Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001
I>V
Norðurland
7
Skólameistari MA boðar sameiginlegt átak menntastofnana á Akureyri:
Landsbyggðin
hjálpi sér sjálf
RENAULT KANG00 VSK, 06/00, HVlTUR, 5 GlRA,
EK. 32 Þ. KM. AUKAHLUTIR. ÚTV/KAS.
SAMLÆS/ÞJÓFAV.
Verð. 1.190.000.
- byggðavandinn „móðuharðindi af mannavöldum“
DV-MYND BRINK
Útskrift
Tryggvi Gíslason afhendir nýstúdent prófskírteini sitt.
Tryggvi Gíslason, skólameistari í
Menntaskólanum á Akureyri, gerði
byggðamálin m.a. að umtalsefni í
skólaslitaræðu sinni að morgni 17.
júní. Tryggvi rifjaði upp orðtakið um
að guð hjálpaði þeim sem hjálpuðu
sér sjálfir og að guð væri þvi ávallt á
bandi hins sterka. Síðan sagði
Tryggvi: „En því nefni ég þetta að
landsbyggðarmenn, olnbogabörn sam-
félagsins, veröa að hjálpa sér sjálfir. í
þessum tilgangi hefur samvinna tek-
ist með skólunum þremur hér á Akur-
eyri: Háskólanum, Menntaskólanum
og Verkmenntaskólanum sem undir-
búa sameiginlega kynningu skólanna
þar sem kynnt verður námsframboð,
aðstaða og umhverfl skólanna og
standa vonir til þess að kynningin
verði unnin í samvinnu við Akureyr-
arbæ. Með þvi að vinna saman og
hjálpa sér sjálflr, bíða ekki eftir því að
upphefðin komi að sunnan, er unnt að
efla Akureyri enn sem skólabæ og
sem barna- og fjölskylduvænan bæ
þar sem gott er að búa.“
Tryggvi sagði að það hefði alltaf
þurft nokkra hugdirfsku tif þess að
berjast fyrir Akureyri sem skólabæ,
því að Reykjavíkurvaldið - hvar í
flokki sem það væri að finna - hefði
ávallt sýnt umbótum og framfórum
úti á landi tómlæti. „Síðasta dæmið
um sjálfumgleði Reykjavíkurvaldsins
er afstaðan í flugvallarmálinu, sem
svo var nefnt, en þar kom fram að
valdhafar borgarinnar líta ekki á
Reykjavík sem höfuðborg allra lands-
manna heldur sjálfstætt borgríki sem
beri að huga að og berjast fyrir sínu
og telur sig ekki hafa neinum skyld-
um að gegna við landsbyggðina, ef svo
býður við að horfa,“ sagði hann.
Tryggvi sagði engar náttúruham-
farir í sögu landsins hafa haft viðlíka
áhrif á efnahag manna og afkomu og
búseturöskunin undanfarinn áratug,
sem margir litu á sem náttúrulögmál
en væri í reynd „móðuharðindi af
mannavöldum". Auðvitað væri ekki
unnt að halda öllu landinu í byggð, en
ef 90 af hundraði landsmanna byggi á
höfuðborgarsvæðinu eftir einn
mannsaldur, eins og allt stefndi í,
væri fátækt íslands orðin meiri en
hún hefði nokkru sinni verið.
Skólameistari benti þó á að lands-
byggðarfólk væri nú að snúa vörn í
sókn og hann sagði tíma til kominn
fyrir landsbyggðina að hjálpa sér
sjálf. „Þá hjálpa guðirnir - fyrir sunn-
an - okkur,“ sagði Tryggvi Gíslason.
-BG
Byggðastofnun semur við Skrín
- um að sjá um tölvuþjónustu stofnunarinnar
Skrifað undir samning um þjónustu Skríns við Byggðastofnun á Sauðárkróki
Frá vinstri: Friöþjófur Max Karlsson, forstööumaöur rekstrarsviðs Byggöa-
stofnunar, Rögnvaldur Guömundsson, framkvæmdastjórí Skríns, og Theódór
Agnar Bjarnason, forstjóri Byggöastofnunar.
