Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Síða 14
14 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason A&sto&arritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Byggðastefna fólksins Ný samtök voru stofnuð í vikunni sem er að liða og bera þau heitið Landsbyggðin lifi. Fyrirmynd þeirra er sótt til dreifðustu byggða Skandinavíu, einkum til þess langa lands sem Noregur er, en þar í nyrstu héruðum er vandi byggðanna áþekkur því sem þekkist á íslandi. íslensku samtökunum er ætlað það stórvirki að snúa byggðaþróun við og minna á mikilvægi þess að mestur hluti landsins haldist í byggð. Samtökin ætla sér með öðrum orðum að standa undir nafni. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, flutti ávarp við stofnun samtakanna norður á Akureyri á mið- vikudag og fór nokkuð mikinn um nauðsyn þess að landið héldist vel í byggð. Hún sagði efnislega í viðtali að það yrði leiðinlegt ef stór svæði landsins legðust í eyði og kvaðst vart skilja af hverju fólk kysi að yfirgefa fallega og víð- feðma náttúru landsins í skiptum fyrir þröngar götur í út- hverfum höfuðborgarinnar. Hún talaði á nótum tilfinning- anna, en skeytti minna um tölfræði stofnana. Nú er það svo að fjöldi fyrirmenna og fræðinga hefur á síðustu áratugum flutt úr pontu firnin öll af fegurð lands- ins. Þessar ræður eru einsleitar og klisjur koma einatt í stað mikillar hugsunar. Gjarna er sagt að íslendingar búi í fallegu landi og harðduglegum landsmönnum láti vel að vinna verk sín til sjávar og sveita. Það er dregin upp róm- antísk mynd af veruleikanum, sem er allt annar þegar að er gáð og snýst meira um nauðsyn þess að komast á bíó en að blása í strá uppi í fjallshlíð. Raunveruleg byggðastefna er í huga fólks. Hana er ekki að finna í stofnunum og hana er því síður að finna í hug- skoti fólks sem hefur meira gaman af að ferðast um land- ið en að búa þar. Eina raunverulega byggðastefnan er sú ákvörðun sem hver maður tekur um það hvar hann vill búa. Byggðastefna er með öðrum orðum huglæg og snýst um tilfinningar fólks sem langar að sér og sínum líði vel á stöðum sem svara þörfum þess fyrir ögrandi atvinnu og fjölbreyttar fristundir. Fólk sækir í fjölbreytni. Fólk sækir í ögrun. Þetta tvennt hefur stefnt þjóðinni úr dreifðum byggðum til þröngra gatna í uppsveitum Reykjavíkur. Þetta tvennt hefur mestu skipt í búsetuþróun landsins í eina öld. Þessi þróun hefur ekkert með fallegar kyrralífsmyndir úr þröngum fjörðum og víkum landsins að gera. Fólk flýr einhæft atvinnulíf og afþreyingu af því það kýs það besta í þessum efnum. Það vill njóta jafnræðis á við aðra. Það vill koma, sjá og sigra heiminn. Byggðastefnan er fólkið sjálft. Stjórnmálamenn og kjör- dæmapot hafa að líkindum hert á byggðaflóttanum fremur en hægt á honum. í aldarfjórðung hefur verið horft til veik- ustu byggðanna og þeim hjálpað með ölmusu, í stað þess að styrkja sterkustu byggðirnar úti á landi og gera úr þeim raunverulegt mótvægi við Reykjavíkursvæðið. Akureyri er besta dæmið, staður sem nú er í sókn og hefði dregið til sín margar þúsundir ef sveigt hefði verið af villu vegar. Akureyri ætti að vera 50 þúsund manna bær. Bærinn við fjörðinn hefur vissulega tekið stakkaskiptum á síðustu árum hvað fjölbreytni i atvinnulífi og afþreyingu snertir. Hann er enda farinn að laða til sín fólk að