Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Síða 10
10
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001
DV
Notuðu
lögreglutalstöð
Svo viröist vera sem óeirðimar í
Gautaborg í síðustu viku hafi verið
skipulagðari en margir héldu. í
grein í Aftonbladet er greint frá því
að lögreglan hafi ráðist til inngöngu
í hús sem notað var til að
skipuleggja óeirðirnar.
Þar fann lögreglan sams konar
talstöð og hún notar. Það þykir
sannað að fylgst hafi verið með
ferðum lögreglunnar og þeir sem úti
á götunum voru verið látnir vita
hvar hún væri og hvaða skipanir
hún hefði fengið.
Enn fremur er talið að
óeirðarseggirnir hafi tekið upp á
segulband samtöl lögreglunnar og
notað upptökurnar til að vilia um
fyrir lögreglunni sjálfri. Á einni
uptökunni er gefm skipun um að
aðhafast ekkert og leikur grunur á
að sú upptaka hafi verið notuð
þegar óeirðarseggir létu sem verst
til að rugla lögregluna í ríminu.
Tólf manns voru handteknir í
stjórnstöðinni. Allt er fólkið danskir
ríkisborgarar, búsett í Svíðþjóð. Að
minnsta kosti einn af þessum tólf
hefur komið við sögu lögreglunnar í
Svíþjóð vegna óláta.
Hong Kong:
Bíða úrskurðar
um brottflutning
5000 íbúar í Hong Kong bíða nú
úrskurðar dómstóls um hvort þeir
verða fluttir nauðugir aftur á meg-
inlandið, þar sem þeir bjuggu áður
en Kínverjar fengu eyjuna afhenta
frá Bretum. Þing Kína komst að
þeirri niðurstöðu að flytja bæri fólk-
ið burt, en allt á það að minnsta
kosti eitt foreldri í borginni. Fólkið
vill vera áfram hjá fjölskyldum sín-
um og áfrýjaði niðurstöðu Kína-
þings til æðsta dómstóls Hong Kong.
Eftir að breska nýlendan fyrrver-
andi komst i hendur Kínverja úr-
skurðaði Kínaþing að fólkið hefði
rétt til að búa hjá fjölskyldum sin-
um. Þeim úrskurði hefur þingið
hins vegar snúið við, eins og áður
segir.
Hundrað foreldrar fóru í hungur-
verkfall fyrir utan dómstólinn og
bíða þess nú í örvæntingu, ásamt af-
kvæmum sínum, að endanleg niður-
staða fáist í málinu.
Enn og aftur klikkar það
Þaö viröist ekki eiga aö liggja fyrir Steve Fosset aö komast hringinn í kringum jöröina í loftbelg, ekki í þessu lífi alla
vega. Enn ein tilraun hans fór í handaskolum um helgina og í þetta sinn komst hann ekki einu sinni á loft. Hér sjást
aöstoöarmenn Fossets taka saman punkteraöan loftbelginn í Ástralíu í dag.
Þaulsklpulagðar óeirðir
Svo viröist sem óeiröirnar í
Gautaborg hafi veriö vel skipulagöar.
NATO býður aðstoð
við afvopnun
Alríkið aflífar öðru
sinni á vikutíma
Viðræður milli stjórnmálaflokka
albanska minnihlutans og
slavneskra flokka í Makedóníu
standa í stað. Ástæðan eru kröfur
albönsku flokkanna. Ofan á kröfur
um að gerðar verði þó nokkrar
breytingar á 10 ára gamalli
stjórnaskrá landsins fara fulltrúar
Albana fram á að búinn verði til
staða varaforseta fyrir þá. Auk þess
vilja þeir að allar ákvarðanir sem
varða stjórn landsins verði að fá
samþykki albanska minnihlutans
áður en þeim er hrint í framkvæmd.
Fulltrúar annarra stjórnmála-
flokka eru sagðir geta sætt sig að
einhverju leyti við breytingar á
stjórnarskránni þar sem réttur
makedónskra Albana yrði tryggður.
Það myndi þýða að málstaður
skæruliða Albana yrði að engu og
þeir neyddust til að láta af baráttu
sinni ellegar missa trú annarra á
Oröið verst úti
Óbreyttir borgarar af albönskum
uppruna hafa oröiö verst úti í
átökum undanfarinna vikna.
baráttu sinni. Hins vegar geta
samningsaðilar ekki sæst á aðrar
kröfur.
Það hefur hjálpað verulega til að
NATO hefur boðið samningsaðilum
hjálp við afvopnun skæruliða og
friðargæslu í einhvern tíma eftir
það. NATO hefur hins vegar sett
timamörk til miðvikudags fyrir
aðila að komast að samkomulagi.