Hvanneyri:
Stefán og Skúli
„butlerkóngar“
Stefán Stefánsson og Skufl Skúia-
son, báðir frá Akureyri, stóðu sig best
allra þeirra para sen kepptu á kjör-
dæmamótinu í bridge sem fram fór á
Hvanneyri fyrir skemmstu. í svoköll-
uðum „butler“-útreikningi eftir mótið
reyndust Stefán og Skúli hafa skorað
1,63 impa að meðaltali í spili og annað
akureyrskt par kom á hæla þeim í
öðru sæti. Það voru Sveinn Pálsson og
Jónas Róbertsson sem skoruðu 1,35. í
þriðja sæti urðu Ragnar Magnússon -
Sigtryggur Sigurðsson með 0,92 í leik.
Reyndar urðu aðrir Norðlendingar
stigahæstir, Norðvestlendingarnir
Jón Örn Berndsen og Ásgrímur Sigur-
björnsson. Þeir spiluðu hins vegar
ekki nógu mörg spil til að teljast sig-
urvegarar.
Úrslit í kjördæmamótinu er að
flnna á www.islandia.is/svenni. -BÞ
Lífeyrissjóöur
Norðurlands nýtur
mikils trausts
Samkvæmt könnun sem Gallup
vann fyrir Lífeyrissjóð Norðurlands í
mars og apríl nýtur sjóðurinn mikils
trausts meðal Norðlendinga. Könnun
Gallup náði til 1500 Norðlendinga,
svarhlutfall var 70,5% eða 1000 manns
og er könnunin því mjög marktæk.
Spurt var: „Finnst þér Lífeyrissjóður
Norðurlands traustur eða ótraustur
aðili?" Svörin skiptust þannig að
86,0% töldu sjóðinn traustan, 10,5%
svöruðu hvorki né og aðeins 3,5%
töldu hann ótraustan. Þetta hlýtur að
teljast afar jákvæð niðurstaða i ljósi
þeirra umbrota sem verið hafa á fjár-
málamörkuðumi. Ef aðeins er tekið
tilliti til þeirra sem afstöðu tóku telja
96,1% svarenda Lífeyrissjóð Norður-
lands traustan aðila. -GG
Forsvarsmenn tölvufyrirtækisins
Skríns ehf. á Akureyri og Byggða-
stofnunar á Sauðárkróki hafa skrifað
undir samning um að samhliða ílutn-
ingi Byggðastofnunar til Sauðárkróks
ílytjist öll tölvuþjónusta stofnunarinn-
ar til Skríns. Byggðastofnun mun
þannig hætta rekstri sérstakrar tölvu-
deildar en njóta þess í stað þjónustu
frá Skríni ehf. hvað varðar innra
tölvukerfi, internetþjónustu og við-
netsþjónustu, þ.e. tengingar við banka
og stofnanir.
Rögnvaldur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Skríns, segir að nú hafi
öllum miðlægum tölvubúnaði fyrir
Byggðastofnun verið komið fyrir í sér-
útbúnum tölvusal Skríns við Glerár-
götu á Akureyri og við tölvuverið
tengjast siðan rösklega 20 vinnustöðv-
ar starfsmanna Byggðastofnunar á
Sauðárkróki. í gegnum kerfisveitu
Skríns hafa allir starfsmenn aðgang
að forritum og upplýsingakerfum
stofnunarinnar.
„Samningurinn við Byggðastofnun
er einn sá stærsti sem Skrín hefur
gert um þjónustu af þessu tagi. Skrín
fagnar einmitt þessa dagana eins árs
afmæli en fyrirtækið var stofnað þann
Hin árlega handverkshátíð að
Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit verður
haldin dagana 9.-12. ágúst nk. Hand-
verk 2001 er sölusýning handverks-
fólks sem haldin er á vegum Eyja-
fjarðarsveitar og hefur þessi sam-
koma handverksfólks nú fest sig í
sessi sem árviss viðburður í sveitarfé-
laginu. Framkvæmdaraðili sýningar-
innar er Vín ehf. og framkvæmda-
stjóri er Björk Sigurðardóttir.
16. júní í fyrra og hefur sérhæft sig í
rekstri upplýsingaveitna. Eftirspurn
eftir þjónustunni er sífeilt að aukast
enda vilja fyrirtæki og stofnanir frek-
ar einbeita sér að eigin starfsemi en
láta öðrum eftir sérhæfða vinnu við
keyrslu upplýsingakerfa. Okkur er
fagnaðarefni að takast á við slíkt
verkefni fyrir Byggðastofnun og fylgja
eftir þeirri uppbyggingu sem stofnun-
in verður með á Sauðárkróki i fram-
tíðinni," segir Rögnvaldur.