nýju. Háskólinn á Akureyri er glæsilegt dæmi um stóriðju nýrra tíma og kannski eina rétta byggðastefnan sem stjórnmálamenn hafa lengi tekið. ísland þarf á sterku mótvægi við Reykja- víkursvæðið að halda. Það þarf jafnvægi í byggð. Það þarf hins vegar ekki allt landið í byggð. Sigmundur Ernir + FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 19 DV Skoðun Aftur í Alþjóða hvalveiðiráðið Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt að ísland gerist aftur aðili að Alþjóða hvalveiðiráð- inu. Aðildinni að alþjóðasátt- málanum um skipan hval- veiða var sagt upp árið 1991 á þeim forsendum að ráðið starfaði ekki í samræmi við sáttmálann. Löglegar veiðar Japana En þótt ísland hafí sagt sig úr ráðinu á þeim forsendum að veran í því kæmi í veg fyr- ir sjálfbæra nýtingu hvala- stofna, og þrátt fyrir tilraun til að skapa möguleika á að hefja að nýju hvalveiðar í samtökum með Norð- mönnum, Grænlendingum og Færey- ingum, NAMMCO, hafa hvalveiðar ekki hafist. íslenskir vísindamenn hafa þó lengi talið aö hvalastofnar við ísland væru í vexti, enginn í út- rýmingarhættu og einhverjir þyldu í raun sambærilegar veiðar og voru stundaðar fram að gildistöku hval- veiðibannsins. Þegar ísland sagði sig úr ráðinu á sínum tíma var álitið að fleiri ríki fylgdu þvl fordæmi. Það gerðist ekki. Noregur, sem er Svanfríður Jónasdóttir þingmaöur Samfylkingar eina fullvalda ríkið ásamt okkur í NAMMCO, hefur haldið áfram að starfa innan Alþjóða hvalveiðiráðsins og stundar hrefnuveiðar í skjóli þess. Japanir stunda einnig veiðar í vísindaskyni. Þær veiðar fara fram þrátt fyrir veru þeirra i Alþjóða hvalveiðiráðinu og eru löglegar sam- kvæmt sáttmálanum rétt eins og vísindaveiðar okkar á sínum tíma. Þrátt fyrir veru utan ráðsins Þrátt fyrir að við höfum staðið utan ráðsins og höfum þar með ekki verið formlega bundin af ákvörðunum þess um veiðibann, þrátt fyrir að vísinda- menn, bæði á Hafrannsóknastofnun og á vegum NAMMCO, telji að líffræði- legar forsendur séu ákjósanlegar varð- andi veiðar og sjálfbæra nýtingu hvalastofnanna og þess vegna sé hægt að hrinda stefnu íslands í framkvæmd, þrátt fyrir skýrslur á skýrslur ofan með fyrirheitum um hvalveiðar, ef ekki í ár þá á næsta ári, og þrátt fyrir „Rökin fyrir því að standa utan ráðsins voru því harla léttvæg í Ijósi þess að við allar ákvarðanir varð að taka tillit til stefnumótunar þess, hversu óvísindaleg sem hún kunni að vera. - Hvalveiðiráðstefna á íslandi árið 1991. umræður og heitingar á Alþingi og þrátt fyrir ályktun Alþingis frá mars 1999 þar sem segir að „hefja skuli hið fyrsta hvalveiðar hér við land“, en sú tillaga gerði upphaflega ráð fyrir því að hvalveiðar yrðu hafnar árið 1999, þá hefur hvalur ekki verið veiddur. Það er því augljóst að þrátt fyrir meinta ástæðu úrsagnar okkar úr Al- þjóða hvalveiðiráðinu, að afstaða ráðs- Bush í Undralandi Bush Bandaríkjaforseti, sem nú er f fyrstu ferð ævinnar um meginland Evrópu, gerir Evrópumenn smeyka. Þeir hafa ekki verið jafntortyggnir í garð neins forseta síðan Reagan var og hét. Bush hefur ekki sýnt Evrópu mikinn áhuga. Hans forgangsmál hafa verið Rómanska Ameríka, sem hann vill efla viðskiptatengsl við, og Asía, þar sem hann lítur á Kína sem hættulegan hernaðarlegan og við- skiptalegan keppinaut. Hann vill flytja þriðjung þess herliðs sem er í Evrópu