Vladimir Pútín, forseti
Rússlands, gagnrýndi á
sunnudaginn stefnu vestrænna
ríkja sem sáttasemjara í deilu
þjóðarbrotanna tveggja. Hann sagði
að NATO hefði mistekist að stöðva
ferðir albanskra byssumanna frá
Kosovo. Hann sagði enn fremur að í
stað þess að taka á því máli væru
vestrænu ríkin nú að neyða
makedónsk stjórnvöld til að ganga
að skilmálum skæruliðanna.
Ákvörðun bandarískra dómstóla
um að hinn Mexíkóættaði morð-
ingi, Juan Raul Garza, yrði tekinn
af lífi var ekki breytt af George W.
Bush Bandaríkjaforseta þegar þess
var leitað í gær. Samkvæmt skipu-
lagi átti að taka Garza af lífi í bæn-
um Terre Heute í Indiana á hádegi
í dag. Þetta er í annað skipti á ein-
ungis einni viku sem bandaríska
alríkið stendur fyrir aftöku. 38 ára
hlé á aftökum alríkisins var rofið á
mánudaginn þegar Oklahoma-
sprengjumaðurinn Timothy
McVeigh var sprautaður eitri i
sama stól og óla átti Garza við og
lífláta á hádegi. Síðasta von Garza
var að Bush forseti myndi taka vel
i bréf sem lögfræðingar hans
sendu, þar sem beðið var um að
dauðadómnum yrði breytt í lífstíð-
arfangelsi. Ekki varð úr því. And-
stæðingar dauöarefsinga skipu-
lögðu mótmælagöngu í tilefni af-
tökunnar.
George W. Bush
Synjaöi beiöni um aö breyta dauöa-
dómi í lífstíöarfangelsi.
STYRANLEGUR - BOR
BORARALLTAÐ 300metra
150 til 450mm
^ OFNASMIÐJA REYKJAVÍKUR HF
iiiiiii'
Ljósmynduðu Díönu iátna
Tveir ljósmynd-
arar, sem tóku
myndir af vettvangi
dauðaslyss Díönu
prinsessu í París
fyrir fjórum árum,
eru nú viðfangsefni
opinberrar rann-
sóknar. Þeir þykja
hafa rofið einkalíf.
Rekinn vegna tölvukláms
Yfirmaður í kanadíska sjóhern-
um hefur verið leystur frá störfum
fyrir þær sakir að hafa skoðað eró-
tískar netsíður með hjálp tölvu i
eign hersins.
Aftur með hníf á leikskóla
Japönsk kona vopnuð hnífi særði
fóstru á leikskóla í Tokyo í gær.
Fyrir tveimur vikum voru 8 leik-
skólabörn myrt af hnífamanni í Jap-
an.
Taílenskur leiðtogi grætur
Forsætisráðherra Taílands grét í
gær fyrir dómstóli sem rannsakar
meint fjármálamisferli hans. Hann
segist ekki hafa talið fram eignir
sínar vegna hreinna mistaka.
Stjórnmálaskýrendur segja málið
prófstein á taílenskt lýðræði.
Tekinn út af takó
17 ára gamall Texasbúi reyndi í
gær að ræna skyndibitastað með
leikfangabyssu. Hann bað um pen-
ing og takósamloku, sem hann
þurfti að biða svo lengi eftir að lög-
reglan náði honum.
Arafat í Madríd
Yasser Arafat,
leiðtogi Palestínu-
manna, kom til Ma-
drídar til viðræðna
við spænska forsæt-
isráðherrann Jose
Maria Aznar. Nú er
róið lífróðri að því
að halda brothættu
vopnahléi i Mið-Austurlöndum.
Mótmælendur skotnir
13 mótmælendur voru skotnir til
bana af lögreglu í Manipur-héraði á
Indlandi í gær. Mikil læti voru í
lýðnum, sem mótmælti framleng-
ingu vopnahlés við skæruliða á
svæðinu.
Mál Pinochets fyrir rétt
Dómstóll í Chile
hóf í gær réttarhöld
í máli Augustos
Pinochets hershöfð-
ingja, sem sakaður
er um að hafa stað-
ið að morðum á
fjölda pólitískra
andstæðinga sinna.
Hann stjórnaði landinu í 17 ár, eftir
að hafa varpað sósíalískri stjórn af
stóli með fulltingi Bandaríkja-
manna árið 1973.
Mótmæli bönnuð í Alsír
Stjórnvöld í Alsír bönnuðu í gær
mótmæli í höfuðborginni Algeirs-
borg. Óeirðir hafa þar verið daglegt
brauð upp á síðkastið.
Schröder styður Pólverja
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, sagðist í gær vona að
Pólverjar fengju inngöngu í ESB
strax árið 2004, þrátt fyrir deilur um
höft á flæði vinnuafls frá nýjum að-
ildarlöndum.