Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Page 11
11
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001_________________________________________________________________________________________________
ÐV Útlönd
Hluthafafundur
2001
Tekinn frá hundunum
Eftir tvö ár hefur chileskur drengur
verið hirtur frá hundafjöiskyldu sinni.
Hundadrengur
finnst í Chile
10 ára drengur fannst I helli í
Chile í fyrradag, en hann hafði lifað
þar meðal flökkuhunda í 2 ár.
Drengurinn var yfirgefinn af íjöl-
skyldu sinni 5 ára gamall og hann
flúði af vistheimili fyrir börn þrem-
ur árum síðar. Þá gekk hand til liðs
við hjörð 15 hunda.
Allar götur síðan hefur hann
þvælst um með hundunum og rótað
eftir mat í ruslatunnum. Jafnvel er
talið að hann hafi verið á spena hjá
þeim. Komið var auga á drenginn á
sunnudag og var hann eltur af lög-
reglu. Eltingaleikurinn náði há-
marki þegar hann stökk út í Kyrra-
hafið og var í kjölfarið bjargað af
lögregluþjóni. Honum hefur verið
skilað á vistheimilið. Hann ber
merki þunglyndis og talar litið sem
ekkert.
Læknar blekkja
dauðvona
Ný rannsókn á viðbrögðum
lækna við spurningum dauðvona
krabbameinssjúklinga um lífslíkur
leiða i ljós að oftar en ekki eru sjúk-
lingar vísvitandi blekktir um þann
tíma sem þeir eiga eftir ólifaðan. Á
þriðja hundrað læknar í Chicago-
borg voru spurðir hvemig þeir
svöruðu umræddum spurningum.
40 prósent sögðust vísvitandi segja
sjúklingunum að þeir ættu lengra
eftir ólifað. 23 prósent sögðust ekki
myndu svara þeim.
27 júní kl. 17.00 í íslandsbanka
á Kirkjusandi, 5. hæð.
Dagskrá:
Tillaga um samruna félagsins við
Fjárfestingarfélagið Straum hf.
Hægt er að nálgast samrunagögn
hjá Islandsbanka - Eignastýringu á
Kirkjusandi, 4. hæð.
Sharon ákærður
fyrir stríðsglæpi
Eftirlifendur fjöldamorða á
hundruðum palestinskra flótta-
manna í Líbanon árið 1982 hafa lagt
fram ákæru á hendur Ariel Sharon
þar sem hann er sakaður um stríðs-
glæpi. Kæran er lögð fram í Belgíu
þar sem hægt er að kæra fólk fyrir
stríðsglæpi hvar sem það er statt í
heiminum.
Árið 1982 var Sharon varnarmála-
ráðherra í ísrael og yfir israelska
hemum. Herinn hleypti vopnuðum
hópum kristinna falangista inn í
búðir palestínskra flóttamanna í Lí-
banon í leit að vopnuðum skærulið-
um. Falangistarnir enduðu með að
taka af lífi hundruð manna, auk
þess að nauðga konum.
Nefnd á vegum ísraelskra stjórn-
valda komst á sínum tíma að þeirri
niðurstöðu að Sharon væri óbeint
sekur í málinu þar sem hann hefði
leyft að falangistunum yrði hleypt
inn án þess þó að gera sér grein fyr-
. Er hann sekur eður ei?
Ariel Sharon, sem hér sést ræða við Shaul Mofaz, yfirmann ísraelska
hersins, var talinn eiga óbeina sök á fjötdamorðunum í Libanon af nefnd á
vegum ísraelskra stjórnvatda.
ir afleiðingunum.
Á meðal þeirra sem standa að
ákærunni er Souad Srour al-
Mere’eh sem mætti sjálf til að leggja
fram ákæruna. í yfirlýsingu minnt-
ist hún þess hvernig byssumenn
hefðu skotið til bana stærstan hluta
fjölskyldu sinnar og því næst nauðg-
að sér í hópum. Lögfræðingar hóps-
ins segjast vona að málið verði tek-
ið fyrir og Sharon þurfi að svara til
saka. Þeir eru aftur á móti ekki
bjartsýnir á að hægt verði að fá
Sharon til að mæta fyrir rétt án
þess þó að viðurkenna að ákærurn-
ar hefðu aðeins táknrænt gildi.