til Kyrrahafssvæðisins og losna frá Balkanskaga, auk þess sem veruleg ágreiningsmál eru komin upp varðandi NATO. ðhætt er að segja að flestallar rík- isstjórnir í Evrópu hafi heldur viljað demókrata á valdastóli en repúblík- ana, enda flestar núverandi ríkisstjórnir álfunnar vinstri miðjustjórnir. Það er ekki tilviljun að Bush kaus að hefja förina á Spáni. Þar getur hann nýtt spænsku- kunnáttu sína, þar er líka eina hægristjórnin innan ESB og Spánverjar hafa sér- stök tengsl við Rómönsku Ameríku. En hvar sem hann fer, líka á Spáni, eru tugþúsundir að mótmæla stefnu hans, m.a. í umhverf-________ ismálum, vígbúnaðarmál- um, gagnvart erfðabreyttum matvæl- um, kjarnorkuverum, höfnun á lög- sögu Alþjóðadómstólsins í Haag og ekki síst dauðarefsingum. Sam- kvæmt skoðanakönnunum lítur al- Gunnar Eyþórsson biaöamaður „Bush Bandaríkjaforseti, sem nú er í fyrstu ferð œvinn- ar um meginland Evrópu, gerir Evrópumenn smeyka. Þeir hafa ekki verið jafntortyggnir í garð neins forseta síðan Reagan var og hét. “ - Bush forseti og kona hans koma til Spánar sl. miðvikudag. menningur víða í Evrópu Bush sem fávísan og tillits- lausan kúreka sem sé eins og fiskur á þurru landi utan Texas. Dauðarefsingar En það sem mest mót- mæli vekur þessa dagana eru dauðarefsingar. Evr- ópumenn skilja ekki fast- heldni Bandaríkjamanna á dauðarefsingar. 41 Evrópu- _____ riki hefur skrifað undir "" mannréttindasáttmála Evr- ópu og bannað líflátsdóma. Þetta hittir Bush sérstaklega fyrir því að sem ríkisstjóri Texas samþykkti hann 152 dauðadóma. Hann kemur til Evrópu á sama tíma og McVeigh, sem myrti 168 og særði yfir 600 í Oklahomaborg, var líflátinn, og til Spánar sama dag og spænskur ríkis- borgari, sem dæmdur hafði verið til dauða í Flórída, kom heim eftir að safnað hafði verið nægu fé til að fá mál hans tekið upp á ný og hann sýknaður. Evrópskir fjölmiðlar eru yfirleitt undrandi á bandarísku réttarfari, þar á meöal þvi að ef forsetadóttirin Jenna verður tekin aftur fyrir að panta vín áður en hún verður 21 árs fer hún sjálfkrafa í fangelsi í hálft ár. Bush kom þeim lögum á í Texas að við þriðja brot fari allir í fangelsi. Þvi er hugsanlegt þar að fá ævilangt fangelsi fyrir þrjá smáþjófnaði. Bandaríkin taka fleiri af lífi en nokk- urt annað land, að undanskildu Kína, Kongó, Saudi-Arabíu og íran. Það er ekki álitlegur félagsskapur. Auk þess er hlutfall refsifanga í Bandarikjunum það hæsta sem þekkist í hinum iðnvædda heimi, meginhlutinn fyrir fikniefnabrot. Alls bíða nú 3711 menn lífláts í 38 rikjum - öllum nema 12 - nógu marg- ir til að taka einn af lífi á hverjum degi í tíu ár. Auk þess eru börn und- ir 16 ára réttuð sem fullorðnir í sum- um ríkjum. Einn þingmaður í Texas vildi lögfesta að lífláta mætti ung- menni allt niður í 11 ára. Einstefna Bandaríkin og Evrópa eru nátengd á ótal sviðum en æ fleiri brestir í samskiptum eru aö koma í ljós. Sér- staklega þykir Bush hafa farið offari þegar hann einhliða lýsti Kyotobók- unina, sem Clinton undirritaði, dauða og marklausa og um leið óraunhæfa, því aö Kina og Indland, tvö fjölmennustu ríki heims, eru ekki aðilar að henni. Ennfremur er mikil andstaða við fyrirætlanir hans um að ógilda sáttmálann við Sovét- ríkin frá 1972 um bann við gagneld- flaugum (ABM) sem Rússar neita að endurskoða og Kínverjar segja að þýði