Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Síða 24
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 Tilvera DV lifift Sungið og spilað í Sigurjónssafni Þær Gerður Bolladóttir sópransöngkona og Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og á efnisskránni eru sex sönglög eftir Jórunni Viðar og þrjú verk eftir Samuel Barber. Leikhús ■ PIKtÍSOGÚR Á STORA SVÍÐÍ í tilefni dagsins verða Píkusögur eft- ir Eve Ensler sýndar á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld klukkan 20. Leikstjóri er Sigrún Edda Björns- dóttir en leikkonur eru þær Halldóra Geirharösdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Kynlífs- spekúlantinn Ragnheiöur Eiriksdótt- ir aö flytja erindi tengt Píkusögum að sýningu lokinni. Orfá sæti laus. ■ EVA - BERSÖGULL SJÁLFS- VARNAREINLEIKUR I kvöld er aukasýning á Evu-bersögl- um sjálfsvarnareinleik í Kaffileik- húsinu kl. 21.00. Málsverður fyrir alla kvöldviðburði. Fundir ■ jARÐSKJÁLFtÁVIRkNIÍ ......... ELDSTODVUM Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur heldur fyrirlestur á Jöklasýningunni á Höfn í Hornafiröi í kvöld. Hún fjallar um jarðskjálftavirkni í eldstöðvum Vatnajökuls. Fyrirlesturinn er í Sindrabæ og hefst kl. 20. ■ HOLLVINIR HJÚKRUNAR Aöalfundur Hollvinafélags hjúkrunarfræöideildar er í dag í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Hann hefst kl. 16.30 og allir velunnarar hjúkrunarfræðideildar eru velkomnir á hann. ■ BÓKMENNTIR Á KANADÍSKU SLETTUNUM Islensk-kanadíska skáldið, rithöfundurinn, háskólakennarinn og fræðimaöurinn David Arnason flytur fyrirlestur um kanadísk fræði í dag. Fyrirlesturinn nefnir hann Canadian Prairie Writing and the Tadical Tradition eða Bókmenntaskrif á kanadísku sléttunum og andófshefðin. Þar fjallar hann um bókmenntir í Manitoba, Saskatchewan og Alberta á síðustu öld, og þá nýsköpun sem sprottið hefur upp úr Ijölmenningarlegri samsetningu fylkjanna. Fyrirlesturinn er í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.15. ■ ÞROSKAÞJÁLFAR Á ÚTIFUNDI Þroskaþjálfafélag Islands heldur útifund í dag kl. 17.00 við þvottalaugarnar í Laugardal. Fjölmargir munu flytja ávörp. Tónleikar ■ BACH í BREÍÐHÖLfSKIRKJU Tónleikar verða í Breiöholtskirkju í kvöld undir yfirskriftinni Bach í Breiöholtskirkju. Þar leikur Jörg E. Sondermann organisti nokkur valin verk. Sýningar ■ JÓN INGI Í EDEN Jón Ingi Sigurmundsson sýnir olíu-, pastel og vatnslitamyndir í Eden þessa dagana. Myndirnar eru allar málaöar á þessu ári og því síðasta. ■ SKÁLDAO í TRÉ Þjóöminjasafn Isjands, Landsvirkjun og Byggöasafn Árnesinga standa aö sýningu í Ljósafossvirkjun við Sog. Hún heitir Skáldaö í tré og sýnir úrval útskorinna muna. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Glatt á hjalla Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Helgi Hjörvar og Hrann- ar B. Arnarsson, borgarfulltrúar meirihlutans, slá á létta strengi í veislunni. Samherjar Júlíus Vífill tekur á móti Árna Mathiesen, sjávarútvegsráðherra og samherja í Sjálfstæöisflokknum. Júlíus Vífill fimmtugur Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisílokksins, óperu- söngvari og bílasali með meiru, fagnaði Fimmtugsafmæli sínu á föstudaginn. Veislan fór fram í húsakynnum fjölskyldufyrirtækis- ins Bílheima og var þar margt góðra gesta, meðal annars samherj- ar Júlíusar og mótherjar