yfirvöld í Makedóníu báðu í gær NATO og Evrópusambandið, ESB, um aðstoð til að afvopna uppreisn- armenn. Þeir hafa neitað að leggja niður vopn fái þeir ekki að taka þátt í komandi viðræðum um breytingar og umbætur. Hingað til hafa yfir- völd í Makedóníu hafnað friðaráætl- un uppreisnarmanna. Samkvæmt henni yrði öllum uppreisnarmönn- Flóttakona aöstoöuö Starfsmenn Rauöa krossins að- stoða albanska flóttakonu yfir landa- mæri Makedóníu og Kosovo. um veitt sakaruppgjöf. Þeir hafa einnig krafist þess að taka þátt í við- ræðunum og fá tækifæri til að ganga í lögregluna eða herinn. Leiðtogar NATO lýstu því yfir á miðvikudag að þeir myndu ekki senda friðargæsluliða til Makedón- íu fyrr en fyrir lægi samkomulag um umbætur sem tækju tillit til kvartana Albana um víðtæka mis- munun. Albanar eru um 30 prósent af 2 milljónum ibúa Makedóníu. Undir 10 prósentum Albana gegna opin- berum störfum í landinu. Margir Slavanna í Makedóníu segja það uppgjöf fyrir hryðjuverkum verði kröfur Albana uppfylltar. Javier Solana, sem fer með utanríkis- og öryggismál Evrópusambandsins, hefur boðið leiðtogum stjómmála- flokka Albana og Slava til viðræðna í Lúxemborg 25. júní. Albanar lýsa fíkniefnamál Þingnefnd í Perú, sem rannsakar spillingarmál, hefur mælt með því að fyrrverandi forseti landsins, Alberto Fujimori, verði ákærður fyrir að hafa hylmt yfir fikniefnaviðskipti. Fujimori er í sjálfskipaðri útlegð í Japan. Föngum sleppt í Burma Herstjórnin í Burma sleppti í gær átta pólitískum íongum í kjölfar við- ræðna milli fulltrúa flokks stjómar- andstæðinga og hersins. Geðveikur tekinn af lífi Bandaríkjamaðurin Jay Scott, sem dæmdur var fyrir morð á versl- unareiganda 1983, var tekinn af lífi í Ohio í nótt. Scott var haldinn geð- klofa. Drykkjan fjölskyldumál Laura Bush, forsetafrú Bandaríkj- anna, sagði í gær að fjölmiðlar hefðu ekki átt að fjalla um brot tví- buradætra hennar á áfengislöggjöf- inni. Sagði hún dætur sínar frábær- ar stúlkur og að drykkja þeirra væri fjölskyldumál. Kúariða í A-Evrópu Staðfest var í gær á þýskri rann- sóknarstofu að kýr í Tékklandi væri smituð af kúariðu. Á alþjóðlegri ráðstefnu um kúariðu í París í gær var varað við að veikin gæti breiðst um allan heim. Erfið sambúð í Frakklandi Spennan á milli Lionels Jospins, forsætisráðherra Frakklands, og Jacques Chiracs forseta hefur vaxið eftir að Jospin sak- aði forsetann um að hafa ekki greint nógu skýrt frá aðild sinni aö ólög- legri fjármögnun flokks sins í París. Jospfn gagnrýndi Chirac eftir að þrýst var á hann sjálfa vegna fortíð- ar sinnar sem trotskíisti. Hylmdi yfir Ný tilfelli af gin og klaufa Tilkynnt var um ný tilfelli af gin- og klaufaveiki í Devon og Somerset í Bretlandi í gær. Sérfræðingar ótt- ast nú að veikin geri vart við sig allt þetta ár. Utskrifaður af sjúkrahúsi Suharto, fyrrver- andi Indónesíufor- seti, brosti breitt er hann var útskrifað- ur af sjúkrahúsi í morgun. Suharto, sem varð áttræður í síðustu viku, var fluttur á sjúkrahús ^síðastliöinn þriðju- dag vegna hjartakvilla og lágs blóð- þrýstings. Var gangráöur settur í hann. Fyrr á þessu ári hafnaði hæstiréttur beiðni stjórnvalda um ákæru á hendur Suharto vegna spillingar á þeim forsendum að hann væri of veikur. n I- Niií ' 'w;.- I r vm. Hálf milljón mótmælir í Alsír Um 500 manns slösuðust og 2 blaðamenn létust þegar hálf milljón Alsírbúa mótmælti stjórnvöldum í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.