nýtt vigbúnaðarkapphlaup. ABM-sáttmálinn er eina lagalega hindrunin fyrir því að Bush geti sett í gang stjömustríðsáætlun sína sem enginn utan Bandaríkjanna veit hverjum á að beinast gegn, auk þess sem tæknin sem til þarf er ekki til. Framtíðin veltur á því hvemig Pútín Rússlandsforseti bregst við þegar Bush hittir hann í Slóveníu Ef ekki næst samkomulag þeirra á milli um ABM og Bush situr fastur við sinn keip eru samskipti Bandaríkjanna og Rússlands i uppnámi, þar með einnig samskiptin við Evrópu og þróun heimsmála yfirleitt. Gunnar Eyþórsson Spurt og svaraö Eru skattsvik einstaklinga og fyrirtcekja ahnennari en Pétur Bjamason framkvœmdastj. Fiskifélags ísl.: Engin aukning „Ég held að árátta íslendinga til skattsvika sé ærin og al- mennt hafi íslendingar aldrei litið á skattsvik sem nægjanlega alvarlegt mál þó þarna séu menn að koma sér undan því að taka þátt í samfélagsneyslunni. En ég held að al- mennt hafi menn gert sér fulla grein fyrir því um langan tíma. Þvi er þetta á svipuðum nótum og hingað til hefur verið talið og því tel ég að skattsvik séu ekkert að aukast. En kannski má auka eftirlitið.“ Sigurjón Benediktsson bœjarfulltrúi og tannlœknir: Svakaleg virðis- aukaskattsvik „Með lækkun tekjuskatta hef- ur örugglega dregið úr undan- skotum til skattgreiðslna en á móti kemur að ég held að virðisaukaskattsvik séu orðin allsvakaleg. En það kann að vera mis- skilið að ég sé að segja þetta því tannlæknar eru undanskildir virðisaukaskatti. En ég held ekki að hækka eigi viðurlögin við skattsvikum, því ég hef skömm á aukinni refsigleði, en fésektir á skilyrðislaust að auka og láta menn þannig finna fyrir þessum lögbrotum. Menn eiga að reyna að vera sanngjarnir og réttlátir í sínu lífl. Það gildir einnig gagnvart þessu.“ Haukur Már Sigurðarson forseti bæjarstj. Vesturbyggðar: Þjóðaríþrótt íslendinga „Nei, alls ekki. En þetta er „þjóðaríþrótt“ íslendinga svo ég held að það viti allir hvað er að gerast í þessum málum og hvemig er spilað á kerfið. Gallinn er sá að fólk lítur ekki á skattsvik sem lögbrot þrátt fyrir að landslög taki af allan vafa. Það er því miður litið á þennan verknaö sem sjálfsagðan hlut, því miður. En það er hins vegar ekki til staðar nægur mannskapur hjá skattayfirvöldum til að taka á því. Þú verður var við þetta i ýmissi smáþjónustu sem þú ert að þiggja hér og þar, svartri atvinnustarfsemi, sem verið hefur til staðar svo lengi sem slík starfsemi hefur þrifist, t.d. hjá bif- vélavirkjum og garðyrkjumanninum. En það er erfiðara að átta sig á því hvernig þessi stóm mál liggja.“ ins til hvalveiða byggðist ekki á vís- indalegum forsendum heldur pólitísk- um, þá hefur pólitísk afstaða ráðsins einnig ráðið ákvörðunum og gerðum okkar utan ráðsins. Rökin fyrir því að standa utan ráðsins voru þvi harla léttvæg í ljósi þess að við allar ákvcmð- anir varð að taka tillit til stefnumótun- ar þess, hversu óvísindaleg sem hún kunni að vera. Við virtumst bundin af ákvörðunum þess, hvort sem við stæð- um utan ráðsins eða innan. Mikilvægur vettvangur Möguleikar til að hafa áhrif á stefnu ráðsins eru augljóslega mestir ef við eigum þar sæti því að ráðið er og verður um fyrirsjáanlega framtíð helsti vettvangur umræðu um hval- veiðar og baráttu fyrir því að hval- veiðar verði hafnar á ný. Þar sitja enn fulltrúar helstu hvalveiðiþjóð- anna