í pólitík- inni, fólk úr bílabransanum og aðr- ir vinir og vandamenn. Málin rædd Sjálfstæöismennirnir Eyþór Arnalds, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Júlíus Hafstein taka tal saman. DV-MYNDIR EINAR J. Á góöri stund Afmælisbarniö ásamt eiginkonu sinni, Svanhildi Blöndal. Bíógagnrýni Mætti til aö samfagna Júlíusi Vífli Inga Jóna Þóröardóttir, oddviti minnihluta Sjálfstæöisflokks ins í borgarstjórn ásamt eiginmanni sínum, Geir H. Haar- de fjármálaráöherra. Háskölabíó - Some Voices ★ ★ Raunveruleiki og ímyndun Hiimar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Það er ekki auðvelt fyrir leikara að bregða sér i hlutverk geðveiks manns, sem telur sjálfum sér trú um að hann sé heilbrigður. I Some Voices þarf Daniel Craig að glíma við þetta verkefni og ferst það vel úr hendi, er sannfærandi í hlutverki hins rótlausa Ray sem nýsloppinn er af geðveikrahæli. Craig fær góð- an mótleik frá David Morrisey sem leikur bróður hans, Pete, er telur sig þurfa að bera ábyrgð á Ray. Leikstjórinn Simon Cellan Jones hefur það að leiðarljósi að koma heimssýn Rays sem best til skila, láta áhorfendur sjá veröldina með augum Rays en ekki, eins og algeng- ast er, að aörir séu að fylgjast með því hvemig sá geðveiki hagar sér. Some Voices er byggð á leikriti og höfundur handritsins, Joe Penhall, er einnig höfundur leikritsins svo það má ekki búast við að mikið sé breytt út frá upprunalegum texta. Þetta bæði auðveldar leikstjóran- um, þegar haft er i huga hversu erfitt viðfangsefnið er, og bindur einnig hendur hans eins og berlega kemur í ljós. Það eru aðeins fjórar persónur í myndinni sem eitthvað skipta máli, bræðurnir Ray og Pete, Laura (Kelly MacDonald), sem Ray fellur fyrir, og Mandy (Julie Gra- ham), þjónustustúlka á veitingastað sem Pete á og rekur. Með svo fáar persónur á Simon Cellan Jones i nokkrum erfiðleikum með að færa verkið úr leikhúsi yfir í kvikmynd og nær myndinni aldrei almennilega á flug, hún er þess meiri vettvangur góðra leikara. Það er aðeins í atriðinu þegar Ray fer með Lauru í dagsferðalag að rammi leikhússins er brotinn. Meira að segja sýnir Rays og ofheyrn ná ekki þeirri myndáherslu sem nauðsynleg er til að auka áherslu á hvernig geð- veiki Rays eykst þegar líður á myndina. Það sem virkar i Some Voices er trúverðug frásögn á því hvernig maður sem verið hefur inni á geð- veikrahæli telur sér trú um að hann sé heilbrigður og þurfl ekki á geð- lyfjum að halda. Pete, sem sér í kjöl- farið breytingar á atferli Rays, reyn- ir að halda lyijunum að bróður sín- um án árangurs. Hvorki Ray né Laura, sem þekkir kannski minna bakgrunninn í lífi Rays, gera sér grein fyrir ástandinu fyrr en of seint og sálarangist Rays er mikil þegar hann flnnur að hann er á leið í sama farið. Upp úr þvi fer að bera á brengluðu veruleikamati hjá hon- um. Some Voices er áhrifamikil kvik- mynd en um leið vantar festu í hana. Átök persónanna sín á milli eru sannfærandi en ná einhvem veginn ekki að upphefla eitt atriði fram yfir annað. Til að mynda upp- gjör bræðaranna hefði átt að vera áhrifameira en það í raun er. Leikstjóri: Simon Cellan Jones. Handrit: Joe Penhall. Kvikmyndataka: David Odd. Tónlist: Adrian Johnston. Aóalleikarar: Daniel Craig, David Morrissey, Kelly MacDonald og Julie Graham.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.