Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Side 4
4
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001
Fréttir I>V
Orkuveitan kannar möguleika á járnbrautarlagningu:
Við styðjum allar
slíkar hugmyndir
- hagkvæmniathugun liggur fyrir í haust, segir aðstoðarforstjóri
Hugmynd Skúla
Bjarnasonar, stjórn-
arformanns Strætó
bs., í DV í gær um
járnbrautir á höfuð-
borgarsvæðinu hafa
vakið gríðarmikla
athygli. Járnbraut-
arlagning á íslandi
virðist síður en svo fjarlægir
draumórar og þegar er byrjað að
vinna í fullri alvöru að athugunum
i þá veru.
„Orkuveita Reykjavíkur er
spennt fyrir hvers konar hugmynd-
um sem stuðlað geta að nýtingu inn-
lendra orkugjafa á samgöngutæki,“
segir Ásgeir Margeirsson, aðstoðar-
forstjóri Orkuveitunnar. Fyrirtækið
efndi einmitt í samvinnu við emb-
ætti borgarverkfræðings til úboðs í
vor á Evrópska efnahagssvæðinu
um gerð hagkvæmniathugunar á að
koma upp rafknúinni járnbrautar-
lest á milli Reykjavíkur og Keflavík-
urflugvallar. Sú vinna er nú í full-
um gangi í samvinnu innlendra og
erlendra fyrirtækja og niðurstöður
munu liggja fyrir í haust.
„Það sem fyrir okkur vakir er að
koma innlendri orku í notkun i
samgöngum, það er vel hugsanlegt
að það geti verið innan borgar-
markanna eins og suður á Keflavík-
urflugvöll. Þá er einhvers konar
tenging við samgöngukerfi borgar-
innar eitthvað sem menn vilja
kanna. Hluti af því sem er verið að
skoða í okkar vinnu eru einmitt
lestir sem nánast geta keyrt inn á
götur.“
Ásgeir segir menn hafi enn mjög
óljósar hugmyndir um kostnað við
hugsanlega járnbrautarlagningu.
Þaö fari allt eftir því hvernig lestar-
gerðir verið er að horfa á. Þvi verði
ekki hægt að leggja fram neinar
áreiðanlegar tölur fyrr en hag-
kvæmniathugun liggur fyrir.
„Við styðjum heils hugar allar
hugmyndur um nýtingu á innlendri
orku í samgöngum," segir Ásgeir en
Orkuveitan er m.a. aðili að ís-
lenskri nýorku sem vinnur að vetn-
isvæðingu á íslandi. Þrír
vetnisknúnir strætisvagnar eru
iárnbrautarbyiting á
höfuðborgarsvæðinu
♦'*» um* tam ***, *»n*u f
-SiMáS!
Frétt DV um hugmyndir Skúla Bjarna-
sonar í gær.
væntanlegir síðla
næsta árs til
Reykjavíkur sem
hluti af þessum
áætlunum í sam-
vinnu við bílafram-
leiðandann Daim-
ler-Chrysler, Shell
og Norsk Hydro.
Áformað er að fram-
leiða vetni fyrir
þessa strætisvagna
úr íslensku vatni og
íslenskri raforku í
nýrri vetnis- og
bensínstöð sem reist
verður af þessu til-
efni. Þá hefur Orku-
Léttbyggö járnbrautarlest
Stjörnarformaöur Strætó bs. sér fyrir sér lest í líkingu viö þessa á höfuöborgarsvæöinu á
næstu árum.
Rafknúin járnbrautarlest í Portúgal
Þessi lest á aö ná allt aö 220 km hraöa þegar framkvæmdum viö uppbygg-
inguna lýkur, væntanlega á þessu ári. Hún gengur á milli bæjarins Porto og
höfuöborgarinnar Lissabon í Portúgal.
Ásgeir Margeirsson
aöstoöarforstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur.
veitan einnig stutt tilraunir með
nýtingu á metangasi á bíla af ösku-
haugum höfuðborgarinnar í Álfs-
nesi. Metan er mjög sterk gróður-
húsalofttegund, margfalt hættulegri
en koltvísýringur og er því mjög
mikilvægt að brenna því áður en
það fer út í loftið. Einnig hefur hún
stutt tilraunir með notkun raf-
magnsbíla. Ásgeir segir að þá sé nú
á leiðinni til landsins vél sem
brennir metangasi til að framleiða
rafmagn. Sú vél á að framleiða eitt
megavatt af rafmagni og verður
væntanlega komin í gagnið í haust.
„Við íslendingar erum mjög fram-
arlega i nýtingu innlendra umhverf-
isvænna orkugjafa, s.s. til raforku-
vinnslu og húshitunar. Það sem eft-
ir situr er eldsneyti á skip, báta og
bíla og því viljum við breyta. Við
getum gert þar stóra hluti og verið
framarlega í þróuninni, þá t.d. með
nýtingu vetnis eða rafmagni beint á
skip, bila eða á járnbrautir," segir
Ásgeir Margeirsson. -HKr.
DV-MYND JÚLÍA IMSLAND
Bedfordinn stendur fyrir sínu
Baldur Pálsson, slökkviliösstjóri á Eg-
ilsstöðum, fór suöur á dögunum og
sótti gamlan Bedford-slökkvibíl. Aö
sögn Baldurs er Bedfordinn í aldeilis
frábæru standi, þrátt fyrir mjög háan
aldur. Btlar af þessari gerö eru margir
í notkun hjá slökkviliöum á lands-
byggöinni og þykja afkastamiklir
dælubílar.