Friðþjófur Max Karlsson, forstöðu-
Þetta er i níunda sinn sem hand-
verkshátiðin að Hrafnagili er haldin.
Mikil þróun hefur átt sér stað á þess-
um árum í gæðum og fjölbreytni
handverks og hefur sýningin vaxiö
mjög að umfangi með ári hverju. Sýn-
ingarsvæðið er í íþróttahúsi Hrafna-
gilsskóla svo og í kennsluhúsnæði.
Markaður verður við útitorg og verða
iðnaður og afurðir heimilanna uppi-
staða hans.
maður rekstrarsviðs Byggðastofnun-
ar, segir kerflsveitu Skríns hafa orðið
fyrir valinu að undangenginni ítar-
legri úttekt á þjónustu tölvufyrir-
tækja. í þeirri vinnu hafi verið gerðar
miklar kröfur um gæði þjónustu og
öryggi í rekstri tölvukerfa.
Hjá Skríni ehf. eru nú sjö starfs-
menn í fullu starfi. Helstu samstarfs-
aðilar Skríns eru Skýrr hf., LínaNet
hf. og Element hf.
Þema sýningarinnar að þessu sinni
er „Sauðkindin" og verður leitast við
að móta umgjörð sýningarinnar með
þemað í huga.
Á sýninguna koma tveir listamenn,
Svíinn Knut Östgárd og Daninn Tom-
as Norgaard. Námskeið verða haldin
þar sem vinnubrögð þeirra verða m.a.
kennd.
-BÞ
Handverk 2001 að Hrafnagili
DODGE DAK0TA SLT CLUB CAB, 03/00,
VRAUÐ. SSK, EK. 43 Þ.KM. AUKHLUTIR 0G
BÚNAÐUR:ÚTV/KASS/CD. 30' DEKK.ÁLF.
CRUISE.ALLT RAFDR.
Verð. 2.690.000 -100% BlLALÁN.
JEEP GRAND CHER0KEE LTD, V-8, '95,
BRÚNN, SSK., EK. 92 Þ. KM.AUKAHLUTIR 0G
BÚNAÐUR:CD. ALLT RAFDR. ABS. DRKRÖKUR.
LEÐURSÆTI. ÞJÓFAV/SAMLÆS. T0PPLÚGA.
Verð. 1.750.000.
VW G0LF C0MF0RTL., 1600,07/98. RAUÐUR,
SSK„ EK. 32 Þ. KM.AUKAHLUTIR 0G BÚNAÐUR:
ÚTV/KAS.RAFDR. RÚÐ/SPEGL. ABS. ÞJÖFAV.
SPOILER.
Verð 1.250.000.
M.BENZ E 240 AVANTGARDE '98, BLÁR,
SSK., EK. 76 Þ. KM.AUKAHLUTIR 0G
BÚNAÐUR: CD. ALLT RAFDR. ABS. ÁLF.
LEÐURSÆTI. AIRBAG. AIRC0NTI0N.
Verð 3.290.000.
KIA CLARUS GLX 2000, STW00. BLÁR, SSK,
EK. 10 Þ. KM. AUKAHLUTIR 0G BUNAÐUR.
CD. ALLT RAFDR. ABS. ÞJÓFAV/SAMLÆS.
ÁLF. UPPHÆKKAÐUR.
Verð.1.590.000.
F0RD KA '98, BLÁR, 5 GlRA, EK. 25 Þ. KM.
AUKAHLUTIR 0G BÚNAÐUR: CD. ÁLF.
RAFDR. RÚÐ. SAMLÆS. SUMAR- 0G
VETRARDEKK.
BlLALÁN KR 500.000,18 Þ. A MÁN.
KJÖR: BiLALAN + KR 100.000 ÚTB0RGUN.
Verð. 720.000.
BMW 318IS '93, RAUÐUR, 5 GlRA, EK. 174 Þ.
KM. AUKAHLUTIR 0G BÚNAÐUR: CD. RAFDR.
RÚÐ. ÁLF. T0PPLÚGA SAMLÆS.
Verð. 950.000.
Greiðslukjör, Visa/Euro
raðgreiðslur.skuldabréf, öll skipti
möguleg, ódýrari. Komdu með bílinn,
skráð'ann og við auglýsum hann frítt á
Netinu með mynd. m
BÍLASALAN <SS> SKEIFAN
• BILDSHOFÐA 10 •
S: 577 2800 / 587 1000
Akureyri: Bilasalan Os - Hjalteyrargötu 10 - Simi 462 1430