í sjónvarpsþætti sem sýndur var
á BBC-sjónvarpstöðinni var spum-
ingum hvort Sharon hefði borið
ábyrgð á fjöldamorðunum velt upp.
Þátturinn hefur vakið hörð við-
brögð ráðamanna í ísrael og sagði
Shimon Peres utanríksráðherra
hann vera hneyksli.
Kirkjusandi ■ Sími 560 8900 • Fax 560 8910
Pútín með sendiherra Lesotho
Vladimir Pútín Rússlandsforseti slappaði af og skálaði með nýskipuðum sendiherra Lesotho í Rússlandi eftir vel
heppnaðan fund með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um heigina. Pútín sagði að Bush hefði komið sér á
óvart með samræðuhæfileikum sínum og sjarma og lýsti því yfir að öll vandamál mætti leysa með viðræðum.
Vill enga aðals-
tign í Kanada
Jean Chretien, forsætisráðherra
Kanada, hefur sent breskum starfs-
bróður sínum, TonyBlair, bréf og
hvatt hann til að láta ekki aðla fleiri
Kanadamenn. Hann segir aðalstign-
ina ekki samræmast kanadíska lýð-
ræðinu og ber fram persónuleg mót-
mæli sín þar um. Chretien er óá-
nægður með að tveir Kanadamenn
hafi verið aðlaðir á afmælisdegi El-
ísabetar Bretadrottningar, sem er
enn þjóðhöfðingi Kanadamanna.
Hann hefði óskað þess að Bretar
hefðu haft samráð við Kanadastjórn
um málið og kynnt sér stefnu henn-
ar í málum sem lúta að því að
heiðra borgara landsins.
Leiðtogi stjómarandstöðunnar í
Kanada hefur lýst yfir furðu sinni
með viðbrögð forsætisráðherrans.
Býður andstæðingum
hnattvæðingar ólífugrein
Silvio Berlusconi, nýkjörinn for-
sætisráðherra Ítalíu, hélt stefnu-
ræðu sína í öldungadeild ítalska
þingsins í gær. Það sem var hvað
mest beðið eftir var hvað hann hefði
um fund leiðtoga G-8 ríkjanna í
næsta mánuði að segja. Fundurinn
verður haldinn í ítölsku hafnar-
borginni Genova.
Berlusconi hefur rétt mótmæl-
endum hnattvæðingar i viðskiptum
svokallaða ólifugrein, tilboð um að
koma á viðræðum milli mótmæl-
enda og fundarmanna.
Stórfelldar óeirðir fylgja samkom-
um þjóðarleiðtoga þegar þeir ræða
viðskiptamál heimsins um þessar
mundir.
Berlusconi sagði að hingað til
hefði algjörlega vantað samskipta-
leiðir milli leiðtoga og mótmælenda.
Þessir hópar væru samt oftar en
Berlusconi flytur stefnuræðu
Hagsmunaárekstrar fyrirtækja-
reksturs og ráðherradóms leystir.
ekki að berjast fyrir sömu markmið-
unum, s.s. niðurfellingu skulda þró-
unarríkja.
Hann bætti við að val á fundar-
stað hefði verið slæmt, án þess þó
að gefa í skyn að færa fundinn eða
halda hann á skipi eins og hug-
myndir hafa komið upp um. í stað-
inn myndi lögregla reyna að ein-
angra ofbeldisseggi áður en þeir
hleyptu öllu í bál og brand.
Berlusconi lýsti einnig yfir í
stefnuræðu sinni einskærum vilja
til að takast á við hagsmuna-
árekstra sem fylgja fyrirtækjarekstri
hans og setu i forsætisráðherrastól.
Hann sagðist mundu kynna lagadrög
fyrir þinginu áður en það færi í sum-
arfrí. Berlusconi og fjölskylda hans
eiga fjölmörg fyrirtæki á Ítalíu, þ. á
m. stærsta einkarekna sjónvarpsfyr-
irtækið, Mediaste.
Hluthafar eru hvattir til að mæta.