og einnig þeirra þjóða sem hafna hvalveiðum í atvinnuskyni og þar er baráttan háð um þessi mál. Á þessum forsendum hef ég í þrí- gang ftutt um það tillögur á Alþingi að ísland ger-ist aftur aðili að Alþjóða hvalveiðiráðinu. Ég fagna því þess- ari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Svanfríður Jónasdóttir Ummæli Árangurslaus byggðastefna „Iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir Al- þingi skýrslu sína um framkvæmd þingsályktunar um stefnu i byggðamál- um 1999-2001. Skrif- að markmið þeirr- ar byggðaáætlunar er að að treysta búsetu á landsbyggðinni. Það hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti er það skoðun flestra að byggðin sé viða enn að veikjast og kemur margt til. Áætlunin hefur ekki gengið og sum atriði eru þess eðlis að ekki er sýnt að þau hafl neitt með styrkingu byggðar um landið að gera.“ Svanfríður Jónasdóttir þingmaöur á heimasíðu sinni. Stigminnkandi starfslok „Á nokkrum ára- tugum hefur að- staða aldraðra ver- ið bætt umtalsvert. Fyrir fáeinum ára- tugum þekktust ekki sérhæfðar byggingar, þjón- ustukjarnar eða félagsmiðstöðvar fyrir eldri borgara. Á sama tíma hefur rými á hjúkrunarheimilum aukist og heilbrigðisþjónusta við aldraða batnað að sama skapi. Sú venja þyrfti að komast á að starfs- lok kæmu sem stigminnkandi vinnuálag samfara því að ábyrgð og verkþekking flyttist til þeirra sem taka við.“ Árni Ragnar Árnason þingmaður á heimasíðu sinni. Ef maður drepur óbreytta borgara í lofti... ... er það hernaðar- áœtlun Jóhannes Gunnarsson form. Neytendasamtakanna: Algengara en margan grunar „Ég á erfltt með að dæma um það en held þó að þetta sé algeng- ara en margan grunar. Það hafa komið fram fullyrðingar um að það sé mikið um skattsvik og þau fari vaxandi. Ég held áð það sé al- veg hárrétt. Það hefur því miður loðað við okkur Is- lendinga að það ætti að vera fínt að svíkja undan skatti og of fáir átta sig á því að þar með kemur of lítið i sameiginlega sjóði. Ef fyrirtæki eru einnig að stunda þetta eru þau að skekkja verulega sam- keppnisstöðu annarra fyrirtækja við sig. En ein- staklingar eiga orðið takmarkaðri möguleika á að stunda „íþróttina“ í seinni tíð. En skattayfirvöld þurfa stöðugt að vera á verði.“ Efmaður drepur þá óvart... Ef maður árepur þá af ásetningi... ... er það eitthvað sem við viUum ekki vita um! Með bjartsýni og von að vopni Umfangsmesta skattsvikamál seinni ára er nú til skoðunar hjá rannsóknarlögreglu. Davíð Oddsson var í sjónvarpinu í fyrrakvöld í góðum félagsskap meints forseta Bandaríkjanna og aft- ur á forsíðu Moggans í gær og loks í DV. Það fór vel á með þeim Bush og Davíð og stutt í hláturinn. Davíð er engum íslenskum stjórnmálamanni líkur, hreinn og beinn, jákvæður og uppörvandi, og allt að því skyggir á erlenda höfðingja. Auðvitað fannst mér Davíð okkar miklu geðslegri en Bush, að ég tali ekki um enska for- sætisráðherrann sem kom of seint í myndatökuna. Og á sunnudaginn munum við sjá Davíð í návígi á Austurvelli. Þar mun hann án efa stappa stáli í þjóð sína á 57 ára af- mælisdegi lýðveldisins. Það er vel því hugarfarið skiptir ævinlega miklu máli. Vonleysisraus og nei- kvæðni eru af hinu illa en slíkt hug- arfar hefur ekki einkennt feril Dav- íðs og hans rikisstjórn. Áratugur munaöar Líklega viðurkenna flestir að þjóð- inni hafl að