Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Side 4
4 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 J3V Hundur, nýkominn úr tveggja mánaöa einangrun, trylltist á þjóðhátíð: Beit nær kinn af barni - móðirin komin 7 mánuði á leið fékk samdráttarverki „Þaö var allt fullt af hundum þama á Víðistaðatúninu en þessi var sérstaklega æstur enda nýkom- inn úr tveggja mánaða einangrun eftir ferðalag frá Los Angeles,“ sagði Fjóla Þorleifsdóttir sem fór með fjögurra ára dóttur sína á þjóð- hátiðarskemmtun á Víðistaðatúnið í Hafnarfirði 17. júní. Sú skemmtun endaði með því að umræddur hundur réðst á dótturina og beit sig fastan í kinn barnsins. Þurfti Fjóla að eyða því sem eftir lifði þjóðhá- tíðardags- ins á slysa- deild þar sem læknar þurftu að sauma kinn barnsins saman. AU- ur dagurinn og nóttin, sem fylgdi, fóru í þetta og tók það mjög á Fjólu sem er komin sjö mánuði á leið: Sæþór EA-101. Góð rækju- veiði fyrir Norðurlandi Mjög góð úthafsrækjuveiði hefur verið að undanfömu fyrir Norður- landi, aðallega út af Öxarfirði, á Sléttugrunni og Rifsbanka, en þar vom 6 skip á veiðum, m.a. Sæþór EA-101 en þar um borð töldu menn rækjuna þó óþarflega smáa, en það er hún oft á þessum tíma þegar hún er nýbúin að hrygna. Einnig hefur orðiö vart ágætrar rækju norður af Grímsey, og virðist ná- vist borgarísjaka engin áhrif hafa á það, jafnvel aðeins til góðs. Afl- inn hefur verið frá 10 til 12 tonn á sólarhring. Með minnkandi þorskgengd viö landið, og þar með minni ásókn þorskstofnsins i rækjuna, eykst veiðin. -GG Hundur bett bam i Hi'.WJrtw Uit hant A ►Þ.-tntntim ú Viö'viaúni.ilrt i H-íik*- j Jlrrt [ *au >f uu»viC*r-« tr v«u viniwii* á fvifi i»AI bnrs ne á’tí ftnmn bundtmr. Kwir ] aö b'Jtvlumtu tiírt bitið bnm nrAui'i J vart iA w»tk<»8ti«n j þ«tna i nuili s* tes mktvnt utrtt | buhúiMi ttl iftrjLrtiui te itfitfe hattti I l'ié vw ®;»C «tKöwtíttþtrttti ( 1 HdnmnríiwtBuíuttjrinuvaritibtónd. 3 uAlkVlí. «R W Lítil frétt um stóran atburö. DV-MYND HARI Móðir og dóttir eftir þjóðhátíðarskemmtun Fjóla Þorleifsdóttir og Margrét Vala dóttir hennar í gær. 17. júní hátíðahöldin í Hafnarfirði hverfa þeim seint úr minni. „Ég fékk áfall og samdráttar- sem lýsir atburðarásinni svona: verki og varð verulega skelkuð. „Ég var þarna með Margréti Völu Þetta var hryllilegt," sagði Fjóla dóttur minni og öðru barni þegar að kemur fólk með tvo hunda. Ann- ar hundurinn virtist óvenju æstur í mannfjöldanum en samt fóru börnin að klappa þeim eins og ger- ist. Þegar hundurinn svo glefsaði til annars barnsins leist mér ekki á blikuna en Margrét Vala dóttir mín gekk hins vegar yfir til hans og ætl- aði að gæla við hann. Skipti þá eng- um togum að hundurinn stökk upp og beit hana í kinnina. Ég hef séð fátt skelfilegra." Farið var með Margréti Völu á slysadeild sem fyrr sagði og hund- inum lógað. Hann var alinn upp í Los Angeles og hefur bersýnilega aldrei náð sér eftir ferðalagið hing- að til lands eða þá tveggja mánaða vist í einangrunarstöðinni í Hrís- ey. „Mér líður betur núna. Sam- dráttarverkirnir eru horfnir og vonandi nær litla dóttir mín sér fullkomlega,“ sagði Fjóla Þorleifs- dóttir sem er þeirrar skoðunar að þjóðhátíðarskemmtanir eigi að vera fyrir fólk en ekki hunda. -EIR Akureyrarbær og Hrafnistuheimilin hyggja á samstarf: Hrafnista vill byggja á Akureyri Akureyrarbær og Hrafhistuheimilin kanna nú möguleika á samstarfl við uppbyggingu nýs húsnæðis fyrir aldr- aða á Akureyri. Um er að ræða 90 rýma hjúkrunarheimili sem yrði tilbú- ið eigi síðar en árið 2005. Einnig hafa verið ræddir möguleikar á samstarfí um öldrunarþjónustu. Markmiðið með samstarfmu er að leita leiða til þess að nýta þekkingu og reynslu beggja aðOa tO aukinnar hagkvæmni í rekstri og veita öldruðum betri og fjölbreyttari þjónustu. Sérstök þróunamefnd verð- ur sett á laggimar sem m.a. mun kanna húsnæðisþörfma. Hrafnista hefúr verið með heimOi í Reykjavík og Hafnarfirði og nú kann Akureyri að bætast í þann hóp. Tæp- lega 700 hennilismenn em á Hrafnistu og um 440 stöðugOdi en á Akureyri á Hlið, Kjamalundi og i sambýli fatlaðra í Bakkahlíð em 175 vistmenn og um 225 starfsmenn. -GG Undirritun samstarfsyfirlýsingar Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður Sjómannadagsráðs, og