Réðst á móður sína:
Gæsluvarðhald
staöfest
Hæstiréttur staðfesti í gær gæslu-
varðhaldsúrskurð yfir karlmanni
sem réðst á móður sína með skær-
um fyrr í mánuðinum og veitti
henni 10 sentímetra langan skurð
með skærum.
Úrskurður héraðsdóms var á þá
leið að hætta sé talin á að maöurinn
haldi áfram líkamsárásum og ætt-
ingjar óttist að hann leggi aftur til
atlögu. Maðurinn hefur játað á sig
verknaðinn og var þess vegna
dæmdur í gæsluvarðhald á grund-
velli þess að nauðsyn þyki að verja
aðra fyrir árásum hans. Honum er
gert að sæta rannsókn á andlegum
og líkamlegum þroska. -aþ
Kappakstri lauk
með veltu
Bill valt á Hafnarfjarðarveginum
um ellefuleytið í gærkvöld. Orsök
slyssins er sú að tveir bílar voru í
kappakstri og varð sá fremri var við
radarmælingar lögreglu á þessum
slóðum. Hann negldi niður og bíll-
inn fyrir aftan einnig en með þeim
afleiðingum að hann fór eina veltu.
Að sögn lögreglu voru báðir öku-
mennirnir innan við tvitugt og ann-
ar þeirra með nýtt ökuskírteini.
Engin slys urðu á fólki en bíllinn
sem valt skemmdist töluvert og var
fluttur á brott með krana. -aþ
Slagsmál á hóteli
Slagsmál brutust út á Hótel Cabin
um þrjúleytiö i nótt. Tveir aðkomu-
menn áttu í átökum við tvo gesti.
Þegar lögregla kom á vettvang voru
árásarmennirnir á bak og burt. Hin-
ir tveir slösuðust lítils háttar og var
ekið af lögreglu á slysadeild Land-
spítalans. Lögregla leitar nú tví-
menninganna. -aþ
Veðrið í kvöld
M. •S- C8
.-r. 4- .#
1 (s
Viða léttskýjað
Fremur hæg norðvestlæg átt eða hafgola og
víða léttskýjað en sums staðar síödegisskúrir í
innsveitum. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast sunnan
til.
Sólargangur og sjávarföll
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 23.30 23.49
Sólarupprás á morgun 03.38 02.43
Síðdegisflóð 23.59 16.08
Árdegisflóö á morgun 12.34 04.32
Skýringer á yeSnrléknum
J^VINÐATT 10°*— HiTI ■10°
'^VINDSTYRKUR ! mijfruin á tokúrxíu ^FROST HHOSKÍRT
íD O.
IÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
SKÝJAÐ
V,*;* W/ w ©
Veðríð á morgun
RIGNING SKÚRIR SLYÐDA SNJÓKOMA 1- X&9Í **
b? 4- Y
ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Færð
Enn ófært í Oskju
Enn ein ferðahelgin er að bresta á. Full
ástæða er til aö hvetja vegfarendur til
að aka með gætni. Flestir vegir
landsins eru færir, bæði í byggð og
óbyggö. Þó er enn ófært um
Dyngjufjalla- og Gæsavatnaleið og
síöasta hluta leiöarinnar I Öskju.
Hlýjast sunnan til
Fremur hæg norðvestlæg átt eða hafgola og víöa léttskýjað en sums
staðar síðdegisskúrir í innsveitum. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast sunnan til.
Sunnud
Manuda
Vindur:
4—6 m/a
Hiti 8° til 17'
Vindur:
4-7 «V's
Hiti 8° til 17°
Þriðjud
m
Vindur:
5-7 m/s
Hiti 8" til 17*
Fremur hæg austlæg efta
breytlleg átt og skýjað
með köflum en dálitlar
skúrlr i flestum
landshlutum. Hltl 8 tll 17
stlg, hlýjast sunnan tll.
Hæg austlæg eða
breytlleg átt og skýjað
með köflum en dálltlar
skúrir í flestum
landshlutum. Hltl 8 til 17
stig, hlýjast sunnan tll.
Fremur hæg austlæg eða
breytlleg átt og skýjað
með köflum en dálitlar
skúrlr í flestum
landshlutum. Hltl 8 tll 17
stlg, hlýjast sunnan tll.
Veðríð
AKUREYRI skýjaö 6
BERGSSTAÐIR léttskýjaö 5
BOLUNGARVÍK skýjað 6
EGILSSTAÐIR 7
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 8
KEFLAVÍK Skýjaö 9
RAUFARHÖFN léttskýjaö 9
REYKJAVÍK skýjaö 6
STÓRHÖFÐI skýjaö 9
BERGEN úrkoma I gr. 12
HELSINKI hálfskýjaö 18
IWtUPMANNAHÖFN skúr á SÍÖ. klst. 14
ÓSLÓ skýjaö 12
STOKKHÓLMUR 16
ÞÓRSHÖFN skúr 7
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 13
ALGARVE heiðskírt 27
AMSTERDAM skúr á SÍÖ. klst. 15
BARCELONA rhistur 21
BERLÍN skýjaö 15
CHICAGO mistur 16
DUBLIN rigning 10
HALIFAX þokumóöa 11
FRANKFURT skýjaö 15
HAMBORG skýjaö 13
JAN MAYEN léttskýjaö 2
LONDON skýjaö 13
LÚXEMBORG skýjaö 11
MALLORCA léttskýjaö 22
MONTREAL alskýjaö 16
NARSSARSSUAQ skýjaö 7
NEW YORK heiðskírt 20
ORLANDO skýjaö 25
PARÍS skýjaö 14
VÍN skúr 16
WASHINGTON léttskýjaö 16
WINNIPEG léttskýjaö 19