flestu leyti liðið vel und- anfarin tíu ár undir stjórn Davíðs Oddssonar. Alveg frá því kvöldið góða þegar hann aflétti hallæri og boðaði góðæri í beinni sjónvarpsút- sendingu. Síðan hafa menn lifað með vonina og bjartsýnina að vopni. Allt okkar líf byggist á bjartsýni, áræði og von en íslendingar hafa oft þótt svartsýnir um of og gjarnir á niðurrif. Síð- ustu tíu ár hafa verið þau gylltustu í íslandssögunni. Davíð sagði verði sól og það varð sól. Þetta hefur verið merki- legur tugur ára. Peninga- áhyggjur hafa verið und- arlega víðs fjarri hluta þjóðarinnar og þjóðin fór að tala í milljörðum en ekki milljónum. Fínheit fólks eru mikil, enda erum við mestu eyðsluklær á jarðríki. íslendingar eru famir að slátra fínum ein- býlishúsum til að byggja sér ný á sama stað, bara svona rétt sisona til að gera smábreytingar. Eng- inn alvörumaður ekur lengur á almúgalegum ökutækjum, risastórir og öflugir jeppar súpa elds- neytið og bryðja í sig göt- urnar. Jeppum hefur fjölg- að í réttu hlutfalli við al- vöruvegi sem lagðir hafa verið um eyjuna þvera og endilanga. Ekkert var óyfir- stíganlegt. íslendingar létu sér ekki nægja að ausa auðnum yfir eyjuna sína, þeir fóru líka í öfugan vlk- ing til útlanda, stráðu pen- ingum og keyptu allt sem fyrir varð, meira að segja fornfrægt og rykfallið knattspyrnufélag í Englandi. Jákvæöni Davíðs Davíð er óumdeilanlega jákvæðurmaðurogjákvæð- ““““” ir kraftar allt í kringum hann. Ráð- herrar hans, hvort sem það voru kratar eða frammarar, ljúka lofsorði á Davíð. Aðeins nánasti samstarfs- maður hans í Viðeyjarstjórn, Jón Baldvin Hannibalsson, átti það til að vera neikvæður, stríðinn og ósvífinn og kannski eilítið öfundsjúkur út í sinn góða vin. Milli þeirra urðu vin- slit af þessum sökum. Halldór Ás- grímsson er allt annarrar gerðar og afar sanngjarn og góður samstarfs- maður. Skuldaskil aö nálgast? Eftir sólrík ár hefur blikur þó óneitanlega dregið á loft í islenskum Jón Birgir Pétursson blaöamaöur skrífar: veruleika. Um það verður ekki deilt þó Davíð geri lít- ið úr slíku. Vörslusvipting- ar á bílum eru að verða ein helsta iðja lögreglumanna á nóttunni. Þá seilist laganna armur viða og sækir van- skila jeppabíla heim að hús- um fólks. Skuldaskilin eru fram undan. íslendingar hafa áreiðanlega gengið of hratt um gleðinnar dyr. Það er komin svolitið þunglyndi i þá sem eyddu ógætilega. Fiskurinn í sjónum er minni en ætlað var, iðnað- “““““—'■” ur í kringum tölvur hefur ekki gengið eins og til var ætlast. Og svo stórhækka verðtryggð lán heim- ilanna um milljarða. Neikvæðu frétt- irnar eru fleiri en hinar. Góðu tíð- indin eru líka að birtast - stærra ál- ver á Grundartanga, áhugi á stækk- un álversins í Straumsvík og mikil velgengni Baugs í verslun hjá öðrum þjóðum. Ekki stjórna stjórnmálamenn him- intunglunum. Veröldin heldur áfram sinn gang. Efnahagsleg veðrátta er óútreiknanleg. En við skulum vona að Davíð Oddssyni og hans mönnum reynist kleift að búa borgurum góða tíð áfram og blási bjartsýni í mann- lífið. „Ekkert var óyfirstíganlegt. íslendingar létu sér ekki nœgja að ausa auðnum yfir eyjuna sína, þeirfóru lika í öfugan víking til útlanda, stráðu peningum og keyptu allt sem fyrir varð, meira að segja fornfrœgt og rykfallið knattspymufélag í Englandi. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.