Kristján Þór Júiíusson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrita í Minjasafninu á Akur- eyri samstarfsyfirlýsingu um að kannaðir verði möguleikar á uppbyggingu nýs húsnæöis fyrir aidraða á Akureyri. Laugavegur: Hægðir í blómabeði Síðdegis á laugardag barst lög- reglu tilkynning þess efnis að mað- ur nokkur gengi upp Laugaveginn og hefði kynfæri sín sýnileg vegfar- endum. Stuttu síðar barst lögreglu önnur tOkynning um að sami mað- ur hefði gert hægðir sínar í blóma- beð við Laugaveginn. Lögregla handsamaði manninn sem var lát- inn hreinsa upp eftir sig og síðan fluttur í skjól. -aþ Aðalstræti: Flugeldar inn um glugga Lögregla varð að hafa afskipti af fólki aðfaranótt laugardagsins þar sem það var að skjóta flugeldum í Aðalstræti. Meðal annars hafði flug- eldum verið kastað inn um glugga gistiheimilis og valdið þar skemmd- um. Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn vegna málsins. -aþ Sundiaugin á Dalvík. Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð Menntamálaráðuneytið hefur haf- ið viðræður við Dalvíkurbyggð og Ólafsfjörð um stofnun framhalds- skóla við utanverðan Eyjafjörð sem líklega yrði á Dalvík. Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra tóku þátt í óformlegum viðræðum um málið á föstudag þar sem rætt var við sveitarstjórnarmenn í viðkom- andi sveitarfélögum. Á fundinum var kynnt skýrsla, unnin af Hermanni Tómassyni, kennara við Verkmenntaskólann á Akureyri, fyrir sveitarstjómirnar. Hermann leggur til að settur verði á stofn skóli haustið 2002 sem bjóði framhaldsnám á tveimur fyrstu námsárunum eftir grunnskólanám. Gert er ráð fyrir að við skólann starfi allt að 10 kennarar og nem- endur verði 70. -GG Veöriö i kvöld Skúraveöur Austlæg átt, víða 10-15 m/s og rigning í fyrstu, síöan norðlæg átt, 5-8 og skúrir. Skúrir á Noröurlandi, en léttir heldur til um landiö sunnan- og vestanvert. Hiti yfirleitt á bilinu 5 til 12 stig. Solargangur og sjavarföll REYKJAViK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 00.06 Sólarupprás á morgun 02.52 Siódegjsflóó 17.02 Árdegisflóó á morgun 05.20 00.080 02.50 21.35 09.53 Skýrlngar á veöuriáknum i^VINDÁTT 10V-HITI -io° SVINDSTYRKUR Vcnncr HEIÐSKÍRT 5 metrum á sekúndu ^rnUbt * 0 D -o IETTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAO Q : nv 'Ws’" má : Vti;4 ; Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA “h = ÉUAGANGUR Í>RUMU- VEDUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Viða unnið að vegagerð Fært er um Uxahryggi og Kaldadal, Þorskafjarðarheiöi og Tröllatunguheiöi en á þeirri síöastnefndu er 2 tonna ásþungi. Þá er fært um Hólssand. Hálendisvegir eru almennt lokaðir. Þó er fært um Kjöl og í Landmannalaugar um Sigöldu og Dómadal. Einnig í Laka og um Arnarvatnsheiöi. Víöa er unnið aö vegagerö og eru vegfarendur beönir aö sýna tillitssemi. Ástand fjallvega vm ' Vofllr á Bkyggöum »v»6um oru lokaðlr þar III annað varftur auglýat www.vagag.la/faMd Léttir til sunnanlands Spáö er norðvestan 5-13 m/s í nótt og á morgun. Hvassast verður suðvestanlands og á annesjum noröaustanlands. Léttir heldur til sunnanlands. Hiti á bilinu 6-12 stig. Finiintudi Vindur: 8-13 m/s Hiti 8“ tii 13° W Vindur: V s-' 8-13 ^ ^ \ J Hiti 8° til 13” LiHigiird Vindur: \ 8-13 m/* > . J Hiti 8“ tii 13” WW Sunnan 8-13 m/s á norðvesturhornlnu og skúrlr, en hægarl annars staöar og víöa léttskýjaö um landlö austanvert. Hltl 8 tll 18 stlg. Sunnan 8-13 m/s á Norövesturland! og skúrlr, en hægarl annars staöar. Viöa léttskýjaö um landlö austanvert. Hltl 8 tll 18 stlg, hlýjast noröaustan tll. Suöaustan 8-13 m/s suðvestan- og vestanlands og rlgnlng meö köflum, en talsvert hægarl á Norður- og Austurlandl, og áfram fremur hlýtt og bjart veöur. Veðrið ki. AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG rigning rigning alskýjaö rigning úrkoma í gr. rigning alskýjaö rigning skýjaö léttskýjaö rigning rigning léttskýjaö heiöskírt léttskýjað heiöskírt skýjaö léttskýjaö alskýjaö léttskýjaö skýjaö skýjaö rigning hálfskýjaö léttskýjaö heiöskírt skýjaö alskýjaö heiöskírt alskýjaö léttskýjaö skýjaö léttskýjaö 8 8 9 5 9 8 9 14 14 16 13 8 12 23 12 17 12 27 16 15 13 13 3 13 9 17 20 5 23 22 13 15 19 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.